Ísafold - 09.12.1891, Page 2

Ísafold - 09.12.1891, Page 2
890 sje því að skipta, þá vill sjálfseignin verða stopul, helzt kannske tíð kaupanda, en sjaldnast Iengur; erfingjar og skuldheimtu- menn selja hana hæstbjóðanda. Líkt mundi fara um kirkjujarðir, ef seld- ar væru. Hugsum oss allar þjóðjarðir seldar og allar kirkjujarðir. Mundi það eigi rýra mjög lánstraust landsins? En bagalegt gæti það orðið, ef þau færu að tíðkast, hin breiðu spjótin, að landssjóður tæki stórkost- leg lán, jafnvel svo miljónum skiptir, til hinna og þessara »framfara«-fyrirtækja. — Vel á við, að rætt sje til frekari hlít- ar mál þetta, er prestur hefir nxi hreift, og eru stjettarbræður hans sjálfkjörnir á það málþing og heimilt til þess hæfilegt rxxm í blaði þessu, sem og hverjum öðrum, er það vill það skoða frá ýmsum hliðum. J>að rennur mjög saman við launamál presta í einu lagi. Alitlegt hölðingjaefni. Hinn alkunni Parísar-tíðindaritari blaðsins Times í Lund- únum, er Blowitz heitir, hefir lýst nýlega keisaraefni Austurríkismanna og Ungverja á þessa leið: þá er Rúðólfur krónprinz, ríkiserfingi á Austurríki og Ungverjalandi, hafði fyrir- farið sjer (1889), var faðir hans Franz Jósep keisari barnlaus eptir. Samkvæmt ríkis- erfðalögunum bar þá ríkið undir syni Karls Loðvíks bróður hans. Franz Ferdinand heitir sá, er þeirra er elztur, og hann stend- ur nú til arfs að þessu mikla veldi eptir föðurbróður sinn. Franz Ferdinand hefir nú átta um tvítugt. Eigi hefir hann kvongazt, og eigi á hann vingott við nokkurn mann nje konu, svo að kunnugt sje. Hann er síður en eigi til- komumikill eða höfðinglegur ásýndum. Hann hefir ættarmót af þeim Habsbyrging- um, langfeðgum sínum. Hann er toginleit- ur og fölur í andliti, með fáráðlegt og kjark- laust yfirbragð, og fjörlaust augnaráð. Hugleysi, undirferli og hrekkvísi skín út úr honum. þunglamalegur er hann í öllum hreyfingum. Hann starfar ekki annað en aka í vagni sjer til skemmtunar eða ríða eða vera á veiðum. Fráleitt er það, að nokkur þjóðarhöfðingi nú á dögum sje jafn- fákunnandi og hann. Móðurmál sitt getur hann trauðlega skrifað lýtalítið. I frakk- nesku er hann mjög illa að sjer. I ensku kann hann alls ekkert, enda skilur hann og eigi hinar ýmsu tungur, sem talaðar eru í löndum þeim, er lúta Austurríkis-keisara. þá er hann var orðinn átján vetra og kom- inn til lögaldurs, brenndi hann allar bækur sínar og strengdi þess heit, að snerta aldrei framar á nokkurri bók. það heit hefir hann trúlega efnt. Eitt sinn dvaldi hann um hríð með setu- liðsdeild .nokkurri í Linz. Bauð hann þá nokknim herforingjum til morgunverðar og var þar óspart drukkið. Síðan reið hetnn út með þeim. A leiðinni mættu þeir fjór- um bændum, er báru líkkistu. Prinzinn bauð þeim að láta niður lfkkistuna, og ljek sjer síðan að því að láta hestinn stökkva yfir hana, en burðarmennirnir horfðu á leik þenna með skelfing og gremju. f>etta at- ferli prinzins var kært fyrir biskupi og biskup sendi síðan keisaranum skýrslu um málið. Keisarinn stefndi þá frænda sínum á fund sinn, lúbarði hann og ljet hann greiða 3000 kr. bætur til aðstandenda hins dána og 3000 kr. sekt til kirkjunnar, og gerði hann útlægan frá hirðinni í tólf máuuði. Nýlega hefir verið gjörð tilraun til að fá hann til að kvongast, en það hefir komið fyrir ekki, því hann hefir enga rænu á því, en er þrákálfur hinn mesti. Keisarinn hefir látið sjer mjög annt um að láta kenna honum stjórnvísindi. þegar búið var að reyna við hann í heilt ár, þótti útsjeð um, að nokkru yrði í hann troðið, og var svo hætt við það. I' það er ekki annað sýnna, en að þessi einræningslegi, tilfinningarsljóvi og mennt- unarsnauði bjálfi, er ekkert hefir viljað nema, engan viljað þýðast og eigi á annað en fyrirlitning skilda, verði drottinn Aust- urríkis og Ungverjalands og annara þeirra landa og fylkja, alls fram undir 20, er sama höfðingja lúta; en þar búa, sem kunnugt er, margvíslegar þjóðir, er eigi eru allsendis sáttar sín í millum, svo sem Magýarar og Czekar, Transylvanar og Kárnthar, lllyríu- menn og Týrólar, þjóðverjar og Króatar. það virðist liggja 1 augum uppi, að hann muni eigi fá samþýtt hið sundurleita þjóð- erni þegnanna eða haldið saman hinum ósamkynja og ósamlyndu hlutum rikisins. það er því eigi við öðru að búast, þá er rfkið ber undir hann, en að stjórnbylting og sundran þessa veldis fari í hönd. Margt hefir ólíklegra að borizt en það, að J>jóð- verjar, Rússar og Italir kæmi sjer saman um að skipta upp á milli sín erfðalöndum Habsborgarhöfðingja. Menn vita, að grunnt er á hinu góða á milli Frakka og þjóðverja. þó er eigi svo hætt við, að Elsass-Lothring- en verði þeim að ófriðar-kveikjuefni. En það var þá, er skot það reið af, er banaði Rúdólfi keisaraefni, þá dró upp þá bliku, er ■uta þykir á stórfenglega styrjöld um alla Norðurálfu. Maður svelti SÍg í sumar í 50 daga, Jaques að nafni, í Lundúnum. Til þess að sýna, að hann væri eigi að þrotum kominn á eptir, tók hann mann á herðar sjer og bar tvívegis hringinn í kring í salnum, þar sem hann hafðist við, fyrir augum rnikils sægs af áhorfendum. Snjór á tunglinu. Holdern prófessor við Licks stjörnuhús í Kaliforníu hefir tek- izt að ná ljósmyndum af tunglinu, betri en áður hefir gerzt. þar má sjá hvíta bletti á fjallatindum í tunglinu, er út lítur fyrir að vera muni snjór. Sje svo, hlýtur að vera gufuhvolf umhverfis tunglið, eins og jörðina, en það hafa stjörnufræðingar viljað rengja. Hvalurinn er að deyja út- 8vo er skrifað frá London í haust: Fyrirfarandi vikur hafa nokkur bvalveiðaskip frá Dundee, Peterhead og öðrum skozkum bæjum verið að tínast heim úr veiðileiðangrnm sínum norður í heimaskautahöfunum. Ollum ber saman um, að þetta ár hafi veiðin verið mjög rýr. f>að er helzt svo að sjá, að eigi muni á löngu b'ða, áður en hvalurinn deyr út, og að hvalveiðamenn verði að fara að litast um eptir annari atvinnu, er borgar sig^ betur. I skozku blaði er þess getið, að hvala- veiðin fari ár frá ári þveirandi, og sje það ærið ískyggilegt fyrir eigendur hvalveiða- skipa og áböfn þeirra. |>ví er og við bætt, að við því hafi mátt búast, að svona mundi fara. þessi atvinnugrein, hvalaveiðin, hefir alla stund verið fremur takmörkuð. I mestum blóma var hiín áður en eimskip og skutla- fallbyssur komu til sögunnar. En eptir er farið var að elta hvalina á eimskipum langt norður í ísinn á þær stöðvar, er þeir hafa hæli, allt þangað er kannendur heimskauts- hafsins hafa trautt komizt, þá var eigi við öðru að búast, en takast mundi að útrýma þeim. Og nú sétlar það að rætast. Hið afarháa verð á hvalskíðum mun stór- um hækka, þá er hvalaveiðum verður hætt, nema tekizt geti að finna eitthvað, er geti komið í þeirra stað. Eptir þeim skýrslum, er oss hafdf síðast borizt, var boðið f 1 smálest (2000 pd.) af hvalskíðum kr. 42,470; sama sem rúml. 21 kr. pundið. Allar horfur eru á, að öll hvala- veiðin við Grænland þetta ár gefi eigi svo mikið af sjer af hvalskíðum, sem 1 smálest. f>að er því auðsætt, að hvalskíðaverzlunin er þegar á förum, nema menn finni aðrar hvalveiða8töðvar. X J>að hefir komið til orða sfðari árin, að freista, hvort ekki kynni að takast að veiða hvali í suðurheimshöfunum. I norðurhluta Kyrrahafsins stunda Ameríkumenn veiðina með slíkri áfergju, að henni mun þar bráð- um Iokið. Fyrir tveim tugum ára liðnum þóttu það tfðindi mikil í Dundee, er hvalveiðamenn komu heim þangað. Ymsir af skipstjórum hvalveiðaskipanna áunnu sjer orðstír á borð við kannendur heimskautshafanna, og mikið þótti varið í reynslu þeirra og ráð. Nú eru margir þeirra undir lok liðnir, þótt eigi sjeu þeir með öllu gleymdir. Aðr- ir hafa hætt við þessa atvinnu, er eigi borgar sig framar, hversu mikinn dugnað sem menn sýna af sjer við rekstur hennar. í raun rjettri er dugnaður þeirra orsök í, að'atvinnuvegur þessi þrífst eigi framar. Hefðu þeir látið sjer nægja að við hafa veiðiaðferð feðra sinna, þá hefði enn verið lífs von bæði fyrir sjálfa þá við hvalaveiðar og fyrir—hvalina. Skaptafellssýsln miðri 19. nóv.: „T'ð hefir ver- ið ágæt optast í haust. Hinn 1. þ. m. hljóp upp hvalur, 28 álna lang- ur, á Viðborðsfjörum á Mýrum, við Hornafjörð.. Hann var samstundis skorinn upp og fluttur heim. Sagt er, að eigendur hafi ekkert selt af honum, en mikið gefið, bæði í Mýrasveit, og einnig úrsveitis". Mannalát. Hinn 5. f. m. andaðist merkis- bóndinn Siguröur Ingimundarson á Fagurhóls- mýri i Örætum. Verður hans betur minnzt síð- ar. Hinn 10. s. m. andaðist parsteinn bóndi Bjarnason á Skaptafelli i sömu sveit, tengdafaðir Magnúsar bónda Sigurðssonar á SkaptafellL Hinn 25. s. m. andaðist einn af lærisveinum Flensborgarskólans, Eyvindur nákovarson,óöa\s- bónda Eyjólfssonar á Stafnesi, „bezta mannsefni og hvers manns hugljúfi; er það 10. barnið, er þau hjón hafa orðið að sjá á bak“. Leiðarvisir ísafoldar. 883. Verð jeg sektaður, ef jeg drep fugl & helgum degi, og hve mikilli sekt varðar það? Sv.: Sektaður, ef einhver kærir, en sektina ákveður dðmarinn eptir málavöxtum. 884. Jeg er búsettur i litlu kauptúni, og þar er smiðuð kirkja af nýju. Hefir nú sóknarnefnd- in leyfi til þess, að taka einn stól i kirkjunni og læsa honum, einungis til þess að bjóða inn i hann á messudögum þeim, sem henni eru þóknanlegastir? Hafa þá ekki allar tjölskyldur í sókninni jafnt tilkall til þess, að fá stóla í kirkjunni, og jafnframt leyfi til að loka þeim fyrir öðrum? Sv.: Eigi er það lögbannað að hafa lokaða stóla 5 kirkjunni, og verður slíkt að vera á valdi sóknarnefndar, ef söfnuðurinn hefir á hendi fje- mál kirkjunnar, en frjáslegra væri að gera þaú eptir samþykki safnaðarfundar. Ef einstakar fjölskyldur safnaðarins fengi að hafa lokbekki fyrir sig, væri vel til fallið, að það kæmi kirkj- unni til góða á þann hátt. að þeir borguðu eitt- hvað til hennar fyrir leyfið. 886. Ef tómthúsmaður sezt að í einhverjum hreppi án leyfis hreppsnefndarinnar, ber þá hreppsnefndinni að kæra hann til sekta? eð» missir tómthúsmaðurínn rjett sinn til sveitfestu, þótt hann dvelji í hreppnum, eptir að hann hef- ir verið kærður ti) sekta? eða nægir að honum 8Je byggt út með missirisfyrirvara til þess hann missi sveitfesturjett sinn, þó hann dvelji lengur í hreppnum? Sv.: Tómthúsmaður öðlast aldrei framfæris- rjett í dvalarhreppi sínum, ef sannað verður, aú dvöl hans þar hafi verið ólöglega stofnuð. Ráð- legt er fyrir hreppsnefnd að kæra þann húsmann sem fyrst um ólöglega dvöl, er sezt að í heim- ildarleysi f einhverjum hreppi, þvf ella er hætt við, að henni geti gengið tregt að sanna, að> dvöl hans sje stofnuð á ólöglegau hátt.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.