Ísafold - 08.07.1891, Blaðsíða 1
K.em i at a miðvikudö^um og
laugardögum. Verð árg. (um
IOO arka) 4 kr.; erlendis 5 ki.
JBorgist fyrir miðjan júlímánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundtn við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Ai-
greiðslust. i Austurstrœti 8.
XVIII. 54
Reykjavík, miðvikudaginn 8. júlí.
1891
Utlendar frjettir.
Kaupmannahöfn, 19. iúní 1891.
Veðrátta. Mánuðurinn byrjaði með
skammgóðum vermi í tvo daga. Síðan stöð-
ugir kuldar bæði á Norðurlöndum og lengra
suður, þó nú virðist ætla að bregða til betra
með miðsumrinu. Að svo stöddu þykja
mestar líkur vera til lakrar uppskeru í flest-
um löndum álfu vorrar, en sagt vel horfa í
Vesturheimi með uppskeruna.—þaðan koma
líka þessa daga fregnir um ofurhita.
Danmörk. Eptir baðvistina í Wiesba-
den hefir konungur vor haldið aptur til dóttur
sinuar í Gmunden, og er búizt við heimkomu
þeirra drottningar í lok mánaðarins.
þann 7. þ. m. lagði strandkönnunar-
skipið af stað til Grænlands (austurstrand-
ar). Skipið er norskt hvalveiðaskip, Hekla,
leigt til ferðarinnar, 2 ára, fyrir 112,000 kr.,
enlfyrir förinni sjóliðsforingi, Ryder að nafni,
og með honum nokkurir náttúrufræðingar.
Gert ráð fyrir veturvist á 69. mælistigi
n.br., að ganga á skíðum upp á jökulbreið-
lina, en strandkönnunar norðar á bátum að
sumri.
1 lok maímánaðar fundust merkilegar forn-
leifar í móskurðarmýri ekki langt frá Hobro
á Jótlandi. það var fórnarskál úr silfri, á-
samt 9 silfurþynnum, en á þeim og á rönd
skálarinnar margar myndir, upphleyptar,
manna og dýra, og goðs eins, sólargoðs, að
því ætlað er. Allt saman vóg um 20 pund.
Fróðir menn segja, að skálin sje frá Gallíu,
og smíðið frá öldinui fyrir fæðing Krists.
Dáin er, í lokf. m., Vilhelmína prinsessa,
ekkja Garls hertoga af Glúcksborg, bróður
konungs vors. Hún var dóttir Friðriks kon-
ungs VI., fædd 1808, og var fyrsta kona
Friðriks VII. Meðal annara látinna er Bald-
vin Dahl, forstjórinn í hljóðfærasalnum í
Tívólí.
Noregur og Svíaríki. Lítið komið við
erindrekamálið að svo stöddu á þingi Norð-
manna; fje til þeirra veitt sem að undan-
förnu, en af sumum upp kveðið, að þeir
skyldu vera «settir« framvegis, og að kon
súla skyldu Norðmenn hafa fyrir sitt land.
Nýlega hefir verið borið upp að fjölga þing-
mönnum Kristjaníu um 2, og er ætlað það
íái greiða framgöngu.
Svo er tekið mark á ummælum stjóruar-
blaðanna í Svíþjóð, sem konungur hafi í
hyggju að taka sjer annan mann til forstöðu
ráðaneytisins í stað Ákerhjelms áður langt
um líði.
Frá 15. til 19. maí stóð í Stokkhólmi fund-
ur fimleiks- og íþróttamanna frá öllum Norð-
Urlöndum og fleírí. jpar var margt það fram-
ið, sem á voru landi mundi vart trúlegt
Þykja, þó í sögum stæði um forfeður vora.
Nefna má, að þar var stokkið fram og apt-
ur á bak yfir hesta— stórum hærri en vorir
eru — með söðli á og allt að 5 sessum á
hann lagt.
England. það þykir nú upp komið, að
Englendingar láti til sinna kasta koma, ef
Italir verða bornir ofurliði í viðureign við
Frakka, því þeim þyki þá sinn hlutur við
brenna í Miðjarðarhafi, en ráðin á Egipta-
landi og leiðin til Indlands og annara aust-
urvegalanda reiða í tvísýnu.
Nýlega var það mál í dómi, sem gerði einn
af kunningjum prinzins af Wales sekan um
spilapretti, en prinzinn hafði spilað við hann
og fleiri herraborna menn af fylgisveit sinni
um peninga, er hann gisti einn greifagarð-
inn í september »f. á. Spilið flettuspil —
í líkingu við »hálftólf», og neft Baccarat.
Maðurinn hjet W. Gordon-Cunning, yfir-
liði í varðsveit drottningar. Alþýðu manna
þykir sök hans ekki svo fullsönnuð sem
skyldi,og næstum öll blöðin vítaprinzinn mest
og kalla honum hafa meir brugðið til gjálífis-
bragða en honum sómdi, bornum til æðstu
tignar og nú svo komnum á aldur fram, um
fimmtugt.
Gladstone er nú aptur albata.
Þýzkaland. þrádeilt er enn með fylg-
isblöðum Bismarcks og stjórnarblöðunum um
þýzka stjórnarstefnu, bæði innlenda og út-
lenda. Blöð Bismarcks kalla að vísu þriggja
velda sambandið gott og blessað, en þá í-
sjárvert, ef það spillir vinfenginu við Rúss-
land. Gagnvart Austurríki þá bezt á ráðum
haldið, er þýzkaland hefir vaðið fyrir neðan
sig.þegar til vandræðajdregur áBalkansskaga.
þetta er illa af hinum þegið, og þau segja,
að Bismarck sæmi það sízt, að ótryggja þau
tengsli, sem hann sjálfur hefir komið á milli
þýzkalands og Austurríkis, og hjer taka undir
í einu hljóði blöðin þar eystra.
Snemma í næsta mánuði leggur Vilhjálm-
ur keÍ3ari af stað með flotadeild til Eng-
lands og gistir hirð ömmu sinnar rúman
vikutíma. A leiðinni heimsækir hann Amst-
erdamsbúa.
Frakkland. Tollalögin nýju hafa hjer
sem víðar leitt til langvinns þrefs og áskiln-
aðar með flokkum og þingdeildum, en nið-
urstaðan varð, að tollfrelsisverjendur unnu
nokkuð á, einkum hvað kornvörur snerti.
Ný lög borin upp, sem óefað ná samþykki
og auka hylli stjórnarinnar, en þau fara
fram á að tryggja þeim verkmönnum viður-
væri sitt, sem við vinnu hafa verið í 30 ár.
Framlögin greidd úr ríkissjóði, og nema frá
300 til 600 franka.
Innan skamms leggur allmikil flotadeild
franska flotans úr höfn og heldur á norður-
leiðir. þeirri ferð er heitið til Eystrasalts,
en við verður komið í Gautaborg, Kaup-
mannahöfn og á fl. stöðum. Auðvitað er,
að húu verður kynnisför kölluð til góðvin-
anna í Pjetursborg og á Rússlandi.
Italía. Hvort ánýjun sambandsins við
keisaraveldin er þegar um garð gengin, vita
menn ekki, en að henni verði framgeugt,
þykir mega ráða af ræðu-ummælum stjórnar-
forsetans (Rúdíni).
Snemma í mánuðinum kenndi jarðskjálfta
á Norður-Ítalíu, sem seinna hefur ítrekazt
með spellum og mannskaða á sumum stöð-
um. þessu fylgdi og nýtt eldgos upp úr
Vesúvíus, sem til þessa hefir engu tjóni
valdið.
SvÍSS. þaðan er þá slysasögu að segja,
að sunnudaginn hinn 14. í þ. m. var margt
fólk frá Basel í járnbrautarlest til sönghá-
tíðar, sem skyldi haldin í bæ, er Möncken-
sten heitir. þangað var nær því komið, er
vagnarunan skyldi halda yfir brú á litlu fljóti
—en 80 feta langa — og brast hún í sundur
undir mannmergðarþunga lestarinnai-j og
ætla menn þar hafa farizt 120 manns, en
lemstrazt 150. Voru 90 lík fundin, þeirra
er kennsl mátti á bera.
Portúgal. Sá sáttmáli loks á kominn
við Englendinga um ágreiningsmálin í Afríku,
sem lengi hefir verið eptir beðið, og það
mun við hann Portúgalsmönnum ekki óholl-
ast, að Englendingar láta falla sakir niður
af seinustu atburðum þar syðra.
Frá Tyrklandi. Mánudagsnótt 1. þ.
m. var skemmtiferðarfjelag frá þýzkalandi
— 70 manns — í brautarlestinni frá Mikla-
garði til Adrianópel, en nálægt einni áfanga-
stöðinni rjeðu ræningjar á lestina, sem stöðv-
aðist þar er þeir höfðu spengurnar upp brotn-
ar, tóku flest allt fjemætt frá ferðafólkinu,
og höfðu hina þýzku menn á burt með sjer
langan veg inn í skógafylgsni og fjalla.
Fyrir lausn þeirra heimtuðu þeir 200 þús.
franka, og það fje varð soldán að gjalda
fyrir eptirgöngu þýzka sendiboðans. Ræn-
ingjarnir flestir af Grykkjakyni, eða Arnauta,
og grískur var foringinn, Anastasíus að nafni,
og allmenntaður maður, að sögn ferðamanna.
þeir voru vel haldnir eptir föngum, en urðu
að bíða lausnargjaldsins í 8 daga.
Frá Chili. Af atburðunum þar vestra
mjög í missögnum borið, en sá mun vera
hinn síðasti, að eitt herskip uppreisnarmanna
—eða lögvarnarmanna, sem margir kalla þá
— renndi á undanhald 3 skipum stjórnar-
innar eptir harða viðureign og allmikið mann-
fall. Nú helzt svo á litið í Evrópu, að for-
setaflokkinum veiti þyngra, og að hann hafi
líka svo til unnið.
Frá Haiti. í maímánaðarlok 25. beitt-
ist sá maður fyrir uppreisu í höfuðborginni
(Port-au-Prince), sem mun hafa ætlað að
steypa forsetanum, Hippolyte hershöfðingja,
af stóli fyrir ólög og harðýðgi. Uppreisnin