Ísafold


Ísafold - 22.04.1891, Qupperneq 3

Ísafold - 22.04.1891, Qupperneq 3
127 svo hræddar við herra í>. E., að þær þori ekki að kannast við það, sem þær hafa gjört, og þótt lítið kunni að vera, hið jeg oddvita nefndanna, að skrifa mjer stuttlega, hvað þær hafi gjört, þar skýrslurnar eru sumar oflangar til auglýsingar, og senda mjer brjef þar að lútandi að »Vinaminni« í Eeykjavík, svo fljótt, sem hentugleikar leyfa. Herra J>. E. hefði átt að segja satt : Mr. Egilson ought to have told the truth. O. V. Gíslason. Fiskiveiðasamþykktirnar o. fl. þar að lútandi. í 11. og 12. tbl. »Fj.konunnar» þ. á. hefir Guðm. í Nesi farið nokkrum orðum um hina nýju fiskiveiðasamþykkt, sem lög- gilt var 8. desbr. f. á. Af grein hans má ráða, að hann hefir lesið sum en ekki öll blöð ísafoldar, sem minnast á aflabrögð og fiskiveiðareglur. Hann hefir lesið ísafold frá 14. febr. þ.á., þar sem þess er getið, að fiskurinn gangi misjafnlega nærri landi í Norvegi, án þess menn viti nokkrar orsakir til þess, og ætlar hann, að jeg og þeir aðrir, sem hann í rit- gjörð sinni sæmir fiskifræðings-nafnbót hjer syðra, mundum geta áttað okkur á, í hverju þau umskipti væru fólgin, eða hvað því hefði valdið, að fiskurinn var annað árið dýpra, en hitt árið grynnra. þó svo væri að við gætum hitt á orsak- irnar til þessara umskipta, sem ekki er ó- hugsandi, ef við værum jafnkunnugir í Nor- vegi og við erum hjer,—þá er engin þörf að vera að velta því fyrir sjer, eða brjóta heil- ann um það, því Norðmönnum má á sama standa, hvort fiskurinn er djúpt eða grunnt, þegar hann að eins heldur sig þar, sem fiski- mennirnir nd í hann; en ekki er annars getið en að vel hafi aflazt í Norvegi vetur- inn 1889, þó fiskurinn þá hjeldi sig dýpra en árið á eptir. Allt öðru máli er að gegna með okkur, sem stundum fiskiveiðar við Faxaflóa. Aður en fiskveiðasamþykktin frá 1885 var löggilt, var fiskurinn af völdum sjálfra fiskimann- anna ár eptir ár hrakinn svo langt burtu til hafs aptur, þó hann kæmi inn í flóamynnið, að enginn, og ekki sjálfir »dugnaðarmenn- rnir» af Seltjarnarnesi, gátu til hans náð, og þessar aðfarir voru þess valdandi, að fleiri fiskileysisvertíðir komu yfir oss hver á eptir annari; en síðan nýnefnd samþykkt var lög- gilt, hefir hjer þó engin fiskileysis-vertíð komið í syðri veiðistöðum Faxaflóa. því neitar enginn, eina og Guðm. í Nesi minnist á, að fiskurinn gengur misjafnt upp að landinu ; en þegar fiskurinn er kominn svo langt, að menn geta almennt náð í hann, þá álítum vjer mjög áríðandi að beita ekki þeirri veiðiaðferð, sem hrekur hann svo langt til hafs aptur, að fáir hafi veruleg not af honum, því þó hæpið megi virðast að geyma sjer fiskinn á meðan hann er að ganga á gotstöðvarnar, þá getur það lfka vérið ísjár- Vert að hrekja hann burtu, áður en hann kemst á þær; og til að koma í veg fyrir þess konar stór óhöpp, hafa allflestir fiski- denn hjer við Faxaflóa, sem annars hugsa nokkuð um sinn og annara hag, álitið nauð- synlegt að bíðja um löggiltar fislciveiða- reglur. Hvort við enn höfum hitt á að biðja um hinar heppilegustu, verður tíminn og reynsl- an að sýna; jeg ætla engu að spá um það. Bn til þess var Tangabúðarfundurinn stofn- aður, að fiskimeun bæru ráð sín saman um, hverjar reglur þeim virtust heppilegastar til verndunar fiskiveiðunum. A þeim fundi mættu kjörnir menn úr öllum þeim hrepp- um, sem samþykktin nær til, nema úr Sel- tjarnarneshreppi; þaðan kom enginn ; mega þeir því sjálfum sjer um kenna, ef þeir hafa vitað betri ráð til friðunar fiskiveiðunum en þau, sem samþykktin af 8. des. f. á. inni- heldur. Að vísu þykist jeg vita, að Guðm. í Nesi og sumir af sveitungum hans vilja eng- ar fiskiveiðareglur hafa; þeim þykja þær ó- nauðsynlegar; en það er þó ekki samkvæmt reynslu Norðmanna. Ef hann hefði lesið 65. tölubl. ísafoldar f. á., þá hefði hann sjeð, að í Norvegi gilda lög, ströng lög, viðvíkj- andi fiskiveiðunum, fyrir Kristjánssand, frándheim, Norðlands- og Finnmerkuramt ogjvíðar. Lesi Guðm. í Nesi með athygli ágripið af þessum lögum, mun hann sannfærast um, að það er ekki girnilegra fyrir þá, sem eiga erfitt með að hlýðnast fiskiveiðareglum, eða læra löghlýðni, að vera útróðrarmenn þar sem þau gilda, en hjer hjá oss. Einhverjar orsakir hafa eflaust knúð Norð- inenn til að semja þessi ströngu lög fyrir fiskiveiðar sínar, en að líkindum hafa þeir þó ekki ætlað sjer að venja fiskinn, eða fá hann ofan af »margra ára gömlum dutlung- um», heldur mun tilgangurinn hafa verið sá, að temja fiskimennina, og venja þá af að spilla veiði og veiðarfærum hver fyrir öðrum og að trufla fiskigöngur áður en þær komust á gotstöðvar. Sjálfsagt þætti sumurn Seltirningum þving- andi fyrir sig að þurfa að lúta öllum ákvörð- unum í fiskiveiðalögum Norðmanna, eins og t. d. því, að mega ekki leggja þorskanet fyr en tilsjónarmenn, skipaðir af yfirvaldi, koma sjer saman um að leyfa það ; mega ekki hafa fleiri net með hverju skipi en þeir (tilsj.menn) ákveða; mega ekki hafa fleiri skip í hverri veiðistöð en hæfilegt þykir í samanburði við víðáttu sjávarsvæðisins, sem hverri verstöð tilheyrir; mega ekki róa fyr en hlutaðeigandi tilsjónarmaður leyfir, og margt fl. (Niðurl.). Landakoti, 4. apríl 1891. Guðm. Guðmundsson. Gufuskipið norska, Anna, er talið óhaffært og bíður ráðstöfuna vátryggjenda, lagt upp 1 Gufunesi, undir umsjón skipstjóra, en skipshöfn send heimleiðis með »Thyra« í nótt. Lögreglusamþykkt nýja hefir Akur- eyrarkaupstaður fengið, að mestu eins orð- aða og Reykjavíkur, — útgefna af lands- höfðingja 28. f. m. Síðasti vetrardagur, í dag, er blíður og fagur, miklu líkari hásumri en vetri, — fögur æfilok einhvers hins mildasta vetrar; er dæmi eru til hjer á landi. Eangábvallasýslu (Landi) 91: Herra ritstjóri! i 6. tölubl. ísafoldar er brjef- kafli, ritaður hjeðan úr Landsveit 3. janúar, þar sem farið er nokkrum orðum um mig. Af því að þar er að mun vikið trá hinu rjetta, vil jeg biðja yður að taka þessa leiðrjetting í blað yð- ar, bæði vegna sannleikans sjálfs, og hins, að vinir mínir og kunningjar, sem fjær eru og eigi þekkja til, tái og að vita hið sanna. í áminnztum brjefkafla er sagt, að „sóknar- menn hafi gjört mjer svo hægt fyrir, sem unnt var, að geta lifað mjer sem kostnaðarminnst í fyrra vetur, og að vorinu að koma undir mig dálitlum búfótum í Skarði“. Hjer á að eins einn maður hlut að máli, herra oddviti Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi, þar sem jeg dval-di um veturinn, því að hann ljet mjer alla veru mína þar í tje með mjög vægu verði. En að öllum sóknarbændum öðrum undanskildum og alveg ólöstuðum hefir enginn þeirra „gjört mjer hægt fyrir“ öðruvísi en þannig, að þeir hafa flestir, sem það hafa getað, borgað mjer lögákveðnar tokjur, enda hefi jeg aldrei ætlazt til meira, og áminnzt orð greinarhöfundarins geta því eigi átt við ann- að en þetta. þeir, sem eigi þekkja til, geta og enn fremur ætlað, að söknarmenn hafl útvegað mjer jörðina Skarð til ábúðar; en það var alls ekki svo, held- ur var hún boðin mjer af hlutaðeigendum vegna þess, að þeir gátu ekki sjálfir komið sjer saman um, hver þeirra skyldi hafa jörðina, og buðu mjer hana því út úr vandræðum fyrir tvær jarðir aðr- ar, sem jeg átti ráð á. Af þessu er auðsætt, að sóknarmenn yfir höfuð áttu engan hlut að því, að jeg fjekk þessa jörð, sem greinarhöf. gjörir sjer svo mikið far um að lofa, heldur var það blátt áfram samkomulag einstakra manna við mig, alveg laust við sóknarbændur. þar sem frjettaritarinn í niðurlagi brjefkaflans viðhefir dylgjur um „áhrif þau til góðs, er vænta mætti að jeg hefði með eptirdæmi mínu“, þá vil jeg gefa brjefrit. það heilræði, að reyna til að vera framvegis nokkuð hreinskilnari í orðum sinum; því að undirferli og tvöfeldni sitja aldrei vel á neinum, og sízt er menn vilja koma fram opinberlega. \. Ef svo er, að brjefrit. getur ekki fundið, að jeg með veru minni hjer í l'/s ár hafi haft nein áhrif til góðs, og verði jeg þess vís, að sú sje ætlun flestra sóknarbænda—sem jeg þó alls eigi hefi orðíð var við hjá neinum—, þá mun jeg sann- arlega eigi lengi standa þeim í vegi fyrir öðrum, er hafi á þá „þau áhrif til góðs“, sem hafa eigi enn þá getað fundizt hjá mjer Skarði á Landi, 16. marz 1891. Einar Thorlacius. Aflabrögð- Neta-afli þrotinn hjer við flóann, svo lítill sera hann var. Reytingur á færi, sárlítill þó í syðri veiðistöðunum, og enn dauft fremur hjer á Tnn-nesjum: í fyrra dag, fyrsta daginn, sem almennt varð vart, 2—16 í hlut af þorski, en í gær miklu minna aptur, 1—5 í hlut, en sumir komust ekki að skiptum. jpilskip segja menn muni fiska mikið vel, fyrir utan fiskileitir á opnum skipum. Strandferðaskipið >Thyra«. kap*- Hovgaard, lagði af stað hjeðan í nótt vest- ur fyrir land og norður áleiðis til Khafnar, með mjög lítinn flutning, en strjáling af farþegum á 2. káetu. Hitt og þetta. Að brenna lík. Víða hafa menn inikinn ýmugust á því, að brenna lík, jafn- vel þótt hver skynsamur maður sjái og játi, að það er að eins tímalengdarmunur á því, hvort líkaminn er heldur látinn rotna (þ. e. eyðast) í eldi eða mold, en mikill kostnað- ur og margt óhagræði að greptrunum, þar á meðal sótthætta af líkum í jörðu þarsem þjettbýlt er eða neyzluvatn nærri kirkju- görðum.—Frönskum blaðamanni hugkvæmd- ist í vetur, að spyrja ýmsa helztu rithöfunda meðal landa ainna, hvort þeir vildu heldur láta brenna sig eða jarða þegar þeir væru dauðir.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.