Ísafold - 30.09.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.09.1891, Blaðsíða 1
\Kemur át á miðvikudögum ©g -augardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVIII. 78 Reykjavík, miðvikudaginn 30- sept. 1891 t Amtmaður E. Th. Jónassen. a n d a ð i s t i fyrri nótt, kl. 4 að morgni hins 29. þ. m. Hafði verið lasinn um tíma, við rúmið, en klæðzt þangað til síðustu dagana. Síðasta ■ sólarhringinn var hann með óráði. Eggert Theódór Jónassen var fæddur í Reykjavík 9. ágúst 1838. Voru foreldrar vhans þórður Jónasson, þá yfirdómari, en sfðan háyfirdómari (f 1880), og hona hans Sophía Rasmusdóttir Lynge (11890). Var ■hann elztur barna þeirra. Hann útskrifað- ist úr Reykjavíkurskóla 1858, varð kandídat í lögfræði víð Khafnarháskóla 15. jan. 1867. Síðan var hann um hríð á skrifstofu land- fógeta, var settur sýslumaður í Borgarfjarð- arsýslu vorið 1868 og jafnframt í Mýrasýslu árið eptir. Árið 1871 var hann skipaður -sýslumaður í báðum sýslunum samein- uðum , en að fráskilinni Hnappdalssýslu, -og bjó upp frá því í Hjarðarholti í Staf- holtstungum , þar til honum var veitt bæjarfógetaembættið í Reykjavík 16. ágúst 1878. Loks var haun skipaður amtmaður yfir suður- og vesturamtinu 13. apríl 1886. Konungkjörinn alþingismaður og riddari af dbr. varð hann 1887 ; sat á alþingi þá, og 1889 og 1891.—Hann var tvíkvæntur. Var fyrri kona hans Elín, dóttir Magnúsar sýslu- manns Stephensen í Vatnsdal, systir lands- ■höfðingja M. St., dáin 1878; en hin síðari Carólína, dóttir Eðvarðs Siemsens, konsúls í Reykjavík, og lifir hún mann sinn. Með fyrri konunni eignaðist hann eina dóttur, er dó ung, 8—9 ára. Síðara hjónabandið var barnlaust. Amtmaður E. Th. Jónassen var einn meðal 'hinna vinsælustu valdsmanna, er hjer hafa verið, og það að maklegleikum. |>ví vin- sældanna aflaði hann ekki með neinni eptir- sókn eptir almenningshylli, ekki með því að vilja gera öllum til hæfis, hvort sem var ’rjett eða rangt; hann var hinn samvizku- aamasti embættismaður, með mjög næmri rjettlætistilfinningu, og hafði fullkominnkjark og þrek til að fylgja því fram, er hann hugði rjett vera, hvort sem líkaði betur eða 'ver. Mannhylli sína átti hann að þakka sinni miklu ljúfmennsku og góðfýsi, jafnt við volduga og vesala ; hjartagæzka hans og hjálpsemi við fátæka og bágstadda var a.1- kunn og ekki ofsögum af því sagt. Lundin var bæði viðkvæm og trygg. Hann var svo ,gerður, að hann vildi feginn hvers manns vandræði leyaa. Hann var og hinn mesti iðjumaður, og kom góðfýsi hans eigi hvað 3Ízt fram í því, hvað hann var jafnan boð- inn og búinn til að leggja á sig margvíslegt ómak og kvaðir umfram það, er skyldan bauð, hvort heldur var til almennings þarfa eða fyrir einstaka menn. Má telja víst, að hann hefði enzt betur, ef hann hefði lagt minna á sig; því hraustgerður var hann aldrei. Hann var kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur jafnskjótt sem hann losaðist við bæjarfógetaembættið, og endurkosinn í vet- ur nær í einu hljóði, þrátt fyrir ótrauða og ógeðslega viðleitni nokkurra skuggasveiua til að ófrægja hann um þær mundir. I stjórn Bókmenntafjelagsins var hann og um mörg ár, og sömuleiðis í stjórn Búnaðarfje- lags suðuramtsins, sem hann ljet sjereinkar- annb um, enda var hann mjög náttúraður fyrir búskap, þótt uppalinn væri í kaupstað; hann þótti fyrirmyndarbúmaður meðan hann var í sveit (í Hjarðarholti) og hjer íReykja- vík stundaði hann jarðrækt með miklum á- huga. Á þingi varð hann annar af tveimur fyrst- ur til að hverfa frá þeim þvergirðingsskap hins konungkjörna flokks, að vilja alls enga endurskoðun hafa á stjórnarskránni. Hann var henni meðmæltur og vildi freista sam- komulags við neðri deild 1889, enda vant- aði eigi nema hórzlumuninn til þess þá. I sumar urðu, eins og kunnugt er, þeirra ráð ofan á, er ekkert samkomulag vildu þýðast, heldur beita eintómu, blindu kappi, án minnstu vonar um viðunanlegan árangur. það er og ekkert leyndarmál framar, að það mun hafa verið hóglæti hans og lipurð mest að þakka, að ekki varð beinlínis slysalega illt út úr fjárlaga-ágreiningnum milli deild- anna á alþingi í sumar ; hann var þá for- maður í fjárlaganefnd efri deildar. Hann hafði yfir höfuð hinn einlægasta vilja á að efla og styðja hvað eina, er hann hugði landi og þjóð horfa til heilla.—Eyrir j það og fyrir hans elskuverðu maunkosti mun minning hans lengi geymast og jafnan í heiðri höfð. Bjargræðistíminn. Með orðinu bjargræðistími eiga menn hjer á landi almennast við heyannirnar fyrst og fremst, sem opt eru nefndar aðalbjargræðis- tími, og þar næst, að því er til sjávarins kemur, við vertíðirnar. Aðra tíma árs skoða menn eius og gagnslausa eða gagnslitla sjer til bjargar, nema ' kann ske það sem fer til aðdrátta haust og vor, fjársafna á haustum og voryrkju á vorum, þ. e. ávinnslu á tún- um, o. s. frv. Af þessari hugmynd stjórnast vinnubrögð- in. Um heyannirnar, aðalbjargræðistímann, er vinnukappið mest; þá þykir ósvinna að slá slöku við. I aflatíð við sjó er einnig á- framhald við vinnu ákaflega mikið. Margur leggur og talsvert á sig í lestaferðum og öðru nauðsynjaferðalagi. En þar fyrir utan er rótgróin landsvenja víðasthvar, að taka sjer vinnuna fremur ljett, ekki einungis um vetrartímann, þegar flestar bjargir eru bann- aðar, heldur einnig haust og vor, þó að þá megi athafna sig að mörgu leyti viðlíka og um aðalbjargræðistímann eða gera sjer tím- ann hjer um bil eins arðsaman eins og um sláttinu. jpessi skoðun, landsvenja og hugsunar- háttur, eða hvað menn vilja kalla það, þarf að breytast gjörsamlega. Fyr þurfum vjer eigi að búast við verulegum framförum. Fyr batnar eigi efnahagur þjóðarinnar að nein- um mun eða til langframa. Vjer eigum að skoða alla tíma árs eins og bjargræðistíma, í þeim skilningi, að hafa jafnan áhuga og viðleitni á að hagnýta tím- ann til arðsamrar vinnu, árið um kring. Á vetrum eru vitanlega miklir erfiðleikar á því; en það er hvergi nærri fullreynt enn, hvort ekki má gera sjer þann tímann einnig tals- vert arðsaman, ef kapp er á lagt og nægri fyrirhyggju beitt til þess. En einkum er það þó haustið og vorið, sem á ríður að reyna að fara betur með en almennt gerist. Vitanlega þekkjast heiðar- legar undantekningar í því efni. En hitt er almennast, að um þann tíma fer margur dagnrinn, og jafnvel mörg vikan, í gagnslít- ið dund, hálf-óþarft ferðasnatt og þar fram eptir götunum,— yfir höfuð í ýmislegt, sem mönnum dytti ekki í hug að láta hinn dýr- mætaaðalbjargræðistíma, sláttinn, eyðastíað neinu leyti. Er hjer þó ónefnt gutlið við sjóinn á vorin, sem hver góður búmaður kannast við að sje landbúnaðinum til nið- urdreps og yfir höfuð hin mesta ráðleysa, þó að stöku sinnum hittist svo á, að eitt- hvað hafist upp úr því. Landbóndinn þarf að skoða allau tímann milli frosta sem aðalbjargræðistíma, hvað hans atvinnu snertir. Hann á að líta svo á, að haust og vor sje jafndýrmætt fyrir sig eins og hásumartíminn, og hafa vinnu, landyrkjuna, alveg eins reglubundna ogkapp- samlega eins og um heyskapartímann, að svo miklu leyti sem því verður frekast við komið. það eru jarðabótastörfin, sem eiga að vera aðalvinnubrögðin haust og vor, eins og hey- skapurinn um hásumarið. það þarf með öðrum orðum að lengja landyrkjutímann úr lOjjeða 12 vikum upp í 20, og þaðan af meir, ef veðrátta leyfir. Hingað til hafa jarðabótastörf verið skoð- uð eins og hjáverk, er gott sje að vísu og nytsamlegt að gefa sig við svona þegar eigi kallar annað að, einkanlega ef þá tekst að krækja sjer íjRúfræðing kauplaust, hjá einhverju búnaðarfjelagi, og þykir þá góðra gjalda vert, aðhann fái að hafa með sjer ein- hvern liðljetting af heimamönnum fáeina daga. Allt vinnandi fólk á heimilinu, sem með nokkru móti má án vera frá öðrum nauð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.