Ísafold - 10.10.1891, Síða 1
Kemur át i mlðvikudögum 9g
'laugardögum. Verð árg. (um
100 arka) 4 kr.; erlendisS kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komÍD sje
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. i Austurstræti 8.
XVIII. 81. 1
Reykjavík, laugardaginn 10- okt.
1891
Nokkur orð
um íslenzkar bækur og rit,
eptir Benedikt Gköndal.
II.
(Síðari greinin).
þá ætlaði jeg að minnast á lítið eitt í
síðasta tímariti Bókmenntafjelagsins. í rit-
gjörð Sæm. Eyjólfssonar um þjóðtrúna, mik-
ið góðri ritgjörð (jeg hef annars ritað stóra
ritgjörð um satna efni í Annaler for nordisk
Oldkyndighed, en hana hefur höf. víst ekki
þekkt), kannjjeg illa við að sjá aðra ems
prentvillu og »Dautschen« á bls. 130; og
mundi eigi »Nippitfit« og »Clippitfit« (á bls.
110) eiga að vera »N-fit« og »A-fit«? En
lakast finnst mjer þó að sjá nafnið »Lara«
á bls. 129; þetta er komið úr nýju útg. af
Eornaldarsögum, og er það þar tekið eptir
textanum í útg. Rafns, en þar stendur ein-
mitt hinn rjetti lesmáti Kára (ritað »Cara«)
í neðanmálsgrein, því það er Kára Hálfdan-
ardóttir ( = Sigrún = Svava), valkyrja og
ástmey Helga Hundingsbana, og er undar-
legt, að hinir lærðu menn, sem eru í rit-
nefudinni, skuli hafa látið þessa vitleysu
standa (fyrir utan það, að allir hljóta að
finna, að »Lara« er ekkert norrænt nje Is-
lenzkt nafn, og nærri því ekkert ísl. nje
norrænt kvennmannsnafn byrjar á L), svo
jeg ímynda mjer, að þeir hafi ekki vitað, að
þetta er fyrir löngu tekið fram af Finni
Magnússyni (í stóru útg. af Sæm.-Eddu),
af S. Bugge (í hans útg. af Eddu) og af
' Guðbrandi Vigfússyni (í Sturlungu, Pro-
llegom.). Ritgjörð dr. Valtýs Guðmundssonar
um Sýnisbók Boga er að flestu leyti ágæt,
ogmámikiðaf henni græða.og minnisthanná
margt, sem nauðsynlega þurfti, en samt er
þar sumt, sem mjer þykir athugavert, og
kemur það sarnan við sumt í formála Sýnis-
bókarinnar. Er þetta samt eigi svo að skilja,
sem jeg vilji lasta bókina sjálfa, því hún er
góð að mörgu leyti, enda hefir hún eða út-
gefandi hennar fengið töluvert lof.
Á bls. 267 segir dr. V. G., að »það gat
verið áhorfsmál, hvar byrja skyldi» —það
get jeg ekki sjeð, að sje neitt áhorfsmál,
því 19da öldin byrjar á árinu 1800, og það
er undarlegt, að menn, sem lifa tuttugu og
þrjátigi ár af öldinni, ekki skuli mega telj-
ast með, en teljast með fyrri öldinni (ef
;þeir annars fá þann héiður að teljast nokk-
ursstaðar með). jpeir h-afa þá verið á eptir
tímanum í 20—30 ár, og á sama tíma á
undan honum—; þessi vitleysa verður nið-
urstaðan eptir þessari skoðun. Jeg kannast
ekki við, að Rask og Bjarni Thórarensen
hafi hafið neitt nýtt tímabil í bókmennta-
sögu íslands, hvorki í bundnum nje óbundn-
um stíl. það voru ort falleg kvæði og rit-
að gott mál löngu fyrir þeirra daga. Kenn-
dngin um »uppfræðslu-öld« og »skynsemistrú-
ar-öld«, sem hafi átt að drottna hjer 'um
síðustu aldamót, er tómt orðaglamur, haft
eptir dönskum og þýzkum ruglurum, og sje
nokkuð satt í því, þá á það ekki við neinn
hjá oss, nema Magnús Stephensen gamla
einan. Miklu fremur gætum vjer sagt, að
einmitt nú sje »uppfræðslu-öld«, þar sem
skólasóttin hrífur alla og bókmenntunar-
glamríð ber allt ofurliði, eða hvað er »skyn-
semistrúar-öld«, ef ekki þessi tími, sem vjer
lifum á? I stað þess að láta árið 1800
—hið »objectiva«—- ráða, þá fellst dr. V. G.
á, að byrja »subjective«, eða eptir álitum, og
þá er talað um »stefnu nútíðarinnar#. En
hún byrjar þegar með vorum elztu kvæð-
um, og 1 þá stefnu hafa íslendingar ort allt
til þessa dags, allir saman, hver sem betur
gat, jafnt Bjarni Thórareusen sem allir aðr-
ir, og þessi stefna er einmitt byggð á forn-
öld vorri og Grikkja og Rómverja, og það
er alveg rangt að bregða mönnum um það,
að menn haldi sjer of mikið til þeirra, því
þar er einmitt það gull fólgið, sem hefir
ljómað fegurst hjá öllum hinum mestu
skáldum allra Norðurálfu-þjóða. En sam-
síða þessari stefnu hefir og komið sú stefna,
að kveða undir nýjum háttum og náttúrlega
um nýjar hugmyndir, því tíminn hefir
breytingar í för með sjer. Og jeg get varla
kallað það »stefnu nútíðarinnar«, sem rjeð
fyrir tuttugu eða þrjátigi árum. En svo seg-
ir útg., að einhver deyfð sje nú sem stend-
ur yfir skáldskap vorum. Eptir því væri
deyfðin þá stefna nútíðarinnar. Yfir höfuð
er þetta »stefnu«-tal tómar ímyndanir, því
hver hefur sína »stefnu«, það er; skáldskap-
ar-aðferð, og jeg gæti, ef jeg vildi, komið
méð meira en eitt dæmi upp á þessar ímynd-
anir bæði; að foruu og nýju, en hjer hef jeg
ekki rúm til þess. það er og alveg rangt
að ætla, að öll skáld vor hafi tekið Jónas
og Bjarna til fyrirmyndar; fyrirmyndirnar
liggja ósýnilega á víð og dreif frá fornöld-
inni og gegnum allar aldir og út í samtím-
ann, þó að kannske megi finna í stöku til-
fellum, að »eptirstæling« hafi átt sjer stað.
Kvæðið »Eldgamla Isafold« byrjar því enga
stefnu nútímans; það er ekkert sjerlega
skáldlegt kvæði, og það hefir orðið þjóð-
söngur af vana, en ekki af öðru. Eólkið fer
ekkert eptir skáldfegurð, þegar það lærir
eitthvað; það lærir allt eins, og kannske
fremur, það sem ljótt er. í formála Sýnis-
bókarinnar stendur, að nú sje deyfð yfir
skáldskapnum; það er því sú eiginlega »stefna
nútímans«, en hitt ekki, sem liðið er.
Dr. V. G. gefur vitgefandanum áminningu
fyrir það, að hann hafi tekið upp ofmikið
af ættjarðarkvæðum. Einhvern tíma stóð
eitthvað líkt frá Khöfn í þjóðólfi. Satt er
það, að vjer höfum ort mörg lofkvæði og
ástarkvæði um ísland (Bjarni Thórarensen
1 einua mest), og höfum ekki haft mikið upp
úr því, sem ekki var heldur til ætlazt —vjer
hefðum kannske haft meira upp úr því, ef
vjer hefðum ort níð um föðurland vort,
kann ske 600 króna skáldstyrk. Annara
þökkum vjer fyrir áminninguna; hún er sjálf-
sagt gefin í góðri meiníngu, en lítið mark
er að því, sem stendur um kvæði vor í út-
lendum ferðabókum, og líklegt væri, að flest-
um muni kunnugt, að ættjarðarkvæði tíðk-
ast meðal allra menntaðra þjóða, og hafi
slíkt dofnað eða ekki tíðkazt, þá er það af
því að, tíðarandinn hefir þá verið svo, eða
af hreinu hugsunarleysi um hag ættjarðar-
innar, eða þá afleiðing peningásóttarinnar og
hlutverskunnar, sem einkennir vora tíma.
Yfir höfuð verður hinum yngstu nútíðar-
skáldum ekki borið á brýn, að þeir yrki um
Island; það er þvert á móti annað hljóð í
strokknum (þeim lætur betur að gaula um
»Absalons land« en um sitt eigið land)—.
Hæðist þeir að okkur eins og þeir vilja, en
þakka mættum vjer fyrir, ef vjer elskuðum
vort land eins og Danir elska sitt —og ber
þeim það enginn á brýn—, og færum eins
vel með vort land, eins og þeir fara með
sitt.
Ef jeg annars ætti að segja nokkuð um
sjálfa Sýnisbókina, þá er það —fyrir utan
að það er rangt að sleppa 30 árum af öld-
inni, úr því titilblaðið segir til hennar allr-
ar—, að þar vantar margt, sem átti að tak-
ast —Sveinbjörn Hallgrímsson, Magnús
Grímsson, Hannes Blöndal—; sumt hefði
alls ekki átt að takast (t. a. m. »Herhvöt«
og »Herganga« eptir B. Th.); aptur er sleppt:
»Sveinar íslenzkir sitjum hjer«, sem er al-
íslenzkt og frískt og fjörugt eins og fossar
og fjallavindar, en hitt er óþjóðlegt og á
ekkert við oss; úr því þýðing var tekin, þá
mátti finna miklu fallegri kafla í Odysseifs-
drápu en þetta úr Ilions-kviðu; kvæði föður
míns »SkilnaðarvÍ8ur« eru eptirstæling eptir
Sólarljóðum og ekkert frumlegt; sama er að
segja um kaflann úr Heljarslóðarorrustu;
hann er einúngis eptirstæling í gamni eptir
fornum leiðarritum vorum (itineraria) og held
jeghelzt hafi þá vakað fyrir mjerNikulás ábóti
í Werlauffs Symbolæ; en það er ekkert varið
í þenna kafla og mátti finna margt annað til
víða. þjóðsöguráttu hjer alls eigi heima; þær
heyra engri öld til, og engir útgefendur eða
safnendur þjóðsagna eru höfundar þeirra,
þó að þeir hafi fært þær í stílinn. Samt sem
áður finnst mjer bókin góð og útgef. eiga
miklar þakkir skilið, en rúminu er illa var-
ið, prentið of stórt og gisið, og hefði mátt
taka meir en þriðjungi meira á sama arka-
fjölda með smærri stíl og betra fyrirkomu-
lagi.
Vjer getum því fært kenningarnar frá
Kaupmannahöfn þannig í stílinn: þjer ís-
lendingar hafið ekki svo mikið að gorta af,
sem þjer haldið; þjer hafið lifað í ímyndun-