Ísafold - 06.06.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.06.1891, Blaðsíða 3
177 svonefndu týla*, og væru þeir þó skaðlausir; óróinn sjóvetlingur mundi raunar gera líkt gagn. En þá svonefndu bdrufleyga veit jeg ekki til að nokkur maður brúki framar; enda væru þeir fremur til banaráðs en bjargráðs. Síra O. Y. G. hefir mistekizt að skíra það verkfæri ; það er alls enginn fleygur, heldur keila. Síra O. V. G. segir í þjóðólfi 10. febr. 88, að nbárufleygur sje ómissandi! !« í ísafold 18. jan. 1888 er þessu verkfæri þannig lýst, að það sje fleygmyndaður kútur, sem er látinn fljóta í taug á sigurnagla á eptir skipinu. þetta á nú sjálfsagt að vera í undanhaldi. Er þá til ætlað, að lýsi vætli út um götin á breiða endanum á þessum »fleyg«. Nærri má nú geta, hvað skipið hafi gott af að draga þennan drösul. Komi nokkuð lýsi úr honum, þá lægir það að vísu sjóinn, eins og það gerir ætíð, en ekki fyrir skipið, sem dregur hann ; það hleypur undir eins frá lygnunni; í undanhaldi á lýsið að vera framan á skipinu, ekki aptan á því, og sízt fyrir aptan það; og jafnvel þó það sje haft framan á skipinu, þá hleypur skipið samt óðar fram úr lygnunni; þetta hef jeg sjeð sjálfur, og verið á skipi sem reynt hefir það. En svo hitt, að draga þennan kút á eptir sjer, sem fer alveg í kaf, þegar hart er siglt, getur orðið til þess, að skipið Iáti síður að stjórn, og er því sá svonefndi báru- fleygur ekki bjargráð til að »fækka skiptöp- um og frelsa líf« (jpjóðólfur 10. febr. 1888). |>að kom uppþot í menn fyrst að láta smíða þessa bárufleyga ; þeir kostuðu 3—4 kr., og varð þetta þannig talsvért peningatjón; nú sjást ekki aðrar menjar þeirra, en að í slíku skipi liggur gisinn keilumyndaður kútur, sem hefir gleymzt þar. Menn hafa hjer víða með sjer lýsi á al- gengum kút, þegar þeir róa, og er það gott og rjett, því að þótt örsjaldan komi fyrir, að menn helli úr kútnum, af því að lýsi verði ekki við komið til björgunar á siglingu nema í sjerstökustu tilfellum, þá geta þau tilfelli þó komið fyrir. En hvers vegna skýrir O. V. G. ekki al- menningi frá aðgjörðum bjargráðanefndar- innar í Grindavík ? |>ær eru víst ekki smá- ar, og ættu að vera öðrum bjargráðanefnd- um til uppörvunar, ef þær birtust á prenti! Hann er án efa formaður nefndarinnar ; þar er brim-veiðistaða og ærið verkasvið. J>ar hagar líka öllu vel til framkvæmda fyrir hann. Hann hittir á hverjum sunnu- og helgidegi sín kæru sóknarbörn ; á stólnum getur hann talað um fyrsta flokks bjarg- ráðið, og eptir messuna annars flokks bjarg- ráðið, o. s. frv. Ekki meira í þetta sinn. Hafnarfirði, 30. maf 1891. p. Egilsson. Jarðarför dr- Pjeturs biskups- Utförin, 3. þ. m., biskupsvígludag hins fram- liðna fyrir 25 árum, byrjaði áhúskveðju, er lector síra H. Hálfdánarson flutti. Ept-ir það báru kennarar við hinar æðri mennta- stofnanir landsins líkið út og áleiðis til kirkjunnar. En í broddi fylkingar gekk hornleikaraflokkur og bljes sorgarlag; þá stúdentar frá prestaskóla og læknaskóla ^eð fána sinn, og þá lærisveinar latínu- skólann með sinn fána. Inn kirkjugólf l’úru líkið hinir helztu embættismenn. Kór °g prjedikunarstóll var allt tjaldað svörtu °8 prýtt inikilli ljósamergð; það hafði bæj- arstjórnin Iátið gjöra. Kistan var alþakin blómsveigum og var sá mestur, er kenn- endur prestaskólans ásamt f. lector S. Melsteð höfðu sent. I kirkjunni talaði fyrst biskup Hallgrímur Sveinsson, þá prófastur síra þórarinn Böðvarsson og loks dómkirkjuprestur síra Jóhann þor- kelsson. Út úr kirkjunni báru líkið prest- ar hempuklæddir, en síðan stúdentar og skólapiltar mest út að kirkjugarði, en frá sáluhliði að gröfinni aptur tómir prestar. Við gröfina flutti síra O. V. Gíslason ræðu, og loks mælti próf. f>. Böðvarson fáein orð áður en hann kastað rekum á líkið. Líkfylgdin mun hafa verið hin fjölmenn- asta hjer í bæ önnur en Jóns Sigurðsson- ar forseta og þeirra hjóna, og voru þar á meðal 17 prestvígðir menn. Veður var blítt og fagurt. MANNALÁT. Nýlega dánar tvær systur hjer i bænum, Oróa Magnúsdóttir, 9. f. na., Margrjet Magnúsdóttir, 81. s. m., dætur hins þjóðkunna merkismanns Magnúsar Jónssonar dbrms. í Bráð- ræði og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur (Hjalta- lin). Gróa var fædd 14. nóv. 1844, og Margrjet 22. apríl 1839, báðar i Austur-Hlíð í Biskupstung- um, ólust þar upp hjá foreldrum sínum og fiutt ust með þeim vorið 1861 hingað suður að Bráð- ræði. Gróa giftist árið 1871 Kristni bónda Ól- afssyni á Steinum og eignaðist með honum 4 börn; af þeim lifa 3. Margrjet giptist árið 1863 Mag- núsi Magnússyni frá Bakka á Vatnsleysuströnd, eignaðist með honum 7 börn, af þeirn lifa 3. „þær voru báðar tápmiklar, trúræknar og hreinskilnar, ljetu eigi bugast þótt heilsuleysi og andstreymi lífsins legðist opt þungt á þær.„ Hinn 30. f. m. andaðist enn fremur ein háöldr- uð sómakona hjer í bæ, Ása Michaelsdóttir, í Sölv- hól, móðir þeirra Sölvhólsbræðra, hálf-áttræð. Óþokkaskapurinn. I N.-sveit var fyrir nokkru svo mikið kapp um kosningar, að allir kosningarbærir komust á lopt, Jafnvel sum kvennþjóðin, sú sem ekki hafði kosn- ingarrjett, — sumt af þeirri vanalega afskipalitlu kyn- slóð um kosniugar varð allt á iði um sveitina, eink- um hinar yngri og ógiptu. Sumar tóku að sögn að heita á Strandarkirkju og fátæka, aðrar að fórna og biðja sfnu málefni til sigurs og hamingju, sjálfsagt hugsandi, að gott væri að gjöra vel og hitta sjálfa sig fyrir. En þegar kosningar voru afstaðnar, var þó allt komið f nokkurn veginn samt lag. Minni- hlutamenn, þó margir væri, sættu sig við nauðsynina og álitu þetta afgjört mál. En svo varð það dæma- fáa tilfelli, að þeir sem sínum vilja komu fram, komu níóbrag á gang, og breiddu hann út bæði á kiikjufundum, f samsætum og vfðar, um þá sem lægri hlutann báru, og ýmsa aðra heiðvirða utansveitar- menn, sem engan þátt höfðu tekið í kosningum þessum, nndirbúning eða úrslitum þeirra, og engin skiiur, hvers vegna nfddir eru. Nið þetta er að vísu einhver hin vesalmannlegasta leirburðarvella, sem jafnt sýnir klaufaskap og illgirni, en bftur engan. En hvað um það : viljann og tilganginn er að virða. Nfð þetta er eignað þokkapilti einum, sem f sveit- ina flæktist fyrir nokkru sfðan, og er jafn-vinsæll og uppbyggilegur nú eins og annarsstaðar, þar sem hann hefir verið. Hann hyggst að likindum að ávinna sjer nafn með þessu, og þaá hefir hann lfka gjört, sjilfs- álitið mun eigi tiltakanlega lítið, en fremur fokið í skjól um mannvirðingar og vinsældir. En fiægðin fyrir þetta mun verða að álika eins og frægð sund- kennara, sem með klaufaskap sinum eða hirðuleysi kæfði lærisveinana í sundpollinum, eða blaðstjóra fyrir að biðja fyrirgefningar á ódtáttar-munnsöfnuð strax i fyrsta blaðkrýlinu, legði svo niður rófuna og labaði hokinn frá blaðamennskunni, eða búfræðings fyrir að vera mikill í munni, en svo Htill i framkvæmd, að galsamenn kölluðu hann bú spillir eða búslæping, eða mælskukennara, sem þætt- ist ætla að ala upp alþingismenn, og hjölsaði svo fáeina græningja á fund til að lofa og vegsama sjervizku sina og mont. Bágt er, ef nfð þetta sundr- ar andlegum og veraldlegum fjelagsskap sveitarinn- ar, og gæti það verið áminning fyrir önnur sveitar- fjelög, að láta ekki stráklynd pukurmenni eða flá- ráða skuggagríma tæla sig til bersýnilegrar óhæfu eða óþokkaskapar.—Eptir »Ölafþorke Igíslan. Leiðarvísir ísafoldar. 754. Hreppsnefnd sendir konu mína og börn (2) til Ameríku án mins vilja og vitundar, af þeirri ástæðu, að henni hafði verið lagt af sveit lítils háttar meðan jeg var að stunda atvinnu í öðrum landsfjórðungi mjer og minum til fram- færis, og hafði sent þegar á 1 missiri hjer um bil 100 kr. til styrktar konu minni og börnum, og heitið þar með að greiða sveitarskuldina og annast fólk mitt sjálfur framvegis, enda átti jeg hægt með að efna það, með því mjer heppnaðist mikið vel viðleitni mín að bjarga mjer, og hef jeg í höndum skriflega viðurkenningu fyrir pen- ingasendingunni m. m. frá einum helzta manni í hreppsnefndinni, sem þá var. Var þetta rjett og löglegt tiltæki af nefndinni ? Sv.: Nei, bæði siðferðislega rangt og ólöglegt í alla staði. 755. Eru húsmenn undanþegnir gjaldi til styrktarsjóðs handa alþýðufólki ? Sv.: Já. 756. Sje svo, er það þá eins, þótt þeir meíri eða minni hluta ársins vinni sem daglaunamenn á ýmsum stöðum, og sjeu þannig að nokkru leyti eins og lausamenn ? Sv.: Já. 757. Eptir hverju á að aðgreina húsmenn eða þurrabúðarmenn og lausamenn ? Sv. : Húsmenn hafa heimili forstöðu að veita, lausamenn eru einhleypir. 758. Hvenær á árinu verður maður að hafa fyllt hið 20. aldursár sitt, til þess, að geta talizt gjaldskyldur það ár til alþýðustyrktarsjóðsins, og hvenær hið 60. ár, til að verða gjaldfri ? Sv.: Áður en það vistarár byrjaði, er gjaldið er miðað við. 759. Jeg bý f þjettbýli og eiga þrjár jarðir óskipt beitiland saman. Nú er einn bóndinu svo heimaríkur, að hann tekur hross mín ný-sloppin úr brúkun og stundum í hapti og rekur þau ríðandi með hundum eða skipar það óhlutvönd- um unglingum sínum og eru þau stundum rekin alveg úr landareigninni og í annara land. Ber mjer að þola þetta eða hvernig get jeg náð rjetti mínum ? Sv.: Spyrjandi er ólögum beittur og ekki önnur ráð en að lögsækja hinn heimaríka ná- búa sinn. 760. Hver ber ábyrgð á því, ef íslenzk þilskip eru látin fara til fiskiveiða án þess að farið hafi verið eptir hinum nýjum farmannalögum um skrásetning skipshafnar m. m. ? Sv.: Skipstjóri, sjá 13. gr., 20. gr. o. fl. 761. Er jeg skyldur að fleygja, þ. e. hagnýta ekki, dauðan æðarfugl, er hefur fest sig í neti, er jeg hefi lagt i þara fyrir hrognkelsi, og það þótt bjargarlaust sje heimili mitt? Sv.: Já, að viðlagðri 10—100 kr. sekt. LEGSTEINAR vandaðir og með mjög vægu verði fást ef pantaðir eru hjá steinsmið ólafi Sigurðssyni í Reykjavík. Skrifstofa fyrir almenning 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.