Ísafold - 11.03.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.03.1891, Blaðsíða 2
78 Enn um Búnaðarritið III.—IV. drg. „Saimleikanum verður hver 8árreiðastur“. Svo hefir farið fyrir manni þeim, er rokið hefir í »f>jóðólf« nr. 8. þ. á. með vanhugsað reiðisvar út af grein minni um Búnaðarritið í »ísafold« nr. 100 f. á. (1890) og kallar sig »alþýðumann« til að villa heimildir á sjer. Firtnin og rithátturinn sver hann í aðra ætt. Sá, sem hefur lesið fyrirlestra Tuxens, þarf ekki að lesa mjög nákvæmlega »Agrip af jarðvegsfræði#, það er stendur í síðasta bindi Búnaðarritsins, til að sjá, hvaðan megnið af því er runnið. En þetta gjörir auðvitað minnst til, því þó að allt væri þýtt úr útlendum bókum, sem í Búnaðar- ritinu stendur, gæti það allt verið gott og blessað fyrir það, ef það væri vel valið. — (En úr því nú þessi »alþýðumaður« er svo vel að sjer um, hvað nágranna þjóðir vorar helzt lesa, þá ætti hann að vita, hvern dóm jarðvegsfræði Tuxens fjekk, er hún kom út). En má jeg nú spyrja: hvaða gagn hefur íslenzk alþýða af öðrum eins grúa og er í áminnztri ritgjörð í Búnaðarritinu af rann- sóknum á dönskum jörðum, og náttúrlega með dönsku loptslagi og allt danskt fyrir augum sjer ? f>að er þó ekki líklegt, að vjer förum nokkurn tíma að yrkja danskar jarðir, úr því ekki varð af flutningnum hjerna um árið suður á Jótlandsheiðar. Auðvitað er í ritgjörðinni það lítið sem kunnugt er um íslenzka jörð. Helzt er jeg á því, svona þegar öllu er á botninn hvolft, að ritgjörðin hafi ekki svo ákaflega mikla vísindalega þýðingu, en þá hefur hún þó enn þá minni verklega þýðingu fyrir oss. En eins og jeg hef áður sagt, má nota hana við kennslu í jarðveg3fræði, og á kennslubókum höfum vjer þörf, eins í því sem öðru ; en það er nú eins og »alþýðu- maðurinn« eigi bágt með að skilja eður gjöra greinarmun á alþýðlegu tímariti og skóla- bókum, og þá eins á alþýðlegum og alveg vísindalegum bókum um eitthvert víst efni; hann vitnar því til rita Darwins og hvað þau sjeu víða lesin ; en hvernig eru nú þær útgáfur af ritum Darwins, sem alþýða í öðrum löndum les, alþýða, sem litla eður enga þekking hefir á undirstöðu-atriðum náttúruvísindanna ? |>að er hægra að segja satt, en að láta þá trúa, sem ekki vilja trúa. En langt um fleiri hef jeg heyrt kvarta um, að þeir hefðu lítil not af »Um fóðrun búpenings«, þó rit- gjörðin í sjálfu sjer kunni góð að vera, heldur en hina. Mjer dettur ekki í hug að niðra hinum íslenzku höf. (eður þýðendum) fyrir það, því þeir hafa leyst verk sitt af hendi von- um framar, enda eru til góðar ritgjörðir eptir þá um ýmislegt annað og jafnvel um lík efni; en það er öll von, að annað eins efni og þeir taka fyrir sig í þessum rit- gjörðum, verði þeim sumstaðar erfitt, mönn- um, er sárlítið hafa fengizt við vísindalegar rannsóknir, og ef það er nokkuð. þá hið allra einfaldasta. J>að er annars gott, ef þessum »alþýðu- manni« fer ekki líkt og manninum forð- um, er var við íslenzka og danska messu í Reykjavíkurdómkirkju sama daginn, hina íslenzku á undan. Hann var spurður á eptir, hvor honum hefði þótt betri, íslenzka eður danska ræðan. Hann svaraði : »Tölu- vert betri sú seinni«. En hann skildi ekk- ert orð í dönsku ; þó hjelt hann, að prest- urinn hefði lesið faðirvor. Ætli »alþýðu- maðurinn« sje nú ekki eins, að honum þyki það bezt í Búnaðarritinu, er hann skilur sízt, — ef það skyldi annars vera alþýðu- maður? það sem á eptir kemur í grein »alþýðu- mannsins« er mest útúrsnúningur, því hann kemst all-víðast að sömu niðurstöðu sem jeg, t. d. um garðyrkju. j?ar kemur hann alveg með hið sama, nfl. hvað feikimikið gagn megi hafa af góðum görðum. Annað nefnir hann ekki til gildis greininni um hana í Bún.rit., og er það heldur ekki hægt, því það er aðalínntakið, og ímynda jeg mjer að það sje það sem höf. vill gjöra alþýðu kunnugt, enda er það hóg. þessum efnafræðislegu rannsóknum, sem »alþýðumaðurinn« gjörir svo mikið úr, og metur daglega reynslu einskis hjá þeirn, og eru nú góðar með öðru góðu, — þeim get jeg ekki gert svo mikið úr, nema því að eins jeg viti meira, t. d. hvernig efnin eru xnnbyrðis sameinuð, hver hlutföllin eru (í fæðunni þegar búið er að blanda hana og matreiða), hvað mikið meltingarfærin geta hagnýtt sjer af þeim, o. s. frv. það lítur annars svo út, sem »alþýðumaðurinn« sje ánægður með, að þessi eður hiu efni sjeu fyrir hendi, í hvaða ásigkomulagi sem þau svo eru; en með því móti getur hann, ef til vill, fengið stein fyrir brauð; en — hann um það. Einmitt af þvf, að efnafræðiu er reynslu- vísindi, er hin daglega reynsla svo mikils virði fyrir hana, og hvorug getur til lengdar verið hinni andstæð. j>ær verða eins og að haldast í höndur, ef vel á að fara, einkum þar sem um næringargildi og not matvæla er að ræða. Einmitt þess vegna óskaði jeg, að sem flestir ljetu álit sitt í ljósi um, hver matvaran væri kostnaðarminnst; eður ér nokkuð á móti því, að fleiri en einn láti álit sitt í Ijósi um sama efni? (í niðurlagi greinar sinnar ímyndar »alþýðumaðurinn« sjer alla alþýðu meistara í reikningslist !). Jeg skil annars ekkert í, hvernig þessi alþýðumaður hefur farið að draga þá álykt- un af grein minni í Isafold, sem hann gjörir: að jeg væri að niðra Búnaðarritiuu, — þó jeg segði satt um það —. Jeg sem einmitt óskaði, að það væri keypt og lesið, og sagði, að meira kvæði að kostunum en ókostunum. Og jeg óska, að ritið komi út enn á ný og sem optast, og gjöri sem mest gagn. En mjer finnst það ekki tiltökumál, þó gallar sjeu á því, og að að þeim sje fundið, og það er jeg að vona að höfundunum og út- gefanda ritsins þyki ekki heldur. Læt jeg svo útrætt um þetta mál, og má alþýðumaðurinn gjarna eiga síðasta orðið fyrir mjer. Ölafur. Skiptapi varð í Garðsjó fimmtudag 5. þ. m. Fórst skip með 6 mönnum á upp- siglingu úr róðri í dimmviðrisfjúki og ofsa- veðri á norðan með talsverðu frosti. Höfðu að eins tvennir róið, því sjóveður var illt þegar að morgni; höfðu hinir land inni í Leiru. Skipið rak í land samdægurs með, einum manninum í dauðum, við Gerða í Garði, þaðan sem þeir höföu róið, og er haldið að þeir hafi rekizt á flúð í myrkrinu eða lcollsiglt sig skammt undan. Skipið var úr Reykjavík, eign Einars bónda Arasonar á Tóttum, og skipverjar allir hjer úr bæn- um, vinnumenn og lausamenn, ungir og ókvæntir. Formaður Benidikt Hannesson frá Tóttum, og hásetar : Sumarliði Rögn- valdsson, Sigurjón Gíslason í Sölvhól, Franz Meyer í Kasthúsum, Jón Bjarnason í Veg- húsum og Guðmundur Pálsson á Bergstöð- um. Einn af sjómönnum þessum, Sumarliði Rögnvaldsson, hafði keypt sjer lífsábyrgð, 1000 króna, fyrir nokkrum missirum, en vanrækt að halda henni við með 3kilvísri iðgjaldagreiðslu og glatað þar með öllum rjetti eptir sig látinn. Er slíkt hraparleg forsómun, og kvað þó vera eigi svo fátíð hjer. i Hinn 8. þ. ljezt enn einn af lærisvein- um hins lærða skóla, Ásmundur Eiríhsson, úr Reykjavík, sjerlega efnilegur piltur fyrir gáfna sakir og siðprýði, kominn í III. bekk. Hann dó úr brjóstveiki. Fyrirlestur hjelt hr. kand. Jóhannes Sigfússon, kennari við Flensborgarskóla, í Kennarafjelaginu, hjer í Rvík 7. þ. m., um kennarafundinn norræua í Khöfn í sumar, miltið fróðlegan og nytsamlegan. Kemur hann að líkindum á prent í Upp- eldistímariti þeirra fjelaga. Aflabrögð mikið góð enn í Garðsjó, þá sjaldan á sjó gefur. Sömuleiðis farið að fisk- ast vel á Miðnesi.—Ur Grindavík skrifað 6. þ, m.: »Fyrsti róður í dag á þessari blessuðu vetr- arvertíð ; óráðið veður framan af degi, vind- ur af útnorðri, norðri og landnorðri fram undir mitt á milli nóns og miðaptans. Róið með færi og var fiskur fyrir, þorskur, ýsa og keyla, en mjög tregt. þorskurinn óvana- lega feitur, vall úr honum lifrin. — þorskur gaf sig til að eins um flóðið, 5 í hlut.— þeir sem á eptir komu, voru með lóð, og við eitt kast sýndi sig örfiski á hana, um 20 í hlut; væn ýsa og þorskvart, einnig lúðu- og skötu- vart, en ekki áfæri. Kl. ðje. m. gjörði aust- ansjó og kl. 6$ var kominn stormur á austan með öldu. Frostharkan mjög mikil. Fraus allt sem inn kom. Alít jeg mikinn fisk fyrir og þorskur vænn og feitur, venju fremur. Gæftir svo sjaldan og hættar, að menn muna ekki sama; einlægir stormar og foráttubrim. O. V. G.» Míeom 2. marz : »Tíð hefur verið það sem af er þessum vetri mjög storma- og rosasöm, með feiknarúrkomum, rigningum og kaföldum á víxl, en þó optast auð jörð og klakalaus. Skepnuhöld yfir höfuð máttheita góð. þó hefir bráðapest gjört í mesta lagi ! vart við sig, en hvergi drepið mikið, þetta í 2—10 á bæ ; aptur á móti hafa nokkuð víða I farizt kýr af kálfsburði. j Hagur fólks virðist yfir höfuð vera heldur I á viðrjettingarvegi. Nú er sagt, að flestar jarðir í Miklaholtshreppi og Staðarsveit sjeu byggðar, sein í eyði hafa verið hingað til». Snæfbllsnesi, 20. febr.: Veðrafar hefir mátt heita milt og gott síðan að eg skrifaði síðast; sífeld sunnanátt og þíður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.