Ísafold - 01.07.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.07.1891, Blaðsíða 2
206 sumar og engin veit nein deili á önnur en J>au, að það eru þurfamenn, sem auka sveit- um kostnað. f>á eru nokkrir í þurfamannatölu, sem alls eigi þurfa að eiga þar heima, ef skyn- samlega og mannúðlega væri að farið. f>að eru ýmsir ungir nýgiptir menn. f>eir hafa verið vinnumenn um nokkur ár og sýnt bæði ráðdeild og dugnað. Bn — svo gipt- ast þeir og eiga börn, og úr því fá þeir hvergi inni. Nú fara þeir að leita fyrir sjer þar sem þeir eiga sveit, hvort þeir geti ekki fengið eitthvert eyðikotið til ábúðar, sem á seinni árum hefir verið lagt undir aðaljörðina. Ekki er nærri því komandi. Landsdrottinn vill ekki með neinu móti sleppa einum þumlungi af jörð sinni — hann er þá, ef til vill, að húa sig undir það að verða stórbóndi og vill hafa mikið umleikis. Bóndaefninu eru allar bjargir bannaðar; hann fær hvergi vist, nema með afarkost- um, og hann fær ekki að réyna sig á því að búa á einhverju smákoti og vita, ef hann gæti orðið sjálfstæður maður. f>á getur honum komið til hugar, að flytja sig að sjónum og reyna að hafa ofan af fyrir sjer og sínum með því að stunda sjóinn — hann sjer að þetta gjöra svo margir. En — nú hefir hann ekkert til þess, hefir verið í sveit alla æfi og er óvanur sjó og má kaupa margt eða allt í skuld, er til útgerðar þarf. En — hann vill allt til vinna. A sveitina vill hann eigi fara, því að þá veit hann, að hann verður skilinn frá konu og börnum, ef til vill, og hann á engrar uppreisnar von úr því. Ef heppni og dugnaður fylgjast að, tekst honum að koma ár sinni vel fyrir borð á þenna hátt. En—þess eru dæmin færri. I sjávarsveitum stendur líkt á. |>urra- búðarmenn fá eigi jarðarbletti til að rækta sjer upp túnbletti, svo þeir geti haft kú. Landeigendur mega ekki missa eina þúfu. J>etta þykir mörgum harðleikið — þykir það meinbægni, og svo er það að minnsta kosti stundum. |>að er mikill siður stærri bænda, nú á tímum, að byggja undír jarðir sín- ar ýmsar hjáleigur og útjarðir, þar sem áð- ur var búið góðu búi. Og — þegar menn fara um sveitirnar og líta yfir þessi eyði- kot, þá minnast þeir þess opt, að þarna hafi búið fjölskyldumaður og komizt vel af. Hann hefði verið búinn að græða þar út tún, svo að hann hafi fengið kýrfóður og meira af því. »Nú er það komið í órækt, nú er það orðið hestahagi. Varla myndi landsdrottinn miasa mikils í við það, þótt hann byggði kotið einhverjum duglegum nýgiptum og jarðnæðislausum, sem ekki liggur annað fyrir en sveitin, ef hann fær ekkert hæli«. Jeg hefi heyrt marga tala á þessa leið og jeg þekki marga efnilega menn, sem aldrei hafa getað sýnt að þeir væru það, af því, að aðrir hafi staðið þeim í vegi, synjað þeim um öll bjargarráð. það er rangt af þeim, sem lögin setja, að setja hag og rjettindi einstakra manna til stefnumiðs, svo að öðrum líði illa sakir þess og rjettur þeirra verði fyrir borð borinn. J>að er rangt af bændum að leita þess rjett- ar og hagsmuna. Sá bóndi er mestur, sem mestu getur komið til vegar um það, að gjöra sem flesta sjálfbjarga. B.JAKNI JÓNSSON. í>ingmálafundir. pingmálafundur Skagfirðinga. »Ar 1891, fimtudaginn 18. júní, hjeldu Skagfirðingar almennan fund á Sauðárkrók, er þingmenn kjördæmisins höfðu kvatt til, og sóttu hann allmargir hjeraðsbúar. Fund- arstjóri var kosinn sýslumaður Jóhannes Ólafsson, en fundarskrifari umboðsmaður Ólafur Briem. Á fundinum komu þessi mál til umræðu : 1. Skáldlaun. Fram lagt var brjef til fundarins frá ým3um sýslubúum, þess efnis, að þjóðskáldi voru Matchíasi Jochumssyni verði veitt árleg laun úr landssjóði, að upp- hæð 1000 kr. Var samþykkt í einu hljóði áskorun til þingmanna um að fáþessufram- gengt. 2. Stjórnarskrármál. I umræðunum var það meðal annars tekið fram, að við með- ferð þessa máls væri einkum um tvo vegi að velja: a. Að laga stjórnarskrárfrumvarpið ein- göngu eptir því, sem landsmenn vildu helzt kjósa, álitu fundarmenn að mundi reynast árangurslaust, með því þá væri lítil sem engin von um, að slíkt frumvarp næði stað- festingu, enda hefði þeirri stefnji aldrei ver- ið fylgt af þeim, er barizt hefði fyrir sjálf- stjórn landsins. b. Að semja frumvarpið sem næst óskum ! þjóðarinnar, en þá með sjerstöku tilliti til I þess, að hinir konungkjörnu þingmenn og ! stjórnin vildi aðhyllast það, áleit fundurinn hinn eina tiltækilega veg til greiðra úrslita | þessa máls. Samkvæmt því áliti lýsti fund- urinn yfir þeirri ósk sinni í einu hljóði, að alþingi fylgi samkomulagsstefnu í stjórnar- skrármálinu, þannig, að sem flestir þing- menn, þjóðkjörnir og konungkjörnir, komi sjer saman um þær endurbætur á hinni nú- gildandi stjórnarskrá, sóm líkindi sje til að fái framgang. 3. Dómsvald hcestarjettar. Fundurinn óskar, að alþingi semji lög um að afnema dómsvald hæstarjettar í íslenzkum málum. 4. Lagakennsla. Fundurinn skorar á al- þingi, að semja lög um stofnun lagaskóla í Beykjavík, þannig, að þeir, sem þar ljúka embættisprófi, hafi jafnan aðgang til em- bætta hjer á landi, sem lögfræðingar frá Kaupmannahafnarháskóla. ð. Vistarskylda. Fundurinn álítur eðlilegt og rjett, að allir,*er náð hafa 18 ára aldri, karlar og konur, sjeu undanþegnir vistar- skyldu, án þess að greiða neitt gjald fyrir, en skyldir sjeu þeir að hafa fast lögheimili árlangt. 6. Fasteign utanrikismanna. Fundurinn skorar á alþingi, að semja lög um, að eng- inn utanríkismaður megi eiga hjer jörð eða aðra landeign til þess að leigja hana öðr- um. 7. Úrskurðarvald sáttanefnda. Fundur- inn skorar á alþingi að hlutast til um, Jað samin verði lög um að veita sáttanefndum vald til fullnaðarúrskurðar í skuldamálum allt að 50 kr. upphæð. 8. Styrkur til sýninga. Fram lögð var bænarskrá til alþingis frá bændafundi, er haldinn var að Ási í Hegranesi 15. og 16. þ. m., þar sem þess er farið á leit, að þing- ið veiti af landssjóði allt að 200 kr. á ári hverju til fjenaðarsýninga í hverri sýslu Iandsins. Að máli þessu var gjörður góður rómur, og samþykkt í einu hljóði áskorun til þingmannanna um að framfylgja því sem bezt. 9. Gufuskipsferðir. Skýrt var frá, að strandferðaskipið kæmi reyndaropt á Hofsós, enda þyrfti það ekki að fara svo sem neinn krók til þess, en með því sá staður væri ekki tekinn upp í ferðaáætlun skipsins, væri þar með fyrir girt, að almenningur gæti haft gagn af komu þess þar. Til að bæta úr þessu, óskar fundurinn, að Hofsós verði framvegis tekinn upp í ferðaáætlun strand- ferðaskipsins. 10. Sveitarstjórnarmál. Fundurinn álítur sanngjarnt og rjett, að oddvitum hrepps- nefnda verði veitt hæfileg þóknun fyrir starfa sinn, frá 40 til 100 kr. eptir stærð hreppanna, og greiðist upphæðin annað- hvort úr sýslusjóði eða sveitarsjóði. 11. Líkskoðun. Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja lög um líkskoðun. 12. Tollmál. Kom fram tillaga um, að leggja toll á álnavöru, frá 5 til 10 aur. á hvert |krónuvirði. Var sú tillaga samþykkt með litlum atkvæðamun, þó með þeim fyr- irvara, að jafnframt væru lækkaðir eða úr lögum numdir aðrir skattar eða tollar, t. d. útflutningsgjald af fiski og lýsi. 13. Vátrygging sveitabœja. Fundurinn lýs- ir yfir því áliti sínu, að þarflegt sje, að stofnaður verði innlendur brunabótasjóður, er vátryggi sveitabæi gegn eldsvoða. 14. pingvallafundur. Var borin undir fund- inn áskorun frá þingmönnum Isfirðinga og 1. þingmanni Eyfirðinga um að senda full- trúa til fúngvallafundar 29. þ. m., en þeirri áskorun vildu fundarmenn eigi sinna«. Stjórnarfrumvörpin. |>au eru 21 alls, er lögð eru fyrir þetta þing. f>ar er fyrst að telja fern fjármála-frum- vörp: til fjárlaga næstu 2 ár, fjáraukalaga tvennra um 3—4 umhðin ár, og reiknings- lög fyrir 1888 og 1889. Fjárlagafrumvarpið gjörir ráð fyrir nokkuð meira en 1 miljón króna tekjum (1,059,800), en 947 fþús. kr. útgjöldum; væntanlegur tekjuafgangur því nær 5114,000 kr. Er í frumvarpi þessu stærsti tekjuliðurinn, kaffi- og sykurtollurinn, [gjörður galveg eins og hann varð árið£sem leið, ;þ. e. 120,000 kr., hvort árið, en brennivínstollur talsvert lægri, 95,000 kr., í stað 118,000 kr. — Meðal út- gjalda eru fá nýmæli önnur en að vegabóta- fje er haft nál. 10,000 kr. hærra á ári en áður, um 30,000 kr. í stað 20,000 áður, og að ætlaðar r'eru -um 11,000 kr. á fjárhags- tímabilinu til skólaiðnaðar. — Fjáraukalaga- frumvörpin fara fram á rúmra 20,000 kr. aukaútgjöld. f>ar á meðal eru 5,000 kr. til vegagjörðar við Olfusárbrúna, upp undir Ingólfsfjall, 8—9,000 kr. póstútgjöld 1888 og 1889; og 3000 kr. til vegabóta á aðal- póstleiðunum á sama tíma. J>á er þessu næst (5.) frv. um að selja silfur- bergsnámana í Helgustaðafjalli, fyrir 18,000 kr. Ennfremur (6.) að selja þjóðjörðina Miðskóga í Miðdalahreppi. Sömuleiðis (7.) að láta 3 þjóðjarðir á Vestmannaeyjum til prestakallsin3 þar fyrir 3 jarðir Kirkjubæj- arklausturs, sem eru brauðsins eign. |>á er í (8. frv.) stungið upp á, að ár- gjaldið af Höskuldsstöðum, 200 kr., falli nið- ur, og eptirlaun til hins núverandi uppgjafa- prests þar greiðist af landssjóði. Svo á (með 9. frv.) að afnema [aptur brauðasameiningu þá á Mýrum,' er prestakallalögin frá 1880 gjöra ráð fyrir og árgjald frá þeim í lands- sjóð (Staðarhraun) að vera að eins 400 kr., í stað 900 kr. Á safnaðarstjórnarlöggjöfinni skal gjöra þá breytinga, að safnaðarfundir sjeu hafðir í maímán. og hjeraðsfundir í júnímán., og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.