Ísafold - 20.05.1891, Síða 1

Ísafold - 20.05.1891, Síða 1
íCemur át a iniðvikudöguai og# laugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr,; erlendis 5 ki Botgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sU til átgefanda fjrrir I.okt. A í- greiðslust. i Austurstrœti é>. XVIII. 40. Sjáið flotann frá fjarlægu landi! Hann á framfaraþjóð.—Horfið á! Lands vors smábátar sitja’ uppi’ í sandi, Frakkar sigla’ um úthöfin blá. Skipakost engan þjer enn hafið sjálfir Og einmitt af því eru bjargráð fá— þ>jer fiskimanna flotann á Horfið vílandi, veilir og hálfir! Heill yður horfin er? Hví, landar ! sofið þjer? Frain ! sýnið kjark og krapt og dáð, Jpá koma bjargarráð. Búa ættlerar Ingólfs í landi ? Hvað er orðið af kynstórri þjóð ? Hvar er fornmanna framsóknarandi ? Hvar er feðranna konungablóð ? Erlendir menn loka útfjarðarmynni Og auðæfi hafs renna' í þeirra sjóð, En ráðlaus hýmir þessi þjóð, Hún þorir hvergi—þeir svelta’ hana inni. Heill yður horfin er? Hví, landar ! sofið þjer ? Fram ! sýnið krapt og kjark og dáð, J?á koma bjargarráð! Hvar er framförin ? Iágsigldu landar ! Út úr landsteinum kemst hún ei enn ! Skammt' frá útnesjum ættjarðarstrandar Taka auðæfin frakkneskir menn. — Vjer látum björgina ganga’ oss úr greipum, |>eir grípa’ hana frá oss, vjer horfum á ! Fram ! landar! keppizt þjer við þá ! Fram sem þeir gnoðum haffæruin hleypum! Leið yður lokuð er. Fram ! landar ! vaknið þjer ! Fram ! sýnið krapt og kjark og dáð, þá koma bjargarráð. Bjaeni Jónsson. Hvað á alþingi að gjöra í alþýðu- menntamálinu ? Allir þeir, sem eitthvað hugsa um gagn og nauðsynjar lands vors, hljóta að leggja fyrir sig þessa spurningu og svara henni hver á sinn hátt; því að ekki megum vjer ætla, að löggjafarþing landsins geti látið sig engu skipta slíkt nauðsynjamál þjóðarinnar; enda hefir það sýnt sig á undanfarandi þing- um, og einkum á síðasta þingi, að þingið hefir þó hugsað um þetta mál, og álitið það köllun sína, að taka það mál til íhugunar og umræðu, enda þótt vjer ekki getum hrós- að happi yfir góðum ávöxtum af lofsverðri viðleitni þingsins í þessu máli. En þetta, að þingið hefir raunar lítið sem ekkert afrekað í alþýðumenntamálinu, virð- ist mjer vera sprottið af því, að það ekki vissi, hvað gera skyldi til þess að hrinda Reykjavík, miðvikudaginn 20. maí. því í viðunanlegra horf eða varð ósátt um það. Og þar eð þetta, miklu fremur en áhuga- leysi þingsins á málinu, virðist vera orsök þess, að ekkert hefir orðið úr því, er það undravert, hversu lítið, og næstum ekkert, hefir verið ritað í blöðin, síðan á síðasta þingi; og þessi þögn — hún er því undra- verðari, sem það er víst, að alþýðumennta- mólið er nú orðið eitt af mestu áhugamál- um þjóðarinnar, ef til vill meira en stjórn- arskrármálð sjálft. Að minnsta kosti er það svo, þar sem jeg þekki til, hjá öllum þeim hugsandi mönnum, sem jeg hef átt tal við hin síðustu missiri. Menn eru almennt farnir að kannast við það, að skilyrðið fyrir því, að frjálsleg stjórnarskipun geti orðið þjóðinni að fullum notum sje það, að al- þýðan fái viðunanlega uppfræðingu, og að menntunin þurfi því að ganga fyrir öllu öðru, eða að minnsta kosti jafnhliða öðrum mestu nauðsynjamálum þjóðarinnar. Jeg vona, að jeg þurfi ekki að tilgreina mörg rök fyrir því, að nauðsyn beri til, að ráða bót á menntunarskorti alþýðu; því að jeg ímynda mjer, að allir viðurkenni það, sem nokkuð þekkja til meðal alþýðunnar hjer á landi, allir sem vita, að engin mennta- stofnun er til í heilum sýslum og lands- fjórðungum, ekki svo mikið sem barnaskóli, og að allur þorri þjóðarinnar á því ekki kost á nokkurri fræðslu annari en þeirri, sem heimilin og prestarnir geta veitt; en upp- fræðsluskylda prestanna er, eins og menn vita, að eins bundin við lestur og kristin- dóm, enda mun þeim veitast fullerfitt flest- um að fullnægja þeirri skyldu sinni svo vel sem þyrfti ; og um heimilisfræðslu getur í rauninni ekki verið að ræða, þar sem fólk er upp alið í menntunarleysi, því ekki öðl- ast menn þekkingu fyrir það atvik, að þeir verða foreldrar eða húsbændur, og það er ekki ætlandi til, að neinn geti kennt það, sem hann hefir aldrei numið; nú hefir al- menningur ekki numið annað en lestur og kristindóm, og því geta heimilin heldur ekki kennt annað. J>að hlýtur öllum að vera ljóst, að á með- au ungmennafræðslan tekur ekki neinum stakkaskiptum, þá geta ekki orðið hálf not að þeim alþýðuskólum, sem þegar eru stofn- aðir (jeg á við gagnfræðaskólana í Flens- borg og á Möðruvöllum, búnaðarskólana, kvennaskólana og sjómannaskólann), því að allur fjöldinn fær aldrei svo mikla fræðslu, að hann geti notað þá, og margir af þeim, sem ganga á þessa skóla, eru á þeim sjer til lítis gagns, einmitt af því, að þá skorti þá undirbúningsfræðslu, sem þarf til að geta lært það sem þar er kennt, og allir þessir skólar verða því meðfram nokkurs konar barnaskólar fyrir fullorðið fólk. jþetta er ein af mörgum ástæðum, sem færa mætti fyrir því, að oss sje nauðsyn á meiri og al- 1891 mennari ungmennafræðslu en kostur hefir verið á hingað til; en af því að jeg ímynda mjer, að flestir eða allir viðurkenni þörfina á henni, skal jeg ekki þreyta lesendurna á því, að telja fleiri ástæður fyrir henni, en snúa mjer að því, sem er tilgangurinn með línum þessum, að benda á það, hvað jeg álít að alþingi eigi að gera og geti gert til þess að bæta lir þessari þörf, og hrinda al- þýðumenntamáliuu í betra og viðunanlegra horf. f>að er sannfæring mín — og jeg veit, að jeg stend ekki einn uppi með þá skoðun — að eina leiðin til þess, að ráða bót á mennt- unarskorti alþýðu, sje það, að koma á fót unglingaskólum til sveita svo víða, að allir unglingar á landinu geti átt kost á, að njóta þar uppfræðingar um lengri eða skemmri tíma. þingið ætti því að stuðla til þess, að slíkir skólar kæmust á fót, og það getur það gert með því, að heita unglingaskólum, sem stofn- aðir yrðu til sveita, talsverðum árlegum styrk úr landssjóði. En auðvitað yrði þingið jafnframt að setja reglur fyrir því, hvernig skólarnir skuli vera, til þess að geta öðlast slíkan styrk, hvað að sjálfsögðu skuli vera kennt á þeim, og hversu mikinn styrk þeir verði að fá annarsstaðar frá — frá sveitar- eða sýslufjelögum þeim, er stofna þá — til þess að geta fengið ákveðna upphæð úr landssjóði. Og þessar reglur fyrir því, hvernig skól- arnir skuli vera, til þess að geta notið styrks úr landssjóði, þurfa að vera þannig lagaðar, að vissa sje fyrir því, að þeir verði að veru- legum notum, því annars er við því búið, að menn tyldri upp skólanefnu á annari hvorri þúfu að eins til þess að krækja í fá- einar krónur af styrknum, en um sönn not af skólunum yrði sjálfsagt minna hugsað hjá almenningi fyrst í stað. f>að er hætt við, að eins færi með þá og búnaðarfjelagsnefnurnar, sem nú þjóta upp árlega í hverri sveit, eins og gorkúlur í túni, víða að eins í þeim lofsverða(l) tilgangi, að ná í dálítið af hinum fyrirheitna landssjóðs- styrk. En það er illt til þess að vita, að lands- sjóður skuli styrkja eða verðlauna þau fyrir- tæki, sem miða til lítilla eða alls eugra framfara, eins og t. a. m. umgangskennsl- una. það vill nú reyndar til, að það er lítið fje, sem varið er til þeirrar kennslu, en það ætti ekkert að vera, því að það er sannar- lega ekki verðlaunavert, þó menn haldi ein- hvern mann, sem opt ekki kann neitt nema að skrifa (búa til laglega stafi), og máske 4 species, til þess að segja til krökkum sín- um, þetta 1 viku til mánuð á bœ. Ef þingið því tæki þá stefnu, að styrkja ungmennaskóla í sveitum, þá ríður því um fram allt á að búa svo um, að þeir geti

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.