Ísafold - 15.04.1891, Síða 2

Ísafold - 15.04.1891, Síða 2
118 að mið og mark þýzfea flotans hlyti að vera, að ráða mestu í Englandshafi og Eystra- ealti. Italía- Einn af ráðanautum Eudinis er Nicotera, og er af frelsisvinaflokki. Hann er miðlungi vinveittur sambandinu við f>ýzka- land og Austurríki, en situr þó jafnast fyrir Bvörum á þinginu. f>ar er helzt við kaun þessa ríkis að koma, er um fjárhaginn skal ræða, en ráðherrarnir lofa því stöðugt, að fylgja öllu því ráðlegasta til sparnaðar — og svo þar sem til útgjaldanna til hersins kemur. I Massuah, höfuðbænum í landnámi Itala við Eauðahaf, hefir komizt upp um viðbjóðs- leg illræði þess manns, er þar var fyrir lög- gæzluliðinu og Livraghi heitir. Hann hefir sett ýmsa þarleuda menn í höpt fyrir logn- ar sakir, látið þá svo sæta aftökum eða öðr- um banaráðum, en á eptir hirt fje þeirra. En er þetta uppgötvaðist, var hann kominn norður í Sviss. Nú hafa sendimenn Itala fengið hann fram seldan. þaðan má geta um lát Napóleons »keis- arafrænda* , bróðursonar keisarans »mikla», sonar Jerómes konungs á Vestfali. Hann dó í Eómaborg 17. þ. m. (f. 1822). Hann var mægður við Italíukonung, en sinnti lítt Klóthildi konu sinni, dóttur Viktors Emanú- els. Hún var trúrækin, en hann fríhyggju- maður. Hún var hjá honum alla banaleg- una, en um presta og þjónustan vildi hann ekki heyra talað. þrátt fyrir ósamþykki þeirra feðga kom Viktor son hans þangað að beiðni móðurinnar, en faðirinn vildi ekki við hann sáttum taka. Napóleon prinz var í allmiklum hávegum hafður meðan frænda hans naut við, Napó- leons III.; var honum þó óleiðitamur, þótt- ist vera frelsisgarpur og spreytti sig á há- fleygum frelsistölum.—Hann kom tillslands 1856, eins og menn muna.—þau hjón eignuð- ust 2 syni og 1 dóttur. Eldri sonurinn,Vict- or, er nú kallaður höfuð Napóleonsættarinn- ar og keisaraefni Napóleonssinna. Hann er nær þrítugur. Austurríki- þar eru kosningar nýlega um garð gengnar til ríkisþingsins í Vín, og svo skipt um við þær í Böhmen, að »Gamal- Tjekka»-flokkurinn er kallaður undir lok lið- inn. Að hverju rekur í þessu fjölþjóðaríki, er bágt að spá neinu um, en til samkomu- lags horfir ekki betur en fyr. Rússland- þaðan er þá nýnæmisfregn að herma, að keisarinn hefir svarað ávarpi finnska þingsins sem mildilegast, og heitið að halda öll þau einkalög, sem forfeður hans hefðu veitt Einnlandi. Frá Norðurameríku. í New-Orleans eiga heima 25,000 ítalir, og er helmingurinn af Sikileyjarkyni. þareru misjafnir sauðir í mörgu fje,og heimalýtin hafa fylgt þeim vestur um haf, þar á meðal leyndarfjelög til illra bragða og úrræða. »Mafía» er nafn bófafjelags á Sikiley, og með Sikileyingum komst það til New-Orleans. Löggæzlustjórar bæjarins hafa gert sjer allt far um að eyða þessum ill- þýðis-samtökum. Fyrir skömmu þótti bóf- unum sá verða sjer skæður, sem hjet Hen- nesy, og því myrtu þeir hann. Hendur voru hafðar á 9 eða 11, en kviðdómurinn á að hafa lýst sýknu fyrir þá, nema fjóra, sem kviðmönnum gat þó ekki komið saman um. f>egar þetta barst út, gerðist lýðurinn svo óður og æfur, að til vopna var þrifið, brot- izt inn í ráðhúsið og bandingjunum sálgað. f>á skyndídóma heyir fólkið á allmörgum stöðum í Ameríku, þegar svo ber undir. Ekki að eins hafa hinir ítölsku borgarbúar sent harmakvein sín til Washington, heldur hefir Blaine orðið að sjá íyrir svörum við sendiboða Italíukonungs og heita skyldum rannsóknum. Hvað frekara gerist, verður að bíða seinni sagna. Til samanburðar við fjárhagsástand ríkj- anna í vorn álfu er nóg að greina, að af- gangur seinasta ársins í ríkisfjárhirzlu Banda- manna var 410 milj. króna; þó fær hver maður eptirlaun, sem stóð þriggja mánaða tíma undir merkjum Norðurríkjanna í upp- reisnarstríðinu. f>egar því var lokið, voru ríkisskuldirnar meira en tíu þúsund miljónir króna; nú eru þær kornuar niður í tæpar 3 þús. milj. I Canada fóru fram þingkosningar á sam- bandsþingið í Ottawa í öndverðum marz, að undangengnu þingrofi af hendi stjórnarfor- setans, Sir John Macdonalds, er setið hefir þar að völdum lengstum meira en 20 ár og þykir vera allmikill skörungur. Hann hafði sigur í kosningunum, eða hefir rjettara sagt enn meiri hluta á þingi, þótt nokkuð minnk- aði flokkur hans. |>að eru íhaldsmenn, sem honum fylgja. Hinir vilja meðal annars leggja mest lag við Bandaríkin.og byrja á toll- fjelagsskap við þau, hvað sem frekara kann eptir að fara. f>að telja hinir landinu háska og tjón. Chili. Yiðskiptin verða hjer á báðar hendur svo grimmdarleg, að ódæmum skiptir. f>egar uppreisnarmenn—eða þingherinn, sem betur þykirláta—, unnu Iquique, fengu bana 200 kvenna og barna, og meira mundi þó hafa af hlotizt, ef flotaforingi Englendinga hefði ekki hlutazt til við þá, er sókninni rjeðu. Af öllum bardögum eru sögurnar heiptarlegri en við mundi búizt á vorum tímum, mannfallið mikið, en þeim opt ekki þyrmt, er á velli liggja óvígir. Forsetinn og hans liðar eru hjer engir eptirbátar, því í þeirra augum eru hinir með öllu óhelgir, og þá ekki síður fje þeirra og eignir. Sein- ustu fregnir segja meira hlut landsins þegar á uppreisnarmanna valdi, en bæta við, að forsetinn hafi enn mikinn liðsafla fyrir og í góðum vígstöðvum. Kína- Keisarinn ungi hefir tekíð það úr hirðsiðum, sem sendiboðum útlanda þótti hneisublandið, er þeir sóttu á fund hans. Frá Egiptalandi. Nálægt þebu, forn- borg Egipta, eru fyrir ekki löngu mestu fá- gætismunir upp grafnir, myndir og munir og egipzkar bókfellsrollur, á gömlum greptr- unarstað. Meir en 50 fet niður að sækja, en aldurinn nær til 2500 fyrir Krists fæðing. Strandferðaskipið Thyra- kapteinn Hovgaard, kom hingað 12. þ. m. fyrstu ferð sína umhverfis laudið. Hafði komizt á allar hafnir samkvæmt ferðaáætluninni, en hitti þó fyrir hafís hingað og þangað, mest- an við Melrakkasljettu, og sigldi þar gegn- um hann góðan spöl; má þakka djarfleik og dugnaði skipstjóra, að eigi var aptur snú- ið þar. Við Horn og á Isafjarðardjúpi var íslaust orðið aptnr. Fiskiafli í Noregi- Frá Khöfn skrif- að 21. f. m., að vertíð hafði brugðizt mjög í Lófót til þessa tíma, ekki komið þar á á land nema rúmar 6 miljónir fiskjar, í stað rúml. 12£ milj. að meðaltali að undanförnu í sama mund 15 ár samfleytt. Eins er í syðri veiðistöðunum: í Bomsdals-amti t. d. 2f milj., í stað 4f milj. í sama mund í fyrra. Verða á fiski í Lófót hærraendæmi eru til áður, 27—29 kr. hundraðið (100) af slægðum fiski. Síðustu frjettir sögðu, að heldur væri farið að glæðast með aflabrögð við Lófót og fiskur genginn á grunn þar. þar róa nær 7000 skipa til fiskjar. I Verzlunarfrjettir frá Khöfn. Skrif- að þaðan 21. marz: Hvít vorull seldist síðast á Englandi á 8£ d. pundið (64 a.). Hjer hefir síðast selzt haustull A 48 a., mislit vorull á 48 a., og svört vorull á 50—55 a. Lýsi : ljóst gufubrætt hákarlslýsi á 36 kr., pottbrætt 34£—35 kr., dökkt hákarls- og þorskalýsi 28—30 kr., allt grómlaust. Fiskur : lítið sem ekkert fyrirliggjandi ó- selt. Verðið þetta víðast : stór fiskur á 50— 55 kr., smáfiskur 35—38 kr., ýsa 28—30 kr., langa 45—48 kr. Kjöt : 55—56 kr. tunnan. Söltuð sauðskinn : 4f—4£ kr. Sundmagar 30 a. Dúnn 11—-12 kr. Kaífi 77—79 a., lakara 72—75 a. Hvítasykur 18 a., kandís 18—19 a., púður- sykur (farin) 14 a., allt heldur að hækka. Hrísgrjón 8J pd. Eúgur 610—615 a. 100 pd, rúgmjöl 650 a., bankabygg 8£—7f a. pundið eptir gæðum. Brennivln 16—17 a., en útlit fyrir að muni hækka í verði, vegna hins háa verðs á rnais og korni. Tjón af ofviðri. Sunnudagskvöldið að var, 12. þ. m.. gerði hjer fádæma-ofviðri af austri, er stóð nær 3 klukkustundum og gerði ýmsar skemmdir, bæði á sjó og landi: fauk þak af húsum m. m., en á höfninni, Eeykjavíkurhöfn, sleit upp mörg skip, fiski- skútur, og rak hvert á annað og sum á grunn við Orfirisey. þar á meðal var franskt brigg- skip, er hingað kom fyrir skömmu með vistir handa nokkrum frönskum fiskiskipum og að sækjafisk úr þeim. Var það nær ferðbúið apt- ur. það strandaði algjörlega við Orfirisey. Tvær fiskiskútur franskar löskuðust til muna, og tvær íslenzkar sörnuleiðis (heita »Einingin« báðar). Gufuskipið norska, »Anna«, er lá hjer á höfninni í hálfgerðum lamasessi, rak á kaupskipið »Eagnheiði«, eign Christensens verzlunar, og skemradi það til muna, — skað- inn metinn um 1500 kr.; það var ferðbúið til Englands. Sigling- I gær kom kaupskipið August hingað frá Khöfn, eptir 10 daga ferð, hlaðið ýmsum vörum til þeirra Geirs Zoéga & Co. |>ilskipa-afli- þau þrjú af þilskipum Geirs Zoéga & Co., er hákarlaveiðar stunda hafa fengið í sínum fyrsta »túr« þetta : Geir (skipstj. Sig. Símonarson) 66 tunnur lifrar, Gylfi (F. Finnsson) 63, og Matthildur (J. T. Zoeéga) 60. Af þorskveiðum hafa önnur þrjú skip hinna sömu komið með þetta: Margrjet (Guðmundur Kristjánsson) 5500 fiskjar, To Venner (Jón þórðars.) 3000, Haraldur (Asg. þorsteinsson) 1500. »Einingin« (Eyþórs) hefir fengið 1700, og »Engeyin«, er getið var 1 síðasta bl., 2000. Höfrungahlaup. Hafísinn færði þing- eyingum það happ, að þar veiddust að sögn nær 400 höfrungar í vök við Tjörnes. Landeigandi er Sigurjón bóndi á Laxamýri. Aflabrögð. það er að segja af aflabrögð- um hjer á aðalfiskistöðvunum við Faxaflóa sunnanverðan, Garðsjó og Leiru, að þar er »góður reytingur í net; sumir koma tómir til lands, sumir vel fiskaðir, sumir betur fiskaðir en skyldi«, og lýtur það til þeirrar afdæmis- egu ósvinnu, að menn róa á náttarþeli, fara í annara net, skera þau frá duflfærunum og stela svo öllu saman, bæði netunum og fisk- inum í þeim, eða þá fleygja netunum eptir að þeir eru búnir að taka úr þeim fiskinn. Hafa

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.