Ísafold - 01.07.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.07.1891, Blaðsíða 1
K.eiiiui ir. .. iu:óviRudögum og laugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 k). ■Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógildnema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austumtrœti S. XVIII. 52 Reykjavík, miðvikudaginn 1. júlí. 1891. Um þingtímann? í sumar verður aígreiðslustofa landsbankans opin kl. 10—12 f. h. hvern virkan dag. Reykjavík 29. júnl 1891. L. E. Sveinbjörnsson, Gömul saga og ávallt ný. „Oömul að vísu er saga sú, Eu samt er hún ávallt ný“. það er fátt heima í sveitunum, er mönn- Um verður tíðræddara um en sveitarþyngslin. Fátækraútsvörin eru það ok, sem þykir allt annað en sætt. Og þegar allt er vandlega hugsað, þá eru það engin undur, þótt sveitarþyngslin sje tíðasta umtalsefni og umkvörtunarefni. Ovíða kennir ineiri ójafnaðar, hvort sem litið er til þiggjanda eða veitanda. þeim, sem fá- tækrastyrkinn greiða,1, svíður það mest, að þeir skuli vera skyldir til að ala þá menn á sinn kostnað, sem eru ósjálfbjarga að eins vegna drykkjuskaparóreglu og leti eða ann- ara sjálfskaparvíta, að það skuli vera talin nlögleg forfölU frá því að þeir geti verið sjálfbjarga menn. þeirn, sem eru reglusamir og sparsamir, sárnar það, að óreglumaður- inn og ónytjungurinnn skuli sleppa hjá út- svari, þótt hanu hafi jafnarðsama eða ef til vill miklu arðsamari og meiri atvinnu, að hann skuli vera látinn njóta þess, að hann #fl.eygir fje sínu í sjóinn«, sem kallað er. það er fleira sem þeim svíður. Yfir þvi er kvart- að, að nokkrir »maktarmenn í sveitunum«, nái í sínar herðar allri sveitarstjórn og varpi svo á hendur þeim, sem minni máttar eru, nokkru af þeirri útsvarabyrði, sem þeir að rjettu lagi ættu að bera. Opt er meira gjört úr þessu en það í raun og veru er, en, því miður, á það við góð rök að styðjast stund- um, að hinir ríkari láti smábændurna »kenna ríkismunar«. En ekki þykir þó að neinu kveða jafn- mikið og þeim brögðum, sem fjöldi manna beitir til að komast hjá að greiða nokkurn eyri til almennings þarfa. Sá sem nokkurt athygli hefir veitt fyrirspurnum almennings í blöðunum, mun hafa sjeð, að mikill þorri þeirra hefir snert þetta atriði að einhverju leyti, og er það ljós vottur um, að menn láti sig þetta ekki svo litlu skipta. þetta og fleira því um líkt er það, sem særir rjettartilfinningar gjaldenda; og vilji einhver ókunnugur kynDa sjer þetta vel, þá ræð jeg honum til að koma á útsvarskæru- fundi svo nefnda heima í sveitunum og heyra þar á mál manna. þar bregða hvorir öðr- úm um ójöfnuð og rangindi, einn Ijóstar tí- undarsvikum upp um annan, ef hann held- Ur að hann hafi eitthvað upp úr því og þar frarn eptir götunum; og þá er ekki á neinu legið, sem miður fer í fari náungans í þess- um greinum. það eru þessir fundir, sem opt lýsa því bezt, hvað niðri fyrir býr hjá þeim, sem eru nágrannar og samsveitungar, og eiga að halda hvorir öðrum uppi. Út úr nokkrum krónum, já, enda nokkrum aurum geta hafizt milli þeirra langvinnar deilur og stundum fullur fjandskapur. Einu sinni sem optar var jeg staddur á einum slíkum kærufundi. þar leiddu tveir sambýlismenn saman hesta sína. Annar þeirra kvartaði yfir, að útsvarið væri of hátt á sjer í samanburði við hinn, og því var báðum stefut. |>eir tóku nú til að telja upp hvor anuars skuldir, skepnuvanhöld, fjárfjölda (fjárhæð), tíundarsvik o. s. frv. En svo fóru leikar, að hreppsnefndinni, þótti engar sannanir koma fram fyrir því, að sá hefði orðið hart úti, sem kærandi var, og svo fóru baðir af fundi í mjög illu skapi, einkum þó kærandi; en hjer lá sá fiskur undir steini, að þeir sátu aldrei á sátts höfði sem sambýlismenn. pað var aðaltilefni kærunnar; kærandi ætlaði, ef unnt væri, að hefna sín á hinum með því, að fá hækkað útsvar hans. þegar margir tugir manna eru komnir saman á útsvarskærufundi og fundurinn stendur yfir 1 tvo til þrjá daga, þá er það fyrst dálítið sögulegt. Á slíkum fundi freist- ast maður til að segja: Hjer eru ekki allir menn á einu bandi, því pjóð er ekki í þessu landi, Allt eru tómir einstaklingar, — einatt blindir, Síngjarnir og sundurlyndir. |>að hafa sumir þá trú,» að oss löndum sje það meðskapað, að láta svona, og ekki sje það nema í svipinn; langræknir sjeum vjer eigi, og þegar rimman sje úti í hvert skipti, þá sje flestir orðnir sáttir og sam- mála, er heim sje komið og allt gleymt. þefcta getur og verið stundum, enda hafa sumir yndi af þessum rifrildisfundum, segja að þetta sje [þjóðlegt og gott allt saman, það þurfi beinlínis að vera til þess vjer sverjum oss í ættina við forfeðurna, sjeum sannir Islendingar; og dæmalaust er það ekki, að þeir blási að kolunum, til að gjöra allt sem sögulegast. J>að er rjett, að vjer höldum öllu því þjóðlega, er má oss til sóma verða og þjóð- þrifa; en framkoma vor á kærufundum þessum er oss hvorki til sóma nje þrifnaðar. |>ar komum vjer fram til að sýna, að vjer höfum erft ókosti forfeðranna, en týnt miklu af kostum þeirra, svo sem framkvæmdar- þreki og göfuglyndi. |>að er opt sagt, að enn vanti hagkvæm lög, fátækralöggjöfm sje ekki í neinu lagi; en þótt vjer fengjum svo góð lög, að einskis manns rjettur gæti eptir þeim verið fyrir borð borinn, þá myndi það lítið stoða, ef menn eins og nú reyndu á allar lundir að fara í kringum þau og hinir »betri menn«, sem svo eru nefndir, skeyttu eigi um eða vantaði dugnað tilað beita þeim, — einsj og jhorfellislögunum til dæmis að taka. J>á er að minuast á hina, sem «þiggja af sveit«, þurfamennina og ómagana. Ekki eru allir þurfamenn af því, að þeir sjeu letingjar og óhófsmenn; margir eru sanuir þurfamenn, sem alls ekki geta verið sjálfbjarga. þessum mönnum er hvetju sveitarfjelagi skylt að hjálpa og vera þeim vel. En — því fer fjarri, að þeim sje sýnd sú velvild og bróðurhugur, sem æskilegt væri. Einu sinni voru bændur í sveit að flytja gamla konu sín í millum; hún átti engan vandamann og enginn þóttist hafa hús fyrir hana; allstaðar var of þröngt. Til þessara flutninga !höfðu þeir sunnudagana, því að það þótti ekki borga sig »um sláttinn«, að hafa aðra daga til þess. Hún var mædd af margsjkonar böli og fötluð þar að auki, svo að hún gat ekkert unnið til muna. Kon- an var opt grátandi og kveið fyrir þessum hrakningi fram og aptur, en því var enginn gaumur gefinn fremur en hún hefði verið ein af húsdýrum þeirra. Brjefareksturinn gekk í allar áttir milli hreppsnefndanna og úrskurðar var leitað til æðri yfirvalda, hvar hún skyldi hæli eiga. Mörgum þótti þetta hart, og tóku svari gömlu konunnar, þótt ekki bættu þeir neitt úr þessu; öðrum þótti þetta alveg rjett og kváðu það lýsa dugnaði, að þeir skyldu vinda svo bráðan bug að því, hver um sig, að koma konunni af sjer. jþetta er ekki eins dæmi. f>að er ekkert nýtt, þótt menn heyri þess getið, að verið sje að flytja ómaga fram og aptur, sem eng- inn þykist vera skyldur til að skjóta skjóls- húsi yfir, af því að menn vita ekkert víst um sveitfesti þeirra. Ekki er sú meðferð heldur mannúðleg, að flytja hjón með börnum kornungum hreppa- flutningi yfir landið þvert og endilangt. J>að fær sjaldan sem aldrei að fara með strand- ferðaskipum, þetta fólk, og svo er verið allt sumarið að flytja það, t.d. austan úr Múla- sýslum og vestur í Dalasýslu. |>að er sitt hvað, að setja þessi lög og að verða fyrir þeim. Væri ekki drepin öll meðvitund hjá þessu fólki um það, að það sje menn, með þessari ónærgætnislegu, löglegu meðferð, þá myndi því svíða sárt rjettleysið og mannúðarleysið, og svo mikið veit jeg, að sumir kvarta og kvíða, en það heyrir enginn. pessum Iög- um er beitt vægðarlaust; þá vantar ekki löghlýðnina. Jeg vildi óska þess, fyrir hönd þeirra, sem eru svo ólánsamir, að verð fyrir þessu, að einhver önnur ákvörðun væri tekin um flutning þeirra, er lýsti meiri mannúð og nærgætni, því að nærri má geta, hvort menn alstaðar taka Ijúfmannlega á mótj þessu ferðafólki, sem opb ber að um há-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.