Ísafold - 19.08.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.08.1891, Blaðsíða 3
263 J)jóðskörungs Islendinga, sem hafi verið Is- landi jafnoki hins fræga 0’Connel3 fyrir írland. Gufuskipið Magnetic (Slimons) kom hingað í gærmorgun frá Skotlandi og með henni fáeinir Englendingar. Eer aptur undir helgina beint til Englands með hesta. Ölfusárbrúin- í fyrra dag var hún komin það langt, að verkamenmrnir (ensku) gátu gengið milli landa. f>ó er óvíst, að þeir verði húnir með sitt verk, þ. e. að leggja járnbrúna alveg, fyr en í næstu viku, og er þá trjesmíðið allt eptir, en það er meðal annars að leggja þrenna bjálka eptir endi- langri brúnni og þar ofan á tvöfalt gólf af plönkum. Mun eigi þurfa að ráðgjöra, að það verði fullbúið fyr en viku af september. Hvalrekinn i Grindavík. »Af hvaln- um sem var róinn á land nálægt Selatöng- um í Krýsivík 3. þ. m., var landhlutur seld- ur 11. þ. m. við opinbert uppboð. Uppboð- ið var vel sótt, bæði úr nágrenni og nær- sveitum, en fæstir fengu sem vildu, og sum- ir ekkert. Fiskurinn hafði verið magur og spik þess vegna þunnt, rengi var skárra, en kjöt varð óætj, eptir 8 daga veðravolk á bersvæði, komst vættin (8 fjórðungar) af spiki á ð kr., en af rengi 6 kr., svo meðal- verð á hvalnum, heimfluttum til hæjar á Grindavík, varð 10 a. pnndið, og þótt dýrt þyki, verður þetta alJgott matarverð mót öðrum mat; en mikið tjón var að því, að kjötið var látið skemmast. Uppboðið var sótt úr Olvesi, Selvogi og Mosfellssveit, og hefir hvert pd. þangað flutt orðið lð aura af spiki og rengi, þar lítið fekksc eptir hestafjölda«. f Árni Guðmundsson hreppstjóri á Keynifelli á Kangárvöllum, fæddur 30. apríl 1824, dáinn 2ð. júlí 1891. Nú er fallinn forn að velli, fast að kominn hárri elli reymrinn á Reyuifelli. Lengi stóð hann bezt í blóma, byggð og landi var til sóma, sveit og land það saman róma. Stóð hann fast, er stormar dundu, stóð, er aðrir viðir hrundu; ekkert beygt hann gat að grundu. Gnæfði sterkur allt til elli yfir fagra Rangárvelli reynir sá á Reynifelli. í>ótt hann yfir aðra gnæfði, eins og sönnum kjörvið hæfði, hógværð þó og auðmýkt æfði. Margir skjóls þar mikils nutu, margir hjálp þar góða hlutu. Yilji og efni aldrei þrutu. Margur fyr, er fór um veginn, fjekk þar stóran greiða þeginn; góðan bónda gisti feginn. Nú er þessu loksins lokið, líka í þetta skjól er fokið; enn á svarta sanda rokið. Enn þó kvistir eptir gróa af þeim reyniviði frjóa; mun það enn þá mörgum fróa. jþótt sá viður fagur fjelli, fyrnist ei um Rangárvelli reynirinn frá Reynifelli. Hans var borg ei byggð á sandi. Blómgast enn þá sílifandi reynir sá á lífsins landi. V. Br. Alþingi. XX. Afgreidd lög frá alþingi frá því síðast: XIX. Um löggilding verzlunarstaðar að Haukadal í Dýrafirði. XX. Um þóknun handa hreppsnefndar- mönnum. 1. gr. Ef meiri hluti gjaldenda þeirra, er kosningarrjett eiga að lögum, samþykk- ir á 'nreppaskilaþingi, má veita þeim manni, er gjaldheimtu hefur á hendi fyrir sveitar- sjóðinn, þóknun, er sje allt að 4”/» af hinu innheimta gjaldi, en ábyrgjast skal hann, ef I hann þiggur þóknunina, að sveitasjóðurinn | missi einskis af þeim tekjum, er lögtaks- rjettur fylgir.’nema lögtak hafi reynzt á- rangurslaust. 2. gr. Oddvita hreppsnefndar má veita þóknun af sveitarsjóði, 25—75 kr. árlega, ef gjaldendur samþykkja, á sama hátt og fyrir er mælt í 1. gr. 3. gr. Samþykki það, sem um er rætt í 1. og 2. gr., gildir iyrir 3 ár í senn. 4. gr. Sjerhver ágreiuingur, er rísa kann út af lögum þessum, heyrir undir fullnað- arúrskurð sýslunefndar. XXI. Lög um breytingu á lögum um kosn- ingar til alþwyis 14. sept. 1877. 1. gr. Kjörskrárnar skulu samdar einu sinni á ári hverju; skulu þær kjörskrár lagð- ar til grundvallar, sem þá eru í gildi, en þeir kjósendur úr felldir, sem síðan eru dánir eða hafa flutzt burtu eða misst kosningarrjett sinn (sbr. 2., 4. og 5. gr. Jaga um kosningar til alþingis 14. september 1877) og þeim bætt við sem siðan hafa öðlazt kosningarrjett eða fyrir 6. júnímánaðar fullnægja þeim skilyrð- um, sem sett eru um aldur og heimili. Enn fremur skulu þeir, sem að vísu enn þá eigi hafa fullnægt þeim skilyrðum, er síðast var getið, en vænta má að muni fullnægja þeim einhvern tíma á því ári, er kjörskrárnar skulu gilda fyrir, teknir upp á skrá . sjer, og skal um leið tilgreina þ»nn dag í árinu, er þeir annaðhvort verða fúllra 25 ára að aldri, eða hafa verið heimilisfastir í kjör- dæminu eitt ár. 2. gr. Kjörskrárnar skulu leiðrjettar í febrúarmánuði ár hvert. Efasemdum þeim, sem þá kunna að koma fram, skal hlutað- eigandi hreppsnefnd eða bæjarstjórn skera úr, þá er búið er að fá skýringar um málið. 3. gr. Frá 1. til 21. marz, að báðum þessum dögum meðtöldum, skulu kjörskrárn- ar liggja öllum til sýnis á þeim stað, sem er hentugur fyrir hreppsbúa, eða eptir at- vikum á fleiri slíkum stöðum. Staðfest ept- irnt af skránum má hafa til þess að leggja fram. Hvenær og hvar skrárnar verða lagð- ar fram, skal birta að minnsta kosti með 14 daga fyrirvara við kirkjufund eða á ann- an hátt, sem vant er að birta almennar auglýsingar þar á staðnum. 4. gr. Kjörskrárnar gilda frá 6. júní til 5. júní árið eptir. Samkvæint þessum skrám skulu allar kosningar til alþingis fram fara á því ári, þó þannig, að þess verði gætt, að þeir menn, sem á aukaskránDÍ eru (1. gr.), að eins hafi rjett til þess að greiða atkvæði, ef þeir fyrir kosningardaginn hafa fullnægt þeim skilyrðum, sem sett eru um aldur og heimili. Ef kosning kemur fyrir fleirum sinnum á árinu, skal eptirrit af skránum, sem staðfest sje af hlutaðeig- andi sveitar- eða bæjarstjórn, vera til taks til aínota við hina nýju kosningu. 5. gr. Með lögum þéssum eru úr gildi felldar 9., 10., 11. og 17. gr. í lögum um kosningar til alþingis 14. sept. 1877. 6. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. dag. jan- úarmánaðar 1892. XXII. Um breytingu á lögum um stofnun landsbanka 18. sept. 188S 26. gr. 1. gr. Framkvæmdarstjóri landsbankans hefur í árslaun 5000 kr. Framkvæmdarstjóri landsbankans má aldrei hafa embættisstörf eða önnur atvinnustörf á hendi. Bókarinn hefur 2400 kr. í árslaun. Fjehirðir hefur 2400 kr í árslaun. Ennfremur hefur fjehirðir i°/00 af inn- borgunun og útborgunum samkvæmt reikn- ingi bankans fyrir hvern ársfjórðung 2. gr. Lög þessi öðlast gildi að því er framkvæmdarstjórann snertir, þá er hann fullnægir skilyrðum þeim, er hoúum eru sett í 1. gr. Fátækramál- jþeir Jens Pálsson og Indri Einarsson bera upp þingsályktunartill. um að skora á landsstjórnina að skipa 5 manna neínd milli þinga, til að íhuga fá- tækramál landsins og semja frumvarp til nýrra fátækralaga, er lagt verði fyrir al- þingi 1893. Ölfusárbrúin. jón þórarinssou vill láta þingið skora á landsstjórnina að hlut- til um, að nægilega trygg gæzla verði sett við Olfusárbrúna þegar er brúin verður af- hent til afnota. Skúmstaðaós- í>orl. Guðmundsson vill að þingið skori á landstjórnina, að láta verkfræðing ' skoða skeriu við Skúmstaðaós á Eyrarbakka, og gjöra áætlun um kostnað við að sprengja úr þeim, svo að hægt sje að sigla kaupskipum inn á austur-höfnina. Endurskoðari landsreikninganna til næsta þings var kosinn í gær af neðri deild yfirdómari Jón Jensson. Aður var það sýslumaður Páll Briem. Fjárlögin í efri deild. Efri deild samþykkti í gær við 2. umr. flestar tillögur nefndarinnar þar, — nema styrkinn til út- breiðslu bindindis vildi ekkert hafa með hann að gera!! Skáldlaunin til síra Matth. Joch. og frú Torfh. Holm eru því fallin þar, nema hvað Akureyrarbrauði er veitt 600 kr. nppbót—, en tannlækni Nickolin og Biini Olafssyni veittar 500 kr. ársstyrkur hvorurn. Sögustyrkurinn til Boga Th. Melst. færður niður í 600 kr. hvort árið, og ferðastyrkur Asgeirs Blöndals niður í 1200]4kr. Gufu- skipsferðastyrkurinn samþykktur eins og nefndin lagði til (sjá síðasta bl.). Lagaskóli. Nefnd í efrijdeild fvill fella. háskólafrv. B. Sveinssonar, fsamþykkt af neðri, en skora í þess stað á landstjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp ’til laga laga um stofnun lagaskóla á Islandi. Fallin frumvörp. Frá því síðast hafa þessi frv. verið felld, bæði í efri d. 32. Um afnám embætta |(amtmannaem- bættanna og landritaraembættisins), fellfc með 8 : 3 atkv. 33. Um vegi (frv. Jens Pálssonar), f. með 9 : 2 atkv. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu brunamálastjóra O. Finsen? og að undangengnu lögtaki 30. j. m. verður húseign Sturlu Jónssonar, nr. 14. í Aðalstrœti í Reykjavík. samkvœmt lögurn 16. desbr. 1885 með hliðsjón af opnubr. 22. apríl 1817, selt hœstbjóðanda við 3. opinber uppboð, sem haldin verða mánu- daðana 24. p. m. og 7. og 21. nœslkom- andi septembermán., hina fyrstnefndu 2 daga á skrifstofu bæjarfógeta og síðasta daginn í hústnu sjálfu, til lúkningar ó- greiddu brunabótagjaldi til dönsku kaup- staðanna. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegt og söluskilmálar verða til sýnis á skriýstofu bcejarfógeta degi hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 6. ágúst 1891. Halldór Daníelsson-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.