Ísafold - 19.09.1891, Side 3

Ísafold - 19.09.1891, Side 3
299 gerði hann sig fyrir það brotlegan bæði við fyrirniæli læknanna og heilagrar kirkju. Hann át fyrst 10 sneiðar af steiktu brauði, síðan væna skál af dúfnasúpu og ioks 3 bænsna- kroppa steikta. Loðvík fimmtándi var sama átvaglið, en honum líkaði ekki annað en hinir fágætustu rjettir. Hann horfði ekki í, hvað sem það kostaði. Fyrir eina skjaldböku, er hann pantaði frá Lundúnum handa sjer, varð hann að gefa 750 pd. sterl. = 8,100 kr.! Yfirmatreiðslumaður Loðvíks sextánda hafði um 60,000 kr. í kaup um árið. Loðvík át- jándi var vanur að fara á fætur um hánótt til að jeta. Minnisvarði yfir Columbus. Spænskur mannvirkjameistari, Don Alberto de Pallassio, hefir hugsað upp þannig lag- aðan minnisvarða yfir Columbus, er nú skal greina, og hann vill láta reisa í Chicago á afmælishátíðinni þar að ári. þ>að á verða jarðlíkan, svo feiknamikið, að Eiffelsturninn, 1000 feta hár, gæti vel kom- izt innan í það. Jarðarhnöttur þessí á sem sje að vera holur innan, búinn til úr járn- plötum utan um beinagrind úr járni, og á að j standa á 300 feta háum palli, en allur verð- ur minnisvarðinn 1400 fet á hæð. Utanum hnöttinn miðjan, þar sem miðjarðarlínan er mörkuð, liggjá geysimiklar veggsvalir allt umhverfis, en upp frá þeim liggur tann- járnbraut í sneiðingum utan um hnöttinn alla leið upp að norðurheimskauti. Má marka nokkuð stærð hnattarins á því, að járnbraut þessi verður full míla (dönsk) á lengd, þ. e. 24,000 fet ! Utan á hnettinum skal marka heimsálfurnar og heimshöfin, eins og á landabrjefi, en innan í honum á að reisa tröllvaxið líkneski Columbusar, en raðaumhverfis það ritsöfnum og landabrjefa, er snerta sögu Columbusar og landafunda- sögu Vesturheims. þar að auki verða þar veitingastofur og matsalir og önnur húsa- kynni handa gestum. Efst uppi á hnettin- um, á norðurheimskautinu, á að standa fullstórt skip með rá og reiða; þar á einnig að vera veðurathugunarturn, og auðvitað á þar að vera rafmagnsljós, er uppljómar allan hnöttinn og birtu leggur af langt út í geiminn umhverfis. Aætlaður kostnaður til þessa stórvirkis er 20 milj. kr., auk nokk- urra miljóna til vinnuvjela, lyptistóla m.m. Ekki mun fullsjeð enn, hvort nokkuð verður úr þessu eða ekki, en sagður er Don Pallassio mikils háttar mannvirkjameistari og hefir staðið fyrir ýmsum stórkostlegum mannvirkjum, svo sem brúm, flóðgörðum o. fl. Proclama. þar sem bú Jóns Jónssonar frá Tjörn á Miðnesi er tekið til opinberrar skiptameðferð- ar, þá er hjer með samkvcemt lögum 12. apríl 1878 sbr. o. br. 4. jan. 1861 skorað á þá, sem til skulda telja í búi þessu, að tilkynna skuldir sínar og sanna þœr fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá siðustu birtingu auglýsingar pessarar. Skrifstofu Kjósar-og Gullbringusýslu 14. sept. 1891- Franz Siemsen. Óskilahross. tekin í vöktun í Olveshreppi þann 16. sept. 1891. 1. Móalótt hryssa, mark: blaðst. apt. h. (með folaldi). 2. Jörp hryssa, með sama marki (með fol- aldi). 3. Grá hryssa, stýft og biti fr. h., heilr. og biti fr. v. (með folaldi). 4. Jarpblesótt hryssa með sama marki. 5. Gráskolótt hryssa n cð folaldi, mark : boðbíldur apt. h. 6. Eauð hryssa, tvístýft fr. h., tvö stig apt. v. 7. Bleikalótt tryppi með sama marki. 8. Grá hryssa með sama marki. 9. Grá hryssa : standfjöður og biti apt. v. 10. Bauðskjóttur foli: sneiðr. apt. h. 11. Grá hryssa, sýlt bæði og biti fr. bæði. 12. Jörp hryssa, sneitt fr. h., standfjöður apt. v. 13. Stálgrárfoli, blaðstýft fr. h. 14. Jörp hryssa, boðbíldur fr. h. 15. Steingrár foli, boðbíldur apt. h. 16. Brúnn foli, stig apt. h., stýft og gagn- bitað v. 17. Steingrá hryssa (með folaldi), mark : gat bæði. 18. Jarpur foli með sama marki. 19. Jarptoppóttur foli, sýlt biti fr. h., tví- stýft fr. v. 20. Eauðskjótt hryssa með sama rnarki. 21. Jörp hryssa, mark: sýlt, biti apt. h. 22. Steingrár foli, mark: sýlt, standfjöður fr. v. 23. Jörp hryssa, mark : gat bæði. 24. Skolgrá hryssa, mark: tvístýft apt. h., sneitt fr. v. 25. Brúnskjótt hryssa, mark: heilr. bæði. 26. Grá hryssa, mark: gat vinstra. 27. Skolgrá hryssa, mark: heilr. h., stand- fjöður apt. v. 28. Jörp hryssa, mark: sýlt h. 29. Brún hryssa, sneiðrifað fr. v. Framam og ofannefnd hross, sem óútgeng- in verða þann 30. þ. m., verða seld við op- inbert uppboð í Hveragerðisrjett þann 30. sept. næstk. kl. 3 eptirmiðdag. Olveshreppi 16. sept. 1891. Jón Jónsson. Jakob Arnason. Jeg undirskrifaður geri almenningi kunn- ugt, að jeg hefi áformað að taka upp ný- býli í svokölluðum Fóelluvötnum, sem liggja efst í Kjósar- og Gullbringusýslu við Svína- hrnunsveginn, og mun fara þess á leit, að mjer verði úthlutað landi á svæði þessu, á þann hátt og með þeim rjettindum oghlunn- indum, sem tilskipun 15. apríl 1776 ákveður. Skora jeg því á alla þá sem kynnu að þykj- ast eiga tilkall til þessa lands, að lýsa til- kalli sínu fyrir amtmanninum yfir suður- og vesturamtinu innan 4 mánaða frá birt- ingu þessarar auglýsingar, sem einnig verð- ur lesin í landsyfirdóminum. Elliðakoti í Mosfellssveit, 19. sept. 1891. Guðm- Magnússon- ÁGÆTT HNETUVIÐAR SKRIFBORÐ með skápum undir, pólerað, fæst til kaups með góðu verði, menn snúi sjer til ritstjóra þessa blaðs. SEXMANNA-FAR, ágætt, er til sölu, með nýrri útreiðslu, fyiir bezta verð. Ritstjóri vísar á. þU SEM TÓKST drekann úr kænunni minni 6. þ. m„ skilaðu mjer honum sttax, eða jeg lög- sæki þig. Jeg veit vel hver þú ert. Otti Guðmundsson. TAPAZT hefur föstudag 11. þ. m. við Bryggju- húsbryggjuna i Reykjavík poki með 32 pd. af smjöri og merktur á viðfestu spjaldi E.Ó. Finn- andi skili til konsúls (í.Finnbogasen. TIL LEIGU 4 herbergi á góðum stað í bæn- um tvö með húsgögnum, rúm i öðru (handa skólapiltum); en tvö handa familíu. Ritstj. vísar á. 136 er þá við vissi, er hann var genginn svo í greipar Halli. Stökk því út og á hest sinn, og hleypti á brott, en þegarbrá yfir niðamyrkri. Heyrðist presti þá hrinur og gnurr hver- vetna um sig í myrkrinu. |>ó komst hann með heilu uudan, því Brúnn skeikaði hvergi, og fann hann hvergi að gjáin yrði fyrir honum. Hittust þeir Jón síðan, og eptir það gekk Jón á milli þeirra prests og Halls, og kom svo, að prestur bauð Halli til sín fyrir jól, og voru þeir prestur löngum á einmæli, og heyrðu menn opt hlátra til þeirra. Er þá mælt, að prest- ur sýndi Halli bók þá, er hann tók af Jóni »gamla«, og ætla menn að prestur næmi mikið af Halli. Var það þá og opt- ar, að Hallur dvaldi með presti. Vildi það þá til, að strákur einn illur og ódæll hrapaði til bana. Hallur sat inni hjá presti og reykti píku, er þeim var sagt lát hans. Hallur sagði þá við prest : »Fallega fór einn eldagemlingurinn þinn núna ! Ætla honum hafi verið vel smalað ?« Prestur svarar : »Hvernig átti jeg að smala því fje, er enginn gat hamið nema fjandinn ?» Voru þeir Hallur og prestur jafnan síðan vinir. 7. kap. Hallvarður ritar Ijðöabrjef Ormi sýslumanni Daöasyni. þ>eir Hallvarður og Jón voru sjógarpar miklir og reru jafnan tveir á skipi, eptir það faðir þeirra ljet af útróðrum og hann gerðist gamall. Hallvarður var ritari svo góður, að orðlagt er, og að hend- ingum mátti hann mæla, svo var honum liðugt um kveðskap. Opt var hann í ferðum og kynnti sjer við það höfðingja og heldri menn. Hafði hann eitt sinn komið að Fagradal enum 133 göng og all-löng; en er hann vildi fram, heyrði hann að kerl- ingar tvær sátu í eldhúsi og hjöluðust við. Prestur stóð við og hleraði til tals þeirra. Átti önnur þar heima, en hiu var að komin. Spurði komukerling, hvort messa ætti á helginni. J>að kvaðst hin ætla. »Hvernig fellur ykkur við prestinn ykkar hjerna?» Hin svarar : »<Svona ! og svona !« Komukerling spyr : »Ætlið þið látið hann nú kemba hærurnar ?« Hin svarar : »Æ, jeg veit það nú ekki; hann er nú hjerna, hann gamli Jón, og með bókina sína«. Hin svar- ar : »Á, er svo ? Hvar er sauðuriun?«—»Hann er hjerna frammi í skálahússrúminu*. Við það gengur prestur fram í skálahúsið. Var þar kol- dimmt, og enginn gluggi á að sjá. Prestur þreifaði fyrir sjer, og fann mann í rúminu, með bók eigi all-litla ofan yfir brjóstinu, og svaf upp í lopt. Snorri prestur þreif bókina, og laust í andlit Jóni, og ljet með fylgja hnefann. Vaknaði Jón við illan draum ; fjell blóð ofan um hann allan ; en við það þreif prestur til hans og þurkaði blóð hans á vasaklút sínum. þ>ví trúað var, að bezt raundi að blóðga galdramenn, því þá mætti þeir síður eða ekki orka. Snorri prestur tók bókina og var síðan kallaður fjölkyng- ismaður, og mest eptir það hann komst í kunnleik við Hall á Horni, er enn mun talið.— En Jón flýði á braut og gaf sig aldrei í færi við Snorra prest síðan. 5. kap. Frá Halli og sonum hans. Hallur bjó nú á Horni, og sótti hann eigi heldur kirkju^ A

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.