Ísafold - 16.09.1891, Side 2

Ísafold - 16.09.1891, Side 2
þreytta sál rjett til að fá hvíld frá erfiði sínu og áreynslu, frá óskum sínum og eptir- löngunum, í kyrrlátri undirgefni undir vilja guðs. Hvar ætti hún fremur að geta fengið hvíld en í föðurfaðmi hans ? Ems og dauð- syfjað barn leggur sig út af við brjóst móður sinnar og lœtur hana gera við sig hvað sem hún vill,eins gefur dauðþreytt sál sig kcerlcika guðs algjörlega á vald«. Á líkan hátt greiðir höfundurinn úr ýms- um vafaspurningum leitandi sálar, t. d.: »aí hvefcju gjörum vjer bæn vora til guðs ? Af hverju er oss svo tamt að tala við mann, sem oss þykir vænt um ?« Höfundurinn svarar : »Af því að oss þykir vcent um hann. Vjer biðjum til guðs, af pví að vjer elskum hann. Kærleikurinn kemur eðlilega fram í því, að biðja. Do.fni kærleikurinn, þá minnk- ar og dofnar bænin«. Minn ddmur um bókina er í stuttu máli á þessa leið : Margur sá, sem aldrei hefir átt heima í heimi bænarinnar eða er fluttur þaðan fyrir löngu síðan, hlýtur að hverfa þangað, þegar hann hefir lesið bókina. Sá, sem hefir átt þar heima fyrir siða sakir, hlýtur að blygðast sín fyrir það,, þegar hann les bókina. Er þá tvennt til : annaðhvort snýr hann þaðan að fullu og öllu, eða hann tekur sjer þar bólfestu fyrir fullt og allt. Sá, sem kunnugur er orðinn í heimibæn- arinnar, hlýtur að dást að því, hve snilldar- lega höfundinum tekst að lýsa öllum við- burðum í þeim dýrðlega heimi. þeim manni verður bókin sjerstaklega kærkomin. þýðandinn segir í formálanum, að þessi bók muni verða einkar-kærkominn gestur fyrir »]eitandi sálir í andlegum efnum«. Um það er jeg honum fyllilega samdóma, og bæti því við, að íslenzk alþýða er ekki •leitandi f andlegum efnum«, verði henni bókin ekki kærkomin gestur, þegar hún fer að kynnast henni. Jeg vil svo að lokum óska þess, að þessi orð mín mættu verða til þess, að prestar og alþýða manna þegðu ekki þessa ágætu bók alveg fram af sjer. Mjer liggur við að segja, að það væri sorglegur vottur um and- legt rænuleysi meðal alþýðu eða áhugaleysi meðal kennimannlegrar stjettar um sálar- velferð þeirrar hjarðar, er henni er trúað fyrir. AlÞýðumaðuií. Um Jónas Hallgrímsson, hvar og hve nœr hann orti eptir Bjarna Thorarensen. Hannes Hafstein segir í formálanum fyrir ljóðmælum Jónasar (á XXXIII. bls.), að Jónas hafi ort erfiljóðið um Bjarna amtm. Thorarensen í Glaumbæ sumarið 1841. Við þessa frásögu styðst dr. Björn M. Ólsen í Tímariti Bókmenntafjelagsins XII. árg. 1891 (55. bls.). Bóndi nokkur austur í Fljótsdal, Gunnar Hallgrímsson, sem nú er dáinn, hefir sagt mjer frá uppruna kvæðis þessa á allt annan veg. Hann sagði svo frá: þeir Jónas voru að ferðast um Iandið þetta sumar (1841). Gunnar var fylgdar- maður Jónasar. Að áliðnu sumri voru þeir staddir í öræfum (Mývatnsöræfum). Lágu þeir í tjaldi, eins og þeirra var siður á ferð- um þessum. þá var það einn morgun, að j Jónas vaknar venju fyr, því að Gunnar kvað hann að öllum jafnaði hafa verið morgun- svæfan. Vakti hann nú Gunnar og biður hann sækja hesta sína hið bráðasta; »dreymdi mig svo í nótt», sagði Jónas, »að jeg veit það víst, að Bjarni amtmaður er dáinn«. Gunnar sótti hestana svo sem hinn beiddi og söðlaði þá; gengur að því búnu inn í tjaldið. þá er Jónas að öllu ferðbúinn. Hann kvað það hg,fa verið venju Jónasar, þá er hann hafði ort nýtt kvæði, að kveða sjer það, og hefði boðið sjer að hlusta á með þessum orðum : »Viltu heyra mjer dálítið!« Svo var og í þetta sinn. Hafði þá Jónas ort hin snilldarlegu erfiljóð sín um Bjarna, meðan Gunnar sótti hestana og söðlaði þá. Síðan tóku þeir sig upp og riðu svo sem leið lá norður til Eyjafjarðar. Og svo var Jónas berdreyminn að þessu sinni, aðBjarni amtmaður hafði andazt hiua sömu nótt, er Jónas dreymdi drauminn. Ekki gat Gunnar annars en kvæðið hefði verið að upphafi svo sem það er nú, og það tók hann fram, að það væri einmitt draum- sjón skáldsins, sem kæmi fram í vísuorð- unum : »sjeð hefi eg fljúga fannhvíta svauinn úr sveitum til sóllanda fegri«. þessari fögru líkingu heldur svo skáldið í kvæðinu, svo sem í erindum : »Hlægir mig eitt« o. s. frv. Ekki veit jeg annað en Gunnar bóndi hafi bæði minnngur verið og rjettorður. Heyra mátti það á frásögu hans, að allt var hon- um í skýru minni, það er á dagana dreif meðan þeir Jónas voru saman. Sjerstak- lega var honum Jónas sjálfur í lifandi minni, orðtök hans ýmisleg og aðrir hættir. Var að heyra sem honum hefði fundizt mjög um Jónas og þótt mikið til koma að njóta samvistar þessa frábæra manns, »listaskálds- ins góða«. Hafði hann upp fyrir mjer nokk- ur kvæði, er Jónas hafði ort um það skeið m.fl.úr dagbókum hans, sem honum þá gafst kostur á að heyra eða lesa jafnótt og skáld- ið ritað það. Er það eigi undarlegt, þótt alþýðumönnum yrði Jónas minnisstæður; hefir svo sagt mjer einn maður, er nú er á lífi, að »sjer þyki vænt um það meðan hann lifi, að hann sá þennan merka mann eitt sinn á yngri árum rjett í svip«. Gunnar vakti máls á þessu við mig að fyrra bragði sakir þess, að hann hafi þá nýlega lesið áðurgreindan formála fyrirkvæð- um Jónasar. Kvaðst hann þá hafa hugsað sjer, að leiðrjetta þetta atriði, þar sem hann vissi það betur en aðrir; en það hefir farizt fyrir, enda dó hann skömmu síðar (1888?). Jeg tók þessa frásögu Gunnars trúanlega, enda var hann heyrnar- og sjónarvottur að því, sem hjer segir frá, og virtist Ifka vera mjög annt um, að frásögninni væri eigi hall- að, af því að þessi maður, yndi hans og eptirlæti, átti í hlut. Jeg var að blaða í Tímariti Bókmennta- fjelagsins fyrir þetta ár, og rakst þá af til- viljun á þetta atriði. Af því að sögumaður minn er nú dáinn, og enginn lifir, ef tilvill, annar en jeg, er frá þessu kunni að greina, þá ætla jeg að láta þessa sögu koma fyrir almennings sjónir. Ef hin frásögnin er röng, þá er ekki rjett, að hún gangi mann frá manni, án þess brigður sje á hana bornar. Frásaga Gunnars er svo vaxin, að hún getur eigi verið sprottin af því, að hann hafi mis- minnt, og hverjum á að trúa, ef eigi heyrn- ar- og sjónarvottum ? Bjakni Jónsson. Skaptafellssýslu miðri 31. ág.: Heyja- tíð hefir verið ágæt síðan sláttur byrjaði; °g grasvöxtur góður, einkum tún og vall- lendi. Heyið hefir til þessa náðzt allt grænt og óhrakið. Heilbrigði manna almenn, og engir nafnkenndir dáið. Prísar á Papós. voru þessir í sumar: Bankabygg 23 kr. (200 pd.). Ertur 22 kr. Búgur 18 kr. Kaffi 120 a. Melis 30 a. Kandis 35 a. Export 50 a. Brennivín 75 a. Hvít ulí 80 a. þar varð matarlaust áður sumar- kauptíð var iiti; og var þó nokkuð mikið. verzlað á Hornafirði, við lausakaupmann,. sem sendur var af Djúpavogi með allskon- ar vörur. Matvöruverð var þegar hækkað nokk- uð hjer og í næstu kauptúnum, er frjettini kom um daginn um hina miklu hækkun á. matvöru erlendis. Kostar nú rúgmjöl í reikning 28 kr. tunnan (200 pd.), rúgur 26. og bankabygg 30—32 kr. Nokkuð minna fyrir peninga út í hönd. Einhver ötull gróðamaður var svo ráð- kænn, að fá með »Faxa« frá Borgarnesi 50' tunuur af rúgmjöli með gamla verðinu, þ. e. á 20 kr., eptir að frjettin var hingað kom- in frá útlöndum, en ekki þangað. Segir sagan, að eptir að kaupmaðurinn þar var búinn að lesa brjef og blöð, er Faxi færði í sömu ferðinni, hafi meira eigi verið falfc fyrir gamla verðið, eins og gefur að skilja. Aflabrögð. í Höfnum er farið að afl- ast að góðum mun, og nokkuðjp Garðsjó utanverðum. Gufuskipið Imbs, frá Stavanger í Norvegi, 220 smálestir, skipstjóri Jörgensen,. kom hingað í fyrra dag á leið til Lundúna með hvalskíði o. fl. frá hvalveiðamönnun- um norsku á Vesfcfjörðum. Er enn ófarið sakir rosaveðráttu. Fólkstala á Frakklandi- þar var talið í vor eða vetur. Landsbúar eru rúmar 38 miljónir. þeir voru lausfc eptir aldamótin síðustu27 milj. þeim fjölgar seinna en nokk- urri annari þjóð hjer í álfu, eins og kunn- ugt er. þeim hefir að vísu fjölgað um 120' á dag síðustu 5 árin ; en hvað er það á við það, sem gerist hjá grönnum þeirra fyrir norðan sundið, Bretum ? þrátt fyrir hina stórkostlegu fólksfækkun á Irlandi hefir fólkstala aukizt á Bretlandi hinu mikla og Irlandi að samanlögðu um 781 á dag síðustu 5 árin. A þessum 5 árum hefir íbúum Parísar fjölgað um 170,000, og eru borgarbúar nú. 2£ miljón. Mest borg á Frakklandi önnur en París er nú Lyon, með 430,000 íbúa.. þá kemur Marseille með 400,000, og þá Bor- deaux með rúmum 250,000. Gullforði banka. Eptir norsku blaðh er hjer tekið yfir gullforða í 10 helztu bönk- um hjer í álfu í árslok 1890 og í júnílok 1891, talinn í miljónum franka. Englandsbanki 1890 1891 milj.fr.milj.fr. 583 705 Frakklandsbanki 1126 1327 Ríkisbangki þjóðverja . . . 708 948 þjóðbanki Itala 177 189 þjóðbanki Belga 60 67 Hollands banki 82 99 Bankar Svissa 61 62 þjóðbanki Dana 71 76 Ríkisbanki Rússa .... 955 1130 Banki Austurríkis ogUngverjal. 198 198. Namtals 4021 4801 Gullforðinn 1 júnílok þ. á., 4801 milj. fr.,, er sama sem hjer um bil 3,400 rnilj;. króna.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.