Ísafold - 18.02.1891, Síða 3
55
og mikilmennska, að traðka Iögum, ýmist með
ofríki eða undirferli. |>að er nokkurs konar
sambland af strákskap og stórmennsku, er
dafnar auðvitað helzt þar, sem lítið er um
menntun fyrir og fjelagsaDda.
Lævísin, er garpar þessir höfðu helztu í
ráði eða hafa ef til vill enn, er, að nota und-
antekninguna í 1. gr., þar sem Garðmönn-
um er gert heimilt að leggja lóðir þær, er
þeir eigi sjálfir, á tiltekið svæði í Garðsjón-
um,—með þannig löguðum samlögum við þá,
að Garðmenn leggi til lóðirtiar, en utansveit-
armenn (t. d. Innnesingar) skipin, eða þá að
Innnesingar eigni þeim (Garðmönnum) allar
lóðirnar, er hvorutveggja leggja til í samein-
ingu. Eeglan er þannig orðuð: »Heimilt skal
þó þeim, sem búsettir eru í Garði, að leggja
lóðir þær, er þeir eiga sjálfir», o. s. frv., og
því dugar ekki öðrum að gera út á móts við
þá að hálfu t. d.; Garðmaðurinn verður að
eiga allar lóðirnar, er þeir fjelagar brúka í
sameiningu; það verður svo að heita að
minnsta kosti. Er nú raunar ótrúlegt, að
Garðmenn sæju sjer hag við slíkt, þó svo
væri, að þeir hefðu nóga rúmgóða samvizku
til þess að vera öðrum samtaka með að reyna
að fara þannig kring um lögin; því þeim hlýt-
ur að vera það bæði hagur og hagræði, að hafa
sem rýmst um sig, og svo láta þeir einnig,
sumir að minnsta kosti.
þau eru við lýði. Og það er hlutverk rögg-
sams yfirvalds, að leiða mönnum allar
brellur til að traðka þeim, leynt eðaljóst.
Veitt brauð- Hofteigur, 12. þ. m.,
prestaskólakand. Einari þórðarsyni, eptir
kosningu safnaðarins. Móti honum sótti síra
Magnús Bjarnarson á Hjaltastað.
Laust brauð. þingmúli og Hallorms-
' staður, met. í sameiningu 1634 kr. 58 a. augl.
14. þ. m. Auk þess að 1000 kr. lán hvílir á
hinu sameinaða brauði, tekið 1885, er af-
borgist á 10 árum auk vaxta, verða umsækj-
endur að sætta sig við þá breytingu, sem nú-
gildandi lög gera ráð fyrir (þ. e. að Valla-
nesi verði enn bætt við og 1000 kr. árgjald
greitt frá þeirri samsteypu 3 brauða), og
sömuleiðis við hverjar þær breytingar, sem
eptirleiðis kunna að verða gjörðar, t. a. m. að
brauðið verði partað í snndur.
Makaskipti á prestssetri. Með kon-
ungsúrskurði 3. jan. þ. á. eru leyfð maka-
skipti á préstssetrinu Felli í Sljettuhlíð og
jörðinni Höfða í Höfðasókn í Skagaf., þann-
ig, að Fell verði framvegis skoðað sem bænda-
eign, að því er gjaldskyldu snertir, en Höfði
verði sem aðrar kirkjujarðir.
En þess má geta, að örðugur hlýtur þessi
leikur að verða, fyrir þá sök, að sýslumaður
hefir látið auðkenna skip Garðmanna með
hvítum spjöldum, með svörtum tölum á;
önnur skip mega ekki fara með lóðir fyrir
11. maí en þau, er þannig eru auðkennd,
og auðkennin fá að eins þeir, er búsettir eru
f Garðinum, handa sínum skipum. Aðrir
þurfa því að hafa stolin auðkenni, vilji þeir
haft áminnzt undirferli fram.
Eru því allar líkur til, að ráðabrugg þetta
komist aldrei langt. Enda ætti svo að vera.
Lög ber að hafa í heiðri yfirdrepskapar-
laust og hlýðnast þeim ráðvandlega, meðan
Nokkrir sjóðir. Við næstliðin áramót
hafa þessir sjóðir til almennings þarfa átt
það til, er hjer greinir, eptir reikningum
landshöfðingja í Stjórnartíð.:
Gjafasjóður Hannesar Arnasonar 39,975kr.90a.
Gullbrúðkaupslegat Bjarna amt-
manns þorsteinssonar og konu
bans........................... 3,132 — 73 -
Jarðeldastyrktarsjóður..........33,461 — 2 -
Styrktarsjóður W. Pischers......20,225 — 22 -
Af vöxtum gjafasjóðs Hannesar Arnasonar
fær systir gefandans 400 kr. á ári, meðan
ihún lifir; af gullbrúðkaupssjóði Bjarna amt-
! manns voru veittar árið sem leið 100 kr. til
vegabóta á Arnarstapavegi í Mýrasýslu ; a
Jarðeldastyrktarsjóðnum fekk búnaðarskólinn
á Eiðum 884 kr. styrk; og af Styrktarsjóði
W. Fischers fengu ekkjur og börn þeirra, er
misst hafa forsjármenn sína í sjóinn, samtals
800 kr.
Járnbrautarhraðlnn í Ameríku. Enskur
prófessor, er Thurston heitir, hefir ritað nýlega
um járnbrautarhraðan í Ameríku. Haun er
orðinn eins mikill og flug hinna skjótustu
fugla. Eimvjolarnar hafa 1000 hesta afl, endá
eru vagnlestii nar, sem vjelunum er ætlað að
draga, eius og stórhallir á flugferð. Ein hrað-
lest, vagnarunan öll, kostar 30—40 þús. pund
sterl. eða 540,000 til 720,000 kr., enda fer
eÍDS vel um ferðamenn í þeim eins og þeir
byggju í veglegum stórhýsum og hefðu hvað
eina, er vildu hendinni til rjetta. þar eru
laugarherbergi, svefnherbergi, veitingasalir og
samsætissalir, og fullt af maigs konar þjón-
ustufólki: þjónustustúlkum, hraðriturum, vjel-
riturum og skeggrökurum. Með allt þetta
þýtur gufan áfram 60 fet á sekúndunni, og
er það sami hraði og ef maður dytti ofan af
þaki á fimmloptuðu húsi, — segir hann.
Bandaríkjamenn hafa vanð 36,000,000,000 kr.
(36 þús. milj. kr.) í járnhrautarlagning, enda
eru járnbrautir þar í landi samtals 150,000
mílur enskar að lengd, og 1 miljón manna
hefir atvinnu við þær. Slys eru eigi tíðari
en svo á járnbrautunum í Bandaríkunum,
að svo telst til, að maður þurfi að fara með
þeim 50 mílur (enskar) til að missa lífið.
f>að hyggur hann vel mega takast, að auka svo
járnbrautarhraðann, að hann verðí 100 mílur
enskar á klukkustundinni, sama sem 21^
míla dönsk, eða talsvert meira er 4 þing-
mannaleiðir; en það mundi kosta meira en
almenningi er nú ljúft að borga enn sem
komið er. En 200 (enskra) mílna hraða á
klukkustundinni segir hann óhugsandi rneð
gufuafli; til þess þyrfti 10,000 hesta afl. En
með rafmagni sje það hugsandi.
Krabbamein ekki ólœknandi! Krabba-
mein telja læknar enn og hafa lengi talið
ólæknandi. Nema ítalskur maður, er Cæ-
sar Mattei heitir, greifi að nafnbót, tjáist
hafa fundið fyrir 30 árum meðal við því,
inntöku, er eyði því, ef í tíma er tekið, og
48
V i ð a u k i o g ep tirmáli .
Tímann líður óðum á,
œðsta ráði bundinn.
Dauðinn bíður dyrunum hjá.
dýr er náðarstundin.
Síra Jósep Magnússon frá Brandagili í Húnav.sýslu sagði
mjer, að síra Jónatan Sigurðsson hefði gjört þessa vísu.
Sama minnir mig, að ísleifur Einarsson, tengdafaðir minn,
segði, er hann eitt sinn minntist á síra Jónatan og hver
snildarmaður hann hefði verið í mörgu. ísleifur átti signet
(minnir mig það væri úr stáli), sem síra J. hafði grafið, og voru
á 2 fálkar.
Bóas var djákni á Grenjaðarstað; þar var þá prestur síra
Hannes Scheving, faðir dr. Hallgríms. þeir stóðu úti einn
dag, prestur og djákni, og sáu mann koma ríðandi að Laxá
og l°ggja út í hana. Hesturinn hnaut, og maðurinn fram af
honum og í ána. f>á hló prestur, en Bóasi varð þessi staka
af munni :
Olli þraut, að hlátur hlaut
höklagautur spaki ;
jórinn hnaut í laxalaut,
en hddarinn hraut af baki.
Rvik 26. janúar i8gr. Páll Melsteö.
Eptirmáli. Felldar hafa verið úr handriti Gísla Kon-
ráðssonar fyrir klúrleika sakir nokkrar vísur eða vísuhelming-
ar (bls. 24 og 47), og sleppt er ljóðunum um Jón prest þor-
láksson skáld, nema upphafinu (bls. 33); það er lofkvæði all-
45
XXI. kap. Getið afkvœmis Jónatans og Bóasar presta.
þuríður, dóttir þeirra Jónatans prests og Margjetar konu
hans, giptist norður í Skagafirði manni þeim, er Ólafur hjet
Ólafsson; bjuggu þau við fátæki á Brúnastöðum í Tungusveit,
skildu þau sökum fátæktar, áttu þau börn eigi allfá, vitum
vjer um tvö, er á legg komust: Jóhannes, er vinnumaður var,
og Rut; átti hana Hannes, son Jóhannesar á Yindheimum
hreppstjóra Tungsveitinga, áttu þau ómegð en voru fátæk og
dó Rut frá henni én Hannes drukknaði litlu síðar í Jökulsá
í Skagafirði undan Miklabæ, en faðir hans komst þar af.
Sigurður silfursmiður, faðir Ljósavatnssystkina, fór gam-
all vestur og andaðist þar.
Soffía, dóttir Bóasar prests, er áður hefir uefnd verið, gipt-
ist manni þeim í Miðfjarðardölum, er Hallkell hjet, var þeirra
dóttir Soffía; skildu þau Hallkell; um það leyti átti sá mað-
ur, er Vigfús hjet á Kvikstöðum Magnússon, barn við Soffíu
Bóasdóttur, hjet það Jónas, og ólst upp með föður sínum í
Andakíl. Síðan fekk Soffíu Gestur Jónsson frá Bjarghóli í
Miðfirði, Bjarnasonar, Hallssonar, á Bergstöðum, en móðir
Gests var Ingveldur Egilsdóttir frá Hömrum í Haukadal; bjó
hún lengi eptir mann sinn á Bjarghóli. En Soffíu Hallkels-
dóttur fekk Steinn bróðir Gests, bjuggu þau á Bjarnastöðum
Staðardal og áttu ómegð; en þau Gestur og Soffía bjuggu á
þverfelli; áttu eigi börn. Soffía Bóasdóttir var kölluð yfir-
setukona með yfirburðum, en þótti einrænlig nokkuð svo, því
eigi tjáði að sækja hana, væri annara yfirsetukvenna vitjað
áður, en vel var hún viti borin; þraut liana heilsa, er hún