Ísafold - 08.07.1891, Blaðsíða 3
ai5
andlegrar stjettar mönnum, og lofaði biskup
og fleiri aðstoð sinni.
Lesið var upp brjef frá síra 0. V. Gísla-
syni að Stað í Grindavík til fundarins, þar
sem hann skorar á sýnódus að stofna nú
þegar íslenzk kristinboðsfjelag, innra og
ytra. — Allir könnuðust fúslega við hið fagra
og rjetta í því, að vinna að kristniboði
meðal heiðingja, en meðan svo margt væri
ógjört og ófullkomið heima fvrir, væri tæp-
ast kominn timi til að hugsa á ytra krist-
inboð. Hvað hið innra kirstniboð snertir,
voru þeir, sem töluðu, á þvf, að bezt væri
að hreifa hinum einstöku atriðum þess, svo
sem sunnudagaskólum, smáritum o. fl. í
hinu væntanlega mánaðarriti. — Atkvæða-
greíðslu var eigi óskað.
Biskupinn gat ýmsra mála, sem hann á-
leit að heyrðu undir þennan fund, og mið-
uðu til eflingar kirkju vorri og kristindómi,
en sem nú væru eigi undirbúin, en hann
vonaði að hæfir menn mundu fást til að
hefja máls á á næstu synódus.
Síra Árni þorsteinsson frá Kálfatjörn
hreifði vandkvæðum þeixn, að prestarnir
sjdlfir heimti inn tekjur sínar, og var því
máli umræðulítið vísað til athugunar fyrir
prestana, sem á þingi sitja.
Síra Jens Pálsson á Utskálum hreifði
endurskoðun á handbók presta, og í annan
stað óskaði hann að fá nýjar og fleiri
textaraðir. Eptir; nokkrar umræður lýsti
biskup því yfir, að hann mundi taka þessi
bæði mál til íhugunar og til væntanlegra
aðgjörða, þegar hann yrði þess vís, að þetta
væri áhugamál presta og safnaða yfir höfuð.
Eleiri prestar studdu mál síra Jens Páls-
sonar. Við atkvæðagreiðslu, sem leitað var
um málið, vora allir fundarmenn á því, að
þetta hvorttveggja væri þýðingarmikið á-
hugamál, og var síðan með samhljóða at-
kvæðum samþykkt, að biðja biskup að
bera þetta undir hjeraðsfundina í sumar, og
kvaðst biskup ætla sjer það.
Síra Jóhaon þorkelsson, dómkirkjuprest-
ur, hreifði bindindismálinu, sjerstaklega því,
að hið framlagða frumvarp fyrir alþingi um
almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar
mundi auka víndrykkju á veitingahúsum á
sunnudögum, sem mjög hefði farið minnk-
andi hjer hin síðustu ár, til mikilla heilla
fyrir bæinn, og óskaði ræðumaðurinn, að
hinni gömlu löggjöf væri eigi breytt í þessu
atriði. Biskup bar upp þá tillögu frá fund-
inum, að synódus bæri það traust til alþing-
is, að það eigi lögleiði neina þá ákvörðun í
helgidagalöggjöfinni, sem geti orðið hættuleg
fyrir kristilegt siðferði og þá sjerstaklega að
rýmka eigi um opinberar vínveitingar og
vínsölu á helgum dögum frá því sem nú er.
Ttillagan var samþykkt með öllum þorra
atkvæða.
Síra 0. V. Gíslason flutti þakkar- og
traustskveðju til synódusar frá Good-Templ-
arafjelaginu fyrir áhuga presta síðastliðið ár
að efla bindindið í landinu. Biskup þakk-
aði og bað síra Odd að bera fjelaginu aptur
kveðju frá fundinum; að öðru leyti stæði
það sem synódus hefði ályktað í fyrra í
bindindismálinu.
Loks var því hreift, að synódus næst
stæði lengur, helzt 2 daga, ef þurfa þætti.
Fleira var eigi tekið fyrir og var því næst
fundi slitið.
Brauð veitt. Bjarnanes í Hornafirði 1
síra þorsteini Benidiktssyni á Rafnseyri,
samkvæmt kosningu safnaðarins í einu
hljóði (35 atkv.). í kjöri voru með honum
upphaflega þeir síra Ólafur Magnússon á
Sandfelli í Oræfum og prestaskólakand.
Richard Torfason, en síra Ólafur tók aptur j
umsókn á undan kosningu.
Biskupsvísitazía. Biskupinn, herra
Hallgrímur Sveinsson, leggur af stað laug-
ardag 11. þ. m. í vísitazíuferð Snæfellsness
og Mýraprófastsdæmi. Hann býst við að
verða á 4. viku í ferðinni.
Settur sýslumaður Í Eyjafjarðarsýslu
og bæjarfógeti á Akureyri er cand. juris
Klemens Jónsson frá 1. septbr. þ. á.
Gufuskipið Magnetic, Slimons, kom
hingað laugardagskvöld 4. þ. m. af aust-
fjörðum, hafði komið þar við á nokkrum
höfnum, og með henni fátt eitt af útlend-
um ferðamönnum, þar á meðal þýzkur
læknir frá Berlin, dr. Blansch. Skipíð fór
aptur hjeðan beint til Skotlands í fyrra
kvöld með rúma 400 hesta, er kaupm. J.
Vídalín átti meiri hlutann af (280). Far-
þegar hjeðan með skipinu voru kaupmenn-
irnir Fr. Fischer og N. Knudtzon til Khafn-
ar, og Zöllner til Englands.
Embættispróf- Fimm Islendingar hafa
tekið embættispróf í lögum í f. mán. við
Khafnarháskóla, allir með fyrstu einkunn.
Tveggja er áður getið (L. Bjarnasonar og
J. Magnússonar); hinir eru: Jóhannes Jó-
hannesson, sýslumanns Guðmundssonar;
Ólafur Pálsson frá Akri; og Páll Einarsson
frá Hraunum.
Frá Stanley hefir kaupm. þorl. O.
Johnson fengið einkar-vinsamlegt brjef, dags.
í London 20. f. m., með þakklæti fyrir
enska þýðingu af kvæðinu um hann með
laginu »fyrir fólkið«, skrautritaða á bókfell
með nótum af Ben. Gröndal af mikilli snilld.
»Innsetningarmálið« var dæmt í yfir-
rjetti í fyrradag, og hinn ákærði, þorvaldur j
Björnsson lögregluþjónn, dæmdur í 120 kr.
sekt, auk málskostnaðar,—til mikillar skap-
raunar fyrir þá sem voru með afsetningar-
farganið og höfðu gjört sjer vísa von um
fangelsi, afsetningu og öll ósköp.
Mannalát. Eptir 4 daga legu í Iungna-
bólgu andaðist 3. þ. m. f. sýslumaður Árnes-
inga, Stefán Bjarnarson, að heimili sínu Gerð-
iskoti í Flóa, hálfsjötugur að aldri. Hann
var hálfbróðir Magnúsar heit. Eiríkssonar,
hins nafnkennda guðfræðings, og var móðir
þeirra þorbjörg Stefánsdóttir prests Lárus-
sonar Schevings frá Presthólum. Faðir
Stefáns sýslumanns var Björn bóndi Sig-
urðsson á Ketilsstöðum. Stefán varð stúd-
ent 1851, cand. juris 1858 með 2. eink.,
sýslumaður í Isafjarðarsýslu 1859—1878, í
Árnessýslu 1878—1890. Hann átti danska
konu, Karen, er lifir mann sinn, og með
henni 5 synir og 3 dætur, öll á lífi. Elzt-
ur sona hans er Björn sýslumaður í Dala-
sýslu; annar Sigfús, konsúll á Isafirði.
Hinn 27. f. mán. varð merkisbændaöld-
ungurinn Magnús Jónsson á Yilmundarstöð-
um í Reykholtsdal bráðkvaddur í kaupstað-
arferð á Seleyri við Borgarfjörð, kominn
yfir áttrætt.
Með »Magnetic« frjettist lát f. kaupm.
Páls (Pjeturssonar) Eggerz, í Chicago.
Hann mun hafa verið nálægt hálffertugur.
Hann lætur eptir sig 4 börn í æsku, eptir
fyrri konu sína, Ragnheiði Sigurðardóttur
prests frá Útskálum. Seinni fkonuna, Önnu
þórarinsdóttir, missti hana í haust, á leið
hjeðan til Ameríku. Hann var atgerfismað-
ur og drengur góður.
Alþinsi
iii.
þingstörfin, yfirlit- í fyrra dag (6.)
fundir í báðum deildum. Fyrsta umræða
um ýms stjórnarfrumvörp. Lögð fram ný
frumvörp. Nefndir kosnar. Litlar umræður.
I gær, 7., fundur í neðri d. Fyrsta um-
ræða um 6 þingmannafrumvörp. Nokkrar
umræður um þjóðjarðasölu og afnám Maríu-
og Pjeturslamba. Énginn fundur í efri d.
Ný frumvörp- þau eru orðin 14 frá
þingmönnum; með stjórnarfrumvörpnnum,
21, er talan alls 35. Hjer verður greint
frá efni hinna helztu.
Lausamenn- Tvö frumvörp fram kom-
in um það mál, eða afnám vistarskyldunn-
ar.
Annað, frá þeim þorláki Guðmundssyni
og Páli Briem, hjer um bil alveg samhljóða
frumvarpi þeirra á síðasta þingi: hverjum
manni 21 árs heimilt að leysa sig undan
vistarskyldu, hjá hreppsnefnd eða bæjar-
stjórn, gegn 1 kr. gjaldi af karlmanni fyrir
brjefið og 50 a. af kvennmanni.
Hitt er frá þeim Jóni Jónssyni þm. N.-þ.,
og þorvarði Kjerúlf. þeir vilja ekki gjöra
mönnum heimilt að fá lausamennskuleyfi
yngri en 25 ára, hjá lögreglustjóra, og kosta
10 kr. fyrir karlmann en 5 fyrir kvenn-
mann. — Nefnd: þorl Guðm., P. Briem,
Skúli Th.
Hreppsnefndaþóknun- Sömu 2 þing-
menn vilja láta gjaldkera hreppsnefndar fá
allt að 4/» í innheimtulaun, ef meirihluti
gjaldanda samþykkir það á lögmætu hrepp-
skilaþingi, og ábyrgist hann þá, að sveitar-
sjóður missi einskis af þeim tekjum, er lög-
taksrjettur fylgir. Á sama hátt skal mega
veita þeim hreppsnefndarmanni, er hefir á
hendi bókfærslu og brjefagerð fyrir hrepps-
nefndina, allt að 50 kr. þóknun á ári úr
sveitarsjóði. Loks skal mega greiða borgun
fyrir fundahús og sendiferðir í þarfir sveit-
arsjóðs. Ágreiningur allur liggur undir fulln-
arúrskurð sýslunefndar.— Nefnd í þessu máli:
J. J.-N. þ., Sig. St., E. Briem.
Dómsvald hæstarjettar- Flutnings-
menn í því máli, Ben. Sveinsson og Skúli
Thoroddsen, vilja hafa dómsvald hæstarjett-
ar af numið í ísl. málum og bætt við 2 dóm-
endum í yfirrjettinn, með 3500 kr. laun-
um.
Friðun skóga O- fl- Jón þórarinsson
vill fá sýslunefndumvald til að gjöra sam-
þykktir um friðun á skógum, hrísi, mosa
og lyngi, með líkum hætti og fiskisam-
þykktir.
Eptirlaun Árui Jónsson, Jónarnir
Jónss. og Ól. Briem bera upp sama frv. og
samþ. var í neðri deild 1889 um breyting á
eptirlaunalögunum : •§• af launaupphæðinni
+ i°l° fydr hvert þjónustuár ; ekkjur 200 kr.
Ellistyrkur embættism. Sömu þingm.
bera upp sama fr. og samþykkt var í neðri
d. 1889 um skyldu embættismanna að safna
sjer ellistyrk eða útvega sjer lífeyri eptir 70
ára aldur.
f>jóðjarðasala, almenn þá hafa
þeir þorvarður Kjerúlf og Arui Jónsson bor-
ið upp frumvarp um almenna sölu þjóðjarða,
samhljóða því, er samþykkt var í neðri deild
1889.
Prestakosningar- þeir nafnar, norð-
ursýslnaþingmennirnir, vilja, að söfnuðirnir
megi kjósa um alla umsækjendur, og að
allir 21 árs gamlir þjóðkirkjumenn, sem heim-
ili eiga í prestakallinu og óspillt mannorð
hafa o. s. frv., hafi kosningarrjett.