Ísafold - 01.04.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.04.1891, Blaðsíða 1
K.enmr út á miðvikudögum og. laugardögum. Verð árg.(um IOO arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVIII 26. Reykjavík, miðvikudaginn 1. apríl. 1891 Til skólakennara. Eptir E. Tegnér. Ná þú marki þínu, ágætt er það: Að ala upp, að fóstra blóm vors lanás; A gæfuveg hinn unga átt að leiða Og efla hið fagra og góða í sálu hans. Og minnztu þess, þeir munu tímar koma, Að margir ávöxt starfs þíns vilja sjá, Og rósin þýða þakklætis og ástar A þínu leiði helzt mun spretta þá. Að lifa í hinu sanna, göfga, góða Er göfugmennis einkum—því ei gleym— Hið veika hjartað styrk og still hið æsta, Og stundaðu að vekja hið góða í þeim, Að þegar dauðinn kallar þig og kveður Úr kennsluskóla lífsins heim um síð, þá hafi ekki hin ungu trje þín, vinur! Til einskis blómgazt fyrir sína tíð- Bjaeni Jónsson. Brúargæzla. vegir og brúargjald- Eptir Tryggva Gunnarsson. II. (Síðari kafli), þegar landssjóður er búinn að leggja marg- «.r brýr, annaðhvort að öllu leyti eða að mestum hluta, þá þarf hann að viðhalda þeim að öllu leyti eða að rjettri tiltölu, og :svo síðan gera þær aptur að nýju, þegar þær •eru orðnar affarafje. Hversu mikið gjald verður ekki þetta ? Vilja menn leggja þetta gjald á sig og eptirkomendurna, til þess að margir óviðkomandi menn geti fengið gefins ferð. yfir flestar stærri ár á landinu ? Er ekki nær að mynda brúarsjóði fyrir fargjald ferðamanna, sem taka mætti af viðhalds- kostuað og síðan verja til þess að endur- reisa brýrnar ? f>að er fullkomin þörf á því, að fara að byrja stofnun slíkra sjóða til þarflegra fyrir- tækja í landinu, eins og gert er um öll lönd. það er miklu hentugra en að demba öllu á landssjóð, sem þá getur ekki ekki staðizt nema með nýjm álögnm á bændur. Jeg hygg, að meiri hluti þingmanna og margir málsmetandi menn hafi óbeit á brú- argjaldi; en engu að síður vil jeg skýra frá, hver rök álit mitt hefir við að styðjast, og þó menn ekki vilji taka þau nú til greina, þá getur verið að meun sjái það seinna, að jeg hefi ekki svo rangt fyrir mjer í þessu efni. Jeg er sannfærður um, að það er bæði sanngjarnt og nauðsynlegt, að taka brúar- gjald af Olvesárbrúnni og öllum stærri brúm, sem hjer eptir verða gerðar á íslandi. Aðalástæðan er sú, að landið er stórt, strjálbyggt og árnar margar, sem brúa þarf, ef veruleg framför á að verða í samgöngum f landinu sjálfu. J>að er auðsjeð, að landssjóði er ofvaxið að leggja brýr þessar allar, og skaðlegt er fyrir landsbúa í ýmsum hjeruð- um að bíða með nauösynlegar brúargerðir, þar til þingið álítur sjer fært að verja svo tugum þúsunda króna skiptir gefins til nýrra brúargerða. Margir menn og hestar geta verið drukknaðir áður en sá tími kemur. Auk þess sje jeg ekkert rjettlæti í því, að menn á Hornströndum, Langanesi eða undir Jökli sjeu að leggja fje í landssjóð til þess að menn geti farið kostnaðarlaust yfir Olvesá í Flóa eða jþjórsá eða Blöndu, og þaðan af síður sje jeg ástæðu til þess, að útlendir ferðamenn eða útlendir hesta- og fjárkaupa- menn með stóra hópa af hestum og sauðum fari kostnaðarlaust yfir ána á brúnni við Sel- foss, þegar margir innlendir þurfa að borga ferjur yfir ána ofar og neðar, og eiga þó á hættu hesta og aðrar eignir. Mjer sýnist, að þeir, sem yfir brúna fara, hafi talsverðan hag í samanburði við þá, sem þurfa að fá ferju, þó þeír þurfi að greiða jafnhátt gjald eins og ferjutollurinn er fyrir ofan og neðan, því þeir komast hjá tíma- missi við það, að bíða við ána í krapaförum um vetrartímann og í ófærum vöxtum á vor- in. f>eir eru lausir við þá tímatöf, að spretta af hesturn og búa upp á aptur, og lausir við alla hættu. Jeg vona, að menn sjái það fyr eða síðar, að þetta er sanngjarnt; en þó tel jeg það engan veginn þýðingarmest, heldur hitt, að landssjóði er ofvaxið að leggja allar þærbrýr í landinu, sem fyllsta nauðsyn er á að fá sem fyrst, ásamt að viðhalda þeim, og að með þeim hætti komast brýr seinna á árnar. Mjer þætti gaman að því, að fá rökstutt svar upp á það, hvort nokkur ástæða sje til þess, að ferðamenn hefðu á móti því að greiða fargjald fyrir hættulausa og fljóta ferð yfir stórár á brúm, fremur en á ferju, sem bæði er seinlegri og hættumeiri, eða hvort landssjóði, ömtum eða sýslufjelögum sje frem- ur skylt að leggja til brýr yfir ár til ókeypis yfirferðar en ferjur. Ef ferjur væru á öll- um póstvegum til ókeypis afnota fyrir ferða- menn, þá væri það samkvæmni; en enginn fer fram á það ; og því sje jeg ekki sam- kvæmni hjá þeim, sem eru á móti brúar- gjaldi. Jeg býst við að mjer verði svarað því, að það sje umfangsmikið og kostnaðarsamt að heimta brúartoll. Jeg svara undir eins fyrir- fram nei. Hvernig fara aðrar þjóðir að með járn- brautargjald og sporvagna ? f>ví er svo fyrir komið, að eigendurnir gefa út kvittunarmiða—1 þuml. á lengd og J þuml. á breidd—sem er kvittun fyrir því, að ferða- maðurinn hafi greitt fargjaldið, og þessum miða heldur hann þar til ferðinni er lokið. A líkan hátt ættum vjer að fara að. Land- stjórnin gefur út 50—100 þúsund af álíka smámiðum, og um leið semur alþingi lög um hegningu fyrir fölsun á þeim, samkvæmt því ef bankaseðlar eru falsaðir eða peningar slegnir og seldir. |>essir miðar eru svo, t. d. hvað Olvesárbrúna snertir, til sölu í öll- um verzlunum í Beykjavík, Eyrarbakka og öðrum kauptúnum sunnanlands; sömuleiðis hjá brúarverðinum sjálfum. Miða þessa — eða frímerki — kaupa svo allir ferðamenn, eins og annan varning eða frímerki á sendi- brjef, og afhenda þau brúarverði, þegar þeir nota brúna. þannig er farið að á járnbraut- arvögnum og sporvögnum um allan heim, og ætti ekki að vera meiri vandi að heimta fargjald hjá 70 þús. manna á Islandi, en 700,000,000 um öll siðuð lönd. Svik á sölu miða þessara geta varla komið fyrir nema hjá brúarverðinum. þ>arf því að velja vand- aðan mann til þessa starfa og setja meó lögum þunga hegningu fyrir undanbrögð. Útgáfa þessara brúargjaldsmiða þarf ekki að kosta landssjóð eða aðra eigendur brúnna annað en prentun og sölulaun, því það ætti að vera skylda brúarvarðar, að heimta brú- argjaldið, gegn þeim hlunnindum, sem að framan eru nefnd. Jeg álít, að hæfilegt fargjald yfir Ölvesár- brú sje 10 a. fyrir lausríðandi mann 0g 10 a. fyrir klyfjahest, 5 a. fyrir gangandi mann og 5 a. fyrir lausan hest, og 2 a. fyrir sauð- kind. Með þessumundi safnast þó nokkurt fje. |>eir, sem vilja fara yfir brúna frá kl. 11 e. m. til kl. 7 f. m. á sumrum, og kl. 9 e. m. til kl. 8 f. m. frá veturnóttum til sum- armála, ættu að greiða tvöfalt gjald, og ætti brúarvörður að njóta helmings þess fjár fyrir ómak sitt, því ekki er sanngjarnt að ákveða briiarverði miklu lengri vinnutíma en öðrum, eða að vaka nótt og dag, en skyldur ætti hann að vera að ljúka brúnni upp hve nær sem menn vilja, enda getur það verið nauðsyn- legt, þegar menn þurfa að leita læknis eða eiga önnur brýn erindi. Við þessar auka- tekjur bætist svo 10°/« af öllum þeim brúar- frímerkjum, er brúarvörður selur. 10°/<. mega heita sanngjörn sölulaun fyrir alla aðra, er verzla með þau. Jeg hef íhugað, hvort hentugra mundi vera, að brúarvörður eða brúareigandi, hver sem það er, ættu brúarvarðarhúsið, og jeg hygg það miklu betra, að brúareigandinn sje eigandi hússins, og enda jarðarskika öðru- hvoru megin árinnar nálægt því, til afnota fyrir hesta ferðamanna, svo hægt sje að setja brúarverði stólinn fyrir dyrnar og víkja hon- um frá, ef hann stendur laklega í stöðu sinni; því þó staðan sje ekki vandasöm, þá er það áríðandi, að maðurinn sje ráðvandur og kurteis og hafi nokkur efni eða láns- traust. í>ó jeg sje þeirrar skoðunar, að landssjóð- ur ætti ekki að gefa fje til þess, að brúa stórárnar, eða halda bránum við, heldur að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.