Ísafold - 07.02.1891, Qupperneq 3
43
ekki að lífi annara; það er nóg, að þeir
Stofui sjálfum sjer í voða.
Fiskverkunin. Blóðgið fiskinn og farið svo
að allri fiskverkun, að yður verði til sóma
og hagsmuna ; gleymið ekki að þvo hann í
saltið, og verja hann vatni og óhreinindum ;
og gjörið allt það að fiskinum, sem tryggir
að hann verði góð verzlunarvara, hvort að
er á mörkuðum eður manna á milli.
Hjálpið hver öðrum á sjó og landi og
Stundið atvinnu yðar með dugnaði, en gát.
þ>ýðist heilræði fjelaga yðar, og brýnið fyrir
bræðrum yðar, það sem til góðs getur orðið;
látið það ekki á yður fá, þótt góð ráð sjeu
eigi vel þegin; þau kunna að verða notuð,
þótt eigi mæti undirtektum í fyrstu ; ávöxt-
urinn er ekki á yðar valdi.
»Leiðir og lendingar við Faxaflóa« eru nú
undir prentun, og ættu þeir, sem enn þá eigi
hafa sent lýsing á miðum eða merkjum við
lendingar, að senda þær tafarlaust til herra
H. Sigurðssonar, 3 þingholtsstræti, í Beykja-
vík.
Frá nokkrum bjargráðanefndum vantar
mig enn þá álit eða tillögu um verksvið
nefndanna, en þangað til að það er ráðið, þá
má fylgja því, að tilgangur nefndanna er, að
hvetja sjómenn til varkárni og framfara, til
innbyrðis kærleika og hjálpsemi.
Góður guð styðji yður, styrki og blessi á j
komandi vetrarvertíð, í Jesú nafni.
Bvík f 91. Yðar 0. V. Gíslason.
Verzlunarmannafjelag Reykjavík-
Ur^ Fundur var haldinn 4. þ. m. í hótel1
Beykjavík til að kjósa stjórn. jpessir hlutu j
kosningu: formaður Th. Thorsteinsson, skrif-
ari Ólafur Rósinkranz, gjaldkeri Matth. Jo-
hannessen, meðstjórnendur Ditl. Thomsen og
Ludvig Hansen.
Fjelagsstofnun þessi er eitt af því, sem
það á heima um, að furða sje að hún skuli
ekki hafa verið byrjuð löngu fyr ; þörfin og
nytsemin er svo áþreifanleg. Ekki sízt hlýt-
ur það að liggja hverjum manni í augum
uppi, hve mikilsvert getur verið fyrir verzl-
unarstjettarmenn að eiga þar athvarf, sem
fjelag þetta er og stjórn þess, til að komast
að atvinnu, eptir því sem hver hefir verð-
leika til og honum er hentast. Má og gjöra
ráð fyrir hins vegar, að verzlunaratvinnuveit-
eudum, kaupmönnum, þyki sjer hagræði í
því, að geta leitað til fjelagsstjórnarinnar, ef
þeir þarfnast manns, með vissri von um
áreiðanlega leiðbeiningu og milligöngu. Sam-
komur fjelagsmanna ættu og að geta orðið
þeim til mikils góðs á ýmsan hátt sam-
kvæmt tilgangi laganna (sjá Isaf. 28. f. m.),
og má þar til nefna fyrst og fremst fræðandi
og örvandi fyrirlestra; er vonandi, að þeir,
sem til þess eru færir, liggi eigi á liði sínu
með þann mikilsverða stuðning við fjelagið,
einkanlega meðan það er í bernsku og þarfn-
ast mest alls þess, er orðið getur til að veita
því vöxt og viðgang.
Póstskipið Laura, Christiansen, lagði
af stað hjeðan 4. þ. m., áleiðis til Khafnar,
en komst eigi lengra en út í flóann fyrir
megnum útsynuingshroða, lá um nóttina und-
ir Keflavíkurbjargi og hjelt daginn eptir inn
til Hafnarfjarðar, og lá þar þangað til í
morgun snemma, lagði þá út, en sneri aptur,
með því veður helzt hið sama
Með póstskipinum sigldu hjeðan til Khafn-
ar þessir kaupmenn og verzlunarmenn: As-
geir Eyþórsson, Björn Sigurðsson frá Flatey
Björn Pálsson frá Siglufirði, Claessen frá
' Sauðárkrók, Ditl. Thomsen, Friðrik Jónsson,
j Gísli Stefánsson frá Yestmannaeyjum, Jón
Jónsson (frá Ókrum), Thejll frá Ólafsvík með
dóttur sinni, Thor Jensen frá Borgarnesi
með konu sinni og W. O. Breiðfjörð með
konu sinni. Enn fremur Sigurður Eiríksson
timburmaður og skipasmiður, og Friðrik Frið-
riksson stud. art., og skipverjar af hinu
strandaða skipi Peter frá Dýrafirði.
Samkvœmt lögum 12. april 1878 er hjer
með skorað á alla pá, er til skuldar telja i
dánarbúi síra Páls sál. Pálssonar frá ping-
múla, er dó 4. okt. þ. a., að gefa sig fram
og sanna kröfur sínar fyrir undirrituðum
skiptarjetti innan 6 mánaða frá síðustu birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Erfingjar ganga frá arfi og gjaldi.
Skiptarjetti Suðurmúlasýslu,
Eskifirði 27. nóvember 1890.
Jón Johnsen.
Proclama
Eptr lögum 12. apríl 1878 sbr. o. br. 4.
jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem til
skulda telja í dánarbúi Einars Einarssonar
organista, er andaðist í Hafnarfirði 7. þ. m.
að tilkynna skuldir sínar og sanna þœr fyrír
undirskrifuðum skiptaráðanda innan 6 mán-
aða frá siðustu birtingu auglýsingar pessarar.
Með sama fresti er skorað á þá, sem skulda
tjeðu búi, að borga til mín skuldir sínar.
Skrifstofu Kjósar og Gullbringusýslu 30. janúar cágt^
Frans Siemsen.
Hjer með er skorað á erfingja Ó lafs Jdns-
sonar, sem andaðist að Súluvöllum á Vatns-
nesi hinn 21. júli f. á., að gefa sig fram, og>
sanna erfðarjett sinn eptir hann fyrir skipta-
ráðandanum hjer í sýslu, innan 6 mánaða frá
síðustu birtingar þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Húnavatns9ýslu 8. jan. 1891.
Lárus Blöndal-
HÚS kaupmanns Jörgen Hansens í Hafnar-
firði, eru til sölu með verzlnar-áhöldum.
Lysthafendur snúi sjer til eigandans.
I hegningarhúsinu fæst tíl kaups ís-
lenzkt vaðmál, klæði, þæft og pressað, ló-skor-
ið erlendis, mjög vænt, fjarska billegt.
S. Jónsson.
Samkvœmt lögum 12. aprll 1878 og opnu
brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað
á alla, sem telja til skuldar i dánarbúi
mad. Kristjönu Jónassen, ekkju eptir J.
36
Bóas prestur hafði fengið af Jóni presti þorvarðarsyni er
þá hjelt Glæsibæ, föður þeirra Beykjalíns prests og bræðra
hans, að senda suður sókn sína um Auðkúlu í Húnaþingi,
vildi hann því í land fara með þeim Jóni að vitja þessa, en
þeir lágu all-lengi í eynni, því ógæftir lögðust á; var og sagt
að eptir presti biði þeir tvo eða þrjá daga, og væri hann þó
léngi tvílráður í að fara. Sigurður Gunnarson hvatti prest
mjög til farar. Yar það þá nærri sumarmálum að morgni,
að þeir fermdu skip sitt. Veður var lygnt, en áskyggilegt.
Jón formaður hafði tekið hlustarverk og stóð hann hjá með-
an skipið var fermt og vafði voð um höfuð sjer, mundi þá
milli dagmála og hádegis er þeir lögðu frá eynni; en að lykt-
um, er Bóas prestur stje á skipið 1 því að ýtt var, tók Sig-
urður Gunnarsson móti honum tveim höndum og mælti:
»Kom þú blessaður í Jesú nafni að setjast niður hjá mjer«.
Maður hjet Jón Halldórsson, er bjó á Básum þar í eynni,
formaður einn ; reri hann litlu síðar á lagvað með Sveini
Halldórssyni bróður sínum, unglingi fyrir innan tvítugt, og
Jóni Arnasyni, gömlum manni. Litlu síðar eða skömmu
eptir hádegi rak á svartakafald með ofsa-norðanveðri, svo
hús hristust við, þó all-lágbyggð væri.
þorsteinn hjet hreppstjóri í eynni, er kom heim að Mið-
görðum, prestssetrinu, og bað um kirkjulykil, gekk í kirkju og
hringdi, að skipamenn kynnu að heyra og rata á klukkna
hljóðið, ef þess væri nokkur kostur; kölluðu Grímseyingar
þetta síðan líkhringing Bóasar prests, því skip það, er hann
var á, fórst með allri áhöfn, og spurðist eigi síðan til með
33
klerkar mcetti kálfum hjá
kyrja lög '1 fjósi.
Yrði biskup uxinn sá,
erni og hrafna sonum
arfur verði, amen, já !
augun bæði úr honum.
Jónatan kvað drepling þann um Jón prest skáld á Bæg-
isá (þorláksson), er hann kallað »0fsjónir«, og er þetta upp-
haf á:
Eitt sinn með innbyrling
eg flökti mestan part
sjóndeildar háan hring
hafði mig yfir snart, o. s. frv.
Jónatan hafði bú f Höfðahólum um hríð.
XII. kap. Bóas prestur kvongast og fer í Grímsey.
Bóas prestur missti nú konu sína Margrjeti, en fekk apt-
ur konu þeirrar, er Guðrún hjet Sveinsdóttir frá Leyningi í
Eyjafirði Sigurðarsonar frá Núpufelli Jakobssonar Sveinssonar.
En Elísabet systur Guðrúnar átti Bjarni Flóventsson; voru
þeirra börn: Jóhannes, Páll og Sigríður, bjó Jóhannes í Leyn-
ingi og átti Sæunni Sigurðardóttur. Páll átti Sigríði Band-
versdóttur þórðarsonar; en Sigríður átti Jón á Hafragili f
Laxárdal, Sveinsson, Jónssonar. Guðrún kona Bóasar prests,
átti fyrri Bernharð Gíslason frá Hraungerði Hallgrímssonar;
voru þeirra synir Sveinn og Páll.
Bóas prestur fekk nú Grímsey eða var skipaður þangað