Ísafold - 06.06.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.06.1891, Blaðsíða 2
176 smærri, sem sfcanda í skilum ár frá ári? f>að er auðvitað, að verðlaun eiga menn ekki skilin, þótt þeir efni það, sém þeir hafa lofað, eða reynist skilvísir. En hitt er líka víst, að t. d. kaupmaður græðir ekki á því, að eiga útistandandi mikið' af vaxta- lausu fje, eins og opt vill verða og þótt hann taki óbeinlínis vexti af því, með því að hækka verð útlendu vörunnar og fella innlendu vöruna í verði, þá eru skuld- irnar opt í svo óvissum skuldastöðum, að hann má gjöra ráð fyrir meiri og minni halla, og eigi allsjaldan missa þeir þær með öllu og fara svo sjálfir á höfuðið, þegar verst lætur. f>að mundi borga sig betur bæði fyrir kaupmanninn og viðskiptamenn hans, ef þeim væri einhver sómi sýndur, er stæði í skilum, en ekki hinurn, sem eru óskilvísir; þeir eiga það ekki skilið og það særir rjett- artilfinningu hinna, sem vilja vera menn, að sjá það ekki virt að neinu. Jeg hefi heyrt þá segja: »Vjer höfum staðið í skilum til þessa, af því að oss þykir skömm að svíkj- ast um það, en nú er hart í ári og vjer eigum óhægt með það; það gerir þá líklega ekki mikið til þó vjer sleppum því ‘að borga upp í topp' rjett núna; hann (kaupmaður- inn) tekur varla hart á því, þar sem allur þorri viðskiptamanna hans stendur ekki í skilum; og til hvers er að standa í skilum Og vanda vöru sína? f>ví er enginn gaum ur gefinn; hann virðir það ekkert við oss«. En svona gengur sagan, meðan óskilvís- inni er að lögum gjört svohátt undir höfði, eins og nú er, og meðan ekkert er gjört til að útrýma þeim hugsunarhætti fjöldans, að óskilvísin sje ósaknæm, hún »gjöri ekkert til*. Óskilvísin á víðar heima en milli kaup- manna og viðskiptamanna þeirra. Einu sinni seldi prestur hónda hest, seint á sumri, fyrir 45 krónur. Bóndi lofaði að borga honum hestinn fyrir næstu jól. En svo liðu jól og nýár og meiri hluti vetrar, að ekki kemur gjaldið frá bónda. Um páska- leytið kemur prestur að máli við hann og krefur hann skuldarinnar, segir hann hafa svikið sig. »Já«, segir bóndi, »það er satt, en jeg skal segja yður sögu: hestskrattinn drapst skömmu eptir að jeg keypti hann, og þá gat jeg ómögulega fengið af mjer að fara að borga yður hann, sízt svona mikið. f>jer viljið nú sjálfsagt ekki gefa mjer upp skuldina alla, þótt- svona slysalega tækist til; en jeg ætla að biðja yður að slá af honum 15 krónum, svo skal jeg undir eins borga yður hitt, og hjerna eru 15 krónur; hitt skal jeg borga yður, þegar jeg kem næst til kyrkju*. Prestur maldaði dálítið í móinn, en Ijet þó tilleiðast, því að bóndi sótti svo fast á að fá þetta. Skömmu síðar fjekk prestur að vita, hvern- ig í öllu Iá. Bóndi hafði selt hestinn, þegar hann var nýbúinn að kaupa hann, fyrir 50 krónur. Nú gaf prestur honum upp 15 krónur og þá var bóndi búinn að græða 20 krónur á kaupunum. En svo bætti hann því ofan á, að hann kom aldrei til kyrkju upp frá því, fór til Ameríku um sumarið, og svo var hann úr sögunni. Slíkar og þvílíkar sögur gjörast á þessari ..................... ......,1,1 svikseminnar og kæruleysisins öld. f>etta þykir sómi sumstaðar, af því, að það lýsi framúrskarandi kænleik, og ekki sízt þegar heldri maður eða hálaunaður á í hlut. f>eir eru eigi allfáir, sem eru þeirrar skoð- unar, að þeir, sem ríkir eru kallaðir, eigi engan rjett á fje sínu, hversu vel sem þeir eru að auði sínum komnir, og að það sje cerlegt að svíkja pá. Eins og svik geti verið ærleg! f>á fer nú flest að verða »ærlegt«. Álögin fornu er löngu úr lögum numin, eða fallin úr gildi fyrir eljanleysi þeirra og þrek- leysi, er rjett sinn áttu að verja og laganna skyldi gæta, en ölög komin í staðinn, þ. e. óþolandi rjettleysi þeirra, sem eru svo góðsamir að lána öðrum eða eiga eitthvað hjá þeim. Yeeax. Bjargráðamál. Út af nokkrum orðum í grein mínni um bjargráð, sem stóð í Isafold 11. f. m., hefir síra O. V. Gíslason ritað ýmsar greinir. f>að er þá fyrst í Isafold 18. f. m. andrík og guðfræðisleg grein, þar sem hann talar um, að »hinn mikli Apollyon muni rísa gegn bjargráðum frá þessum degi og fram á þing- tímann í sumar» (hvers vegna endilega fram á þingtímann ? eða þá hvers vegna ekki eins og fram yfir hann ?). En bjargráðamál eiga að sigra þennan Apollyon með kærleika, ef síra Ódds kæru vinir, sem hann ávarpar, vilja styðja bjargráðin. Hvernig hugsar síra O.V.G. sjer þessi bjargráð? Ef nokkurt björg- unarafl er í þeim, hugsaði jeg að þau ættu að styðja hans kæru vini, en þeir ekkibjarg- ráðin. Síra O. V. G. hefir litla björgun veitt bjargráðunum með þessari grein. f>á kemur önnur grein frá honum í ísaf. 22. f. m. f>ar segir hann, að jeg hljóti, »að finna og skilja, að »»bjargráð«« eru nú krafa tímans».— Nú! Eru ékki og hafa ekki bjargráð ætíð verið krafa tímans ? Eða held- ur síra O.V. G. að engin önnur bjargráð sjeu til nema guðsorð og lýsi ? Allt, sem maður starfar og gerir til þess að hafa ofan af fyrir sjer og til að efla með velferð sína, eru bjarg- ráð. f>að er því ekki fremur krafa þessa tíma, heldur en alls hins liðna og alls hins ókomna tíma, að menu leiti sjer bjargráða, o: ráða til þess að »bjarga sjer«, sem menn kalla. Guðsorð er bjargráð ekki fremur á sjó en landi. f>ví miður á jeg ekki skilið, að getið sje hinna góðu áhrifa, sem það hafi haft, að jeg í fyrra hafi farið að þvo fisk minn upp úr hreinum sjó; því að, aldrei þessu vant. kom jeg einmitt í fyrra öllum þeim fiski fyrir hjá öðrum, sem jeg hafði til verkunar. Fiskurinn getur einnig orðið fullt eins vel verkaður, þótt hann sje þveginn upp úr bát- um eða ílátum, eins og þótt hann sje verk- aður í flæðarmálinu. Eins og þess er að gæta, þegar fiskur er þveginn úr ílátum, að skipta nógu opt um sjóinn í þeim, eins verða menn að varast, þegar þvegið er í flæðar- málinu, að láta of mikið í sjóinn í einu ; jeg hef optar en einu sinni sjeð, að þessa hefir ekki verið nógsamlega gætt, svo að fiskurinn hefir afvatnazt, og þar af leiðandi aldrei fengið hinn rjetta lit, Síra O. V. G. ætlar svo að fara að »greiða úr misskilningi þeim«, sem honum virðist jeg reika í, þar sem jeg sagði í ísafold, að eng- inn yrði var við framkvæmdir bjargráða- nefnda hjer nærlendis, fremur en þótt engin bjargráðanefnd væri. Úrgreiðslan er þannig : »f>ar sem hann nú er að eins kunnugur við suðurhluta Faxaflóa, og af þeim hluta vill hann ekki ábyrgjast orð sín nema »*hjer nœrlendism, þá verð jeg að álíta, að hann eigi við svæðið frá Hvassahrauni að Voga- stapa, sem allir þekkja að er Vatnsleysu- strönd.— Orðin »»enginn verður var við«« o. s. frv. eiga því eingöngu við Vatnsleysu- strandarhrepp«. f>etta er nú ekki lítil úrgreiðsla ! Og rök- semdaleiðslan ! Af því að síra 0. V. G. verður að álita, þá er það. Með orðinu »nærlendis« meinti jeg og meina þá 4 hreppi: Bessastaða-, Garða-, Strandar- og Njarðvíkurhrepp. Jeg segi það enn, að bjargráðanefndir í þessum hreppum gera ekkert, sem slíkar, fremur en þótt eng- in slík væri; því þótt þrjár þeirra hafi hald- ið einn fund innan luktra dyra til þess að skipta niður milli sín og annara einhverju lítilræði af harla ómerkilegu og auðvirði- legu ensku prjónlesi, sem síra O. V. G. ein- hversstaðar hafði útvegað, þá getur slíkt lítið eflt bjargráð, hvorki til lands nje sjáv- ar, einkum þegar þess er gætt, að það voru lítil bjargráð í því fyrir hvern þann, sem eitthvað hlaut af því sfcássi. Jeg veit ekki, hvort bjargráðanefndin í Strandarhreppi hefir álitizt verðug til að gerast hluttakandi í því hnossi, og veit því ekki, hvort hún hefir fengið tækifæri til að halda fund. Kunn- ugir og trúverðugir menn úr Beykjavík hafa sagt mjer, að bjargráðanefndin þar ljeti lít- ið eptir sig liggja, og sama er mjer sagt úr Keflavík. I Isafold 13. febr. 1889 er brjef, sem síra O.V.G. segist hafa sent til bjargráðanefnda víðsvegar. Er þar í 10 greinum tekið fram ætlunarverk þeirra. Má jeg nú spyrja: hversu margar af þessum greinum hafa nú bjargráðanefndir hjer nærlendis uppfyllt ? Til þess að hrekja orð mín um aðgjörða- leysi bjargráðanefnda hjer nærlendis (sem síra O. V. G. sjálfur segir að eins nái til Strandarhrepps) veithann engin önnur bjarg- ráð en þau, að birta skýrslu bjargráðanefnd- ar í Borgarfjarðarsýslu ! (sjá Isafold 6.þ.m.). Sýni hann skýrslu bjargráðanefndanna hjer nœrlendis (hann veit nú hvað jeg meina með því orði). þær eru víst ekki svo langar, að þær taki mikið rúm upp. Um hinn mismunandi sjóndeildarhring minn og Lýðs nenni jeg ekki að vera að tala; þegar búið er að birta sannar skýrslur frá bjargráðanefndum hjer nærlendis, þá fær Lýður að sjá, hvort þessi »bjargráð síra O. V. Gíslasonar« sjeu almennt brúkuð hjer á suðurlandi. En til að sanna, að svo sje, segir síra O. V.G., að allir sjómenn hjer á suðurlandi biðji guð fyrir sjer, þegar þeir fari í fiskiróðra (gjöra þeir það aldrei endrarnær?), »og það er fyrst bjargráða þeirra, er jeg hef borið fram», segir síra O. V. G. Ekki dugar hon- um að skrifa sjer það til inntektar, því sá siður er miklu eldri en hann sjálfur. »Lýsið er í öðrum flokki bjargráða« (nr. 1 guðsorð, nr. 2 lýsi, nr. 3 — hvað?). Satt er það, að margir hjer í veiðistöðum hafa lýsi með sjer á sjóinn, en ekki eptir fyrirsögn síra 0. V. Gíslasonar; þannig veifc jeg engan mann hjer nær’endis hafa þessa>

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.