Ísafold - 30.09.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.09.1891, Blaðsíða 2
310 synjastöríum, á að ganga að jarðyrkjustörf- um haust og vor, eins og það gengur að heyvinnu á sumrum, hvort heldur er garða- hleðsla, þúfnasljettun, skurðgröptur eða önn- ur jarðabótavinna. Vinnufólki, er eigi hefir slíku vanizt, kann að þykja það þungar búsifjar; en það er eins og hvað annað, að vaninn gefur lystina og kennir listina. Eeyn- ist hjá almennt ófáanleg til slíkra hátta- brigða, þá er ráðið að leysa vistarbandið, og vita þá, hvert verkafólk má ekki til. — þar er eitt málið, sem í mola fór á »þing- inu magra« í sumar, og var þó nauðsynja- mál. f>etta er vegurinn til þess að landið taki stakkaskiptum ; annars ekki. |>ví verður hann að kjósa og hann að halda, ef duga skal, hvað sem það kostar. Aðaltilgangurinn með allar hinar marg- víslegu samgöngubætur, sem nú eru éinna efst á dagskrá, er og sá, að láta almenn- ingi verða sem allra-drýgst úr bjargræðis- tímanum, ekki bara heyskapartímanum, heldur öllu fremur hinum dýrmæta vinnu- tíma haust og vor. Fjárverzlunin. Coghill apturkallaði fjármarkaði þá, er hann hafði boðað fyrir norðan, en hefir boðizt til að kaupa 1 fjár- farm alls í 2 sýslum, Skagafjarðar og Húna- vatns, ef hann fengi væna sauði 2-vetra fyrir 13 kr. Var verið að safna loforðum fyrir því meðal bænda, og tekst það líklega, því að mjög er þeim bagalegt, að geta ekki í neitt náð af hinum venjulegu, ensku fjár- peningum. Á Eyjafirði kvað einn kaupm. (Chr. Havsteen) hafa keypt fje á fæti fyrir 14 kr. tvævetra sauði, 1000 fjár alls; er það nokkur úrlausn fyrir bændur þar. Skip komið fyrir norðan frá Zöllner að taka fje hjá pöntunarfjelögunum, en mun lítið sem ekkert kaupa þar fram yfir; er og von á skipi hingað frá honum eptir viku, í sömu erindum. Á Blönduós þetta gefið fyrir sauðakjöt m. m.: fyrir 40 pd. föll og þar yfir 16 a. pundið, fyrir 32—40 punda 14 a., og fyrir 26—32 punda 12 a.; fyrir mör 25 a. pundið, og gærur 22 a. Heiðursgjafir Úr styrktarsjóði Kristj- áns konungs IX. hefir landshöfðingi veitt þ. á. þeim Brynjólfi Bjarnasyni í Engey og Einari Jónssyni í Garðhúsum í Grindavík, Brynjólfi 180 kr. fyrir framúrskarandi dugnað f jarðabótum og húsabyggingum á leigujörð, svo og skipasmíðar (144 skip), en Einari 100 kr. fyrir framúrskarandi dugnað í jarðabótum, húsagjörð og framkvæmdum, er að fiskiveiðum lúta í byggðarlagi hans. Settur amtmaður í suður- og vestur- amtinu í gær af landshöfðingja yfirdómari Kristján Jónsson. Við yfirrjettinn er cand. juris Páll Einarsson 27. ágúst af ráðgjafanum settur málaflutningsmaður frá 1. október, í stað H. Hafsteen landritara. Settur hjeraðslæknir í 13. læknis- hjeraði 21. ágúst af landshöfðingja frá 1. sept. læknaskólakandídat Gísli Pjetursson. Annálsverðar framfarir! »Austri« getur þess í frjettaskyni, að konsúl Patér- son, sem er með tilraunir að varðveita blautan fisk í ís og flytja þannig á erlend- an markað, frá Geyðisfirði, hafi orðið í sum- . ar að kaupa ís til þess frá /Skotlandi. ís- lenzkur ís ekki til! f>að eru ekta-íslenzkar framfarir! Landssjóði ofvaxið áleit þingið í sumar að leigja skip til straudferða hjer við land. En norskur kaupmaður einn á Aust- fjörðum, Otto Wathne, og ekki auðugur nema í meðallagi, hefir gert það ár eptir ár einsamall. Hann hefir í þetta sinn leigt gufuskipið »Vaagen« árlangt, bæði til milli- ferða hjer innanlands og til Noregs, Eær- eyja og Skotlands,— styrklaust af almanna- fje. Hann mundi ekki gera það ár eptir ár, ef hann hefði stórskaða af því. j>ar að auki hafði hann annað gufuskip á leigu í sumar 2—3 mánuði. LeyndardómurÍDn er sá, að maðurinn er óíslenzkur að áræði og framtakssemi. Fimmtán miljónum króna höfum vjer Islendingar haft efni á að verja til munaðarvörukaupa á 10 árum. En helm- ingi lengri tíma, 20 ár, höfum vjer þurft til að draga saman fje til að brúa eina á, og það ekki meira fje en hluta af þessum 15 miljónum. þær eru berorðar stundum, tölurnar! Járnbrautir í Bandaríkjunum. í árslok 1890 áttu Bandaríkjamenn 1 Norður- Ameríku fullgerðar járnbrautir um þá vega- lengd, er nema mundi 35,644 mílum dönsk- um (nær 167,000 mílum enskum). Höfuð- stóll allra járnbrautarfjelaganna var 38,460 miljónir króna. Að meðaltali hefur hver fullgerð míla dönsk kostað. rúm 930,000 kr., að meðtöldum tilheyrandi járnbrautarvögn- um, bæði eimreiðum og öðrum vögnum, brautarstöðvum, brautar-geymsluhúsum, o. s. frv. Árstekjur árið 1890 voru alls um 4,018 miljónir króna, en gróðinn, hreinn á- góði, frekar 1234 milj. kr. Megnið af á- góðanum fór til þess að greiða vöxtu af lánsfje til járnbrautarlagningar. Hluthaf- endur fengu sjálfir upp og niður ekki fulla 2j. af hlutafje sínu. Fjárhagur prinzins af Wales. Íít af klandri því, er konungsefni Breta, prinz- inn af Wales, komst í í sumar, fyrir það að hann hafði verið í spiladrabbi með maDni, sem hafði svik við í spilum, varð mikið til- rætt um fjárhag hans í blöðum og gefið í skyn, að hann mundi ærið skuldugir, jafn- vel svo mörgum tugum miljóna skipti. þ>á var þess getið um leið, að hann hefði þó talsvert að bíta og brenna. Hann eignað- ist, þegar hann fæddist, hertogadæmið Cornwallis. Tekjurnar af því voru lagðar fyrir og dregnar saman þangað til hann var orðinn myndugur, og var sá sjóður þá orð- inn 11 milj. kr. Hertogadæmið gefur af sjer í árstekjur 1J milj. króna. Árið 1871 tók prinzinn sjer aðsetur í höllinni Marl- borough House; höllin er ríkiseign og tók landið að sjer að halda henni við. Árin 1871—1886 kostaði þetta viðhald samtals 900,000 kr. Seytján ára gamall varð prinzinn ofursti í riddaraliðinu og fylgdu því embætti 26,000 kr. árslaun. þ>egarhann varð 35 ára gamall, hlaut hann marskálks- nafnbót og þar með mjög há laun. Brúð- kaupshátíðarviðhöfnin af almenningshálfu, þegar hann kvæntist, kostaði 235,000 kr., er þjóðin lagði fram. |>á voru konu hans Al- exöndru prinzessu, veittar 2 milj. króna f lífeyri á ári, og skyldi hækka upp í 6 milj.* ef hún yrði ekkja. |>egar prinzinn ferðað- ist til Austur-Indlaods, 1875, veitti þÍDgið til þeirrar ferðar hjer um bil 2f milj. króna, og auk þess fekk hann í skotsilfur 108,000 kr. Loks veitti þingið honum 650,000 kr viðbót við lífeyri hans í hitt eð fyrra, er elzta dóttir hans giptist hertoganum af Fife. Kyrtill eða serkur Krists í dómkirkj- unni í Trier er nú til sýnis í 50 daga, er- skrifað frá Khöfn 13. þ. m. Kom þangað, sem sagt er, á liverjum degi milli 40 og 50" þiisunda, þeirra manna sem meÍDabóta eða aflausnar leita, þá kemst pílagrímatalan nær því upp í hálfa þriðju miljón. |>ó flestir þeirra sje fátækir og margir hálfhungraðir verða þeir allir að leggja nokkuð í guðskist- una, en þeir fara þaðan líka iausir við synda- byrgði sína og með aflausn til 7 ára(!). þetta á að vera sá kyrtill, sem hermennirnir lögðu hlutkesti á, en Helena drottnÍDg (móðir Konstantíns mikla) á að hafa komizt yfir- og haft með sjer (326) frá »Landinu helga*.. Annar serkur eða skyrta Krists er helgur dómur í Argenteui! á Frakklandi, en klrrk- unum hefir komið saman um, að hinn hafi. það verið, sem Kristur bar á Golgata.— Mörgu er trúað 1 heiminum, og tiðindim frá Trier sýna, með svo mörgu öðru, hvern- ig kirkjuvaldið eDn á vorum dögum styðst. við hjátrú og hindurvitni. Leiðarvísir ísafoldar. 796. Er konuugsbrjeí frá 21. maí 1817 um. prests- og kirkjugjöld hjúa og liúsmanna enn i fullu gildi? Sv.: Já. 797. Jeg er f'átækur barnamaður og hefi dval- ið 6 ár í sömusveit sem húsmaður, en hefi aldreh á þeim árum átt neitt tíundarbært fje, þó hefur sóknauprestur minn gjört mjer að borga dags- verk og hálfan Jjótoll, og jeg borgað. Hefir presturinn rjett til þess? Sv.: Ekki ef spyrjaudi er búsettur í sveit, eit í kauptúnum álitur landsyfirrjettut heimild til þess, helgaða af venju og með hliðsjón á Krist- narjetti Árna biskups, 15. kap., sjá Jandsyfirrjett- aidóm 28. febr. 1887. 798. Jeg bý í umdæmi Keykjavíkur, á jörð,. sem metin er til hundraða; hef jeg ekki sömu rjettindi og þeir sem búa í sveit með það, aö greiða að eins 2 kr. af þörfum hundi, fyrst jeg á heima fyrir utan verzlunarlöðina? Sv.: Spyijandi þekkir eigi nýju lögin, frá 22 maí 1890. J>ar er enginn munur gerður á þörfum hundum og óþöifum, og er gjaldið 10 kr. af' hverjum liundi í kaupstað, þ. e. kaupstaðarum- dæmi, hvoit sem gjaldandi byr á jörð, metinni til hundraða, eða ekki. Sama gjald greiða menn einnig utan kaupstaða, bæði í sveit og verzlun- arstöðum, ef þeir hafa annaðhvort enga ábúð, eða að eins 1 hndr. til ábúðar eða þaðan afminna. þeir einir, er búa á meiru en 1 hndr. í jörðu og það er utan kaupstaða, sleppa með 2 kr. gjaldið. 799. Er leyfilegt að læsa kirkju fj'rir söfnuði og presti, þó hreppsnefndin vilji afsegja prest- inn, þvert ofan í suma bændur í sókninni, eður, þó presturinn áminni einhvern sóknarbænda með berum orðum i kirkjunni eptir messu, með þaðv sem honum hafði áfátt orðið við prestinn? Sv : Vitanlega er það alveg ólöglegt, og ber- að kæra hlutaðeigendur fyrirprófasti, og biskupi, ef þörf gjörist. 800. Hvað segist á því ef kirkjuhaldari hefir kirkjugarðinn vanalega fyrir nautarjett, en neitar presti að opna kirkjuna á helgum degi til messu- gjörðar, þó viðkomandi söfnuður óski þess að- ganga í guðshús? Sv.: Áminning og sektir. 801. Hefir kirkjuhaldari rjett til að neita að taká á móti orgeli í kirkju, er söfnuður vildi gefa kirkjunni og búið var að láta í hana, en hann Jjet bera út aptur, þótt söfnuðurinn byðist til að kosta hljóðfærasláttinn? Sv.: Nei; athæfi kirkjuhaldara er gjörræði og lögleysa. 802. Hús mitt (í Keykjavík) er tvíloptað með' 2 reykháfum; i öðrum þeirra er ekki kveyktur upp eldur á tímabilinu frá 1. júlí til 31. desem- ber, og sótarinn hefir því verið mjer samþykkur um, að ekki væri ástæða til að hreinsa reykháf- inn. Er jeg samt sem áður skyldur að borga sótaragjald af þessum reykháf fyrir þetta tímabil?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.