Ísafold - 08.08.1891, Síða 3

Ísafold - 08.08.1891, Síða 3
251 Gufubáturinn «Faxi« fór í fyrra dag vestur að Búðum og kom aptur í gærkveldi. Gekk ferðin mikið vel. Kom við báðar leiðir hjá Skógarnesi í Miklaholtshreppi. |>ar er ^skipalega góð fyrir innan Tjaldeyjar, 3 faðma dýpi og leirkenndur sandbotn, en innsigling varasöm, milli skerjaklasa tveggja, er ganga nær 1 mílu út frá landi, þó bein nokkurn veginn og hrein leið, «það sem hún nær, £ mílu á breidd. Hugsa Hnappdælir gott til, að þangað takist sigling, og panta nú vörur þangað með »Faxa« hjeðan í næsta mánuði. Hr. Sigf. Eymundsson var sjálfur í þessari ferð. Hafði hann látið mæla innsiglinguna í vor. Gufuskipið Augusta, frá Bergen, um 200 smálestir, kom hingað í fyrra dag frá Borgarnesi og fór aptur í gær áleiðis til Nor- vegs. Hafði farið með vörur norður á Blöndu- ós frá Borgarnesi, mest pantaðan við, og tví- vegis inn á Hvammsfjörð. Gekk það ferðalag mikið vel og viðstöðulaust. ið eptir miðaptan, að teknujp andvörpum, sem glögglega sást, andaðist hann«. Hann var fæddur 13. nóvbr. 1836 að Smáhömrum í Strandasýslu. Foreldrar hans voru Tómas bóndi Jónsson á Smáhömrum og Herdís Björnsdóttir. Hann útskrifað- ist úr Reykjavíkur lærða skóla 1858, a£ prestaskólanum 1862 og vígðist sama ár prestur að Einholtum í Hornafirði, fekk veitingu fyrir Prestbakka í Strandasýslu 1869 og Asum í Skaptártungu 1880. Hann þótti vera mikið góður kennimað- ut og Itinn liprasti í öllum embættisverk- um, .góðmenni og síljúfur, hvort heldur haun var við öl eða ódrukkinn*. Hinn 25. f. mán. andaðist Árni Guð- mundsson, bóndi á Reynifelli á Rangár- völlum, 67 ára gamall, einn hinna merk- ustu bænda í þeim hjeruðum, valinkunn- ur sómamaður. Hann var sonur Guð- mundar bónda Brynjúlfssonar á Keldum. Hann reisti bú á Reynifelli rirmlega tvít- ugur og bjó þar slðan alla æfi við góð efni. henni berjast, heldur hinum; peim má vera það kærkomið, að ekki sje fastara um hnút- ana búið en svo, að leggja megi hana niður aptur hvenær sem vill með einfaldri fjárveit- ingarsynjun (í fjárlögunum). Hinir æstustu mótstöðumenn nýmælis þessa spara ekki það lúalag til að spilla fyrir því, að gefa 1 skyn, að aðaltilgangur- inn sje, að útvega manni þeim brauð, er mest og bezt hefir fyrir því barizt. það er gamalt mein og sorglegur vottur um lítilsigldan hugsunarhátt, að láta nytsöm- ustu fyrirtæki gjalda ímyndaðrar eigingirni formælenda þeirra. Hjer hafa menn nú ekki einu sinni nokkurn staf fyrir því, að sá, sem hjer á hlut að máli, skólastjóri Jón jpórarinsson, yrði einu sinni fáanlegur til að taka að sjer skólaiðnaðar-kennsluna, ef til kæmi, hvað þá heldur að hann græddi minnstu vitund á því, þó svo yrði. En hitt vita allir, að sýni einhver sjerstaklegan á- huga á einhverju máli, og sje annars góðum hæfileikum búinn, þá er hann vanalega manna bezt til þess kjörinn, að'koma því til framkvæmdar, og því mest í fyrirtækisins þágu, að það fái að njóta hans. Ganga má að því vísu, að mótstöðumenn þessa fyrirtækis gjöri sitt ýtrasta til við 3. umr. fjárlaganna annaðhvort að fella málið algjörlega, eða þá, ef til vill, öllu heldur að snúa því upp í eitthvert kák; því það er alþekkt fangaráð til að láta nýmæli verða að engu, og mjög tíðkað vor á meðal, eins og allir vita. Islenzkt dýraverndunarfjelag Hin nafnkennda skáldkona og rithöfundur Benedicte Arnesen Kall, í Khöfn, dóttir Páls Árnasonar rektors og orðbókarhöfund- ar, hefir ásamt 8 öðrum íslenzkum hefðar- konum þar (í Khöfn), þar á meðal 2 lands- höfðingjafrúm, gefið út í vor boðsbrjef til »íslenzks dýraverndunarfjelags», sem hjer með birtist aðalefnið úr, með beztu með- mælum og von um góðan árangur, ekki sízt fyrir þau áhrif, er »Dýravinurinn» er þegar búinn að hafa á hugsunarhátt almenn- ings í því efni: »þ>að er sannfæring vor, að f>jóðvinafje- lagið hafi gjört þarft verk bæði fyrir menn og skepnur, þar sem það hefir nú gefið út fjögur hepti af »Dýravininum« til þess, að hvetja menn til mannúðlegrar meðferðar ú skepnum, og vekja athygli þeirra á þvf, að 111 meðferð á skepnum er minnkun og efna- tjón fyrir hvern einscakan mann, og landið yfir höfuð. En rit eru ekki einhlít; menn þurfa jafn- framt að bindast í fjelag til þess, að fá þessu þarfaverki framgengt sem fyrst. Dýraverndunarfjelög eru nú í flestum lönd- um í Evrópu. í Danmörku og Svíaríki hafa konur verið fyrstu hvetjendur og stofn- endur þeirra. Yjer viljum nú af alhuga styðja að því, að íslenzkar konur verði ekki mörg ár eptirbátar stallsystra vorra erlendis, og mælumst því hjer með til þess, að þjer vekið máls á þessu efni við konur í yðar hjeraði, og verðið framvegis hjálplegar í því, að »íslenzkt dýraverndunarfjelag verði stofn- að næsta ár«. Hval rak Í Grindavík 4. þ. m., eða var róinn til lands, á Krlsuvíkur land. Hafði ver- ið drepinn af hnýðingum. Var hálffertugur milli skurða. Brú á Hvítá. Dm mánaðamótin síð- ustu var fullbúin brúin á Hvítá í Borgar- firði hjá Barnafossi. f>að er trjebrú, 29 álna löng, og 3-—4 (?) álna breið. Yfirsmið- ur var óðalsbóndi Einar B. Guðmundsson á Hraunum í Fljótum, er gjört hefir brýr með sama lagi á 2 ár í Skagafirði. Fyrir fyrirtækinu hafa staðið búnaðarfjelögin í Reykholtsdalshreppi og Hálsasveit, og megn- ið af kostnaðinum borgað úr þeim sveit- um. þrír menn úr Bæjarsveit og nokkrir Hvftsíðingar hafa verið með 1 samskotun- um. Auk þess lagði Búnaðarfjelag Suður- amtsins 200 kr. þ. á. og hefir heitið 200 kr. í viðbót með skilyrði. Ágizkaður kostn- aður 1500 kr., en reikningur eigi fullgjör enn. Biskupsvísitazia- Biskupinn, herra Hallgrímur Sveinsson, kom heim 4. þ. m. úr yfirreið sinni um Snæfellsness og Mýraprófastsdæmi; lagði af stað 11. f. mán. Laust brauð. Ásar í Skaptártungu (Ása og Búlandssóknir) í Vestur-Skapta- fellsprófastsdæmi 998 kr. 25. a. I brauð- inu er prestsekkja, sem næsta fardagaár uýtur náðarárs. Brauðið veitist frá næstu fardögum. Mannalát. Síra Brandur Tómasson, prestur á Ásum í Skaptártungu, andaðist sunnudag. 19. f. mán., nær hálf sextugur. »Hann hafði á laugardaginn áður nðið að næsta bæ, Flögu, til að gjöra fólki að- vart um, að messað yrði að Ásum á sunnu- deginum. þegar hann kom heirn, hafði hann verið nokkuð ölvaður, en þó ekki fram úr hófi. Hann var syfjaður og vildi geta sofnað, tók því inn ópíum, jafnvel 30 dropa fyrst, sofnaði svo, að sagt er, vakn- aði aptur og tæmdi þá það sem var á tveggja lóða glasi af ópíum. Tilraun var gjörð með að láta hann selja þessu upp, en það heppnaðist ekki. Á sunnudags- morguninn var hann vakinn og borinn út í kirkju, óskaði þá, að heimilis fólkið væri kallað til sín og var það gjört; kvaddi hann síðan fólkið; eptir þaðr var hann borinn inn aptur. Hann hafði sagt að hann gæti ekki embættað, en ef fólk kæmi til kirkju, vildi hann að lesið væri fyrir því í Vídalínspostillu. Eptir þetta fjell hann í fastan svefn, svo hann varð varla vak- inn. Læknir var sóttur; kom hann hjer um bil kl. 1—2, en lífgunartilraunir all- ar urðu árangurslausar. Á sunnudagskvöld- Magnús JónssonáVilmundarstöðum fceddur 9. nóv. 1801, dáinn 27. júní 1891. þegar jeg fjekk veitingu fyrir Reykholti vorið 1883 og hugsaði upp til dalsins, var mjer eigi annað ljóst frá skólaferðum mínum, en Snorralaug og Vilmundarstaðatún. það blasti svo fagurlega við í miðjum dalnum, þetta rennsljetta, græna skáborð utan í melnum, að myndin af þvf var greypt inn í minnið. þ>ar mátti líka með sanni segja, að bónd- inn gerði garðinn frægan. Magnús heitinn tók þar við niðurníddu koti, að sögn; nú er það með betri jörðum í dalnum, mest vegna túnsins, sem hann færði út stórum, girti allt og sljettaði. Vorið 1837 reisti hannþarbú, og voru það fyrstu og síðustu skipti á sama- stað á hans löngu æfi, því að fram að þrí- tugsaldri var hann í Norðtungu, þar sem faðir hans bjó í betri bænda röð. Árinu síðar kvæntist hann Astríði, dóttur granua síns, Hannesar á Steindórsstöðum ; hún er dáin fyrir 8 árum. þau áttu 9 börn, lifa 5 synir, allir búsettir á helztu jörðunum í Reykholtsdalsprestakalli, Jón f Stóra-Asi, Hannes í Deildartungu, |>orsteinn á Húsafelli, Sigurður á Vilmundarstöðum og Einar á. Steindórsstöðum, hreppstjórar og oddvitar í sínum sveitarfjelögum, og mun Magnús Heit- inn verða talinn kynsæll maður í Borgar- firði. Nokkuð fje mun Magnús hafa fengið með konu sinni, en mest af eigum hans, sem heita máttu miklar , voru þó eigið aflafje. Atorkan var framúrskar- andi bæði á sjó og landi, og nokkuð fjekkst, hann lfka við smíðar og bæjarbyggingar. Ymsar munnmælasögur heyrði jeg um það, hve samhent þau hjón voru í dugnaðinum. En mest er um það vert, að það er samhljóða, og afdráttarlaus vitnisburður allra um hann dauðan, að enginn hans peningur var rang- lega fenginn. Hann var fágætur sæmdarmaður, Magn- ús heitiun, enda virti hann og elskaði hvert, mannsbarn; fremur var hann hjásneiðinn, en legði hann eitthvað til mála, þá var það um leið ráðið ráð; enginn reyndi að bæta. sig á tillögu gamla Magnúsar. Maðurinn, var bæði höfðinglegur og um leið einkar- góðmannlegur, og þar mátti segja, að litur deildi kosti. Vitanlega hlóðust á hann öll hin venju- legu störf í sveitarfjelaginu; hyggindin hjeld- ust í hendur við drengskapinn og andans atgjörvi var eigi minna en lfkamans. Jeg hafði tækifæri til að reyna það, að hanu var einkar vel ritfær og reikningsfær, og þætti mjer sennilegast, að hann hefði kennt sjer hvorttveggja mest og bezt sjálfur. það segir sig og sjálft, að hann var bjargvættur síns fjelags, er í nauðir rak, og reyndi eigi svo lítið á það vorið 1882. |>að sá ekki á fyrningunum á Vilmundarstöðum, hvað mik-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.