Ísafold - 12.08.1891, Page 1

Ísafold - 12.08.1891, Page 1
3K. emu. út á miðvikudögum og augardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 k?. *Borgist fyrir miðjan júlfmánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundln v.ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVIII. 64 Reykjavík, miðvikudaginn 12. ágúst. 1891 Heiðraðir kaupendur ísafoldar á- minnast um, að blaðið áiti að vera borg- að fyrir miðjan júlimánuð. PJE.TUR PJETURSSON biskup. ... .aWi.'IVm I. Háaldrað, höfugt og þreytt, ó, hneig þig í signuðum friði, (guði sje lof sem þig gaf!) göfgasta höfuð vors lands! Kirkjuleg öld vor er ei, en öldin til grafar þjer fylgir, blessandi biskupsdóm þinn, biskup í sannleik þú varst! Hirðir þú varst, eigi völd né valdboð né hjátrú þig studdi; innan og ofan frá kom embættis tign þín og dáð. Vægð fyrir vald kaustu helzt, ogvaldherrans strangleikþú beittir (af því varð auðna þín stór) einungis sjálfan þig við. Leiðtogi’ og ljós varstu oss, þíu lífsspeki náði til hjartans, af því að orðið var Krists, eiginni sjálfsprófun stutt. Nytsemi, friðsemi, frægð og fegurð varð líf þitt til enda, kveður sem signaudi sól, slokknar sem altarisljós! II. Fækka landsins fornu tré frostnæðingi kaldar, Guði vígð á hauður hné heiðursbjörkin aldar. Sorgarfregn um fjöll og dal fer að hverjum garði: eins í hreysi’ og háum sal hvílir Péturs varði. Hann var þjóðar sinnar son, sendur henni’ í stríði, ungur hennar ást og von, aldinn hennar prýði. Hennar forna hraustleik bar, hetju kostum búinn, gjörvileik og gæfu þar gipti snilld og trúin. Kík var sál, en hraust var hönd, heiminn við að stíma, viljinn stór, en viðkvæm önd, valdi ráð í tíma. Ungum munni minntist við móðnr sína kalda, féll á kné að fornum sið fyrir kóngi alda; Sór, að vernda hraustri hönd hennar skírnarklæði, sór, að leggja líf og önd lífs við æðstu gæði. Gekk svo fram með stólu’ og staf stríðs að helgri yrkju, hönd og dáð og hjarta gaf heiðri Guðs og kirkju. Allir hrósa auðnuhag afreksmanns á foldu, þó er víst, hann þungan dag þoldi ofar moldu. Hjartað klökkt, en hyggjan þétt, heimur vélar tómar, gabb og brigzl fyrir gott og rétt, grimmir og kaldir dómar. |>ó varð honum hvergi um megn heimsins vana-glaumur, annar dýpra gekk í gegn geigvænn tímans straumur. Og á slíkum öldusjó — eins og helgum nafna, — fannst honum víst semfesta’ ogró farast myndi’ og kafna. Bn sem þegar Israel átti stríð um nóttu, ekki sáu aðrir vel ógnir þær hann sóttu. Guð einn telur góðs manns tár, gefin fyrir lýði; kappinn nefnir sjaldan sár, sem hann fær í stríði. |>ótt nú flestum finnist senn fölni klerka blómi, lengi voru vígðir menn vorrar þjóðar sómi. Hver hefir fleiri manna mein mýkt á vorri foldu? Loks eru þessa biskups bein byrgð í vígðri moldu. Er sem heyri’ eg óma róm orðtak seinni tíða: betur kunni’ ei kristindóm klerkur fyr að þýða. Legðu, þjóð mín lyndisgljúp, lengi rækt við Pétur, fár þitt sjúka sinnis djúp sá eða lýsti betur. fpakka máttu stríð og starf, stórverks þér hann unni, mundu’ hann gaf þér mikinn arf meðan bærast kunni. — Yfir guðsmanns banaból breiðist Drottins heiði; Guði dýrð mót glaðri sól gráti rós á leiði! Matth. Jochumsson. Brúartollsmálið. það er gaman að geta farið Ölfusárbrúna nýju og aðrar væntanlegar brýr yfir stórár landsins alveg viðstöðu- og tafarlaust og al- veg eptirlitslaust, alveg afskiptalaust um, hversu hirðulauslega eða gapalega sem brúin er notuð. jþað er bæði gaman og frjálslegt, — já, smellaudi f-r-r-r-jálslegt. það er skemmtilegt, að kornast hjá gjöldum, smá- um og stórum, og óviðjafnanlega ánægju- legt, að geta látið landssjóð borga fyrir sig. Vitanlega er enginu samjöfnuður á því, að gjalda 10 a. í brúartoll og geta fyrir það komizt hiklaust og þurrum fótum yfir stór- kostlegt vatnsfall, eða að greiða 2ð a. í ferjutoll og hafa þar á ofan langa töf og verða að sundleggja hestum sínum, með talsverðri hættu opt og tíðum; en þó er betra sem betra er, að hafa hin miklu þægindi, sem brúin veitir, og þurfa alls ekkert fyrir að gjalda. þannig horfir málið við frá þeirra sjónar- miði, er brúna eiga að nota. En — gamanið er minna fyrir hina, sem eiga að »borga gildiðo, þ. e. bera kostnaðinn af ótolluðum og gæzlulausum brúm yfir stórár landsins. því það fer saman, að þær sjeu ótollaðar og gæzlulausar. Stend- ur svo á því, að nákvæmri, daglegri gæzlu verður ekkert úr, þegar til framkvæmdanna kemur, nemu þar sje samfara tollheimta. Tollheimtan krefst stöðugrar návistar toll- heimtu- og gæzlumaunsins við brúna eða á henni, hvenær sem um hana er farið, og með því einu móti er hægt að afstýra harðri reið eða aunari ógætilegri meðferð á brúnni. An tollheimtu yrði það eptirlit naumast trútt, þótt launað væri allvel á annan hátt. En öðruvísi gæzlu en stöðugrar, daglégrar gæzlu er hjegómi eða þá að minnsta kosti óþarfi að kosta fje til að neinum mun. |>ví slík gæzla getur eigi náð leugra en að segja til, ef fúi eða ryð sjest á brúnni. það geta næstu búendur auðvitað gert — lengra getur þeirra eptirlit ekki náð—, fyrir peninga; en slíkt eptirlit er heldur ekki nein ofætlun fyrir næsta yfirvald, sýslumann eða þá hrepp- stjóra, sem mundu eiga þar leið um eða nærri nokkrum sinnum á ári, og meira þarf ekki til þess. Toll-leysið og gæzluleysið er, hvað Ölfus- árbrv'ma snertir, gaman-Zawsí fyrir sýslusjóði Árnesinga og Kangvellinga, sem verða að svara út árlega stórfje í afborgun og vexti

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.