Ísafold - 08.04.1891, Side 3
111
tvær dætur lifa hann, og er önnur Sigur-
borg, kona Eyjólfs kaupmanns Jóhannsson-
ar í Elatey.
D a l a s ý s l u 16. marz: Tíðarfarið
hefur mátt heita hjer í vetur hið ákjósan-
legasta, jörð má heita að hafi verið auð
fram í þennan mánuð, en nú hefur verið
töluverð framkoma með frosti.
Skepnuhöld hafa hjer í byggðarlagi ekki
verið góð, og hefur bráðasótt og lungnasótt
gert hjer töluvert vart við sig; úr þessurn
kvillum hafa farizt frá 10—30 á mörgum
heimilum.
Menntun og framfarir eru hjer litlar. þó
má geta þess, að hjer í Fellsstrandarhreppi
er komið á fót ,,Lestrarfjelag“ og var hjer
haldin tombóla næstl. sumar til ágóða fyrir
fjelagið, sem varið verður til bókakaupa.
Fjelagsmenn eru orðnir um 30 og fjölga óð-
um. Um barnauppfræðingu hefur að und-
anförnu verið lítið hirt, nema sem á stöku
heimilum að teknir hafa verið umgangs-
kennarar lítinn tíma.
Meðal framfara sýslubúa yfir höfuð má
telja það, að nú á næstl. sumri fengum við
nýjan lækni, Sigurð Sigurðsson, sem setið
hefur hjer í hreppi að Staðarfelli þetta ár,
og hefur hann áunnið sjer hylli sýslubúa
fyrir lækningar sínar; svo höfurn við nú feng-
ið nýjan prest, síra Kjartan, og nú loks nýj-
an sýslumann; og gera menn sjer góðar vonir
um framtíðina.
B a bð a s t b.s i s l u sunnanv. 28. marz:
•Veðorátt frá nýári var mjög umhleypinga-
söm, opt við sunnan og vestan, stundum
með talsverðri fannkomu, og stundum þíðu,
þess á milli norðaníköst með kófköföldum
og frosti, allt að 12 til 14 stiga frosti á R.,
en þau íköst stóðu ekki lengi; fyrstu vikuna
af góu fannfergju-útsynningur; þá kom stöð-
ug norðanátt, sem helzt enn, stundum með
kófköföldum og frosti, allt að 15 st. R. á
milli.
Kvíðandi eru menn fyrir, ef mikinn hafis
rekur að landi svona seint á vetri, að kalt
verði vorið, og ekki muni alstaðar nægar
heyjabyrgðir fyrir skepnur að taka móti því;
þó mikil heysöfn væru almennt næstliðið
haust, kvarta allir um, að mikil hey hafi gef-
izt á þessum vetri; þau hafi verið svo ljett,
enda er alstaðar peningur sagður í beztu
holdum; enginn kvartar þó enn um hey-
skort, nema hjá einum búanda í Saurbæj-
arhreppi er sagt var hefði farið að koma
fyrir mörgu sauðfje í miðgóu.
Heldur hefur mátt heita kvillasamt hjer
um pláss síðan á nýári; kvef hefir fleirum
sinnum gengið ; lungnabólga hefur og stung-
ið sjer niður, þó fáir hafi dáið, ogýmsirmelt-
ingarkvillara.
Babðastb.sýslu vestanv. 14. marz:
Á þorranum var yfir höfuð bezta tiðarfar,
mjög lítill og stundum enginn snjór, og
frost optast mjög lítil, en óstillt veðrátta,
eins og það, sem áður var liðið af vetrinum.
Hæst frost varð 10. f. m. 13° R. En suma
daga var aptur nokkur hiti, hæstur á þorra-
þrælinn 6° R. þá var jörð alauð í byggð
og allt vatn leyst. f>rjá fyrstu daga góu
hjelzt sama veðrátta, þíða og blíðviðri, 6°
R. góudaginn fyrsta. En þá fór að frysta
og snjóa. Og með marzbyrjun eða viku
af Góu harðnaði veðráttan allmikið og tók
að snjóa meira. þannig var dagana 1—12.
allhart frost optast, eða frá 8—13° R., og
fannkoma töluverð suma dagana. I gær
linaði aptur frostið, og var þá jafnvel 3
stiga hiti um hádaginn, og í dag er lítið
frost. Snjór er sem stendur töluverður á
jörðu. fó er enn góð beit fyrir skepnur,
þegar gefur að nota hana sökum kulda eða
óveðurs. Stilling er enn engin í veðri, og
stormar hafa allmiklir verið allt til þessa,
optast af suðri, en þó nokkra daga síðan
um daginn af norðri.
Fjdrpest eða bráðapestin hefur töluvert
tjón gjört á nokkrum bæjum hjer; mest
mun hún hafa drepið um 30 á bæ hjer í
kring.
Heilsufar manna nú gott orðið, síðan
kvef8Óttinni í börnum tók að linna; en til
þessa tíma hefur hún þó allt af verið að
smástinga sjer niður á stöku bæjum, jafn-
vel aptur og aptur. Mun nú um það leyti
afstaðin, að vonandi er.
Bæjarbruni- Aðfaranótt hins 10. marz
þ. á. brann bærinn í Rauðseyjum á Breiðafirði,
hjá Jóni bónda þar Jónssyni, til kaldra
kola, og tvcer nianneskjur brunnu par inni,
gömul kona og barn.
f>að var einhver hinn reisulegasti og vand-
aðasti bær á Breiðafirði: 3 bæjarhús, 18 álna
löng og 6—7 álna breið, alþiljuð öll saman
uppi og niðri, og framþil allt af timbri fyrir
öllum bænum. Baðstofuhús í 3 hólfum
niðri: sín stofa í hvorum enda og í miðhólf-
inu eldavjel, er var jafnframt höfð til að
hita upp niðri. þar hafði kviknað í
eldivið, er hrúgað var þar við þilið hjá vjel-
inni, rjett fyrir háttatíma, og verið slökkt,
til hlítar, að haldið var, en raun varð önnur.
Húsbóndi var dulinn þessa atviks. Hann svaf
í kvistherbergi út úr baðstofuloptinu, og
vaknaði við það snemma nætur, að einhver
heimilismaður ltallaði við kvistþilið, að bær-
inn stæði í Ijósum loga, »enda var þá farið
að snarkaog bresta í kvistloptinu«. A bæn-
um var húskarl mállaus, Kristján að nafni.
Hann brauzt með ógurlegu öskri ofan lopts-
gatið allsnakinn, en vafði utan um sig rúm-
ábreiðu, og út um norðurdyr bæjarins og
skildi allar dyr eptir opnar. Veður var
mikið á norðan með fjúki og 11—12 stiga
frosti. Æstist þá eldurinn svo og magnað-
ist, að hvert herbergi var á svipstundu al-
elda. Kvennfólk flýði nakið út um glugga
og í fjósið. Bóndi fleygði því sem hann gat
út um kvistgluggann, en það voru helzt 2
rúm, er þar voru inni, stökk síðan út um
gluggann á eptir, braut stofuglugga niðri og
náði þar út einhverjum smáhirzlum og 3
stólum. Frekari björgun varð eigi við kom-
ið, í náttmyrkrinu, fjúkinu og reykjarsvæl-
unni; brann og sumt af því litla, sem út
var fleygt.
Fólk það, er inni brann, tvennt, hefir að
líkindum hrapað niður í eldinn af baðstofu-
loptinu miðju, þar sem hann hefir unnið
fyrst og mest á.
Hitt, sem af komst, 10—11 manns, ljet
síðan fyrirberast í fjósinu, allslaust, klæð-
laust að mestu og vistalaust, því matvæli
öll brunnu inni ásamt öðrum munum; var
bærinn orðinn allur að ösku kl. 1 um nótt-
ina hjer um bil.
A 3. dægri birti svo yfir, að bóndi gat
gefið merki (flaggað) til næstu byggðrar
eyjar, Rúfeyja. f>ar var brugðið við þegar
í stað og mannað út skip til hjálpar, flutt
þ&ngað meir en helmingur af fólkinu og
hinum færð matvæli og nauðsynlegustu áhöld
og fatnaður. Hafði það nærzt á mjólkinni
úr kúnum þangað til,—þær færðar út í hey-
hlöðu, er búið var að gefa úr, til að rýma
fyrir fólkinu.
f>egar er gaf hjelt Magnús bóndi í Rúf-
eyjum vestur til Flateyjar og sagði tíðindin.
»f>ar brugðu menn við«, segir Jón bóndi,
•ríkir og fátækir, búandi og búlausir, og
ljetu svo ríflega og nákvæmlega hjálp af
hendi, að fullnóg var á fimm-manna-far, af
alls konar íverufatnaði, hirzlum, ílátum og
matvælum«.
Ganga má að því vísu, að margur verði til
að fara að höfðinglegu dæmi Flateyinga,
fjær og nær, því bæði er slys þetta harla
mikilfenglegt —gizkað á, að skaðinn nemi
um 5000 kr.—, og sá, sem fyrir því varð,
Jón bóndi í Rauðseyjum, fyrirtaksmaður að
dugnaði og drengskap, viðbrugðið fyrir hjálp-
fýsi og ósjerplægni. Hefir hann misst þann-
ig megnið af aleigu sinni, saman dregið með
súrum sveita í 20—30 ára búskap.
En hugvekja er þetta enn ein fyrir al-
menning, að leggja niður þann fráleitlega
tórolætisávana, að hafa jafnvel vönduð húsa-
kynni og innanstokksmuni allt alveg óvá-
tryggt.
Landaþrætumál- Landsyfirrjettur
dæmdi í fyrra dag í máli út af landaþrætu
mill Reykjavíkurbæjar og jarðarinnarLarnba-
staða. Tvfvegis hafði verið reynt að fá fulln-
aðardóm fyrir landamerkjum þessara jarð-
eigna, en eigi heppnast. f>á ljet bæjarstjórn
Reykjavíkur setja upp (í hitt eð fyrra haust)
merkisteina, þar sem hún taldi að landa-
merkin væri milliReykjavíkurlands og Lamba-
staða. f>etta áleit eigandi og ábúandi Larnba-
staða, Ingjaldur hreppstjóri Sigurðsson, vera
gjörræði og yfirgang, og felldi um koll eða
færði úr stað nokkra af þessum steinum.
Svo ljet hann og taka eitthvað af mó upp
Reykjavíkurmegin við steina þessa, sem bæj-
arstjórnin hafði látið setja upp. Út af þessu
höfðaði bæjarstjórnin mól á móti Ingjaldi Sig-
urðssyni fyrirgestarjetti Kjósar-og Gullbringu-
sýslu, til sekta og skaðabóta fyrir gjörræði eða
ólöglega sjálftöku, en málinu var með dómi
gestarjettarins 26.okt. f. á. frávísað, með því
að það væri þess eðlis, að það ætti að koma
fyrir landamerkjadóm; málskostnaður var
látinn falla niður. Bæjarstjórnin skaut
málinu til yfirdóms, og vildi fá gestarjettar-
dóminn dæmdan ómerkan og málinu heim-
vísað til dómsáleggingar að efninu til.
Landsyfirrjetturinn dæmdi gestarjettar-
dóminn ómerkan. Segir, að »að vísu verði
í rnáli þessu, sem höfðað hefir verið fyrir
gestarjetti til skaðabóta og sekta, eigi dæmt
um landamerki milli Reykjavíkur og Lamba-
staða ; en samt var eigi ástæða til að vísa
því frá gestarjettinum, því að í málinu bar
að eins að dæma um það, hvort áfrýjandi
hafi sannað eignarrjett sinn eða eignarhald
að þeirri landspildu, sem um er að ræða í
málinu, eða því landi, þar sem hann hafði
látið reisa merkjasteinana, og þannig gæti
komið máli sínu til skaðabóta og sekta fram
eða ekki».
Málskostnaður fyrir yfirdómi var látinn
falla niður.
Kirkjugjald af húsi- Abúandi Landa-
kots við Reykjavík, Benidikt prófastur Krist-
jánsson, hafði neitað að greiða kirkjugjald
til dómkirkjunnar af íbúðarhúsi sínu, trú-
boðastofnunarhúsinu (kaþólska) í Landakoti,
með því það væri notað við ábúð ájörðinni
Landakoti, og væri því að lögum undan-
þegið kirkjugjaldi (lög 19. sept. 1879).
Ágreiningsatrióið var, hvort Landakot gæti