Ísafold - 28.10.1891, Blaðsíða 2
H42
Drukknan.
Dunar við særinn, og dimm eru ský
og draugalegt er þar nú víkinni í,
sem bátana bar fyr að landi.
Nú hreykjast hin brimfextu báranna fjöll
og brunar hann Ægir, sem vetrarins mjöll,
— sko líkin! — þau liggja í sandi.
|>eir rólegir sóttu í vana-vör
en vindur og brim skóp þeim allt önnur kjör
en vinsælu vistina góðu,
því farast vjer sáum þar bát eptir bát
og bróður og sonar og föðurins lát
vjer heimfiuttum harmandi tróðu.
En Ægir kvað sjálfur við svellandi strönd
sorgarlag dapurt, og stóð svo á önd
sem grát-ekki hjartað hans hrærði
Hann hug3aði’ um brúði og börmn svo smá
og bræður og vini,—þá fórn sem hann á
og helrökkur fláráð hans færði.
|>ó dimmi í lopti og syrti um sól
sjer á þó ekkjan enn vonarblíð jól
með blessuðu börnuuum smáu;
þvi Drottinn, hann lítur á barnanna böl
og bætir og allæknar hjartnanna kvöl, —
— hann líknar eins lágu og háu.
H. S. B.
Aðflutningur áfengra drykkja. Á
Vestfjörðum er að komast á hreyfing í þá
átt, meðal kaupmanna þar, að hættaaðflytja
til landsins áfenga drykki til sölu, alla nema
öl, rauðavín og messuvín. Frumkvöðull þessa
mjög svo lofsverða og heillavænlega fyrirtækis
mun vera Björn Sigurðsson kaupstjóri, en
hann ræður fyrir tveimur verzlunum, í Flat-
ey og í Skarðsstöðinni; verður tekið alveg
fyrir slíka aðflutninga þangað upp frá þessu.
í fjelag með honum um þetta eru þegar
gengnir hinn kaupmaðurinn í Flatey, Ey-
ólfur Jóhannsson, og formaður pöntunarfje-
lags Dalamanna, Torfi jarðyrkjumaður
Bjarnason í Ólafsdal. Ymsir kaupmenn og
verzlunarmenn vestra hafa tjáð sig málinu
hlynnta, og láta að vonandi er verða af því
að ganga í þessi samtök, sem hver sannur
þjóðar-vinur hlýtur að telja sjer skylt að
styðja kostgæfilega í orði og verki, þannig,
að þau komist á um allt land með tíman-
um, heldur fyr en síðar.
Verzlunarfrjettir frá Khöfn, dags.
23. sept.: »Ull. Frá því vjer skrifuðum síð-
ast, er markaðurinn hjer um bil eins, þó
heldur daufari. Hafa verið gefnir fyrir vor-
ull frá Eyrarbakka 60 a., og frá Faxaflóa
62 a. í boði. Norðlenzk ull hvít er í 70—
72 a., lakari 65 a. Mislit vorull 45J e., og
svört 56 a.
Saltfiskur. Fyrir ísfirzkan farm í boði
68 rm. (rúml. 61 kr.) skpd. flutt á skips-
fjöl, en ekki látinn fyrir það. Fyrir 2 farma
af smáfiski, er bíða í ráðstöfunarhöfn, eru
boðnar 46—47 kr. til Genúa, en hefir eigi sam-
izt um kaup enn.
Frá Spáni skrifað, að þar sje megn óá-
nœgja með íslenzka fiskifarma, er þangað
eru koranir, og er ráðgert að heimta uppbót
af þeim, sem sent hafa. Hjer í Khöfn er
nú fiskurinn í þessu verði: sunnl. fiskur og
austfirzkur stór 46—48 kr., lakari 37—35,
smáfiskur 42—44 kr., ýsa 36—37, langa 60,
harðfiskur 150 kr.
Fyrir lýsi, er kom með »Thyra«, er þetta
gefið: gufubrætt hákarlslýsi 35 kr., pottbrætt
33—34, þorskalýsi »prima« ljóst 32, dökkt
27—30, þ. e. fyrir tunnuna (210 pd.), gróm-
laust.
Sundmagar í 50 a. Lambskinn 120 kr.
hundraðið einlitt og tvö hundruð mislit.
Æðardúnn í 10J til ll^ kr. pundið.
Bvgur 9—9| kr. 100 pd. eptir gæðum;
rúgmjöl kr. 9,50—9,60; bankabygg (bezta)
11 kr., en mikill hörgull á því, með því
gömul grjón eru alveg upp gengin; kajfi,
meðalsort, 71—75 a., Ijelegra 68—70 a.;
kandis 17-| —18-J- a.; hvítasykur 17—17£ a.,
púðursykur 13—14 a., hrísgrjón 8J—9f a.
Ný lög. Sex af lögunum frá síðasta al-
þmgi hafa hlotið konungs staðfestingu, öll
18. f. m.:
1. Lög um að íslerzk lög verði eptirleiðis
að eins gefin á íslenzku;
2. -Fjár8ukalög fyrir árin 1888 og 1889;
3. Lög um viðauka við lög 14. janúar 1876
um tilsjón með flutningum á þeim mönn-
um, er flytja sig úr landi í aðrar heims-
álfur;
4. Lög um lækkun á fjárreiðslum þeim, er
hvíla á Höskuldsstaða prestakalli í Húna-
vatns prófastsdæmi;
5. Lög um bann gegn eptirstæling frí-
merkja og annara póstgjaldsmiða;
6. Viðaukalög við lög um brúargjörð á 01-
vesá 3. maí 1889.
Lög þessi öll voru prentuð í sumar í
ísafold orðrjett, nema fjáraukalögin í ágripi.
Gufuskipið Vaagen, o. Whatne’s, er
hingað kom sunnan um land í f. m. seint
og fór aptur hjeðan 22. s. m. vestur fyrir
land og norður, með þeirri fyrirætlun, að
koma um mánaðamótin með annan farm
kaupafólks af Austfjörðum, var eigi komið
lengra en á Akureyri, er »Thyra« var þar á
ferð, 4. eða 5. þ. m. f>að hafði orðið að
snúa aptur við Siglunes, vegna andviðris og
kolaskorts, og hleypti undan veðri vestur
fyrir og inn á Isafjörð.
f>eir sem ætluðu með því hingað í síðari
ferðinni að austan, tóku sjer far með «Thyra«,
og höfðu fengið nokkurra hundraða króna
skaðabætur (500) hjá Wathne fyrir biðina
eða samningsrofið með flutninginn.
Strardfer&irnar 1892. Frjetzt hefir,
nú með #Thyra«, að gufuskipafjelaginu þyki
alls eigi takandi í mál að fara eptir ferða-
áætlun alþingis í sumar og kjósi heldur að
verða af styrknum, en ætli sjer að láta
»Thyra« fara 3 strandferðir hjer umhverfis
land styrklaust, með líku fyrirkomulagi og
1880, — ferðir í maí, júlí og september.
Hvort aðalpóstskipið, »Laura«, verður þá
látið skjótast til vesturhafnanna, Isafjarðar
lengst, eins og þá, þrívegis, mun vera ó-
ráðið, en þó allar líkur til þess.
Fari svo, sem fyrir hefir borið, að O.
Wathne vilji eigi heldur þýðast áætlun
þingsins eða gefa kost á sjer með þeim
kjörum, sem það batt fjárveitinguna við
fastlega, verður niðurstaðan líklega sú, að
landssjóði sparast þær 42,000 kr., er til
strandferða voru ætlaðar á næsta fjárhags-
tímabili.
Afmælishátíð Dýrfirðinga. Eins og
áður er getið í þessu blaði, hjeldu Dýrfirð-
ingar afmælishátíð sína, 1000 ára, 12. f.
mán. Tjald var reist geysimikið á eyrinni
hjá kaupstaðnum, er rúma mundi 4—500
manna. þangað var gengið í hátíðargöngú,
af um 500 manna, og flutti sóknarprestur-
inn, síra Kristinn Daníelsson, þar guðsþjón-
ustugjörð; síðan voru haldnar veraldlegar
ræður, fyrir minni Dýrafjarðar af Sigurði
búfræð. Sigurðssyni, íslands og konungs af
Matth. Ólafssyni, o. s. frv. Enn fremur
kvæði flutt og sungin. Veitingar voru unr>
hönd hafðar. Glímur áttu að verða og,
aðrar þess kyns skemmtanir, en veður mein-
aði það (rigning). Hátíðin var talsvert sótt,
norðan frá Djúpi og víðar að uin Vestfirði.
Ellefu þilskip átti Asgeir kaupmaður-
Asgeirsson á ísafirði á fiskiveiðum í sumar,.
og öfluðu flest mikið vel, þar á meðal eitt,
Luise, 62,000 fiskjar, sem er ef til vill hin,
mesta aflaupphæð á íslenzku fiskiskipi hing-.
að til. Formaður á Louise var Bjarni Jó--
hannsson (prests frá Jónsnesi).
Isafjörður kemst líklegast fyr upp í hundr-
aðið (100 þilskipa eign) heldur en Beykjavík,
ekki sízt ef þessi maður, Á. Ásgeirsson,
kaupm., hverfur með fullu fylgi að því ráði,.
að auka sem mest þilskipaútveg til fiskiveiða..
Brauð veitt. Landshöfðingi veitti 22.,
þ. m. prestaskólakand. Jóni Pálssyni Hösk-
uldsstaðaprestakall, eptir ósk safnaðanna, og
24. þ. m. prestaskólakand. Bikkarði Torfa-
syni Bafnseyrarprestakall samkvæmt kosn-
ingu hlutaðeigandi safnaða; hann fekk ölt'
þau 14 atkv., sem greidd voru af 21 mætt-
um kjósendum af 32 á kjörskrám; hinn
sækjandinn, síra Pjetur Jónsson á Hálsi,.
fekk ekkert atkvæði.
þóroddsstaðar-sóknarmenn óska að nota
fyrst um sinn þjónustu nágrannapresta.
Prestvígðir sunnud. 25. þ. m. af herra
biskupi Hallgrími Sveinssyni ofannefndir 2;
kandídatar, og hinn 3. Ingvar Nikulásson,
aðstoðarprestur hjá síra Jóni Björnssyni á
Eyrarbakka. Jón Pálsson stje í stólinn.,
Prestaskólakennari síra Jpórh. Bjarnarson,
lýsti vígslunni.
Barðastr.sýslu vestanv. 16. septembr.r
»Sama blíðviðrið hjelzt út ágústmánuð og
fram í byrjuu þessa mánaðar, lítil deyfa
stöku daga, en allt af nægur þerrir á milli,
hægviðri og optast 12 til 13° hiti um há-
degi, hæst 16° B (12. og 19.). En nú um;
hálfan mánuð hefir yfir höfuð verið vætu-
tíð, og nokkuð kaldara, frost nokkrar næt-
ur, og nú í nótt kafaldskrapi, optast þó.
hægviðri, stormur 13. þ. m. og í gær sunn-
au-suðaustan. Hægð og deyfð í dag og 7
stiga hiti að morgni.
Grasvöxtur hefir orðið yfir höfuð í lang-
bezta lagi, bæði á túnum engjum. Hey-
skapur verður því ágætur. Menn eiga að
sönnu sem stendur töluvert úti, og er það.
farið að velkjast nokkuð; en allt fram í
byrjun mánaðarins var líka nýting hin bezta,
sem unnt er að fá, og þetta, sem úti er,
uæst líklega eigi mikið skemmt, því mikið.
af því hefir komizt í sæti.
Aflabrögð á þilskip munu vera í meðallagi,
þetta um 30,000 á skip eða þar um bil.
Aflahæðina veit jeg enn eigi með vissu.
Bóðra er lítið farið að reyna. Af smokk
hefir ógrynni fengizt í Tálknafirði, bæði rek-
ið og fiskað, einkum á Sveinseyri, víst á.
þriðja þúsund þar eða meira.
8. okt. Síðan um miðjan sept. hefir ver-
ið fremur óstöðug veðrátta, optast sunnan-
átt með talsverðri úrkomu, og brim til sjáv-
arins. Norðanþerrir kom þó nokkra daga .
fyrir rjettirnar, og náðust þá inn hey þau,
er úti voru. Aptur kom norðangarður all-
harður í enda fyrramán., er stóð fram und-
ir viku, með kafaldskrapa, og festi snjó á
fjöll. Fjarskaleg úrfelli hafa alls eigi verið,
og snjóinn hefir nú aptur tekið upp af fjöll-
um, því þessa daga er fremur hlýtt, allt að
10 st. R um hádegi.
Heyskapurinn varð, eins og við var búizt,
ágætur. Gamlir menn segja, að þeir muni
eigi annað eins sumar síðan 1846. Nýt-
ing hin bezta á öllum heyjum.
Heimtur fremur góðar hjer.
A sjó hefir aldrei gefið, enda mun lítið ,
um fisk. Sagt er, að um tíma hafi aflazt
nokkuð af ýsu í Arnarf., meðan smokkur