Ísafold


Ísafold - 19.09.1891, Qupperneq 4

Ísafold - 19.09.1891, Qupperneq 4
300 jeg aptur orðinn rjettur eigandi að ofan- nefndum útistandandi skuldum; því læt jeg ekki hjá líða að láta skuldunauta mína vita að jeg ætla að ganga harðara að þeim en hiogað til; þar á móti lofa jeg þeim, sem góðfúslega borga mjer eða sernja um borg- un við mig innan nýárs 1892, að gefa þeim svo mikla tilslökun og umlíðun, sem unnt er. Reykjavík 18. sept. 1891. M. Johannessen. Nokkra einlita (nema ekki hvít-gráa) hesta, 4—8 vetra, kaupir undirskrifaður til 20. október 1891; sömuleiðis til 27. nóv- ember sama ár. Eyþór Felixson. —:----------------------------------- í Suðurgötunni situr Teitur með silfur- og gullstázið, kýmileitur, því nú hefir seljandinn nóg til að selja og nóg hefur kaupandinn rir að velja. Augnanna fýsn er þar öll til boða en eins og fyrri: komið að skoða ! Hjer er það allt, er eg sagði frá seinast og svo ermargt nýtt, sem dável tnun reynast. Beyklituð gleraugu eru þar eitt, þau ættu hver maður að geta sjer veitt, því þau eru hentugri en hægt sje uð lýsa og höfðingjar allir þau gleraugu prísa. Sveitamenn komið með sauði og smjer ! þjer sjáið að bezt er að kaupa af mjer, því jafnvægi í gulli og gleraugunum gef jeg nœstum á rjettunum. Munið þjer eptir úrunum en einkum þó saumavjelunum. Já, munið pjer eptir öllu saman. Að eiga þá muni—það er gaman ! cT. cbf-i. 3u<^i/muudatc>o/n. þeir sem beiðast vilja styrks úr »Styrktar- sjóði verzlunarmanna í Reykjavíkt, eru beðnir að senda bónarbrjef sín til formanns sjóðs- ins, fyrir lok þessa mánaðar. Jóh. Hansen. TIL SÖLIJ er hús við Vesturgötu (Kon- ráðs Maurers hús) með óvanalega vægum skil- málum; meun snúi sjer til formanns »Styrkt- arsjóðs verzlunarmanna í Reykjavík«. Jóh. Hansen. TILSÖGN veiti jeg í vetur börnum og unglingum í þeim námsgreinum, er kennd- ar eru í barna- og alþýðuskólum, fyrir mjög væga borgun. Reykjavik (þingholtstræti 4) ,9/e 1891. Bjarni Jónsson. Nærsveitamenn erubeðnir að vitja „lsafoldar“ á afgreiðslustofu hennar (i Austurstræti 8). Forngripasafnið o'pið hvern mvd. o? Id. kl 1__2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 2 Landsbókasafnið opið hvern rámhelgan dag kl. 12-2 útlán md„ mvd. og ld. kl 2 3 Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—2 og 3—5. Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. f hverjum mánuði kl B—8 Veðuratliuganir i R.vik, eptir Dr. J. Jónassen sept. Hiti (á Oelsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt. á nótt. umhd. frn. em. fm. | em. Mvd. lö. + 2 + ö 746.8 756,9 Sv h d ts' hvb Fd. 17. ~ 2 + s 756.9 754.4 Nahvb A hv d Fsd. 18. 0 + 5 749.3 749.3 A hv d A hv d Ld. 19 + 2 719.3 A h b Sagan af Heljarslóðarorrustu Og T'ólf-álna-langt og tírætt kvæði, eptir Benidikt Gröndal. Önnur útgáfa (af hvorutveggju). Reykjavík 1891. 152 bls. Verð: 80 aurar. Aðalútsala: Isafoldarprentsmiðja. Úr Tólf-álna-löngu og tíræðu kvæði: »Allt af að þínu berÍ3t búi beinhákarl, kjöt og saltað smjer; allt vinnufólkið á þig trúi, og allt af kappkosti að líkjast þjer! Og ef ieg kann að koma þar þá kúffylltu á mjer granirnar«. nBlindfullur Óðinn bögur semji, belji um alla jörð þitt lof, og svo sig allan utan lemji eins og lúbarið nautakrof. Niflungur trúi jeg nærist sá nautshausasúpu og hákarl á«. TAPAZT hefii' h. lö ágúst á vegioum frá Norður-Reykjum að Leirvogstungu skattjeruð sööulsessa uýleg, með tvísettri mublu-snúru á köntumim. Finnandi er beðinn að 6kila á skrif- stofu ísafoldar gegn borgun. Með því að herra kaupmaður G. Zoéga í Reykjavík hefir keypt allar hinar úti- standandi skuldir frá fyrverandi verzlun M. Johannessens og hinum norsku verzlunum í Reykjavík og Hafnarfirði, þá auglýsist hjer með skuldunautum, að þeir framvegis verða að greiða og semja um skuldir sínar við ofanritaðan eiganda skuldanna. Reykjavík 15. dag sept. 1891. Fyrir hönd Herman Bloouw Guðbr. Finnbogason. Með því að eg hef selt og afhent herra kaupmanni M. Johannessen ofannefndar útistandandi verzlunarskuldir, ber hlutað- andi skuldunautum að sntta sjer til hans með greiðslu á skuldunum eða semja við hann um þær. Reykjavík 18. sept. 1891. G. Zoéga. Samkvæmt ofanrituðum auglýsingum er Verzlunarmaður. Vanur verzlunarmaður getur fengið at- vinnu við verzlun í Norðurlandi frá lá.maí næstkom. Skrifleg tilboð sendast Vcrzlunarmannafjelagi Reykjavíkur, sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Frá 14- maí næstkomandi óskar vanur og reglusamur verzlunarmaður eptir atvinnu. Ritstjóri vísar á. Miðvikudagsmorguniun var hjer hægur útsynn- ingur með regnskúrum; gekk til norðurs um há- degi og birti upp; gelck svo til landnorðurs hvass að morgni h. 17. en bjartur, dimmur síðari part dagsins; hvass á austan allan daginn h. 18. og krapaslettingur um kveldið. í morgun (19.) hæg- ar á austan bjartur. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar. 134 þó Snorri prestur væri kominn í Aðalvík; gazt honum og lítt að hinum unga presti þeim. Atménn miklir er sagt þeir feðgar væri allir, en Jón þó mestur, svo sagt er að hann æti 60 bjargfuglaegg í einu opt- sinnis og yrði gott af. En allra þeirra var hann rammastur að afli, sem fyrri við getur. f>að var eitt sinn, að Hallur var með sonum sínum á bát framaD undir Hornbjargi að fuglveiði eða eggjaleit. En er þeir höfðu lent undir bjarginu og klifrað sig á urð eina, slitnaði tog það, er bátur þeirra var festur með, því öldu- súgur var. Komust þeir þá eigi á braut fyr en eptir nokkra daga, að veður lygndi, því mjög hvessti, þegar bátinn sleit frá þeim og var þeirra þá leita farið af útróðrarmönnum á Horni. En fyrir því að þeir voru matarlausir, urðu það úr- ræði þeirra, er sultur þrengdi að þeim, að eta fugl hráan ó- plokkaðan, og sagði Hallvarður svo síðan : »|>egar við átum fuglinn óplokkaðan, hætti okkur við að verða bymbult, en þá við átum hann reyttan (plokkaðan), varð okkur gott af. fá náðum við kóp lifandi og slátruðum honum, saup faðir okkar blóðið og át innýflin, því hann var gamall, þurrbrjósta og hneigður orðinn fyrir vökvunina; en við bræður skiptum kroppnum á milli okkar, og varð dágott af«. Allir drukku þeir feðgar lýsi sem mjólk væri. 6. kap. Viöureign Halls og Snorra prests. Snorri prestur vildi nú eitt sinn fara á fund Halls á Horni, því það er sagt, að hann segði, að einum þyrði hann 135 að mæta nálega í hvívetna, einkum það er aflraunir snerti; hafa og margir kallað hann þriggja manna maka að afli. Maður er nefndur Jón og bjó í Skjaldabjarnarvík. Hafa sumir kallað hann bróðurson Halls á Horni. Hafði prestur komizt í kunnleika nokkurn við Jón. Er sagt, að Jón væri kominn að Stað, er prestur rjeð að finna Hall, eu Jón rjeð honum frá því, kallaði ílall eigi blektursmann vera og illan viðureignar, ef hann reiddist; mundu og liðsmenn eigi hlífuir, og eigi auðsóttir ókenndum. Væri það mark á Halli, ef hann roðnaði við og ypti öxlum, að þá færi að honum reiði. Og þá prestur vildi fara að honum ríðandi, mætti hann hyggja að því, að gjá ein yrði fyrir honum á leið að Horni, er hestur prests fengi eigi yfir komizt. Prestur vildi þó fara, og er Jón fekk eigi latt hann, skipti hann hestum við prest, og fekk Jón honum hest einn brúnau að lit; sagði hann mundi fótfimari yfir gjána og vegvísari, og trauðla mundi Hallur villa sjónir fyrir honum. Tók prest- ur því með þökkum ; fór síðan leiðar sinnar, og fannst Brúnn allfótfimur. En er hann hitti Hall, sá hann þar fátt manna, nema þá Hallvarð og Jón bræður, er hrundu úr vör bát sín- um og reru til fiskjar. Hallur bauð présti í skemmu sína. Stóðu þar kistur um- hverfis, en klefi fyrir stafni. En er þeir höfðu viðtalazt um hríð, tók prestur að víta Hall um guðleysi. Pór þá Hallur hægt í fyrstu. En er prestur ól á því, að aldrei kæmi Hall- ur til kirkju og þeir fóru að yrðast meira, tók Hallur að roðna og ypta öxlum, og gekk snúðugt að klefanum, og ætlaði prest- ur það í honum, að lítt mundi sjer hollt að út kæmi, að því k

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.