Ísafold - 16.09.1891, Page 3

Ísafold - 16.09.1891, Page 3
295 Pjetursborg.- A stærsta torginu í Pjet-, ursborg liggur stór klettur. Hann hefir ver- ið fluttur þangað frá Finnlandi. Uppi á þessurn kletti stendur, ótaminn hestur og prjónar upp í loptið. A hestsbaki situr ung- ur kappi, fimlegur og fjörlegur, og rjettir út hendina. það er Pjetur mikli, alvaldur yfir öllum Eússúm og höfundur Pjetursborgar. Allt það sem er mikilfenglegast í Pjeturs- borg, á hans mikilfenglega anda að þakka uppruna sinn. Borgin er öll mikilfengleg. Hallir og önn- ur stórhýsi rammbyggilégri og stórhreinlegri en annarsstaðar gerist; stræti breiðari miklu; torg öll víðáttumeiri. Hugsun Pjeturs mikla var að koma sjer upp höfuðstað, er sómdi því landi, sem er sjöttungur alis þurriendis á jörðunni. Enda er allt mikið í því landi. Landsbúar eru um 100 miljónir (en ekki nema rúmar 60 milj. í Bandaríkjunum í Norður-Ameríku); fjöilin í Kaukasuslöndum eru hærri en Mundía- fjöll; Ladoga, Onega og Kaspíhaf eru hin stærstu stöðuvötn í heimi; Volga er stærsta á í Norðurálfu. það er í stuttu máli allt mikið þar frá náttvirunnar hendi, og því vildi keisannn reisa þar hina mestu borg í heimi, og til þess að geta haft hana við sjó, horfði hann ekki í að reisa hana í miðri mýrar- flákaveitu. Arin 1712—16 unnu 150,000 manna að því að framkvæma þessa hugmynd Bússa- drottins. Til þess að kiiga alla rússneska steinsmiði til að vinna að borgargerðinni, bannaði hann að reisa steinhús annarsstað- ar í öllu ríkinu, rueðan verið væri að koma Pjetursborg upp. Borgin þaut því upp í snatri, á örskömmum tíma, eins og borgir gera í Ameríku á þessari öld, en engin dæmi eru til ella. Gamlaheims-úrkast- Svo kaiia Vest- urheimsmenn rusl það af mannfólki, er slæð- ist með hinum miklu mannflutningum aust- an um haf, til Ameríku, á ári hverju, og þeim þykir síður en eigi fengur í, heldur senda aptur til átthaga sinna, ef við verður komið. Segir svo í norsku Vesturheimsblaði, »Skandinaven«: þrátt fyrir hið stranga eptirlit, er haft er með innfiutningum í New-York, tekst samt að lauma þar á land mörgum manni, er ekkert hefur fyrir sig að leggja og er allsendis ófær til að vinna sjer brauð, og lendir innan skamms í ómagaklaustrum og vitfirringaspítölum Vesturheimsmanna. Olmusustjórnarnefndin (Board af Charities) í ríkinu New-York hefur gefið út nýlega skýrslu, því máli viðvíkjandi, er nær yfir 7 árin síðustu, 1884—1890, yfir fólk, er var alls ófært til að hafa ofan af fyrir sjer, er það kom hingað til lands, og var sent apt- ur til átthaga sinna í hinum gamla heimi, á kostnað New-York-ríkis. Tala þessa fólks var um tjeð 7 ára tíma- hil 1374. f>ar af voru 97 fullkomnir vitfirr- ingar, en 129 minna vitskertir. Fábjánar og skynskiptingar voru 333. Viðbjóðsleg veikindi höfðu 223. Bæklaðir voru 87, blindir 25, mál- og heyrnarlausir 4, floga- veikir 40, magnlausir 17, og 244 höfðu ýmsa aðra kvilla, er gerðu þá allsendis ófæra til að hafa ofan af fyrir sjer. Eins og þegar er á vikið, felast í þessari tölu ekki aðrir en þeir, sem lent hafa bein- línis á sveit í ríkinu New-York, þ. e. opin- berar fátækrastofnanir þar hafa skotið skjóls- htlsi yfir. Otaldir eru allir þeir, er notið hafa hjálpar einstakra manna og þess kyns stofnana, og sömuleiðis allir þeir, er komizt hafa út yfir endimörk New-York-ríkis og lagzt upp á menn í öðrum ríkjum. Mest kemur af bjargarlausum innflytjendum norð- an yfir Kanadalandamæri, einkum frá Bret- landi hinu mikla og Irlandi. Ef þetta væri allt talið með, mundi það verða býsna hóp- ur. Yfirvöld í New-York hafa gert þá áætlun, að byrðarauki sá, er ríkinu hafi verið forð- að við með því að senda aptur þessa 1374 aumingja, nemi 2,427,360 dollurum, eða nær 9 milj. króna, þó að ríkissjóður kostaði ferð þeirra heim aptur. Af þessum 1374 höfðu 332 verið sendir vestur af sveit sinni, 337 af góðgjörðafjelög- um og 654 af vinum þeirra, ættingjum og fjárhaldsmönnum. Frá þýzkalandi voru 395, frá Englandi 330 og frá Irlandi 314. Tala »forboðinna innflytjenda« kvað fara vaxandi ár frá ári. þeim, sem lauma þess- ari forboðnu vöru vestur um haf, þykir sem það svari vel kostnaði, með því að varla verði nema 10. hver aumingi fyrir því, að vera sendur heim aptur; hinum 9 fleytist að jafnaði inn yfir landamærin, með ein- hverju móti, og »Samúel föðurbróðir« (auk- nefni Ameríkumanna) hafi nógu breitt bak- ið til að bera þá ómegð. Leiðarvisir ísafoldar. 791. Bóndi vistar sjer vinnuraann, með þeim' skilmálum, að fóðra fyrir hann tilteknar kindur. Nú deyr vinnumaðurinn á miðju ári, en er samt búinn að vinna um helzta bjargræðistimann, t. d. sláttinn. Er bóndiun ekki skyldur að fóðra kindurnar allan veturinn, eða borga kindafóðrin? Sv.: Hann á að eins að borga tiltölulegan part af umsömdu árskaupi vinnumannsins og- kindafóðrinu samanlögðu, þ. e. í hlútfalli við tím- ann, sem vinnumaðurin hefir unnið í vistinnir nema öðruvísi hafi verið um samið, sjá 23. gr.. hjúalaganna. 792. Hreppstjóri og aunar virðingarmaður ti],. sem hafa verið skipaðir af viðkomandi sýslu- mauni til þess að virða til peningaverðs hálla. heimajörð og svo alla hjáleigu sömu jarðar, og sem tveir eru ábúendur á, og allar slægjur skiptar á milli býlanna, voru við virðinguna í 12 klukkust. að meðtöldum þeim tíma, sem þurfti til að ferð- ast frá og til staðarins, hvar virðingin fram fór. Hvað eiga þessir menn mikla þóknun fyrir starfa sinn að virða nefndar jarðir, sína í hvoru lagi,. að lrádregnum mílupeningum? Sv.: Sje „sína í hvoru lagi“ svo að skilja, að virðingargjörðirnar hafi verið tvær, ber að borga hreppstjóranum (er ritar virðiugargjörðirnar) 6 kr. og hinum virðingarmanninum 4 kr. 793. Jeg hleð garð í mörkum, sem er þó eigi ætlaður til varnar, og vil láta ábúanda þeirrar jarðar, sem á land öðrumegin að honum, hjálpa mjer að helming til garðhleðslunnar, en hann neitar algjörlnga. Er nú áðurnefudur ábúandi skyldugur til að hjálpa mjer? eða að hverju leyti er hann skyldur til þess? Sv,- Hann er skyldur að vinna að garðinum að helmingi, sje garður nauðsynlegur til að gjöra merkin glögg, sjá lög 17/s 1882. 794. Á niðurjöínunarfundi er mjer gjört út- svar, og mjer jafnframt tilkynnt, að jeg skuli halda ómaga, sem eyði útsvarinu. þegar jeg ætla svo að taka þenna tiluefnda ómaga, neitar hann að koma til mín ástæðulaust og er vel ferðafær milli bæja; hvernig skal jeg nú að fara, eðahvort á jeg að greiða sveitartillagið? Sv.: Spyrjandi getur eigi fyrir það komizt hjá að greiða sveitarútsvar sitt. 795. Get jeg ekki sótt eiginkonu mína til sekta fyrir að hafa án minnar vitundar farið í kistu;. 132 ar, frá Hæli í Flóbadal. En móðir Snorra prests, kona Bjarn- ar, var Guðrún þorbjarnardóttir, Einarssonar í Birtingsholti, en móðir Guðrúnar, kona þorbjarnar, var Steinunn skálda Finnsdóttir, Jónssonar prests á Melum, Finnssonar, S'tein- dórssonar áOkrum, Finnssonar, Arnórssonar, AkraF-innssonar, Pjeturssonar. En þau voru börn Bjarnar þorsteinssonar og Guðrúnar þorbjarnardóttur : 1., Guðríður, átti Sigurð Hann- esson ; 2., Guðmundur skáldi Björnsson á Horni í Skorradal, sá er kveðið hefir rímur af Sýrusi Persakonungi; hann átti Gró, ekkju Helga Bjarnasonar í Vogatungu, Jónssonar gulls, Bjarnasonar; þeirra son Hálfdán ; 3., þorsteinn Björnsson 1 Höfn, átti Ingveldi Magnúsdóttur frá Efra-Skarði, var þeirra son þorgeir smiður á Eyri í Svínadal; 4., Magnús Björnsson á Akranesi; og 5., Snorri prestur, er áður var talinn. Hann var hinn hraustasti maður, íþróttamaður mikill, syndur sem selur og skáld gott. 4. kap. Snorri prestur tekur galdrabók að sögn. Allmjög lá orð á því, að lítt færist Aðalvíkingum og fleir- um vestra við presta sína, og veitti þeim mein eigi alllítið optsinnis með fjölkynngi, og sumir þeirra hefði eigi langgæðir orðið. Voru þá kallaðir verstu galdramenn á Ströndum Hall- ur á Horni og sá Jón hjet, kallaður gamli. það var eitt sinn, er Snorri prestur var nýkominn í Að- alvík, að hann fór sjóleið, telja surnir það væri að Hælavík (Heljarvík), gekk til bæjarins, en flutningsmenn hans biðuvið sjó niður; skyldi prestur skíra barn bónda. Prestur gekk til baðstofu og fann þar engan mann. þar voru myrk bæjar- Jpáttur af Halli á Horni5 Snorra presti og Hallvarði Hallssyni. Eptir Gísla Konbádsson. 1. kap. Frá Halli og sonum hans. Hallur hjet maður, er bjó á Hornströndum, á þeim bæ, er á Horni heitir; telja margir hann Jónsson verið hafa. Guðrún hjet kona hans, og voru þeirra synir Jón og Hall- varður. Hallur var ærið forn í skapi og kallaður hinn fjölkunn- ugasti maður. Líktist Hallvarður mjög föður sínum um vit og ýmsa forneskju. Afarhraustir voru þeir feðgar allir, og er sumra sögn, að Jón væri þeirra sterkastur; en allt skorti hann annað við Hallvarð. Hallur reri jafnan á sæ og fór í bjarg einn með sonu sína eina og það þegar þeir voru 11 og 12 vetra, nema ef hann hjelt seka menu, er struku á fund hans úr öðrum lands- fjórðungum; ljet hann þá vinna hjá sjer svo árum skipti; kom hann og mörgum þeirra í útlendar þjóðir. Hallur var íþróttamaður um glímur og slönguvarp, svo nálega mátti hann allt hæfa, er hann slangraði til. Skutlari

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.