Ísafold - 03.06.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.06.1891, Blaðsíða 3
173 að stöku maður gjöri, en ólíklegt er, að ðómnefndin fari eingöngu eptir kjötinu. Auðvitað eru heimasýningar hentastar eptir því sem til hagar hjer hjá oss, og mætti hugsa sjer þær þannig, að um miðjan vetur Væri skoðað í hverjum hreppi á þeim bæj- nm, sem þess óskuðu, og síðan, er búið væri að skoða og benda á hina beztu bæi í því tilliti í hverri sveit, að þá seinna á útmánuðunum væri skoðað af yfirdómnefnd í allri sýslunni á þeim bæjum, sem hreppa- dómnefndin álítur bezta. |>etta er auðvit- að nokkuð umstangsmikid, en þá gæti þó fleira orðið tekið til greina en á almennum sýningum, svo sem öll fjenaðarhirðing yfir höfuð, heybyrgðir o. s. frv. Ekki má maður ætla, að fulltrúar sýsl- unnar (sýslunefndin) hafi kosið aðra en þá í dómnefnd, er bezt voru til þess fallnir í sýslunni; en þó virðist ekkert á móti því, að einhver þeirra hefði verið vanari fjenað- arverzlun við erlenda menn en þeir eru, því líklegt er að þeir menn viti helzt, hvaða sköpulags útlendingar helzt óska á skepnum. Eins virðist ekkert á móti því, að dóm- nefndin eður einhver í henni hefði þekkt ögn til skapnaðar alidýra vorra, svona hið almenna, og hlutföllin milli hinna einstöku parta skepnunnar. En hvað sem þessu líð- ur, er vonandi, að þessi byrjun komi að til- ætluðum notum«. Fagnaðarminning þess, að Páll Melsteð sögukennari hefir haft kennarastörf við latínuskólann um fjórðung aldar (25 ár), hjeldu skólapiltar 30. f. m. með þeim hætti, að þeir færðu honum að gjöf vandað gullúr með fangamarki hans og ártali og fluttu honum kvæði, eptir skólapilt (þorst. Y. Gíslason), og er þettað eitt erindið : En móðurlancUins mögum {>ín minnast verður kært, Svo lengi sem af sögum Hið sanna verður lært. f>ú stöðugt fólk þitt fræddir Um forn verk bæði’ og ný, Og góðar menntir glæddir Og gazt þjer frægð með því. Bæjarmenn flögguðu til hátíðarbrigðis og heimsóttu margir, æðri sem lægri, hinn aldraða, ástsæla fræðimann og ritsnilling, í samfagnaðar skyni, en hann er enn ern og ungur í anda, þótt kominn sje undir átt- rætt. Norskt gufuskip, »Thor«, 200 smálest- ir, skipstj. Helgesen, kom fyrir nokkru til Akraness og Borgarness, frá stórkaupm. Lange í Bergen, með eitthvað af vörum á þá staði, og fekk komið af sjer Borgarness- farminum eptir 3 atrennur —þar flaut svo illa að—; kom síðan hingað á sunnudaginn og hirti hjer vörurnar úr gufuskipinu »Anna« og nokkuð af kolum úr því í Gufunesi, þar sem það liggur í lamasessi; hjelt síðan af stað í morgun til Norvegs aptur. Jarðaríör dr- Pjeturs biskups fer fram í dag, eins og til stóð. Mikið fjöl- menni, margt presta úr nærsýslunum, nema austan yfir fjall, því þar var síra Jón Stein- grímsson jarðaður í gær í Gaulverjabæ. Búðir lokaðar kl. 10—4. Mannslát. Síra Bergur f. próf. Jónsson, prestur í Vallanesi, andaðist 7. f. m. Hann var fæddur 4. júlí 1825 að Hofi í Alptafirði, sonur Jóns prests þar Bergssonar og Bósu Brynjólfsdóttur, er síðar varð kona síra Bjarna Sveinssonar á Stafafelli, en þeirra son er síra Jón Bjarnason í Winnipeg. Síra Bergur heitinn kom í Bessastaðaskóla 1843, útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1849, af prestaskólanum 1851 og var veitt Bjarna- nes 29. okt. 1852, en vígður þangað 8. maí 1853, fekk As í Eellum 1874 og Vallanes 1878; var prófastur í Suður-Múlasýslu nokkur ár. Hann var talinn með merkis- prestum landsins. Söfnunarsjóðurinn. Vöxtum af skuldabrjefum söfnunarsjóðsins, er greiðast eiga 11. þ. m., tekur fjehirðir hans, hr. M. Hansen, á móti í barnaskóla- húsinu nefndan dag kl. 5—6 e. m. O. S. Endresen selur timbur. Uppboðsauglýsing. Miðvikudagana. 17. þ. m., 1. og 15. júlí ncestkomandi verður, samkvæmt lögum 16. desbr. 1885 með hliðsjón af opnu brjeji 22. apríl 1817, ogað undangengnu lögtaki 27. jebr. p. á., hús þðrarins þórannssonar á Frostastöðum í Skugga- hverfi boðið upp og selt hœstbjóðanda við opinber uppboð, sem haldin verða tvo hina fyrstnefndu daga á skrifstofu bæj- arfógetans og siðasta daginn í húsinu sjálfu, til lúkningar ógreiddu brunabóta- gjaldi til hinna dönsku kaupstaða og á- föllnum kostnaði. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi alla dagana og verða söluskil- málar til sýmis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 2. júní 1891. Halldór Daníelsson. Eptir ákvörðun sýslunefndarinnar verða markaðir haldnir í haust í Dalasýslu mánudaginn 28. sept. í Kiðólfsrjett, priðjudaginn 29. sept. í Skerðingsstaða- rjett, miðvikudaginn 30. sept. á þorbergs- stöðum, og jimmtudaginn 1. okt. í Fells- endarjett, kl. 11 f. h. Skrifstofu Dalasýslu 30. apríl 1891. Björn Bjarnarson. Mjer hefur verið falið á hendur að auglýsa, að pað sje almennur vilji bænda í Dalasýslu, að fjárkaupmenn, er kaupi fje á mörkuðum sýslunnar í haust, borgi fjeð strax með peningum út í hönd og hafi ábyrgð á pví, frá pví að kaupunum er lukið. Skrifstofu Dalasýslu 30. apríl 1811. Björn Bjarnarson. IiEGSTEINAR. vandaðir og með mjög vægu verði fást ef pantaðir eru hjá steinsmið ólafi. Sigurðssyni í Reykjavík. 108 sínum. Staðfestist Björn syðra og varð tvíkvæntur. Katrín hjet síðari kona hans, og er fólk frá þeim komið. Nú er að segja frá jporsteini, að hann hugði fast á að ná kistum Geirmundar. Hann fekk sjer stöng afarlanga, sumir segja 9 álna, og óð út í kelduna og kannaði hana með stöng- inni. Kvaðst hann hafa fundið gjörla fyrir kistunum. Hann ætlaði að skera fram keldana og moka sem mest úr henni bleytuna, en Magnús sýslumaður Ketilsson, er þá bjó í Búð- ardal, taldi hann fastlega af því; kvað honum mundi verða það að mesta slysi, því allröm væri forneskjan. Aræddi jpor- steinn þá eigi að halda áfram, og þótti sumum hann hafa orðið helzt til talhlýðinn. 14. kap. Frá þórði sterlca Erasmussyni. jpórður hjet maður og var Erasmusson. Hann bjó í Rifi undir Jökli. Hann var bróðir Jóus Erasmussonar, formanns þar í Rifinu, föður Jóns, sveins þess, er Jón Halldórsson stakk íneð þeim hætti, að sveinninn gægðist um öxl honum að hnýsast í brjef, það er Jón var að skrifa, þótt hann bannaði sveininum það, hafði þó jafnan verið honum eptirlátur að Sagt er. Varð Jóni það fyrir, að hann greip pennahníf sinn °g stakk upp fyrir sig; varð það sveinsins bani. Síðan var ^ön dæmdur frá lífi. Er mælt, að ritað væri út fyrir hann °g honum beðið lífs, en aptur væri spurt, hversu hníf þeim væri háttað, er hann veitti með sárið, og er það yrði bert, að hann væri oddbrotinn, fekkst eigi lífgjöfin. Jón var góður smiður, 0g er sagt að hann smíðaði sjálfur exi þá, er hann var fcöggvinn með. 105 11. kap. Getið barna Guðbrandar og afsprengis. jpað telur Jón á Grímsstöðum í annál sínum, að Guð- brandur dæi all-gamal, hátt á níunda tugi vetra, árið 1749, og þótti verið hafa göfugur maður og hið mesta mikilmenni; var hann grafinn að Helgafelli. Nú verða talin börn hans og Margrjetar konu hans þ>orláksdóttur: 1, |>orlákur í Bjarnar- höfn, er átti Margrjeti Guðmundsdóttur Asgeirssonar, þeirra börn voru Asgeir, er átti Margrjeti Einarsdóttur, og Guðrún er átti Odd Sveinsson í Geiradal; 2, Jón Guðbrandsson í Hrappsey átti Guðrúnu Eiríksdóttur, talinn barnlaus; 3, Jón Guðbrandsson yngri í Tanga, átti þóru Sigurðardóttur; 4, j>orsteinn á Skarði, er enn verður frá sagt; 5, Margrjet Guð- brandsdóttir átti Odd Arngrímsson að norðan, voru þeirra börn: a, Arngrímur í Olafsey, b, Guðbrandur á j>ingvöllum, c, Guðný Oddsdóttir, átti þorvald Jónsson á Dröngum á Skógarströnd, og var þeirra dóttir Katrín kona Sigurðar hreppstjóra á Núpi í Haukadal og Melum og síðast að Fjarðarhorui í Hrútafirði, voru þeirra synir Ólafur prófastur í Elatey, þorvaldur umboðsmaður og lögsagnari í Hrappsey og Matthías hreppstjóri Hrútfirðinga; 6, Margrjet yngri Guðbrandsdóttir átti Guðmund Jónsson úr Elliðaey og var hans fyrri kona, hana skorti vetur á 70, er hún ljezt, þeirra son Guðmundur var mállaus; 7, þórdís Guðbrandsdóttur, átti Bjarna Steinólfsson, hún dó 61 árs 1791, sama ár og Mar- grjet yDgri systir hennar, þau bjuggu í Skoreyjura, eitt þeirra barn Steinúlfur í Skoreyjum faðir Bjarna í Skoreyjum; 8, Guðrún Guðbrandsdóttir, átti Brand jporkelsson Tómassonar frá Hólum, þeirra dóttir Guðrún, átti Bjarna jporsteinsson

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.