Ísafold - 18.04.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.04.1891, Blaðsíða 3
123 geta þessa opinberlega, honum til heiðurs, og öðrum til upphvatningar. Sýslunefndin ákvað á fundi sínurn 24.—28. f. m., að sundkennsla fram færi á 2 stöðum í sýslunni í vor sem kemur, og er búizt við, að þar verði kennarar : Ólafur bóndi Guð- mundsson í Húseý, og Páll Ólafsson, kenn- ari á Hólum, og þar hafa einnig námspilt- ar sumir lært nokkuð til sunds; við prófið á næstliðnu vori syntu þó nokkrir þeirra í viðurvist prófdómendanna, og fór það vel, og hjá sumum mjög vel. þetta teljum vjer með nauðsynlegum framförum, sem vert sje að geta um, öðrum til upphvatningar. A sýslufundinum urðu langar umræður um Hólaskóla', voru 3 menn mættir á fund- inum úr Húnaþingi: síra Stefán Jónsson á Auðkúlu, umboðsmaður Benidikt Blöndal í Hvammi, og óðalseigandi Arni þorkelsson á Geitaskarði (sbr. 16. tölubl., 25. f. m.), sem hjeldu því fram, að bústjóraembættið yrði greint frá skólastjóraembættinu, og sjerstak- ur maður yrði fenginn til að gegna því. Móti því mælti Hermann skólastjóri Jón- asson, af þvf, að það myndi verða til sundrungar við skólann, þar eð ákveðið er í 11. gr. skólareglugjörðarinnar, að »piltar sjeu 2 stundir á dag skyldir að gegna úti- vinnu frá 1. nóv. til 14. maí árlega, meðan bókleg kennsla stendur yfir, og að heimilt sje einnig, ef hagfeldara þyki, að láta þá vinna lengri tíma í senn, eða jafnvel heila daga, þó svo, að vinnan sje eigi meiri en sem svarar 1 degi á viku hverri allan vet- urinn«. Margir hafa spurt: hvers kyns úti- vinna er þetta á þessum tíma árs ? Sjáan- legt virðist, að þetta sje gjört í þarfir skólabúsins, en ekki piltum til menningar; en mun piltunum veita af óskertum tíman- um til bóknámsins, sem er mjög mikið á jafnstuttum tíma (2 árnm) ? Sýslnnefndin mnn hafa komizt til þeirrar niðurstöðu, að aðgreina ekki þessi 2 embætti að þessu sinni. f skólastjórnina fyrir komandi ár voru kosnir: hjer í sýslu Ólafur umboðsmaðnr Briem og í Húnaþingi Pjetur Pjetursson á Gunnsteinsstöðum. I Hólaskóla eru nú 14 efnilegir náms- sveinar. Kennarar eru sömu og í fyrra: Hermann Jónasson, skólastjóri, og búfr. Prill Ólafsson. Búið á Hólum er orðið mjög fallegt«. Etjafikði 23. marz: Nálega allan desembermánuð voru stillingar og góðviðri og frostvægt. Meðalhitastig allan mánuðinn var -f- 0,96 C. þótt stundutn yrði ískyggi- legt útlit, þá var svo gott »með« honurn (svo sem Eyfirðingar segja), að aldrei varð neitt úr því. Jörð var svo að segja allt af auð; þótt einstöku sinnum kæmi föl, þá tók það undir eins upp aptur. Sama veður hjelzt allan janúarmánuð, en frost voru nokkuð raeiri, svo að meðalhita- stig mánaðarins varð -f- 3,28. Fyrri hluta febrúarmánaðar voru frost nokkur, en jörð var allt af auð. Seinni hluta mánaðarins voru þíður miklar, svo ár ruddu sig, sem vanalega eru hest-heldar fram yfir sumarmál. Meðalhitastig mánaðarins var -f- 0,96 C. þennan mánnð var veður óstillt og mjög vindasamt. Alla þessa mánuði var átt lengst af við suður. Seinustu daga febrúarmánaðar byrjaði skarpur frostakafli, sem hjelzt fram yfir miðjan þennan mánuð; var skörp norðanátt, en fannkoma ekki mikil hjer um sveitir; voru menn farnir að verða hræddir við, að •íslands forni fjandi* væri ekki fjarlægur. þó hefir ekki orðið vart við hann enn. þessa viku síðustu hefir verið bezta veður, hæg út8unnan átt, sólbráð á daginn, en stirðning- ur á nóttunni, og nú er jörð hjer að mestu auð. Heybirgðir eru nógar og fje í góðu standi; þó kvarta margir um lungnaveiki í lömbum. Fje er í háu verði í vor. A góunni var hjer uppboð á nokkrum kindum, og gekk ærin á hjer um bil 18 kr. og gemlingar á 13, enda var sagt að á uppboðinu hefði verið rúmur brennivínspottur á mann. Kvefveikindi þau, sem gengu fyrri part vetrarins, eru nú horfin fyrir löngu, og kíg- hóstinn í börnum er einnig víðast hvar um garð genginn, þar sem hann hefir komið. Einn vottur um batnandi drferði er það, að margir hjer í sýslu, er búa á landsjóðs- jörðum, eru nú að fala þær til kaups. Um jólaleytið kom npp eldur í skólahús- inu á Möðruvöllum, en varð slökkt, áður en skemmdir yrði miklar. Fám dögum síðar kviknaði í fjósi á Hallgilsstöðum, næsta bæ við Möðruvelli, og köfnuðu fjórar kýr. Sýslufundur vor er ný-afstaðinn, og hefir eigi heyrzt að þar ’nafi verið ráðizt í neitt sjerlegt, enda eru Eyfirðingar engir ákafa- menn, þar sem til þeirra eigin framkvæmda kemur. Amtsráðsmaður í nýja amtsráðið var kosinn Magnús bóndi og sveitaverzlari á Grund. Fiskilaust hefir verið hjer í allan vetur, en nú eru sumir farnir að búa út hákarla- skip sín. Margir gjöra og út nótabáta til fiskiveiða; þeir eru útbúnir með þilfari og fara opt vestur fyrir land. Aflaðist talsvert á þá næstliðið sumar. Hákarlaskipin og nótabátarnir taka of marga menn frá land- vinnunni, og heyrist allmikil kvörtun um vinnufólkseklu. Frá Vestur-Islendingum. Megnasti ófriður kominn upp aptur milli blaðanna ís- lenzku í Winnipeg, Lögbe'rgs og Heims- kringlu, út af kosningunum í Canada. Heimskringla fylgir sambandsstjórnarflokkn- um, þeim Sir John Macdonald og hans lið- um, en Lögberg fylkisstjórninni í Manitoba (Greenway forsætisráðherra) og andvígisliði sambandsstjórnarinnar. þeim síðarnefnda flokk fylgir og Jón Olafsson, með greinum í Lögbergi. Jón Olafsson flytur fyrirlestra um íslenzka trúarlífið, í móti þeim báðum, síra Jóni Bjarnasyni og Birni Pjeturssyni (Unitara- postula). Benti á ýms atriði í sögu íslands því til sönnunar, að íslendingar væru ekki sjerlega trúræknir eða fastheldni við trú sína. Talaði um trúarofstæki hjá þeim báð- um, síra J. B. og B. P. Sjónleiki hjeldu íslendingar í Winnipeg snemma í f. m. Ljeku »Erasmus Monta- nus«, eptir Holberg, á íslenzku. »Leikur- inn tókst svo, að bezt er sem fæst um að tala«, segir Heimskringla. Sigling. í dag kom kaupskip til W. Fischers-verzlunar hjer í bænum frá Khöfn, eptir 14 daga ferð, Sophie, skipstj. Svind- ing, 78 smál. Sömul. í dag til H. Th. A. Thomsens verzlunar eptir 14 daga ferð frá Khöfn Mercur, að stærð 140 smál., skipstj. Hansen. Ennfremur nýkomið til Fischers verzlun- ar í Keflavík kaupskipið Keflavíkin og til sömu verzlunar í Hafnarfirði Nancy, báðar frá Khöfn. Aflabrögð. Mikið dauft með afla enn hjer við Faxaflóa. Höfrungahlaup. A Reykjum á Reykja- strönd, sem er landssjóðs eign, hlupu á land undan hafísnum um daginn meira en 700 höfrungar. Enn fremur 20—30 á Sauðárkrók eða þar í nánd. Ágrip af reikningi sparisjóðs d ísafirði frá 11. desbr. 1889 til 11. júni 1890. Tekjur : 1. Eptirstöðvar 11. desbr. 1889 : a. Skuldahrjef........49530,00 b. Peningar........... 2552,74 52082,74 2. a. Innlögsamlagsmanna6786,69 b. Yextir lagðir við höfuðstól............ 940,59 7727 28 3. Vextir af lánum ................ 311,34 4. Fyrir seldar viðskiptabækur ... 6,50 61127,86 Gjöld : 1. Útborguð innlög ............... 5173,38 2. Ýms útgjöld..................... 163,95 3. Vextir til samlagsmanna 11. júní 940,59 4. Eptirstöðvar 11. júní 1890 : a. Skuldabrjef........52200,00 b. Pemngar............ 2649,94 54849,94 61127,86 Ágrip af reikningi sparisjóðs á ísafirði fra 11. júní til 11. desbr. 1890. Tekjur: 1. Eptirstöðvar 11. júní 1890 : a. Skuldabrjef........52200,00 b. Peningar........... 2649,94 54849,94 2. a. Innlög samlagsm.. . 13184,13 b. Vextir lagðir við höfuðstól............ 828,34 14012,47 3. Vextir af lánum ............... 1239,86 4. Fyrir seldar 26 viðskiptabækur 6,50 5. Endurgreiddir oftaldir vextir 11. júní 1890.. .................. 6,67 70115,44 Gjöld : 1. Útborguð innlög.... .......... 11752,41 2. Ýms útgjöld .................... 125,00 3. Vextir til samlagsmanna 11. desbr........................... 828,34 4. Eptirstöðvar 11. desbr. 1890 : a. Skuldabrjef..... 52420,00 b. Peningar........... 4989,69 57409,69 70115,44 I eptirstöðvunum felast : Eigur samlagsmanna.... 53417,94 Viðlagasjóður.......... 3991,75 57409769 í stjórn sparisjóðs á ísafirði 20. febr. 1891. Árni Jónsson. Jón Jónsson. þorvaldur Jónsson. Jeg hlýt að lýsa nábúa minn, Guöna bónda á Kelduni, ómerkan málrófsmann fyrir óhróðursdylgj- ur þær, er hann hefir haft um mig og borið út, án þess að geta sannað neina heimild fyrir þeirri æru- meiðandi aðdróttun. Gufunesi tj. april i8qi. Filippus Filippusson. FJÁRMARK Einars Zoega veitingamanns í Reykjavík er gat hægra biti fr. vinstra Reykjavik 11. apríl 1891. E. Zoega. Bókavinir. Munið eptir að fá bókaskrá bóksala- fjelagsins hjá útsölumönnunum; í henni sjáið þjer hverjar bækur eru til, og hvað þær kosta.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.