Ísafold - 20.06.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.06.1891, Blaðsíða 1
KLemui át i miðvikudögum og laugardögum. Verð árg. (um ICX) arka) 4 kr.; erlendis 5 k'. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. xvm. 49 Reykjavík, laugardaginn 20. júní. 1891. Bókmenntafjelagsfundur mánudag 22. þ. m., kl. 1, í leikfimishúsi barnaskólans. Um kirkjur á íslandi. Eptir pórarinn Böðvarsson. I. í jpjóðólfi, 2. og 3. tbl. þ. á., var nokkuð nýstárlegt að lesa; það er: um »hina kirkju- legu löggjöf alþingis«. Eins og það er fágætt, að ritað sje í blöð vor um kirkjuleg málefni, svo eru mikil sannindi í þeim orðum höfundarins, að hin kirkjulega löggjöf vor á síðustu tímum »er hálfgjört kák, sem kastar nýjum bótum á götótt fat«. f>að er eins og þingmenn yfir höfuð vilji raunar helzt ekki nefna nafn kirkna eða presta við neitt mál. j>eir vita þó, að Is- land eigi síður en önnur lönd eiga kirkju og kristindómi mest að þakka. Ef leiða ætti rök að því, sem opt er varpað fram án þess að rökstyðja það, að kirkju og kristin- dómi fari hnignandi í landi voru, þá held jeg að það væru helzt tiltök að færa þau rök, hversu alþingi varpar frá sjer sem flest- um málum, er horfa til umbóta kirkjunnar, eða þynnir þau svo eða limlestir, að þau verða að litlu nýt. f>eir, sem hafa einlæg- an áhuga á framförum kirkjunnar, og álíta þær aðalundirstöðu framfara í landinu, hafa það sjer til huggunar, þó það sje að hugga með nýrri sorg, að menntamál alþýðu hafi eigi setið við hærra borð til þessa, heldur nálega öllu verið eytt, sem verulega og með viti hefir stefnt í þá átt, að efla menntun alþýðu. Ein afsökun er til, og hún er greinileg, 6Ú, að þeir, sem sjerstaklega eru kallaðir þjónar kirkjunnar, láta ekki mikið til sín taka, heldur hafa eytt á hinni einu kirkju- legu sainkomu, sem enn ber nafnið, ýmsu, sem hreift hefir verið til umbóta. En það er bezt að vona, að þetta lagist allt. Jeg skal reyndar játa, að jeg er ekki í þeirra tölu, sem álíta þau ílát mest verð, sem gefa mest hljóð, nje heldur hinna, sem álíta að öllu þurfi að umbreyta frá rótum eða varpa burt, eins og úreltu. En hitt er eins víst, að ekkert getur staðið i stað, án þess að því fari aptur, og svo er um allt skipulag kirkjunnar. Eins og fyrirsögnin bendir til, vil jeg að þessu sinni tala um kirkjurnar sjálfar, það er: húsin, sem höfð eru til guðsþjónustu í landinu, og hika jeg ekki við að álíta, að hin mikla deyfð, sem er í kirkjugöngum víða á landinu og undir eins að sjálfsögðu deyfð í trúarefnum, sje að miklu leyti að kenna kirkjunum, sem víða eru hvorki meira nje minna en óhæfar til guðsþjón- ustu, einkum á vetrum og jafnvel á öðrum árstímum, ef eitthvað er að veðri. Auk þess verð jeg að álíta, að það sjáist ekki á mörgu eins ljóst, hversu skammt vjer erum á veg komnir í byggingarfræði og öllu, eins og á kirkjum vorum. Að hinu leytinu er ærið nóg fje lagt til kirkna, svo þær gætu verið í ágætu standi, ef fje þeirra hefði eigi orðið umsjónarmönn- um þeirra að bráð, sumpart af fákænsku, sumpart af ofmikilli löngun til að efla hag sinn eða firra sig vandræðum, og eiga prest- ar hjer óskilið mál með bændum, en meðal hvorratveggja eru heiðarlegar undantekn- ingar. f>að hefir of víða verið regla, að eyða kirkjusjóðnum til þess að þurfa ekki að svara honum í peningum. En svo víst sem þetta er, svo er það kunnugt, að alþýða vor hefir borið þetta með þögn og þolinmæði, með þolinmæði reitt sínar síðustu fjaðrir til að greiða kirkju sinni og með þolinmæði skolfið í henni á eptir. Hefir það þó eigi verið sparað að láta gjöldin vera nógn mörg, svo stingirnir gætu verið þ\í fleiri, í stað þess, að til kirkju ætti að greiða að eins eitt gjald og af því að borgast allt, sem heyrir til kirkjulegra þarfa: bygging og viðhald kirkna, kirkju- garður, orgel og orgelsspil, hiti í kirkjum á vetrum, legkaup o. s. frv. Eins og jeg síðar mun sýna fram á, þyrftu gjöldiu engan veginn að vera meiri en að undanförnu að upphæð, ef vel væri á haldið, þó allt þetta væri greitt af kirknafje. En áður en jeg ferfleiri orðum um kirkj- ur á meðal vor, vil jeg fara nokkrum orð- um um kirkjur almennt, frá upphafi kristn- innar. II. ^Eins og kunnugt er, var kristinn söfnuð- ur á hinum fyrstu öldum ofsóttur. En frá því fyrsta fundu kristnir menn þá nauðsyn, að hafa samkomustað og hús, þar sem þeir gætu tilbeðið drottinn sinn og meistara, og komu þeir saman, stundum í jarðgöngum stundum í húsum stærri og smærri, sem engin bjó í, svo sem gömlum konungahöll- um. fótt einstöku kristnir söfnuðir byggðu samkunduhús, þá gat ekki verið að ræða um stærri byggingar, hyggðar samkvæmt reglum byggingarfræðinnar, svo gjörðar, að þær vottuðu um hina helgu ákvörðun sína og svo, að sjón þeirra vekti þegar þá lotn- ingu og andakt, sem hæfir guðsþjónustu- unni, fyr en Konstantinus keisari mikli tók sjálfur kristna trú og gaf út lagaboðin 312 og 313, sem gáfu kristnum mönnum frið. Samkomuhús kristinna manna voru fyrst kölluð »hús« (oikoi); orðið kirkja (drottins hús) kom fyrst upp þegar aldir liðu fram. Musterið í Jerúsalem var samkvæmt 2. Mb. 25, 9. 40., gjört svo, að það átti að tákna, að drottinn byggi í því og guðsþjónusta G. T. var fyrirmynd þeirrar sönnu guðs- þjónustu í Kristi. Hugmyndin sem höfð var fyrir augum við byggingu kirkna, var, þegar Kristur sat við 8týrið á skipi Símonar Pjeturs, en Pjet- ur lagði netið; það var fyrirmynd kenning- arinnar, sem á að »veiða menn«. ^>að var því fyrst siður, að byggja kirkjur nokkuð aflangar, bogamyndaðar í annan endann. Hin önnur regla, sem yfir höfuð helzt enn, var að byggja kirkjur svo, að söfnuðurinn sneri móti austri, er hann sat í kirkjunni. Menn snúa sjer vanalega að þeim, sem menn tala við; Kristur er »ljós heimsins« og kristnir menn »ljóssins börn«. Kirkjan er bænahús, og þegar menn báðust fyrir, áttu menn að snúa sjer móti hinni upprennandi sólu. Eptir þessari sömu venju eru lík lögð í gröfina með andlit móti austri. Altarið var, eins og nú, í austurenda kirkjunnar. Konstantín mikli ljet sjálfur byggja Soffíu- kirkjuna, hina fyrri, í Miklagarði, og fleiri kirkjur. Að öðru leyti rjeðu byskupar og andlegrarstjettarmenn fyrir byggingum kirkna. það var sagt, að enginn ætti að gefa sig falan til að byggja kirkju nema sá byggingameistari, sem hefði fyllingu kristi- legra hugmynda í sálu sinni; kirkjurnar áttu að vera sýnileg ímynd hins ósýnilega. Kirkjurnar áttu að vera háar, til að tákna, að háleitir hlutir ættu að hafast þar um hönd. J?ær áttu að vera bjartar, til að tákna, að í þeim átti að tilbiðja hann, sem er ljós heimsins. Lengi fram eptir öldum voru engar litmyndir í kirkjum, en þar á móti yfirgnæfanlegt gull, svo sem algyltar hvelfingar; klukkur voru þá ekki til. Sú kirkja, sem allar hinar upphaflegu hugmyndir um kirkjubyggingu náðu hinni hæstu fullkomnun í, var Soffíukirkjan í Miklagarði, hin síðari, hin mikla, byggð á dögum Jústiníans I. (527—565) og stendur enn í dag, að vísu afskræmd nokkuð af Múhameðstrúar-mönnum. Hún er »himin- há« og turninn gnæfir eins og siglutrje yfir önnur hús í borginni, sem eru eins og smá- öldur á sjó hjá henni. Ljósið kemur að ofan frá logagyltri hvelfingu, sem er yfir öllu húsinu. |>að er mjög langt frá því, að hjer sje rúm til að lýsa hinum ótölulega mörgu skrautkirkjum, sem síðan hafa verið byggð- ar, og hvernig hinar upphaflegu hugmyndir hafa breytzt að nokkru leyti, ' en aðalhug- myndirnar þó komið fram í ýmsum mynd- um. Enginn getur hugsað til þeirra án sorgar, þegar hann ber þær saman við kirkjur hjer á landi, sem eru sem í engu eptir hinum upphaflegu, rjettu hugmyndum. |>að er mjög óheppilegt, að dómkirkjan, sem ætti að vera fyrirmynd annara kirkna, get- ur sízt verið það, því hún er ekki byggð í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.