Ísafold - 13.06.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.06.1891, Blaðsíða 3
187 allar sakir þeim á hendur, sem gengust fyrir atförunum að bandingjunum ítölsku, en samanlesið mikinn fjölda ódáða, sem aðkomufólkið frá Ítalíu hefir þar framið. Blaine segist ekki geta lengra haldið í því niáli. Stjórn Bandaríkjanna gerði fyrir nokkru herskip upptækt úr flota uppreisnarmanna í Chili. það hafði aflað sjer vopnabirgða þar nyrðra og annars forboðafarms. Skipið slapp þó úr varðhaldi og hjelt strokleið á burt. Eptir því herskip send til eltingar, en fundum hefir ekki saman borið. Sumir segja, að hjer kunni launráð undir búa, og stjórnin ætli sjer svigrúm, ef hún þykist þurfa að skerast í leikinn þar syðra og velja um málstaði. Harrison forseti nýlega heim kominn úr ferðum sínum um Bandaríkin vestri. Hon- um var alstaðar með fögnuði tekið, og al- staðar tjáði hann í ræðum sínum, hvert hlutverk Bandaríkin ættu fyrir höndum í öllum Yesturheimi og hver rjettindi þeim bæri gagnvart Evrópuþjóðunum. Margir segja, að ferðin sje með fram farin til að búa í haginn fyrir samveldismenn við for- setakosninguna næstu. Talað um að Blaine kunni að bjóða sig ti! kosningar, en sumar frjettir segja hann farinn að heilsunni, þó aðrar beri það aptur. Edison hefir nú búið til nýja töfravjel, fyrir augu og eyru, sem kemur á Chicago- sýninguna. Hún flytur manni heim í her- bergi sitt frá fjarlægum leikhúsum sjónar- leiki, orð og tóna, myndir og hreifingar og svipaskipti þeirra manna, sem þar leika. — Og annað eptir því. Chili. Að engum lyktum enn rekið. Sprengibátum stjórnarinnar hefir tekizt að koma í kaf einu herskipi uppreisnarmanna, en hún hefir þó ekki enn bolmagn móti þeim á sjónum. Til verri tíðinda dregur þá fyrir þessu landi, ef nábúaríkin (Perú og Bolivia) slá sjer í lið með öðrum hvor- um til að fá bætur þess, er þau urðu af hendi að láta eptir viðskiptin fyrir nokkrum árum. En þá kann til kasta að koma Bandaríkjanna norður frá. Frá Sínlandi- Nýlega ofsóknir framdar í Nanking með eldi og ránum gegn kristn- urn mönnum og kristniboðum. Herskip Englendinga á leið komin til að stöðva ill- ræðin, en sagt að hersveitir Sínverja væru líka á leiðinni til tilbeiningar. Hæstarjettardómur var uppkveðinn 2. þ. m. í skuldamáli kaupm. B. Muus & Co. við erfingja Magnúsar heitins Jónsson- ar í Bráðræði og varhjeraðsdómurinn (Reykja- víkur bæjarþingsrjettar) staðfestur, en hann skyldaði stefnda, M. J., til að greiða stefnda B. Muus & Co, 30,469 kr. 60 a. með 7°/» rentu frá 23. apríl 1887, og enn fremur 6y. rentu af 38,469 kr. 60 a. frá 1. ágúst 1886 til 23. apríl 1887. Málskostnaður fyrir öll- Um rjettum var látinn falla niður. Landsyfirrjettur hafði þar á móti dæmt Magnusi Jónssyni synjunareið. 1 ástæðum hæstarjettar segir svo : »Ept- ir því sem málsfærslan í undirrjetti með sjer ber, var neitunin á undirskript Magn- úsar Jónssonar undir ábyrgðarbrjefið eigi byggð á neinni yfirlýsingu frá honum sjálf- úru eða neinum, er sjálfum var kunnugt um það, og eptir að í tilefni af því var fram komin eindregin áskorun frá hálfu gagn- stefnanda (B. Muus & Co.) um að fá yfirlýs- ingu Magnúsar Jónssonar sjálfs um þetta atriði, þá var þeirri áskorun ekki gégnt, og það borið fyrir, að Magnús Jónsson væri eigi fær um að gefa neina skynsamlega yfir- lýsingu. En fyrir því, að þetta væri rjett hermt, var eigi færð nein sönnun, þrátt fyr- ir ítrekaða áskorun, og úr því er ekki bætt með læknisvottorði því, er lagt hefir verið fram fyrir hæstarjetti, og útvegað hafði ver- ið mörgum mánuðum á undan áskoruninni í því tilefni, að gjöra skyldi Magnús Jóns- son ómyndugann. — þar að auki getur hæstirjettur þess, að með framkomnum skýrslum eptir að hinn áfrýjaði dómur var uppkveðinn sjeu fengnar miklar líkur fyrir, að undirskriptirnar á ábyrgðarskjalinu sjeu ófalsaðar. Gufuskipið Magnetic, Slimons, kom hingað í fyrra dag og fer aptur í kvöld vestur fyrir land og norður. það kom við á Vestmannaeyjum og eins á Eyrarbakka, með vörur til Guðm. Isleifssonar. Með því komu hingað meðal annars 14 enskir ferða- menn, en til Eyrarbakka Zöllner kaupm. frá Newcastle. Eitthvað fer með af vest- urförum. Póstskipið Laura, Christiansen, kom hingað í fyrri nótt, og með henni fjöldi far- þega frá Khöfn og Færeyjum hingað til bæjarins: kaupmennirnir Fr. Fischer, N. Knudtzon og H. Th. A. Thomsen; A. Le- folii frá Eyrarbakka, með konu^ sinni, O. Olavsen frá Keflavík, Tang frá ísafirði og Jón Magnússon frá Eskifirði. Enn fremur cand. mag. Bogi J. Th. Metateð, læknaskóla- kand. Gísli Pjetursson, stúdentarnir Sigurð- ur Pjetursson, Gunnar Havsteen, Guðm. Hannesson, Guðm. Björnsson, Björgvin Vig- fússon o. fl. Sömuleiðis f. ^sýslum. þorst. Jónsson og sonur hans Jón Ó. þorsteinsson kaupm. Loks rúmir 60 Færeyingar til Austfjarða. Ölfusárbrúin. Með Laura kom einnig hr. Tryggvi Gunnarsson og hafði með sjer danskan verkfræðing (ingenieur), Ripperda, er á að bafa umsjón yfir brúargjörðinni á Olfusá af stjórnarinnar hendi. þeir lögðu á stað austur þegar í gærkveldi. En með Magnetic kom til Eyrarbakka sá, sem brúna hefir smíða látið, Vaughan frá Newcastle, ásamt 6 verkamönnum enskum, er eiga að setja brúna saman. I för með Vaughan var og enskur general-ingenieur, er lengi hefir verið á Indlandi,—skemmtiferð hingað. Thyra, strandferðaskipið, kapt. Hov- gaard, lagði af stað hjeðan í nótt vestur fyrir land og norður, með fjölda af farþeg- um. Gufuskipinu Anna, hlnu norska, er legið hefir í lamasessi í Gufunesi, frá því í vor snemrna, á nú að reyna að fleyta heim- leiðis, eptir einhverja lítilsháttar viðgerð, og kom nú með Laura ný skipshöfn í því skyni: skipstjóri, stýrimaður, vjelmeistari og 4 hásetar. Embættispróf við háskólann í lögum hafa þessir tveir Islendingar lokið við í vor: Jón Magnússon frá Laufási og Lárus Bjarna- son frá Bíldudal, báðir með 1. einkunn. Útlendir ferðamenn. Auk þeirra 14 Englendinga, er komu hingað með Magne- tic, var með Laura þýzkur höfðingi, er nefn- ist Gadendorf barón, og í för með honum 2 þýzkir aðalsmenn, v. Flotow og Rappardt, og danskur stórkaupmaður, Funck að nafni, ásamt 2 þjónustumönnum. Ætla þeir að ferðast til Heklu og Geysis. Barðaste.sýslu vestany. 1. júní: »þrátt fyrir hinn góða heyskap, sem hjer um sveitir fekkst seinasta sumar, fór þó svo, að hey gáfust upp hjá flestum, enda þótt veturinn væri eigi harður hvað frost og snjó- komu snertir. Hinir sífelldu umhleypingar og stórviðri, sem gengu mestan part vetr- arins, ollu því, að lítt varð notuð útbeit, og þar sem fjenaður lifir mest á útigangi, varð hann í slæmu standi, ef hey brustu til að gefa. Yeturinn varð því alls eigi affaragóJ- ur, með því líka að bráðapest og lungna- veiki stakk sjer víða niður, og urðu mest brögð að því á útigangsjörðum. Um langan tíma hafa nú gengið þurkar og kuldar, svo að jörð öll er gróðurlaus enn þá, og tún svo sem ekkert farin að grænka. Fiskilaust er alveg af þorski síðan vorvertíð byrjaði, en af steinbít hefir aflazt talsvert, þá sjaldan gefið hefir á haf og enda á lóðir á grunnmiðum. Bætist ekki úr með þorskaflann, verður ekki upp á annað að byggja hjá flestum hjer en hina mjög óvissu líkn og miskunn kaupmanna í því að lána lífsnauðsynjarnar, og þá með þessum vanalegu frjálslegu (!) skuldbinding- um, sem draga menn undir okið og ánauð- ina, hve nær sem misbrestur verður á afla- brögðum, einmitt af því að menn ekki kunna rjett að fara með björgina þegar hún veitist. Hjer er þannig alls ekki glæsilegt útlit nú sem stendur. þó má telja það til hagsbóta, að hvalur var í vor róinn á land áAlptamýri við Arnarfjörð, og varð það talsvert bjarg- ræði, en eingöngu fyrir þá sveit, er þess varð aðnjótandi, og helzt fyrir þá menn, er sáu hann rekandi á firðinum og náðu honum að landi. Samt skal geta þess að þeir seldu öðrum utansveitar með bærilegu verði nefnil. rengi á 40 aura fjórðunginn og spik á 80 a. þvesti allt var ónýtt, þvf hvalurinn var fyrir löngu dauður. Hinn voðalegi kíghósti á börnum hefir gengið í vor, einkum í Patreks- firði og Tálknafirði, og hafði á skömmum tíma dáið úr henni á einum bæ í Tálkna- firði 3 börn á ungum aldri, en fjöldi er enn þá veikur. Að öðru leyti er heilsufar bæri- legt, nema þetta vanalega kvef, sem gengur á hverju vori. Beneficeret. Tilforordnede i den kongelige Landsover- samt Hof- og Stadsret i Köbenhavn göre vitterlig: at for os har andraget Be- styrelsen for Erik Olafsons Legat til For- del for Broddanes Rep inden Strande Syssel paa Island, at den finder sig foranlediget til i Medhold af dertil given kongelig Bevill- ing af 30. April d. A. og Bevilling til fri Proces af 2. Maj d. A. at söge Mortifika- tionsdom paa en i Islands Landfogedkontor under 18. August 18S3 af daværende Land- foged Y. Finsen udstedt Tertiakvittering for 31 Rdlr. 48 Skill. rede Sölv, paategnet en af Landfoged Finsen bekræftet Genpart af vedkommende i Islands Stiftamthus under sainme Dato af J. D. Trampe udstedt Ordre til Landfogden om i Jordebogskassen at mod- tage til Forrentning i Overensstemmelse med det kongelige Rentekammers Skrivelse af 28. September 1822 og allerhöjeste Resolu- tion af 16. Oktober 1839 den Summa 31 Rdlr. 48 Skill. rede Sölv tilhörende Erik Olafsons Legat af Strande Syssel, hvilken Tertiakvittering er bortkommen. Thi indstævnes herved med sex Maan- eders Varsel den eller de,som maatte have ovennævnte Tertiakvittering i Hænde, til at möde for os i Retten paa Stadens Raad- og Domhus, eller hvor Retten til den Tid holdes, den anden ordinære Retsdag, for Tiden Mandag, i Januar Maaned 1892 til sædvanlig Retstid, for Tiden KI. 9 Formid-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.