Ísafold - 19.09.1891, Side 2
298
og tóbaksvindlar þó þaðan af mest, úr 26
þús. kr. 1886 upp í 36 þús. 1888, og 71 þús.
1889. En það er raunar ekki að marka,
því einmitt af vindlum voru óvenjumiklar
byrgðir fluttar til landsins haustið 1889, til
þess að smeygja þeim undan tollhækkun-
inni, er þá komst á.
|>á komum vjer að áfengum drykkjum.
Vjer teljum brennivínskaupin sjer, og þá
önnur vínfangakaup, og loks ölið, — á öllu
verðhæðina í krónum :
Brennivin Onnur vínföng Ol
1886 . 191,800 74,081 25,922
1887 . 161,750 57,882 23,857
1888 . 184,785 57,102 26,940
1889 . 193,315 66,882 38,481
Af »öðrum vínföngum* er rauðavín og
messuvín 9—11 þús. á ári, talið á 1 kr.
potturinn ; af hinu er potturinn talinn á 2
kr., upp og niður.
Hvað eytt hefir verið miklu á ári á mann
á landinu af helztu munaðarvörum á ýms-
um tímum á þessari öld má sjá af þessu
yfirliti : Kaffi Sykur Tóbak Brennivín
pd. pd. pd. pt.
1816 0.18 0.17 1.41 1.04
1840 1.54 1.81 1.46 5.05 •
1849 4.96 4.61 1.35 4.35
1862 6.01 6.01 1.53 6.96
1871-1872 6.95 8.25 1.76 7.51
1881-1885 10.66 15.18 2.48 4.65
1886 8.90 14.47 2.04 3.21
1887 8.03 14.79 2.23 2.77
1888 7.44 15.27 2.46 3.37
1889 8.54 17.31 2.69 3.64
Tölurnar á eptir punktinum tákna, eins
og menn vita, hundruðustu parta úr pundi
eða potti.
Með kaffi er í þessu yfirliti talin kaffirót
og annar kaffibætir; með sykri alls konar
sykur, og síróp með árin 1886—1889, en
ekki áður; með tóbaki alls konar tóbak,
nema vindlar.
Brennivínseyðslan, sem hefir komizt hæst
upp í 9 potta á mann, hefir auðsjáanlega
minnkað, þegar farið var að tolla það, og
er nú orðin meira en helmingi minni, vit-
anlega meðfram vegna bindindishreifinganna
síðari árin.
Aðrar vörur aðflnttar, þ. e. aðrar en
matvara, hafa numið því sem hjer segir
árin 1880—1889, í krónum:
1880 . . .
1881—1885
1886 . . .
1887 . . .
1888 . . .
1889 . . .
2,021,000 kr.
2,299,000 —
1,323,000 —
1,181,000 —
1,633,000 —
2,387,000 —
f>ar kemur harðærið berast fram. Mat-
vörukaupin hafa menn minnkað minnst við
sig í hörðu árunum, munaðarvörukaup nokk-
uð, en önnur vörukaup mikið, jafnvel um
helming.
Margt af þessum öðrum vörum er ómiss-
andi nauðsynjavörur, og koma erfiðleikarn-
ir í hörðu árunum eigi hvað sízt fram í
því, að verða að neita sjer um þær.
Stærstu vörukaupin í þessum flokki eru
Ijereptin, bómullar- og hörljerept. Hafa þau
farið mjög svo vaxandi umrædd 4 ár, frá
140 þús. kr. 1886 upp í 305 þús. kr. 1889.
Steinkola-kaup hafa numið þessi ár 108
—155 þús. kr. Tilbúinn fatnaður 67—152
þús. kr., langmest síðasta árið. Klœði og
ullarfatnaður 46 — 118 þús. kr., sömuleiðis
langmest síðasta árið. Járnvörur binar
stærri 89, 91, 125 og 160 þús. kr., 4 árin í
röð. Borðviður 62, 32, 61 og 153 þús. kr.
Skinn og leður 40, 33, 73 og 77 þús. kr.
Steinolía 43, 48, 59 57 þús. kr. Sápa 26,
27, 32 og 30 þús. kr. Peningar 208, 33, 84
213 þús. kr.
I engu lýsir sjer betur hið batnandi ár-
ferði en hinum miklu járn- og viðarkaupum
síðasta árið, 1889. f>að hefir verið talsvert
byggt hjer það ár, í samanburði við árin á
undan. f>au árin, 1887'—1888, er harðærið
sverfur einna þyngst að, hefir flutzt sárlítið
af peningum til landsins,—ekkert verið til
fyrir þá að láta.
— Næst verður minnzt nokkuð á út-
fluttar vörur.
Samtökin.
»f>að vanta samtökin, segja menn,
samtök til þarflegra framkvæmda. En—
það er um samtökin eins og margt annað
þau eru— það hefir reynslan sannað
og reynslan er sannleikur— allt af eins:
einstakra fjeþúfa, hinum til meins.
Eg hefi svo mikið af samtökum sjeð,
í seytján fjelögum var eg með
og allt af byrjaði á þessu sama,
sem allan fjelagsskap hlýtur að lama:
þeir »kríuðu« aurana i\t úr mjer,
sem »árgjald* og þvfumlíkt kallað er.
f>eir sögðu mjer eitt, sem jeg aldrei skil,
að án þess væri ekkert fjelag til.
Eg átti’ að fá vexti af aurunum mínum,
ef allt þetta brask næði tilgangi sínum.
En svo leið það ár, að eg sá ekki einn eyri
og sama var tilfellið með okkur fleiri.
En— foringjarnir, sem fyrir því stóðu
fádæma köstum af silfrinu hlóðu
í kringum sig— ó, það var sárt að sjá,
en svona’ er það— allt saman lenti í þá.
Eg sagði mig úr, því eg sá það bert
að svik voru’ í taflinu, ekkert var gert.
Árið var liðið, en enginn gróði,
ástæða var til að bölva í hljóði.
En— hirði þeir velfengnu sjóðina sína!
já, svona missti eg aurana mína.
Hjeðan af aldrei í fjelag eg fer,
eg finn það er bezt að eg hokri mjer,
og láti’ ekki hafa mig fyrir fje;
og framfaravænlegast held eg það sje
að vera’ aðeins sjálfs sín hjálparhella,
því hvað eru samtökin? gróðabrella#.
Svo sagði hann, og mjer þótti þá
sem þingheimur allur segði: já,
því ræðu hans dáðust þeir allir að:
»Eg ætlaði’ að fara að hugsa það«,
sögðu þeir svona einn og einn;
»hann er svo dæmalaust hreinn og beinn!
Eg held hann segi það hreint og beint,
svo hafa víst flestir því um líkt reynt«.
Og enn þá hljóma í eyrum mjer
orðin: »bezt er að hokra sjer,
að vera sín eigin hjálparhella;
því hvað eru samtökin? Gróðabrella«.
Bjabni Jónsson.
Ölfusárbrúin. Sögur fara af því, að
óspart hafi menn leikið þá list, síðan brúin
var opnuð, að ríða á harðaspretti eptir henni,
til að sýna hugprýði sína og karmennsku(l),
en sjálfsagt í þeirri helgu einfeldni, að það
sakaði hana ekki hót; því vænt þykir þeim
um hana. En sannleikurinn er sá, að hörð>
umferð slítur brúnni, þ. e. uppihaldsstrengj-
um, togum, þolinmóðum o. fl., tífalt meira
en ef hægt er farið; á vetrardag í miklumi
frostum getur meira að segja ógætileg um-
ferð valdið því, að járn hrökkvi sundur í
brúnni einhversstaðar, ef til vill á fleirum
stöðum í einu.
Nú hefir landshöfðingi látið prenta og út-
býta »reglum fyrir umferðinni um brúua á
01fusá«, og er þar bannað, að viðlögðum.
sektum, að fara harðara yfir brúna en klyfja-
gang, hvort sem farið er ríðandi, teymt eða.
rekið. Klyfjahesta skal ávallt teyma. Fleiri
en 10 lausa hesta má aldrei reka yfir brúna.
í einu, og sauðkindur ekki í hóp fleiri en 20..
Helming sektar fær sá, er broti kemur upp.
Fiskisamþykktarmál- Garðmenn og
Seltirningar hafa verið að reyna að koma.
hreifingu á það mál, að fá breytt aptur fiski-.
veiðasamþykktinni hjer við Faxaflóa frá í vet-
ur (8. des. 1890): færa netalagnadaginn til 14.
marz, eins og áður var, eða til 31. marz,
að minnsta kosti; taka upp aptur netalínu,.
o. fl. Gengust þeir fyrir, að menn voru
kjörnir á sameiginlegan fund til að ræða
málið, 3—4 úr hverjum hreppi, að Tanga-
búð 12. þ. m. En þeim fundi lauk svo, að'
meiri hlutinn var mótfallinn öllum breyt-
ingum á »samþykktinni«.
Fjárkaupaskip Thordals er sagt
komið fyrir norðan og hann á fjárkaupa-
ferðalagi um Skagafjörð og Húnavatnssýslu.
— Ekki getið neins skips frá Slimon enn.
I niðurjöfnunarnefnd var kosið hjer
í bænum 16. þ. ro., einn maður, í stað há-
yfirdómara L. E. Sveinbjörnson, er hafði,
sótt um og fengið lausn. Kosning hlaut
biskup Hallgrímur Sveinsson.
Biskupinn stígur í stólinn í dómkirkj-
unni á morgun, í sjúkdómsforföllum dóm-
kirkjuprestsins.
Veðrátta er nú tekin að stirðna; haust-
ar að í fyrra lagi, með rosum og rigningum
og krapajeljum innan um. Allkalt í veðri'
nú síðustu dagana.
Gufubáturinn Faxi, sem átti eptir
ferðaáætluninni að fara vestur að Búðum
og Skógarnesi 15. þ. m., komst ekki lengra,
en á Straumfjörð, fyrir stormum og dimrn-
viðri, og kom þaðan aptur í gær.
1\ miljón króna hefir verið talið til'
að Lundúnabúar borgi á ári fyrir vatn í.
mjólkinni, sem þeir kaupa !
7 álna þykk vatnsspilda af út-
sænum segja náttúrufræðingar að gufi upp í
loptið á ári hverju, verði þar að skýjum,
rigni síðan niður aptur eða snjói, og renni
sumt til sjávar aptur í ám og lækjum.
Afskaplegir átmenn voru þeif'
Loðvík XIV. Frakkakonungur og niðjar hans.
Loðvík fjórtándi varð samt stundum veikur
af ofáti, og var þá mjög illt að fá hann til'
að nærast í hófi á meðan verið var að lækna.
hann. Arið 1708, er hann var orðinn sjö-
tugur, hafði hann orðið að heiia því að'
nærast eigi á öðru en mjólk og steiktu hveiti-
brauði, meðan honum væri að batna hættu-
legur kvilli, er hann hafði. Hann var út-
taugaður orðinn af sjúkdómnum, en matar-
lyslinóstjórnleg eigi að síður og loks fekk hann
eigi við hana ráðið. það var föstudagur, og