Ísafold - 15.04.1891, Page 3
119
6 formenn syðra orðið fyrir þessum óskunda
nú á einni viku, síðan farið var að leggja, að
sögn skilríkra manna, og er slíkt herfilegur ó-
fögnuður og óþolandi lagaleysi. Sumir þora
ekki að hætta netum sínum út í Garðsjó,
bæði vegna þessa ófriðar og vegna straum-
hættu þar. — I Grindavík tregt um afla ; þar
verða eigi net höfð fyrir brimi, þótt nógur
fiskur sje fyrir.
Mannalát. Með kaupskipi, er hingað
kom frá Khöfn í gær eptir 10 daga ferð,
frjettist lát etazráðs Tlans A. Glausens, er
tií skamms tíma var eigandi margra verzl-
»,na vestanlands (á Isafirði, í Stykkishólmi,
Ólafsvfk, Búðum, Borðeyri) og rekið hafði
verzlun hjer við land fram undir 60 ár,
enda var hann nokkurs konar ættarjöfur
íslenzkra kaupmanna og þeirra öndvegis-
höldur um langan aldur. Hann mun hafa
verið kominn langt nokkuð á níræðisaldur.
Hann þótti vera mikils háttar maður og
margt mjög vel um hann að ýmsu leyti. Hann
var um mörg ár generaikonsúll Grikkja-
konungs í Danmörku. Kona hans er lifir
mann sinn. var Ása Sandholt, systir þeirra
Arna og Bjarna Sandholts kaupmanna, er
dánir eru fyrir mörgum árum. Synir þeirra
hjóna eru þeir Holger kaupmaður Clausen
í Stvkkishólmi og Vigant Clausen í Khöfn,
en dóttir Henriette, kona stórkaupmanns
csnd. juris Zoylners, er nú á Hæstakaups-
staðarverzlanina á Isafirði.
Hinn 26. október f. á. dó í Kansas Gity
í JSandaríkjnum cand. phil. Emil Schou,
sonur fyrverandi verzlunarstjóra Ludvig
Schon’s og bróðir frú Bjargar, konu síra
Halldórs þorsteinssonar á Bergþórshvoli.
Hann var fæddur 25.okt.1860, kom í latínu-
skóla 1874, útskrifaðist 1880, sigldi samsum-
ars til Ka,upmannahafnar, og tók árið eptir
heimspekispróf við háskólann, stundaði svo
nokkur ár guðfræðisnám, en áður en hann
tæki próf. flutttist hann algerlega til Vestur-
heims. þar vegnaði honum allvel upp á
síðkastið.— »Hann var vandaður maður, vel
gáfaður, skemmtilegur í viðmóti og vel lát-
inn af öllum sem honum kynntust».
Sagður er dáinn síra Berqur próf. Jónsson
í Vallanesi. Bn áreiðanleg frjett ekki
fengin.
MÁLSÓKK kvað Jón kaupmaður Jónssun frá
Borgarnesi vera hyrjaður á f Biörgvin £egn vtór-
kaupmanni Joh Lange, og heimtar af honum mörg
þús. króna skaðabætur fyrir atvinnuspjöll eða þess
háttar; þeir höfðu talsverð viðskipti áður og skildu
i styttingi. Ágætur málfærslumaður norskur hefir
tekið að sjer málið fyrir Jón.
Dellu-ofsjónik Cambkidge-meistakans.
það ersiðast, að segja afbankadellufargani meist-
arans í Cambridge, að í ,Heimskringlu‘ 18. febr.
þ. á. kemst hann þannig að orði:
„Síðan eg skrifaði Heimskringlu, hefi eg enn(!)
hugsaðf!!) þetta mál, og er nú kominn að þeirri
niðurstöðu, að landssjóður, aulc þess taps, sem
hann bíður á seðlakaupum sínum, tapar 100°/0 í
peningum á hverjum seðli, sem inn í hann er
borgaður upp í skyldir og skatta landsmanna.
því að honum eru borgaðar annara skuldir við
hann með eigin skuld hans við þá. Hannerlát-
inn taka tekjur sínar undir sjálfum sjer, og það
þýðir: honum eru engar tekiur borgaðár, sem
aptur þýðir: hann tapar 100°/0 á þessum inn-
borgunum seðla sinna, skuldabrjefa sinna“(!!!).
Stendur heima: fyrst er flugan á veggnum
ekki nema ein, en von bráðar verða tvær úr
einni, og þegar búið er að glíma við þær stund-
arkorn árangurslaust, eru þær allt í einu orðnar
fjórar, siðan átta o. s. frv. Fyrst einna 100 °/0
tap fyrir landssjóð, siðan annara 100 °/0 tap,
samtals tvennra 100 °/0 ~ 200 °/0 tap, og svo koll
af kolli áfram endalaust, eptir því sem dellan
ágerist.
Leiðarvísir ísafoldar.
719. Jeg er ekki fullveðja, en ætla mjer að
læra handverk að vetrinum til, og hef gjört
um það skriflegan samning við hinn fyrirhugaða
kennara minn. Er mjer þá ekki heimilt að leita
mjer atvinnu að sumrinu, hvar sem mjer sýnisti
án þess að vera annara hjú, ef jeg á einhvers-
staðar lögheimili ?
Sv.: Spyrjandi mun verða talinn lausamaður,
nema hann sje ársmaður kennarans og stundi
sumaratvinnuna fyrir hans reikning.
720 Árið 1888 tók jeg lán í búð og voru
engir skilmálar settir utan jeg lofaði að borga
50 kr. árlega þar til skuldinni væri lokið, en nú
hef jeg borgað nær því 100 krónur árlega; að
tveim árum liðnum tekur kaupmaður úr reikn-
ing minum vexti af þvi sem eptir stendur af
skuldinni án þess að hafa áður nefnt það við
mig, er það leyfilegt ?
Sv,: Nei. Vexti er ólöglegt að reikna nema svo
hafi verið um samið.
721. Ef jeg er ráðinn á skósmiðaverkstofu um
tiltekinn árafjölda, hvað ber mjer að vinna marg-
ar stundir á dag á meðan námstíminn stendur
yfir?
Sv.: það fer eptir venju í þvi plássi; en ekki
má það lengur vera en venjulegan vinnutima fyrir
iullorðna sveina við þá iðn (10—11 stundir á að
gizka).
722. Eru þeir útgjörðarmenn, sem ráðnir eru
upp á víst kaup, 60—70 kr. yfir vetrarvertiðina,
sömu lögum háðir og þeir, sem ráðnir eru upp
á víst af hverju hundraði, nefnil. með að vera
ekki skyldir til að vinna hverja forsvaranlega
landvinnu án sjerstakrar borgunar?
Sv.: J>að fer eptir sveitarvenju i því plássi,
ef ekki hefir verið neitt um það samið.
728. Hvað má sýslumaður lengi draga að leit-
ast við að feðra barn, sem prestur og hreppstjóri
hafa tilkynnt honum að ófeðrað sje, af því sá,
sem lýstur er faðir að þvi, vill ekki kannast við
faðernið ?
Sv.: Ekki lengur en aðrar brýnar embættis-
annir heimta. Kæra til amtmanns, ef dráttur-
inn þykir meiri en svo.
724. Hefur sýslumaður nokkra heimild til að
leysa menn undan því að greiða aukaútsvar til
fátækra, sem hreppsnefnd hefur lagt á, án þess
að gjaldandi hafi áður löglega borið sig upp við
hreppsnefnd og sýslunefnd undan útsvarsálög-
unni ?
Sv.: Nei.
725. Má ekki koma ábyrgð fram á hendur
sýslumanni fyrir slíkan slettirekuskap í sveitar-
sökum ?
Sv.: Áminningu fær hann sjálfsagt hjá yfir-
manni sínum (amtmanni), ef hann er kærður.
726. Eg er ráðin fyrir ráðslconu á vissan stað
og mjer er sagt upp vistinni mánuði fyrir kross-
messu; er mjer skylt að líða það bótalaust ?
Sv.: Nei.
727. Er vinnumaður, sem er i vist, skyldur
til að hlýða húsbónda sínum í þvi, að fara til
róðra, óráðinn og allslaus, um hávetur, og á móti
sinum vilja ?
Sv.: Ekki nema það sje sveitarvenja í því
plássi og vinnumaður hafi eigi skilið sig undan
þeirri kvöð, er hann vistaðist, og hafi þó verið
kunnugt um hana.
I 728. Á Hvalsnes-kirkja i öullbringusýslu ekki
löglegan rjett til sætisfisks af hverjum utan-
hreppssjómanni er rær til fiskiveiða úr sókn
kirkjunnar, vetrar- og vorvertið ár hvert ?
Sv.: Jú.
729. Af hverjum, húsbónda eða sjómanni, eða
eptir hvaða gjaldmáta á eigandi kirkjunnar að
innkalla sastisfiskinn ?
Sv.: Af sjómanninum, og í fiski, eða eptir
verðlagsskrár-verði á fiski í gjalddaga, ef sjó-
maður kýs það heldur.
Proclama.
Eptir lögtim 12. apríl 1878 sbr. o. br.
4. jan. 1861 er hjermeð skoraff á þá, sem
hl skulda telja í dánarbúi Steingríms
Jónssonar frá Nýjabæ í Rosmkvalaness-
hreppi, er andaðist hinn 4. júlí f. á., að
lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir
skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mán-
aða frá síðustu birtingu auglýsingar
þessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Grullbringus. 31. marz 1891.
Franz Siemsen.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. o. br.
4. jan. 1861 er hjermeð skorað á þá, sem
til skulda telja í dánarbúi pórðar Jóns-
sonar frá Gerðum í Rosmhvalanesshreppi,
sem andaðist hinn 6. janúar p. á., að lýsa
kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta-
ráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða
frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringus 31. marz 1891.
Franz Siemsen.
Proclama
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. o. br.
4. jan. 1861 er hjermeð skorað á þá, sem
til skulda telja í dánarbúi Einars Gott-
skálkssonar frá Bala í Rosmhvalaness-
hreppi, sem andaðist hinn 8. nóvember f.
á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær
fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6
mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar
þessarar.
Skrifstofu Kjðsar- og Gullbringus. 31. marz 1891
Franz Siemsen.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. o. br.
4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem
til skulda telja í dánarbúi Guðmundar
sál. Guðmundssonar frá löðugerði í
Vatsleysustrandarhreppi, sem andaðist hinn
20. þ. m., að lýsa kröfum sínum og sanna
þær fyrir mjer innan 6 mánaða frá síð-
ustu birtingu auglýsingar þessarar. Jafn-
framt er skorað á þá, sem skulda tjeðu
dánarbúi, að greiða til mín skuldir sínar
innan sama tíma.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringus. 31. marz 1891.
Franz Siemsen.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. o. br.
4. jan. 1861 er hjermeð skorað á þá, sem
til skulda telja í dánarbúi Jóns Helga-
sonar frá Kothúsum í Garði, er drukkn-
aði hmn 21. þ. m., að lýsa kröfum sín-
um og sanna þœr fyrir skiptaráðanda
hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu
birtmgu auglýsmgar þessarar.
Skrifstof'u Kjósar-og Gullbringus. 31. marz 1891.
Franz Siemsen.
Proclama.
Eptir lögum 12. aþrríl 1878 sbr. o. br.
4. jan. 1861 er hjermeð skorað á þá, sem
til skulda telja í dánarbúi Sigurðar Sig-
urðssonar frá Krókskoti í Miðnesshreppi,
er andaðist hinn O.febrúar þ. á., að gefa
sig fram og sanna skuldir sínar fyrir
skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mán-
aða frá síðustu birtingu auglýsingar
þessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringus. 2. apríl 1891.
Franz Siemsen.
Proclama
Samkvœmt opnu brjefi é. janúar 1861 og
lögum 12. apríl 1878 innköllum við undir-