Ísafold - 05.08.1891, Síða 2
246
Bkoðunum og leggur á landssjóð kostnaðinn
við gæzlu og vióhald á Olvesárbrúnni, þá
verður að mæla á sama mælikvarða fyrir
aðrar brýr, sem komnar eru og koma munu,
og er þá ekki ólíklegt, að dragast muni
nokkur ár að koma brú á þjórsá, Blöndu og
fleiri ár, sem nauðsynlegt er að brúa sem
fyrst. En ef þingið þar á móti hlífir lands-
sjóði við þessum gæzlu- og viðbaldskostnaði,
þá er þess að gæta, að þingið hefir ekki
veitt nema 40,000 kr. til brúarinnar, en
20,000 hafa nokkur nálæg hjeröð lagt til
þess frá sjer gegn endurborgun á láni þessu
til landssjóðs ; er því sjálfsagt, að kostnaði
við gæzlu og viðhald verður jafnað ann-
aðhvort að öllu leyti eða að þriðjungi að
minnsta kosti á nefnd hjeröð, ef brúargjald
verður ekki tekið.
þegar svo er búið að leggja brú á þjórsá,
með sömu kjörum og Olvesárbrúna, með
20,000 kr. tillagi frá sömu hjeruðum, svo
íbúar þeirra þurfa að endurborga 40,000 kr.
lán fyrir báðar brýrnar, og gæzlu og við-
hald að auki, þá getur svo farið, þegar fram
líða stundir, að einhverjir þeirra fari að
kveinka sjer, og þakka hr. þ.G. fyrir frammi-
stöðuna og segja: »það var eigi svo vit-
laust, sem hann Tryggvi sagði; jeg held
rjettast sje, að við losum okkur við nokk-
uð af þessum miklu gjöldum, og iátum þá
borga, sem slíta og skemma brúna okkar».
það er skaði, að margir eru nærsýnir, en
ekki fjærsýnir; ekki segi jeg, að hr. þ.
G. sje þar á meðal; en eigi veitti af góðum
augnalækni í sumum málum, sem meðhöndl-
uð eru hjer á landi núna.
Jeg hef skrifað svo mikið um þetta brú-
armál, að sumum lesendum þessa blaðs er
ef tii vill farið að leiðast; eu það hef jeg
gert vegna þess, að blöðin flytja mörg mál,
sem eru ómerkilegri en samgöngu- og brú-
armál Islands, og af því að mjer virðist
nauðsynlegt, að þingið taki fasta stefnu í
brúamáli landsins, sama árið sem afhent
verður til almennra afnota stærsta brúin,
er smíðuð verður á Islandi á þessari 19.
öld, líklega.
Alþm. þ. G. hefir sagt, að þingið ætti
að veita fje af landssjóði til að leggja
allar brýr, sem lagðar verða, og þar á eptir
að halda þeim við til gefins afnota, og hann
hefir enda stungið árinni svo djúpt, að lands-
sjóður ætti að greiða ferjutoll yfir ár á póst-
vegum. En þingið virðist til þessa tíma
hafa haft gagnstæða skoðun. Hvað verður
hjer eptir, er óráðin gáta.
Fyrsta brúin af þeím stærri, sem lögð
hefir verið næstl. 20 ár, var gefin af »privat»-
manni; önnur brúin var lögð yfir Jökulsá
á Jökuldal með sjóði þeim, er gamla brúin
átti; þriðja brúin, sú er lögð var yfir Skjálf-
andafljót, var gerð fyrir 20,000 kr. lán, sem
alþingi veitti af landssjóði, á kostnað ná-
lægra hjeraða; fjórða brúin, sem nú er ver-
ið að leggja yfir Olvesá, er að þriðjungi
gerð á kostnað nálægra hjeraða, og tvo
þriðjunga hefir landssjóður lagt til, af því
fyrirtækið var svo stórt, að nefndum hjer-
uðum var það ofvaxið. Smábrýr hafa verið
lagðar í Skagafirði, Eyjafirði, þingeyjar-
sýslu og víðar með samskotum og sýslu-
tillagi.
Allt þetta sýnir, að þingið hefir ekki til
þessa tíma álitið sjer skylt eða fært að
veita fje til að brúa ár, svo ef það heldur
áfram sömu stefni, að styðja það að eins
með lánum, og fjárstyrk einu sinni fyrir
allt, þegar gjöra á stórbrýr, þá verður það
jafnframt að hlutast til um, að fje fáist til
að standast kostnaðinn við gæzlu og við-
hald brúnna, og enn fremur, hvernig gæzl-
unni skuli hagað.
Sá er gallinn á því, ef sú stefna verður
tekin, að fela gæzluna þeim manni, er næst
býr brúnum, að opt getur staðið svo á, að
bæir sjeu eigi í nálægð, eður þeir, er næst
búa, sjeu manna ófærastir til að sjá um sitt
og annara fje.
Herra f>. G. sjer, að jeg hef skrifað al-
mennt um þetta mál í þetta sinn, og ekki
svarað grein hans í lsaf. XVIII. 55. f>ar
með er ekki sagt, að jeg lítilsvirði grein
hans eða þyki hún ekki góð ; ef til vill væri
það ekki ofsagt, að hún væri nokkuð lin undir
fæti, þegar á er reynt.
Brúin er jafnbreið og uppdráttur sá var,
er lá fyrir þinginu, þegar það veitti 40,000
kr. til brúargerðarinnar, en sumum er bet-
ur gefið að sjá eptir á heldur en á undan.
Handriðin eru á sömu hæð sem almennt er
á brúm erlendis ; en það er nú ef til vill,
eitt af þe8sum skaðlegu útlendu skoðunum,
þar sem jeg er að vitna tíl þess, sem aðrar
þjóðir gera, en jeg álít, að í verklegum efn-
um sjeum við Islendingar langc á eptir öðr-
um þjóðum, og megum þakka fyrir að læra
af þeim.
í júlímán. 1891.
Tb. Gunnabsson.
Enn út af »friðun æðarvarps«-
He'rra ritstjóri! Jeg ætla mjer ekki að
fara að gefa mig mikið fram í deilu þeirra
Sigurðar prófasts Jenssonar og P. Er. Egg-
erz út af þessu máli. f>ótt jeg sje talsvert
kunnugur á Breiðafirði, þá er jeg samt ekki
svo kunnugur því sem þeim hefir á milli
farið, eða því sem gerzt hefir í Æðarrækt-
arfjelaginu, að jeg geti komið fram eins og
áreiðanlegur dómari í því máli.
Hins vegar þykir mjer óviðfeldið, þar sem
annar málspartur (P. Er. E.) er í fjarska
og getur ekki svarað fyr en löngu eptir dúk
og disk, þ. e. löngu eptir að mál það, er
þeir þrátta um, verður orðið útkljáð á þing-
inu, málið um lántökuna til vargeyðingar,
—að enginn verði til að taka í tíma svari
þessa fjarverandi málsparts, eða rjettara
sagt þess málstaðar, er hann berst fyrir.
Fyrst og fremst þykir mjer þurfa að mót-
mæla í kröptugasta máta þeim ummælum í
svari hr. Sig. Jenssonar, að hjer sje verið
að »snikja út fje úr landssjóði*. þetta er
alveg rangt orðalag, og getur ekki verið í
góðgjarnlegum tilgangi brúkað.
Hjer er ekki spurning um neinar sníkjur.
það er ekki farið fram á eins eyris gjöf úr
landssjóði, eða styrk, eða framlag. Hjer er
að eins farið fram á lítils háttar lán úr við-
lagasjóði, með fullum vöxtum og fullri trygg-
ingu fyrir skilvíslegri endurborgun.
Að neita um slíkt lán er sama sem að vilja
beldur lána ríkissjóði Dana fje viðlagasjóðs
fyrir 3£°/>, heldur en innlendu framfarafyrir-
tæki gegn 4/.. það væri þó herfileg fjarstssða.
Að rjettu lagi varðar lánveitanda eigi hób,
um, hvernig láninu er varið. En ætli hann
að gjöra sig að fjárhaldsmanni lántakenda,
þá liggur þó nær að fara eptir því, sem all-
ur þorri þeirra vill, ef þeir eru í fjelagi,
heldur en örlítill minni hluti, sem menn
vita auk þess lítil eða engin deili á.
Annarstaðar horfa menn eigi í að veita,
stórfje af almannasjóði, gefa það beinlínis,
til þess að friða mikilsverða atvinnuvegi,
— eyða ýmiss konar vargi eða illyrmi (engi-
sprettum, silkiormi o. s. frv.). Hjer mætir
það mótspyrnu, að leyfa mönnum sjálfum
að taka lán til þess, gegn fullri tryggingu.
Ollum, sem nokkuð þekkja til við Breiða-
fjörð, mun fullkunnugt, að stórmiklu hefin
ágengt þar orðið með eyðing varpspillingar-
vargs síðan Æðarræktarfjelagið tók til starfa.
Getur vel verið, að lán það, er nú beðið um,
gjöri ekki allt það gagn, sem lánbeiðendur í-
mynda sjer. Um það getur líklega enginn sagt
með neinni vissu; en nær sanni hljóta þó
þeir að fara, sem ástandinu eru kunnugir og
eyðingaraðferðinni, heldur en hinir. En það
er öllum almenningi vitanlegt, að enginn mað-
ur hjer á landi hefir lagt jafnmikla alúð á að
kynna sjer allt sem að æðarrækt lýtur og það
sem til friðar heyrir þeim atvinnuveg, eins og
einmitt formaður Æðarræktarfjelagsins, og-
hljóta menn þá eptir almennum reglum að
leggja meiri áherzlu á hans dóm í þeim efn-
um en einhvers og einhvers, er enga sjerstak-
lega reynslu eða þekkingu hefir til að bera.
Orðugt mun að nefna nokkurt það nyt-
semdar- eða framfarafyrirtæki, er eigi mæti
einhverri mótspyruu, frá einhverjum »minni-
hluta«, og skyldu menn sízt við það miða.
Eða er það alvara hr. S. J., að ætla að dauð-
rota viðleitnina að eyða svartbaknum með.
þeirri sögu, að vanrækt hafi verið nú undan-
farin ár að taka egg undau svartbak í sumum
eyjum oghólmum í Skarðsstrandarhreppi, und-
ir handarjaðrinum á sjálfum formanni Æðar-
ræktarfjelagsins? Hann getur þó ekki ætlazt-
til, að íormaður Æðarræktarfjelagsins sje al-
máttugur og altsjáandi, svo að enginn þver-
höfði eða trassi geti komið við að svíkjast um.
það sem gjöra ber til að eyða varginum.
Auk þess vita kunnugir mikið vel, að einn
helzti ábúandinn á Skarðströnd hefir risið.
öndverður gegn eyðing svartbaks af þeirri.
ástæðu, að þá missti hann hinn bezta á-
burð, sem til væri, á grashólma nokkra, er
jörðinni fylgja,, þ. e. fugladritinn! Mun
það vera aðaldœrnið, sem hr. S. J. er að.
dylgja yfir, og tel jeg hann ekki öfundsyerð-
an af því.
Breiðfirðingur.
Suðurmúlasýslu 12. júlí: »Sumartíðin,
hefur verið ágæt frá 20. maí þangað til nú,
en grasspretta er í lakara lagi sökum stöð-
ugra og langvinnra þurka. En í gær brá
til vætu, og geta tún og engi tekið bótum
enn, þar sem þau eru ekki brunnin til
skemmda, eins og sagt er að eigi sjer stað,
sumstaðar í Fljótsdalshjeraði.
Fiskiafli er dágóður hjer á djtipmiðum og
sumstaðar inn á fjörðum, t. a. m. í Fá-
skrúðsfirði. Síldarveiði er einnig stunduð f
sumar af Norðmönnum þeim, sem eru bú-
settir hjer. J>annig eru 2 norsk-íslenzk
nótfjelög í Reyðarfirði, og von á hinu þriðjaj
hið fjórða er alíslenzkt, eign konsúls C. D.