Ísafold - 13.06.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.06.1891, Blaðsíða 2
186 Þýzkaland. Eíkisþinginu slitið 8. maí til nóvember. Af markverðum nýmælum, sem fram hafa gengið, má nefna þau, sem varða verkmannastjettina og atvinnuhagina. Stórmikil framlög veitt til eflingar hins þýzka flota. Vilhjálmur keisari lætur sjaldan langt ferða á milli. Nýlega hefir hann lagt leið- ina til Diisseldorf, Köllnar og Bonn. Al- staðar gefið mælskunni tauminn—en veit, að þar er »dýrt drottins orðið«, er hann talar; alstaðar minnt menn á sem fyr, að halda sjer vel saman í öllum málum, vera sem bezt búnir við illum aðköstum, halda upp hermannsmóðnum þýzka og fylgja sjer ör- uggt þegar til kæmi. Hann hefir enn ekki litla tortryggð á ráðum Bismarcks, og í Dusseldorf á hann að hafa látið sjer það orðaskeyti fljúga um varir, sem skörungn- um mundi ætlað, og því ekki hermt nema í einstöku blöðum. |>að á að hafa svo hljóðað: »Einn er drottinn í landi voru, og það er jeg. I þeim sessi þoli jeg engan annan mjer samsíðis*. I Bonn hefir keis- arinn verið við háskólanám í tvö ár. þar var haldið stúdentagildi honum til heiðurs, og sat hann þar í stúdentabúningi og stýrði drykkjunni. Ekki var trútt um, að suma furðaði, er hann hjelt því bezt á lopti í ræðu sinni, sem margir mundu nú kalla villigaltarbrag stúdentalífsins, t. d. einvígi þeirra og ýms oflætisbrögð, þó slíkt þætti sæma í fyrri daga. Látinn er að segja Hélmuth v. Moltke, greifa, hinn mikla herforingja þjóðverja og sigurhetju. Dauða hans bar nokkuð óvart að, 24. apríl að kveldi, nokkru eptir nátt- mál, en hann hafði þann dag verið á þingi (í herradeildinni), og komið heim til sín um miðaptansleyti, og kenudi hann sjer þá engra meina. Hann borðaði sem að venju, sett- ist síðan að vistborði, en litlu síðar varð honum flökult. Ætlaði hann þá að ganga til sængur sinnar, en aðsvifin að hjartanu urðu svo bráð, að hann hnje örendur í stól . sinn. Flestum lesenda þessa blaðs mun nokkuð um þenna mann kunnugt, en hjer yrði oflangt að rekja lífsferil hans til nokk- urrar hlítar. Hann er borinn í Mecklen- borg 26. okt. 1800, lærði hermennsku eða fyrirliðanám í herskóla Dana, en er honum þótti seint ganga upp metorðastigin í hern- um, fór hann (1822) til þýzkalands og gekk í þjónustu Prússakonungs. Eptir fjögra ára nám í herskólanum í Berlín hjelt hann til Tyrklands og Litlu-Asíu, kannaði þar lönd og vígstöðvar, var fremstur í ráðum um varnarvirki Tyrkja, og sýndi í öllu, hveraf- bragðs- og afburðamaður hann var. Hann var fámæltur jafnast, og þau orð eru höfð eptir hermálaráðherra soldáns um hann og franska foringja, sem honum voru þar sam- tíða: »f>eir hjala ósköpin öll, er koma í litlar þarfir; honum verður fátt að orði, en því meira ágengt«. Stórvirkin heima voru undir búin, er hann fekk forstöðu fyrir hers- höfðingjaráði Prússakonungs, 1857, en byrj- uðu við herförina til Danmerkur, og náðu höfuðframa sínum í viðureignunum við Austurríki (1866) og Frakkland (1870—71). Frakkland. þaðan fátt nýnæmislegt að segja, og því fæstum orðum til að verja. Við róstum búizt 1. maí hjer sem víðar, og þær urðu nokkrar bæði í Lyon og víðar, en drógu til líftjóns og áverka á nokkrum mönnum í bæ við náma, er Fourmiers heitir (í Norfylki); 9 manns hlutu bana en 20 urðu særðir fyrir atgönguskeytum hermannanna. Stjórninni átölur veittar á þinginu, en hún kvað fulla nauðsyn til hafa borið. Seinna hefir hún veitt allríflega fje þeim til fram- færis og bótagjald, er hjer misstu fram- færslumenn sína. A þinginu lengst þrefað um verzlunarhagi Frakklands og tollmál. Upp á síðkastið unnu tollaóvinir töluverðan bilbug á hinum. Italía- Hinn 1. maí urðu í Eóm stríðar viðureignir með verkmannalýðnum og lög- gæzluliðinu, er verkmenn ljetu ginnast til háværis af óstjórnarmönnum. Hjer höfðu 9 menn bana, en fjöldi lemstraðis. Út af því miklar hríðir á þinginu, sem lauk með sigri stjórnarinnar. Af hófafjelaginu, sem getið var um í seinust frjettum, eru um 75 dæmdir til varðhaldsvinnu, 15 ára þeir sem verst hafa fyrir sjer gert. — Um ágreininginn við Bandaríkin, sjá þeirra grein. I Eómaborg kviknaði 23. apríl í stór- miklum púðurbirgðum eða hálfri miljón punda. Af þessu hlutust mikil spell, en sár og örkuml fengu hátt á þriðja hundrað manna; 65 með voðalegasta móti. Belgía- Geigvænleg verkafallasamtök byrjuð í fyrra hluta maímánaðar um allt land, en við allt þá hætt, er verkmenn heyrðu að nefnd þingsins hefði fallizt á umbætur kosningalaganna, og gert það lík- legt, að rífkað yrði meir um sum atriði, en frumvarp stjórnariunar fer fram á. SvÍSS. Hinn 18. maí var nýr háskóli vígður í Lausanne í Waadtfylki með veg- legri hátíð og mikilli tilsókn lærðra manna og stúdenta frá öðrum löndum, einkum frá Frakklandi; en franskan er tunga fylkisins ög þykir þar fullfagurt láta. Portúgal. Eíkishagirnir hinir bágborn- ustu í alla staði, er ríkisskuldirnar hafa vaxið í 5—6 ár um hjer um bil 42J miljón franka á ári. Um þessar mundir hafa pen- ingavandræðin leitt af sjer óróa um allt land, og stundum legið við uppreisn. Sein- ustu frjettir segja, að bjargræði (ný lán ?) sje fundin til bráðabirgða. Báðaneyti Zouzu greifa sagði af sjer, það er lengi Ijet heldur stælingslega móti Englendingum, en hið nýja ráðaneyti mun sjá þar sitt bezta úrræði, að vingast við þá og ná skaplegum kostum með undanlátssemi í Afríku. Frá Dunárlöndum. Frá Serbíu að segja frá útrekstri Natalíu drottningar, því óneydd vildi hún ekki á burtu verða. En þetta varð að meiru en helgispellum, á annan í hvítasunnu, er stúdentarnir og bæjarlýðurinn tálmuðu burtfærslunni og báru hana aptur til hallarinnar. þ>essu fylgdi vopnaviðureign á strætum. Vinir drottningar urpu grjóti á liðið og skutu af pístólum, en því svo gengt sem við var að búast, og fengu fjöldi manna lítjón og lemstra. Herliðinu tókst að dreifa róstu- lýðnum og um miðnætti eptir var drottning færð út úr borginni. Hún er nú í Odessa. Hún hefir sent fjegjafir til hinna særðu og örkumluðu í Belgrad. Hvað af þessu kann framvegis að leiða er ekki hægt að segja, en af alþýðu manna er drottningin vinsælli í Serbíu en bóndi hennar var og þeir sem nú stýra þar landi. Meðan á hávaðanum stóð var syni hennar, kónginum unga, haldið á fjarlægum stað, en sagt hann hafi tárast, er hann frjetti tíðindin. Frá Búmeníu er að segja lát Jóans Brati- ano, sem varð 69 ára aldri. Hann hefir unnið mikið til framfara og sjálfsforræðis landsins, og opt veitt stjórn þess forstöðu á vandræðatímum. Frá Bolgaralandi stundum borið, að morðingi Beltscheffs væri handsamaður, en ekkert enn sannreynt. Talað um að hann og kumpánar hans hafi komið frá Serbíu og Miklagarði, en muni vera rússneskir að kyni. Rússland. Oðru nafni mætti kalla það »stórveldi kúgunar og harðýðgi«, og nú eru, sem optar, þaðan að flytja frjettir böls og ófagnaðar. Ofsóknir gegn trú og þjóð- erni, það er dagvinna stjórnarinnar, og að henni engu óötulla gengið en á Spáni á dögum Filipps annars eða öðrum trúarofsa- tímum. Hörðu taki tekið á ný á Póllend- ingum og íbúum Eystrasaltslandanna, harð- stjórnarklóm þrifin trú og tunga. Nýlega voru í þeim löndum þrír próte stantaprestar dæmdir, tveir þeirra til 8 mánaða varðhalds (á rússneska vísu), hinn þriðji rekinn til Síberíu. Sakirnar voru þær, að þeir höfðu við ferming minnt börnin á, að halda sjer föstum við trú sína. Harðast koma þó Gyðingar niður; að þeim er þrengt með öllu móti, bannaðar vistir í stórborgum, reknir þaðan og ixr landi harðri hendi— einkum frá Moskófu — og opt svo í skynd- ingu, að þeir eiga bágt með að flytja með sjer muni sína, en verða að selja allt með gjafverði. þúsundum saman eru þeir nú á burtför frá Eússlandi, þiggjandi líknarboð soldáns um bólfestu í hans löndum, eða leitandi til annara álfna með fjescyrk frá auðmönnunum miklu af þeirra kyni, t. d. Hirsch baróni í Austurrík og Eothschildun- um. Ef áformið er að gera Eússland Gyð- ingatómt, þá eiga Eússar enn nokkuð eptir, því sagt er, að þar búi alls rúmlega 5 milj. af þeirra kyni. Meðan keisaraefni Eússa gisti á Asíuferð sinni Japanskeisara, vildi honum það óhapp til, er hann ók um á skemmtileið fyrir ut- an höfuðborgina, að þarlendur maður —lík- ast tilknúinn af trúarhatri—hljóp að vagn- inum með reiddu sverði og særði hann all- miklu sári á enninu. Averkinn þó til engr- ar hættu, en sagt að prinsinn muni bera ör eptir hann. Hann ætlar frá Wladivo- stock að leggja leiðina um Siberíu, og væri þá vel, ef sumum yrði líkn af, er þar eru komnir. Grikkland- í>ar, á eynni Korfú, hefir líka brytt á Gyðingaofsóknum, en stjórnin hefir hlutazt svo til eptir áminningum sumra stórvelda (einkum Englendinga), að þetta er nú í hömlur komið. Bandaríkin í Norður-Ameríku- Stórkviðarnefndin í New-Orleans hefir ónýtt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.