Ísafold - 10.10.1891, Blaðsíða 3
821
J>eir eiga að hafa af náminu. Með þessu
er eigi sagt, að þekkingin sje ekkert annað
en vald, því hún er engu síður unun og
eptirlæti; hún er svölun á sannleiksþorsta
mannsandans; hún göfgar hann og lyptir
honum á æðra stig, færir hann nær upp-
sprettu sinni, guði, sem er uppspretta sann-
leikans, sem sjálfur er sannleikurinn. —
Hjer eru þá nefndir tvær afltaugar fram-
kvæmdanna: fjeð, sem leggur manninuin
verkfærin í hendur, og pekkingin, sem kenn-
ir honum að nota þau, að setja markið, sem
að skal stefna, og sýna veginn til að kom-
ast að því. En mun þá þetta tvennt vera
einhlítt? Muuu afltaugarnar eigi fleiri vera
en þessar tvær? Jvr, vissulega, því vel get-
um vjer hugsað ossmann, sem hvorki skort-
ir fje eða þekking, og sem þó fær harla
litlu til vegar komið. Hvað mun því valda?
f>að, að þriðju afltaugina vantar, sem jeg
vil nefna vilja og áhuga, hinn þrekmikla,
staðfasta og einbeitta vilja og hinn fjöruga
og sívaxanda áhuga. J>ar sem þetta ekki
brestur, geta menn komist furðulangt á-
leiðis, jafnvel með efnum af skornum skammti
og fremur takmarkaðri þekkingu. Afl vilj-
ans og mátt áhugans þekkja hinir ötulu og
tápmiklu Englendingar flestum þjóðum frem-
ur; þeir vilja meira en til hálfa; þeir festa
augað á markinu, láta skynsemi og þekk-
ingu afmarka veginn og mæla hann, láta
fjeð leggja til verkfærin, en sjálfir leggja
þeir til þrek viljans: keppa ávallt fram á
leið, líta hvorki til hægri nje vinstri, til
þess að ekkert skuli glepja, varast allt hik
og hálfverk, alla króka og tafir: áfram, sí-
fellt áfram með þoli og þrautgæði, uuz mark-
inu er náð. það er því ekki ofsagt, að
»Yiljinn dregur hálft hlass«.
Jeg hefi þá stuttlega nefnt þær 3 afltaug-
ir allra verulegra verklegra framkvæmda,
sem jeg hygg mest vera undir komið: fjeð
þekkinguna og viljann, og allar hafa þær
unnið í sameiningu, hver sinn hluta, að heppi-
legri framkvæmd þess fyrirtækis, sem hjer
blasir öudvert við sjónum vorum: stofnun
hins fyrsta reglulega sjómcnnskuskóla á
landi voru. — Langt er síðan vaxandi menn-
ing og þekking sýndi fram á, að slík stofn-
un væri oss öldungis nauðsynleg, ef landinu
ætti að verða nokkurra verulegra framfara
auðið, að því er stundun sjávaraflans snert-
ir, þessa annars aðalatvinnuvegar landsins.
(Framh. síðar).
Jarðarför amtmanns E. Th. Jónas-
sens fór frara í gær með svo mikilli við-
höfn, er hjer verður við komið, og var við
hinn mesti mannfjöldi. Horn voru þeytt á
leiðinni til kirkjunnar og frá kirkju til kirkju-
garðs og í kirkjugarðinum á eptir. Kirkjan
var tjölduð með svörtum dúkum og mjög
ljósum prýdd. Húskveðju hjelt Hallgrímur
biskup Sveinsson, en líkræður dómkirkju-
presturinn og síra Helgi Hálfdánarson, og
í kirkjugarðinum mælti dómkirkjupresturinn
og nokkur orð. I kirkjunni voru á eptir
sungin minningarljóð, er dr. Björn M. Ólsen
hafði ort.
Gufuskipið Lalande, fjárflutningaskip
Zöllners kaupmanns í Newcastle, kom hing-
að í morgun með fje ofan af Mýrum og úr
Borgarfirði, og fer hjeðan með það síðari
hluta dags.
Tíðarfar helz't enn mjög milt, en frem-
ur er votviðrasamt.
Aflabrögð. Horfur góðar með afla. I
gær fengust allt að 60 til hlutar af allgóðum
afla. Yar þar af mikið af vænum og feitum
stútungi allt fram undir málsfisk.
Leiðarvisir ísafoldar.
809. Hefir hreppsnefnd rjett eptir 17. gr.
sveitarstjórnarlaganna frá 1872, til þess að skipa
fyrir um, hversu leitum til rjetta skuli haga, þar
sem leitarsvæöið er mest heimalönd eða búfjár-
hagar, en eigi afrjettarlönd?
Sv.: Eigi að eins rjett, heldur og skyldu, þó
með þeirri takmörkun, að fyrirskipan hennar má
eigi koma í bága við reglugjörð, er hlutaðeig-
andi sýslunefnd kann að hafa löglega samið og
samþykkt samkv. sömu laga 39. gr. tölul. 2.
810. Hvað á hreppsnefnd að gera, þá er fyr-
irskipunum hennar um fjallskil og rjettahöld er
eigi hlýtt?
Sv.: Kæra hlutaðeiganda, ef hann eigi góð-
fúslega bætir vanrækt sína, til skaðabóta og
sekta.
811. Hverju varðar að hlýða eigi löglegri skip-
an hreppsnefndar?
Sv.: Sektum og jafnaðarlega skaðabótum, et
óhlýðni hans hefir valdið kostnaði.
812. Maður hefir verið í hreppsnefnd í 6 ár
og er aptur endurkosinn til 6 ára. Getur hana
þá, þó að hann hafi verið oddviti 3 síðastliðin árr
skorazt undan oddvitakosning, ef nefndin álítur
hann þar til hæfan?
Sv.: Hann getur skorazt undan að vera odd-
viti næstu 3 ár samkv. 10. gr. tilsklpunar umi
sveitastjórn.
Öllum þeim, sem heiðruðu jarðarför manns
míns í gær og á margan hátt sýndu mjer
hluttekning í sorg minni, votta jeg hjer-
með mitt innilegasta þakklæti.
Bvík, 10. okt. 1891.
Caroline Jónassen.
„LÖGBERG11.
þeir sem hafa borgað árganginn 1890 til
vor eða hr. Sigf. Eymundssonar, eða útsölu-
manna bóksalafjelagsins, fá blaðið sent áfram,
ef þeir ekki afbiðja það—þeim sem eigi
hafa borgað blaðið, verður það ekki sent, fyrr
en þeir borga skuld sína. — Menn fyrir ut-
an Beykjavík, sem vilja blaðið, geta sent
oss borgunina beina leið, ef þeir vilja í ís-
len zkum s e ð lum, ef þeir senda það £
ábyrgðarbrjefi. Arg. kostar 6 kr.—
Utanáskrift til vor er:
The Lögberg Prtg. & Publ. Co.
Box 368 Winnipeg, Man., Can.
Y firrj ettarmálaflutningsmaður
Lárus Bjarnason flytur mál bæði fyrir und-
ir- og yfirrjetti, innheimtir skuldir, semur
samninga og rekur öll önnur rjettarerindi
manna. Skrifstofan er í Aðalstræti nr. 7
og er opin hvern virkan dag kl. 11—12 f.
h., 4—5 e. h.
160
allar. Er svo sagt, að þá er hann fjekk eigi segli við komið
og logn var veðurs.reri hann jafnan annarri hendi móti þor-
steini. þ>á er Hallvarður sigldi fyrir Axlarfjall, fjekk hann
með engu móti beitt svo djúpt fyrir það sem hann vildi, og
var svo sem þann veg væri sogað skipið að sjer, og sveif það allt
inn undir bjargið, og það svo nær, að við lá, að brotna mundi.
Tók þá Hallvarður að slangra í bjargið nokkrum sinnum, en
það er haft eptir þorsteini, að þá er Hallvarður varpaði hin-
um hinnsta 3teini, þá kvað hann um leið vísu, er þorsteinn
fjekkþó eigi numið, en hann heyrði í bjarginu hljóð mikið og
óþekkilegt, og eymdi lengi eptir, en kvað afarhátt við í fyrstu,
en engan sá hann. Fjekk Hallvarður þá beitt til djúps og
fengu þeir þá lengi byr góðan, og allt sigldu þeir þá fyrir
ísafjarðardjúp og alla leið komst Hallvarður fyrir Vestfirði
slysalaust, og tók hvergi land nema að Látrum að Bjarnar
bónda. þaðan byrjaði honum vel og tók hann land að Mið-
húsum á Beykjanesi og skilaði hvalnum. |>á er sagt að þor-
björg, húsfreyja lögmanns, ljeti bera Hallvarði þorsk mikinn,
tíu merkur smjörs í öskjum og tíu marka skál með skyrhrær-
iug og litla mjólk út á, og æti Hallvarður vist þá alla, og
mælti, er hann setti frá sjer: »þarna er bollinn og þarna eru
holurnar«, og þótti mönnum það líkast því, að honum þættí
sjer eigi of veitt. þar ljet hann þorstein frá sjer fara, og
þó að hann væri kallaður knár sjómaður, sagði Hallvarður,
að sveinstauli sá væri helzt til smávika innan um skip og
til engrar áreynslu. þó er þess við getið, að hann gyldi
J>or8teini rífiega fyrir förina, en skipaði honum sem fyrst að
að verða í brott, því að eigi vildi hann láta grípa hann í
157
kom út með lögsögu og hafði fengið Sigríðar, dóttur Magnúsar
amtmanns Gíslasonar, og bjó hann í Sviðholti. það var eitt.
sumar, að Hallvarður var sendur suður í Sviðholt með brjef'
til Ólafs lögmanns. Kom hann þar á slætti í sólskinshita
miklum. þótti mönnum hann kynlega búinn, í sauðsvartri
belghempu, með slapahatt á höfðiog hettu ofaná, meðbirkirenglu
í hendi, en afarmikill vexti og riðvaxinn mjög, kolsvartur á
skegg og hár, hvítleitur og allstórleitur, og mátti svo að orði
kveða, sem sá maður væri úr hömrum gengínn. Hann spurðk
»Er Ólafur heima?» þótti heimamönnum það alfávíslegt að nefna
lögmann eigi embættisnafni sínu, sem þá var siður orðinn, og.
hlógu raenn að dátt. Var þá lögmanni til sagt. Hann ljet Hall-
varð þá koma inn; en svo kvaddi Hallvarður lögmann: »SælL
vertu, Ólafur minn!« Lögmaður tók engu að síður ljettlega
undir, ræddi við hann lengi og gaf honum brennivín. Sagði
lögmaður svo síðan, að Hallvarður væri maður vitur vel, og
ætla menn, að lögmaður hafi áður heyrt hans getið. En er
Hallvarður var á brott farinn, er svo sagt, að nær hálfan
mánuð þar á eptir, yrði þeim jafnlega mismæli, er mest hlógu
að Hallvarði, og fengi eigi kallað lögmann annað en Ólaf, og
var það kennt glettni Hallvarðs. Hefir frá þessu sagt vitur
maður og vel að sjer, Eyjólfur Jónsson að Skógtjörn á Alpta-
nesi, móðurfaðir Bjarna prests Eggertssonar Bjarnasonar land-
læknis. Sá Eyjólfur þessi Hallvarð og var þá heimamaður f
Sviðholti.
21. kap. Abraham dvelst meö Hallvaröi.
það varð nú ráð þeirra Eyvindar og Arnesar útileguþjófa