Ísafold - 08.04.1891, Síða 1

Ísafold - 08.04.1891, Síða 1
Kernur út á miðvikudögum og. Jlaugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr B >rgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Qppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. 1 Austurstrceti 8. XVIII 28 Reykjavík, miðvikudaginn 8- apríl. 1891 Fáein'orð um sveitarstjórn. J>að er hvorttveggja, að ekkert gjald til opinberra þarfa, sem hvílir á þjóð vorri, er eins tilfinnanlegt og sveitarútsvörin-—einkum í hinum harðari árum,—enda er mikið undan þeim kvartað í ræðu og riti. Margar góðar hugvekjur um þetta efni hafa birzt í blöðum vorum og annarsstaðar, og ýmsar tilraunir verið gerðar af löggjafar- valdinu til að umbæta fátækralöggjöf lands- ins. í stuttu máli : það vakir jafnt og þjett fyrir þjóð og þingi, að knýjandi nauðsyn sje til að reyna að finna ráð, sem dragi úr sveit- arþyngslunum. En hversu sem fátækralöggjöfin er bætt, og hversu mjög sem lögin heimila, að hert sje náragjörðin á sveitarþjörfunum, verður það aldrei einhlítt. Hin beztu lög verða að litlu haldi, ef þeir, sem eiga að beita þeim, eru óhagsýnir, vankunnandi og vantar þrek og vilja til framkvæmda. Engin lög geta heldur gefið nákvæma forskript, er hlíta skal í hverju einstöku tilfelli, er fyrir kann að koma í sveitarstjórninni, heldur verður slíkt opt að vera komið undir lagi og hyggindum hvers eins, sem hana hefir á hendi. Eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að sveit- arþyngslin verði sem minnst, er án efa það: að lögin tryggi svo vel, sem unnt er, að sveit- arstjórnin sje jafnan í höndum þeirra manna, sem til þess eru hœfastir í hverjum hreppi. Gera þá sveitarstjórnarlögin frá 1872 þetta, með þeim breytingum og viðaukum, sem við þau hafa verið gerð ? þeirri spurningu vil jeg leitast við að svara. Að vísu ætti stjórn sveitarmálefna að vera betur tryggð nú en áður var, með því að nefnd manna hafi hana á hendi, því #betur sjá augu en auga», og svo ættu þessi störf að verða ljettari, þegar þau koma niður á fleiri. í fljótu bragði sýnist því þetta fyrirkomulag hafa mikla yfirburði fram yfir hið eldra; en í raun og veru mun það vera hið 8ama eða verra í framkvæmdinni. Áður hafði hreppstjóri vanalega í ráðum með sjer nokkra menn úr hreppnum í öllum vanda- málum, og þeir, sem bezt var trúað til þess, voru kosnir til aðstoðar við hann við niður- jöfnun sveitargjaldanna. Á líkan hátt ráðg- ast hreppsnefndaroddviti nú um ýms mál við meðnefndarmenn sína, og þeir taka þátt { niðurjöfnuninni með honum. Nú hefir oddviti til ráðaneytis þá menn, sem hrepps- nefndarkosning hefir lent á, hvort sem þeir eru hæfir til þess eða ekki, í stað þess að í ráða- neyti hreppstjóra voru að eins þeir, sem höfðu mest traust sveitunga sinna. J>að er alkunnugt, að flestir eru mjög ófúsir á að vera í hreppsnefnd, og einkum að vera oddvitar. Reynslan hefir sýnt, að svo mikil brögð eru að þessu, að það eru hreinar und- antekningar, að menn fáist til að gegna þessum umfangsmikla og vandasama starfa, nema að eins þann tíma, sem lögin skipa. Mörg dæmi eru til þess, að menn neyta allra bragða til að vera lausir við hrepps- nefndarkosningu, t. d. með því að bregða búi og fl. þess konar, einkum þar sem sveitar- þyngslin eru mest, og þar sem því væri mest þörf á vel hæfum mönnum. þeir,' sem hæf- astir eru í hverri sveit, vinnast fljótt upp, og þegar þeir eru ófáanlegir til að vera í hreppsnefnd lengur en lögin ákveða, verður að kjósa aðra nýja, opt óvana, sem hafa má- ske enga hæfileika til þess starfa. Mest vandræði eru að fá nýta oddvita, og mest er þó undir þeim komið. það er ekki svo undarlegt, þótt þeir menn reyni að vera lausir við þetta ok, sem geta það. Sveitarstjórn er mjög vanþakklátt verk, einkum vógna þess, að hreppsnefndin verður að jafna niður hinum þungu sveitargjöldum — og innheimta þau, opt af þeim sem lítið gjaldþol hafa. Gjöld þessi láta margir úti með illu, og flestum finnst sjer gert rangt til við niðurjöfnunina. það er nú einu sinni mannlegur breyskleiki, að viljaýta sem mest- um gjöldum af sjer yfir á náungann. »Marg- ur hyggur og auð í annars garð». Af þessu sprettur opt kali hjá gjaldþegnum til hrepps- nefndanna, sem þeir kenna um rangsýni, óhagsýni og fl. þess háttar. Leiðir slíkt af sjer deilur og jafnvel óvild stundum, sem vanalega bitnar mest á oddvitanum, sje hann ekki skoðaður eins og núll í nefndinni. Flestir eru svo skapi farnir, að þeir kjósa helzt að vera lausir við þá stöðu, sem bakar þeim þetta. Auðvitað ber því minna á þessu, því meira traust sem oddvitinn hefir. Eigi sveitarstjórn að vera í nokkru lagi, útheimtir hún mikinn tíma, skriptir og ómök. það er því ekki fyrir fátæka bændur að vinna að þessu kauplaust. þeir þurfa að vinna að búi sínu, og mega alls ekki van- rækja það. Situr því dveitarstjórnin optast á hakanum. Skriptir, ómök og framkvæmdir lenda optast á oddvitanum, eins og eðlilegt er, og aðrir nefndarmenn eru—ems og áður er getið — helzt til ráðaneytis í einstökum málum. Störf hreppsnefnda eru allt af að fjölga, sem kunnugt er, og er óhætt að full- yrða, að margir prestar þurfa minni tíma til að gegna embætti sínu en góður sveitar- stjóri ver í þarfir sveitar sinnar. Launalausir bændur vilja ekki almennt og yeta ekki — án mikíls hnekkis fyrir búnað sinn— varið kröptum sínum og tíma þannig. Verður því jafnan sú raun á, að þó í eitt skipti hafi heppnazt að fá góðan sveitar- stjóra (oddvita) einhversstaðar, fer hann frá eptir 3 ár. Kemur þá opt í hans stað ein- hver óvanur maður, sem máske er með öllu ófær að gegna þeim störfum. Að vísu fer flestum fram 1 þessu sem öðru við æfinguna; en þetta verður sjaldan meira en þriggja ára æfing, og gengur þannig koll af kolli, að hver viðvaniugurinn tekur við af öðrum, ókunn- ugur því sem hann á að gjöra. Hvort þetta sje hagfelt eða líklegt til að draga úr sveit- arþyngslunum, ætti hver skynberandi maður að geta sjeð. Af því sem hjer er drepið á, og reynslan hefir sýnt og sannað,— virðist mjer aúðsætt, að sveitarstjórnartilskipunin frá 4. maí 1872 tryggir engan veginn, að sveitarstjórnin sje jafnan í höndum þeirra manna, sem til þess eru hœfastir í hverjum hreppi. þvert á móti. þetta fyrirkomulag fœlir þá frá að gegna henni borgunarlaust, til ómetanlegs tjóns fyrir sveitarfjelögin. Optar en einu sinni kom það fram á ráð- gjafarþingunum gömlu, að sanngirni væri og þörf á að launa hreppstjórunum, sem þá höfðu sveitarstjórnina á hendi. þetta varð þó ekki; og 1872 með sveitarstjórnartilsk. var líka byrðinni ljett á þeim, og hún lögð á herðar oddvitanna,— en eptir 10 ára hvíld, eða 1882 komu fyrst út lög um laun handa hreppstjórum, þó smávaxin sjeu. Já, þd fyrst — þegar búið var að taka af þeirn byrðina, var farið að launa þeim; en þeir, sem við byrðinni tóku— oddvitarnir — fengu ekkert. þetta er einkennileg launaveiting, af því ekki er hægt að skoða það sem eptirlaun. Rjett- arvitni, bólusetjarar, stefnuvottar, sáttasemj- arar, hreppstjórar o.s.frv. — að jeg ekki tali um hina aðra embættismenn — eiga allir að fá eitthvað fyrir ómök sín í opinbera þágu, þó lítið sje, nema vesalings-hreppsnefndirnar; þœr eiga að vinna, já vinna baki brotnu, fyrir ekki neitt — alls ekki neitt. (þó ekki sje móti lögum, og tíðkist sumstaðar, að oddv.hr.n. geri reikning fyrir ferðum sínum í sveitarþarfir út úr hreppnum, og taki það af sveitarsjóði, er slíkt ekki teljandi). Ójá — svona er nú þetta, á þeim tímum, þegar mjög tnargir, bæði í löggjafarsæti og annarsstaðar, eru svo hátalaðir um frelsi og hin helgu mannrjettindi, sem ekki megi misbjóða ! En ■—er þó ekki hjer einmitt stigið verulegt spor í þessa átt ? Og hvað sem því líður : er þetta »praktiskt?» Jeg held ekki. Ef menn eru mjer samdóma um það, að miklu skipti, hverjir sjeu í sveitarstjórn, og að þeir, sem bezt eru til þess fallnir, gætu dregið talsvert úr sveitarþyngslunum fram yfir þá sem miður eru til þess hæfir, þá verða þeir hinir sömu að játa því, að svo þyrfti að reyna að búa um með lögum, að hægt sje að velja úr þá, sem líklegastir eru á hverjum stað til að hafa hana á hendi. Til þess þyrfti að ákveða þeim hæfileg laun, þau laun, sem geri þá skaðlausa, þó þeir tefjist talsvert frá búi sínu, geri þeim mögu- legt að reka sveitarstjórnina með dugnaði og alúð, og horfa ekki í tíma og fyrirhöfn, sem þarf til þess. |>á getur fátækur bóndi verið sveitarstjóri, án þess að hafa það í hjáverk-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.