Ísafold - 21.10.1891, Side 2

Ísafold - 21.10.1891, Side 2
»Uppblástursmenn«. Kand. Særn. Eyólfsson fer svofelldum Snjöllurn orðum um suma íslenzka fram- farmenn, í mikið góðri hugvekju, er hann hefir ritað í síðasta árg. Búnaðarritsins: »Sumir framfaramenn eru í raun og veru uppblástursmenn. J>eir treysta að vísu fram- förum landsins, af því þá dreymir um þá krapta, sem eigi eru til, og svo reisa þeir glæsilega loptkastala; en þeir sjá eigi þá krapta, sem til eru, þeir sjá eigi hin sönnu gæði landsins, og þess vegna van- treysta þeir því, sem skynsamlegt er að treysta. þeir segja að vísu, að þeir unni framförum og elski föðurlandið,-—en »hlut- aðeigandU föðurland hefir svo sárlítið gagn af framfaraást þessara föðurlandsvina.— — En þessi hamslausi gauragangur, sem sumir menn hafa í frammi, þessi hvíldar- lausi bardagi við sinn eigin skugga, þessir ráðlausu draumórar, þessar æðisgengnu öfg- ar, þessar framfarakenningar og umbótatil- raunir, sem ekki eiga skylt við neina skyn- semi,—allt þetta gjörir eigi annað en trufla og spilla fyrir hinum sönnu og varanlegu framförum; allt þetta styður og eflir upp- blástursandann, en spillir fyrir framförum landsins, hversu fögrum nöfnum sem það skreytir sig með, hvort sem það er xþjóð- viljú eða nþjóðfrelsiswhiskyn. (Búnaðarrit V. 5—6). Orgelsjóðurinn. Hr. Birni Kristjánssyni þykir auðsjáan- lega í »Ej.konunni« í gær leitt, að jeg skuli ekki þola það þegjandi, þegar rjettu máli er hallað. Jeg dirfðist í sumar að leiðrjetta fundarskýrslu, að því er viðkom landsbank- anum, og nii nýlega hef jeg leiðrjett urn- mæli hans um orgelsjóðinn. Jeg get ekki að því gjört, þótt hr. B. Kr. kveini; ómögulega get jeg borið ábyrgð á því, þótt sumt af því, sem hann ritar, sje svo lagað, að sannleikans vegna þurfi að reka það ofan í hann. það er auðvitað ekkert skemtilegt, þetta, að þurfa að leiðrjetta á preuti mishermingar hr. B. Kr., en með tilliti til þess, að það er þó ekki þyngri maður á metunum en þetta, sem jeg leiðrjetti, býst jeg ekki við neinum »ómakslaunum« fyrir. Hinu síðasta sem jeg rak ofan í hr. B. Kr., »að tekið hafi verið í fyrra af orgelsjóðnum 95 kr.«., f>essu hefur hann nú kyngt þegjandi, og er það góðra gjalda vert. Aptur á móti er hann í gær í »Fj.konunni« að reyna að sanna það: að Stgr. Johnsen og hann hafi einir stofnað þennan sjóð, að þeir hafi einir komið honum á vöxtu, að þeir hafi einir haft og hafi vald yfir sjóðn- um. Náttúrlega eru ástœðurnar fyrir þessu einmitt beint á móti því. þannig segir hr. B. Kr., að peningunum sem inn komu fyrir sönginn, hafi verið var- ið til að stofna með þennan orgelsjóð, með nsamþyklci söngflokksins«. En, megum vjer spyrja, hvar i ósköpunum þurftu þeir tveir herrar á »samþykki söngflokksins® að halda, ef þeir einir hafa átt peningana, sem inn komu? Svona er nú hr. 'B. Kr. »lógiskur«. það getur vel verið að hr. B. Kr. haíi á- litið þá — eins og hann sýnis álíta nú, — meðlimi söngflokksins dauða hluti, »instru- ment«, sem hann geti látið syngja fyrir pen- inga, bara til til að útvega sjálfum sjer »ó- makslaum, og svo geti hann gefið þessi »ó- makslaun* hvert sem hann vill. En jeg bið að hafa mig afsakaðan og mótmæli þeirri skoðun fyrir hönd söngflokksins; og jeg get þess um leið, að mörgum af meðlimurn söngflokksins mun hafa fundizt, að söngstjórn hr. B. Kr. hafi fiemur verðskuldað »með- gjöf« en »laun«. Auk þess sem þessi skoðun hr. B. Kr. á peningum þeim, sem inn komu fyrir söng- inn, er þvert ofan í almenna hugsun, þá er ræða er um fje, sem viss flokkur manna vmnur inn — og kemur líka í bága við B. Kr. eigin orð, eins og sýnt var að framan — svo kemur hún í bága við orðalagið í brjefum [iþeim, er um þetta fóru á milli stiptsyfirvaldanna og Stgr. J. og B. Kr. hins vegar. í brjefum dags. u ’84, 3r° ’85, V3 ’85, Y ’86, votta stiptsyfirvöldin »yður (o: Stgr. J. og B. Kr.) og sung-fjelagi yðar alúðar- ! fullt þakklæti sitt» fyrir peningana. : í brjefi þ ’84 biðja þeir herra Stgr. J. og 1 B. Kr. stiptsyfirvöldin »að skoða fje þetta j eins og nokkurs konar samskotafje«. I brjefi XT2 ’86 biðja þeir sömu herrar stiptsyfirvöldin að »gefa oss og söngfjelagi voru leyfii til að hafa söngæfingar í dóm- kirkjunnú. Svo er það einnig rangt, að þeir herrar hafi komið einir sjóð þessum á vöxtu. þeir hafa sem sje alls ekki komið honum á vöxtu, heldur stiptsyfirvöldin. Af öllu þe8su er auðsætt, að þeir herrar Stgr. J. og B. Kr. höfðu aldrei upphaflega þótzt hafa einir vald yfir sjóðnum, og hafa ekki haft það, og úr því að þeir eru búnir að afhenda stiptsyfirvöldunum hann í þess- um vissa tilgangi »samkvæmt samþykki söng- flokksins«, hafa þeir alls ekkert vald yfir 1 sjóðnum. þeir hvorki gátu án »satnþykkis söngflokksins« áskilið sjer nje heldur áskildu I sjer nokkurn meðstjórnarrjett yfir sjóðnum. Hann er að sjálfsögðu, eins og aðrir slíkir sjóðir, á ábyrgð og undir stjórn stiptsyfir- valdanna, úr því hann var þeim afhentur. Allar tilraunir hr. B. Kr. til þess að »for- gylla« sjálfan sig með þessum peningum eru því afarámátlegar. Halldór Jóksson. Jarðræktarfjelag Reykjavíkur- Svo heitir nýtt fjelag hjer í bænum, stofnað á | fundi 17. þ. rn., »til að efla og auka jarð- J rækt í landi bæjarins, hvort heldur er garð- rækt eða grasrækt«. Arstillag 1 kr., og get- ur hver fullveðja bæjarmaður, hvort heldur er karl eða kona, fengið inntöku í fjelagið. Bráðabirgðar8tjórn: Eir. Briem, H. Kr. Erið- riksson, þórh. Bjarnarson. Prestskosning. I Höskuldsstaðapresta- kalli hafa sóknarnefndir lýst því yfir, að söfnuðirnir ætli eigi að nota kjörrjett sinn við hinn eina umsækjanda um brauðið, prestaskólakandídat Jón Pálsson, er því mun óefað fá veitingu fyrir því. Fjárverzlun. Heldur er að draga úr henni hjer um pláss. Sveitamenn láta sjer hægt með fjársölu, því heyin hafa þeir nóg. Hjer í bænum er sauðakjöt heldur að hækka í verði, 22, 20 og 18 a. pundið; var 2 a. lægra áður pundið. Mör og gærur af vænu fje 30 a. pundið. Thyra ókomin enn. Skaptafellssýslu miðri8. okt. »Síðan jeg skrifaði síðast hefir optast verið vætutíð; þó hefir yfir tekið síðan 2. þ. m., því síðan hafa rigningar verið aftakamiklar með köfl- um. Verzlunarstjórinn á Papós, Eggert Benidiktsson, hjelt fjármarkaði í Austur- Skaptafellssýslu um miðjan f. m., byrjaði á Svínafelli í Oræfum 15. sept. og hjelt svo á- frain austur eptir sveitunum: Suðursveit,. Mýrum og Nesjum, og fekk í þessum 4;- sveitum rúm 10 hndr. fjár. Sauði tók hann til jafnaðar á 11 kr., en ær frá 6—8 kr.;. vetur gamalt tók hann líkt og ær. Heyskapur varð alstaðar með bezta móti, f sýslunni. Heilbrigði er hjer almenn«. Kyrtill Krists. Eins og áður hefir verið drepið á í blaði þessu, þóttust Frakk- ar eiga líka kyrtil Krists og hafa hann- geymdan þar, í borginni Argenteuil, en vildn halda þann, er þjóðverjar hafa nú til sýnis,. hjá sjer í Trier og fólk streymir þangað til | að skoða svo hundruðum þúsunda skiptir,. vera svikinn eða falsaðan. Til þess að skera, úr þeirri þrætu tókust þrír klerkar frá Ar- genteuil ferð á hendur austur í Trier í sum- ar og höfðu með sjer dálitla pjötlu af kyrt- | linum í Argenteuil, til samanburðar við efnið> j í þeim 1 Trier. þeir báru þá vandlega sam- an, og vatð niðurstaðan sú, sern betur fór, að hvorugur kyrtillinn væri falsaður, heldur- hefði Kristur átt báða kyrtlana og gengið t þeim, en haft sinn um hvort leyti, þann í Ar- genteuil áður en hann var krossfestur, en, sá í Trier væri sá, er hann hafði á kross- göngunni til Golgatha og hermennirnir urpu. hluckesti um! Kyrtillinn í Trier á að hafa flutzt þang- að með Helenu hinni helgu, móður Kon- stantíns keisara hins mikla. Var hann, haldinn snemma á öldum hinn dýrmætasti helgur dómur þeirrar borgar, jafnvel fyrir- 1000 árum, að því er fróðir menn hafa upp grafið. Arið 1196 vígði Jóhann erkibiskup- háaltarið í austurkórnum f dómkirkjunni í Trier, og lagði hann þá kyrtilinn inn í það, og þar lá hann til þess árið 1512, er Maxi- milian keisarihinnfyrsti ljetsýna sjerhann, en, eptir það var hann hafður almenningi til: sýnis um stund. Hann var síðan marg- sinnis hafður á burt úr borginni á ófriðar- tímum; en síðan 1810 hefir hann verið- geymdur alla tíð í dómkirkjunni, og hafður almenningi til sýnis við og við, síðast árið 1844. þá rigndi niður ritlingum um kyrtilinn,. hvort hann væri ekta eða óekta, bæði með„ og móti. Eigi að síður þótti nú í sumar erkibiskupnum í Trier, er Korum heitir,. tími til kominn, að hafa kyrtilinn almenn- ingi til sýnis, til þess að styrkja trúna og efla trúarlífið í kaþólskum söfnuði. Sýningin. hófst 19. ágúst. Athöfnin byrjaði með stór- kostlegri hátfðarviðhöfn. Var haldin veg- leg guðsþjónusta í dómkirkjunni. Eptir- prjedikun gekk erkibiskup að skápnum, þar sem kyrtillinn var geymdur, gerði þar bæn sína á hnjánum og dró tjaldið frá, er skýldi hinu helga fati. Allir viðstaddir fjellu á. knje. Kyrtillinn er líkur skyrtu, með stuttum og víðum ermum, mógrár að lit og hvergi, saumaður. Annars sjest eigi mikið af sjálf- um kyrtlinum, með því að höfð er silki- slæða yfir honum, til hlffðar, en smágöt og rifur á, svo að trúaðir menn megi líta þar í gegn kyrtilinn sjálfan. þeir ganga þar fram hjá í endalausri halarófu, en klerkar standa á verði til beggja handa og takavið, talnaböndum pílagríma og öðrum munum, og stinga inn í skápinn, svo að komi við kyrtilinn; þá er sá hlutur hálfhelgur orðinn og verndargripur eiganda upp frá því. Páfi; hefir veitt erkibiskupi vald til að heita hverjum þeim kaþólskum manni 7 ára syndalausn, er kemur og lítur kyrtilinn; en í kirkjunni eru 3 peningaskríni, eitt handa páfa sjálfum, annað handa erkibiskupi og þriðja handa fátækum; og er enginn svo blásnauður, að hann beri sig eigi að leggja sitt lítið í hverja þessa guðskistu, um leið- og hann gengur inn kirkjuna. En »safnast þegar saman kemur«; því pflagrímarnir munu skipta miljónum. Samskipti við himintunglin. í borginni Pau á Frakklandi andaðist í sum- ar gömul kona allvel fjáð, er hafði hin síð- ari ár æfi sinnar hugsað mildð um það, hvort eigi mundi mega koma á einhverjum,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.