Ísafold - 01.04.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.04.1891, Blaðsíða 2
102 mynda ætti brúarsjóði, þá kemur mjer ekki til hugar, að stjórnendur landssjóðs ættu að vera afskiptalausir af brúargjörðarmálum. Landssjóður ætti að vera aðalhjálparhellan til þess að sem flestar hrýr komist sem fyrst á, ekki með því að gefa, heldur með því að lána fje með sanngjarni leigu og langri afborgun. Hann hefir meira láns- traust en nokkur annar, og á honum hvílir skylda til þess, að styrkja öll þau fyrirtæki, sem miða landinu til framfara og fje þarf til, enda á hann hægra með að leggja fje fram, þegar það á að endurgjaldast, en ef það ætti að hverfa að fullu. Jeg vona, að mönnum skiljist nú fyr eða síðar, að þeir, sem fara yfir brýrnar, eru hinir rjettu gjaldendur, en ekki þeir, sem aldrei fara yfir þær, og að landssjóður á miklu hægra að styrkja brúargjörð yfir hættulegar ár, án þess að ný gjöld sjeu lögð á landsmenn, ef það fje, sem hann leggur til brúnna, er lán, en ekki gjöf. Jeg vona líka að lærðum og leikum skilj- ist, að það er fullkomlega eins áríðandi að við halda vegum og brúm, og hlífa þeim fyrir illri meðferð, eins og að gjöra það hvort- tveggja af nýju í upphafi, og að kostnaður- inn við brúargæzluna verður að tiltölu marg- falt minni með föstum brúarverði, en sá skaði yrði, sje brúin gæzlulaus. Eitað í febrúarm. 1891. 111 verkun á fiski. í 23. tbl. Isafoldar 21. marz hefir komið út ritgjörð eptir sjera 0. V. Gíslason, sem hefur inni að halda auk brjefs til lands- höfðingja frá utanríkisráðgjafanum danska með fleiru, átölur til manna fyrir vanrækt og hirðuleysi á fiskverkun hjer við Faxa- flóa. Tilgangur þessarar ritgjörðar er auðvitað sá, að fá ráðna bót á þessu, og á höf. mikinn heiður fyrir það eins og önnur störf sín, sem snerta umbætur á sjávarútveg. Sem við má búast, vilja allir vera því undanskildir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækt, svo að svik megi kalla í þessu efni, og ætlum við slíkt vera raunar undantekn- ingar hjer í þessu plássi, sjálfri Eeykjavík. Hjer erog að jafnaði ekki mikið fiskimagn; en þaðjer segin saga, að þar sem það er mest, þar er og vanhirðingin mest optast nær. Geta því miður einnig verið nokkur brögð að henni hjá hinum, og ekki er þeirra málsstaður hetri fyrir það. Að allrar þeirrar varúðar, sem síra O. V. G. telur, þurfi að gæta við fiskverkun, blandast víst engum hugur um. það eru og algengar reglur, og vafalaust vel ræktar af meiri hluta þeirra, sem fisk verka að minnsta kosti. Tvær af þeim mun naumast eiga sjer stað að nokkur maður vanræki : að blóðga fiskinn þegar hann kemur inn í skipið, og að verja hann mari — það er að segja: allan fisk nema netfisk, sem deyr og morknar í netunum ; hann er auðvitað ekki hægt að blóðga, enda eru nóg dæmi þess, að slíkur fiskur hefir spillt heilum förmum af öðrum betra fiski og vel verkuðum, er honum hefir verið blandað saman við. En hvaðan keraur þá þessi mikla óverkun á fiski í þetta sinn fremur venju? Erá fiskimönnum, munu menn segja, og skuluin við eigi rengja það, en leyfum okkur að eins að taka það fram, að það eru að eins einstaklingar þeirra á meðal sem hneyxlinu valda, menn, sem af eigin- girni og smásálarskap láta lítilfjörlegan eða ímyndaðan stundarhag sitja í fyrirrúmi fyrir frambúðarhagsmunum þess hluta þjóð- arinnar, sem fiskiveiðar stunda. það er rjett, sem síra Oddur segir, að það er báðum að kenna, sjómanninum og kaupmanninum, þessi glæsilegi orðstír, er fiskurinn hefir íengið í þetta sinn, eða hitt þó heldur. það er því ekki til að bera af okkur blak eða vorum stjettarbræðrum^ þeim sem það eiga, er við viljum leyfa okkur að fara- nokkrum orðum um, hvern hlut hinn flokkurinn, kaupmenn, eiga hjer að raáli. Síra Oddur segir þá seka, eins og hina; en hann gjörir mjög litla grein fyrir, í hverju ávirðing þeirra er helzt fólgin. það finnst okkur þörf á að gera miklu ýtarlega, ekki til að svala okkur á þeim í minnsta máta, heldur til þess, að almenn- ingur sjái sem glöggvast, hverjir brestirnir eru og rati því betur rjetta leið til að bæta þá. Sök kaupmanna er sú fyrst, að þó að þeir ekki verki eða láti verka fiskinn sjálfir ('þeirgjöra það raunar að nokkru Ieyti sumir), þá eru það þeir, sem taka á móti fiskin- um, en eru þá helzt til hirðulitlir, skeyta lítið um gæði fiskjarins, bara að hann sje nógu mikill, enda sýnir það sig bezt þegar þessir fyrnefndu óvandvirku menn koma með sinn mikla og slæma fisk, að þá taka kaupmenn hann því fremur umtalslaust, sem þeir borga þessum mönnum nokkrum krónum meira fyrir hvert skpd., að sagt er, fram yfir gangverðið ; þeir launa þessum mönnum fyrir það, að þeir koma með vonda vöru en meira vörumagn en aðrir, þeir borga þeim það með peningum í vasann og ala svo upp í þeim strákinn. Kaupmönn- um er ekki hægt að bera á móti þessu. þeir segja frá því sjálfir, sem þessara gæða njóta, og hælast um, ekki af því að hafa fengið þessar krónur, heldur af hinu, að þeir hafa getað vafið kaupmanni um fingur sjer. Og gjalda þeim svo vanhyggju með ódrenglyndi. Svo er þessum vonda fiski dembt saman við hinn góða. Sfðan er farið að aðskilja fiskinn og flytja á skip. þá er honum hvolft af metunum og það stundum hátt fa.Il, og má nærri geta, hvort margur fiskur fær ekki í sig sprungu á því að lenda þanm'g marg- faldur undir miklum þunga. En ekki er allt þar með búið. þá taka fiskinn bæði kvennmenn og unglingar ásamt fleirum úr dyngjunni, fleygja honum af handa-hófi á börur; síðan öllu hrúgað út í bátana, án þess að nokkurri reglu verði á komið með að leggja fiskinn í knippi eða flatan, eins og á að vera, og 'sjá allir, að þessi með- ferð spillir fiski til muna. Svo er enn bætt gráu ofan á svart með því að flytja fiskinn út í stormi, hviku og þykku lopti (að við ekki segjum í rigningu) ; gefur þá opt talsvert á bátana, einkum við skips- síðuna; blotnar þá margur fiskur, er þó er fleygt hiklaust samau viðhinn, sem þurr er- og góður. Allir, sem með saltfisk hafa farið, vita, að hann þarf minna með til að verða sleginn. Svo á skipið að fara með hann þennan langa veg, sem ávallt tekur langan tfma. Svo þegar til sölustaðarins er komið, á fiskurinn eptir að geymast í vöruhúsum lengur eða skemur. Eru nú ekki líkur til, að þessi meðferð (nema verri sje) valdi stórkostlegum skemmdum á fiski, þótt hann hafi verið góður frá fyrstu hendi? Vörumatsmennirnir (»ragarar» eru þeir kall- aðir á kaupstaðamáli) eru þeir menn, sem einna þyngst skylda hvílir á, þegar svo langt er komið sögunni, að fara eigi að senda fisk- inn til markaðar þar sem hann á að seljast. þeir eiga að bera ábyrgð á því, að engum fiski sje skipað út, sem ekki sje áreiðanlega góður, af þeim fiski sem fara á til Spánar; og þótt kaupmenn væru svo óhlutvandir, að vilja láta slæðast með eitthvað af því lak- ara, þá eiga þeir, vörumatsmennirnir, að vera svo sjálfstæðir, að láta ekki slíkt viðgangast. þeir eiga líka að sjá um, að vandað sje veð- ur til útskipunar og önnur meðferð á fiskiuum. En þess er naumast að vænta, þar sem ekki eru nema tveir vörumatsmenn hjer í stærsta kauptúni landsins, og annar þeirra uppgefið gamalmenni; má því nærri geta, hvernig ætl- unarverk þeirra er af hendí leyst, þegar þeim er ætlað, auk annars, sem á þeim hvílir, að kanna og flokka 3—600 skpd. á dag; nema þeir væru þvf líkir, sem segir í þjóðsögum vorum um Straumfjarðar-Höllu og Sæmund fróða, þegar þau voru að hirða heyið. Auðvitað kanna þessir menn ekki allan fisk frá Eaxaflóa; en eigi sjer stað í öðrum kauptúnum þessu líkt eða verra, þá er ekkv von að vel fari. það er síður en svo, að nokkrum manni geti dulizt það, að þessi 2 atriði liggja til grundvallar fyrir því, hvað fiskur hefir reynzt illa á Spáni í þetta siun : að fiskurinn hefir verið illa kannaður, og að veður til útskip- unar og önnur meðferð illa vönduð. Auðvitað eru margar heiðarlegar undan- tekningar hvað kaupmenn snertir. En væri þeir allir samtaka um að taka ekki nema góðan fisk, og vanda alla meðferð á honum sjálfir, þá kæmi ekki fram vanhöldin. Mörgum hefir víst dottið í hug hjerna um daginn það, sem í kverinu okkar stendur, að ekki verður hjáþví komizt, að hneyksli komi. Einmitt utn sama leyti og þessi kvittur kom upp hjer um útreið Spánarfisksins í fyrra, sendu sumir kaupmenn hjeðan úr bænum hálfþurran eða ekki hálfþurran saltfisk (þetta var þilskipafiskur, sem ekki varð þurkaður í sumar er leið) til útlanda. Viðkvæðiðer: »hann fer til Hafnar (eða Englands); það hefir engin áhrif á Spánarmarkað*. En ætli þessi háttsemi bæti málstað vorn í Höfn gagnvart brjefi danska konsúlsins frá Bilbao, þegar fyrsti útfluttur fiskur á árinu er svona útlits? Vjer ímyndum oss, að þeir (Danir) viti, að það sjeu leifar frá f fyrra, sem og er. Er nú þetta og annað eins að gera hreint fyrir sfnum dyrum af kaupmanna hálfu ? Að endingu skulum við leyfa okkur að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.