Ísafold - 16.12.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.12.1891, Blaðsíða 2
398 heldur ekki stórkostlega erfitt með vegar- gjörð eða viðhald, þar sem íburður er alveg við heudina. Sú tilgáta í greininni, að vegfræðingnum hafi »af sjerplægnÍ8ástæður« verið »ranglega talin trú um«, að vegarstefna B. Z, væri ýmsum annmörkutn bundin, getur ' eptir kringumstæðum ekki vel komizt að. Hjer var engum til að dreifa nema mjer; því v. Bipp. leitaði ekki upplýsinga nema hjá mjer, og skildi ekki aðra en mig í það sinn. Bn nú vill svo óheppilega til, að jeg hef alls engin not af þessum vegi fyrir sjálfan mig, í hvorri stefnunni sem hann hefði legið, og get ekki haft tækifæri til að fara hann, nema með því að gjöra mjer mjög bagaleg- an krók, sem þó hefði orðið lítið eitt minni, ef stefnu E. Z. hefði verið fylgt. Land á jeg heldur ekki nálægt þessum stöðvum, og því gat jeg ekki otalið honum ranglega trú um« neitt, af ótta fyrir jarðraski eða öðru þvílíku óhagræði. En þótt jeg hefði verið landeigandi, hefði jeg samt mátt þakka fyrir, að vegurinn væri lagður um þetta svæði, því við það hefði máske orðið þurkað upp eitthvað af dýjunúm, sem á því liggja [allir því miður ekki svo hyggnir] . Jeg vona, að þegar þjer, herra ritstjóri, kynnið yður betur þetta mál [þarf ekki að gjöra það betur], verðið þjer mjer samdóma um, að hjer sje ekki um annað eins voða- efni að r æða og greinin yðar gefur í skyn [seint um skör fram fundið að vanhyggju- eyðslu á almannafje]. Aðalmisfellan á þess- ari vegagjörð er gröpturinn gegn um mýr- arbalana, sem jók kostnaðinn svo mjög [og mjög langt að sækja ofaníburð, en á hinni leiðinni ágætur ofaníburður ofan til í miðri mýrinni, rjett hjá Arbæjarstekk] ; en að öðru leyti virðist vel viðunandi þessi litli krókur upp að fjallinu, sem líka var nærfellt hinn sami eptir stefnu E. Z., og etta því fremur, ef veginum verður fram- aldið frá Ingólfsfjalli (við »Kögunarhól«) hjer um bil í beina stefnu á »Kambaveg- inn«. Arnarbæli 28. nóv. 1891. Virðingarfyllst Isl. Gíslason. Smábendingar um siglingar og formennsku. þótt óvanur sje ritstörfum, langar mig til að biðja yður, herra ritstjóri, fyrir fáein orð frá mjer um það, er fyrirsögnin lýtur að, byggð á reynslu og eptirtekt þau 30 ár, sem jeg hefi myndazt við að vera formaður og á þeim tíma fengið mörg mannskaðaveð- ur á sjó. þó jeg þætti eigi fara sem bezt eða var- legast að sjó framan af æfinni helzt, hugs- aði jeg samt ávallt um, að hafa eigi meira við af seglum en mjer þótti skipið afbera, og það álít jeg mikið áríðandi og að seglin sjeu sem bezt útbúin, til þess að geta minnkað þau og fækkað þeim þegar á ligg- ur; einkum rfður mikið á, að þau fari vel ogJ þenjist vel, svo að þau poki eigi að aptan, því þá má hleypa vindinum aptur úr þeim með stjórninni. Aldrei skyldu menn festa klær öðruvísi en svo, að hægt sje að losa þær með einu handtaki; en til þess að þenja seglið, þarf góðan útbúnað. f>ar reynist mjer bezt að hafa tvær hjól- kerlingar (blakkir), og tvískorna þá neðri, en járnkrók í hinni efri, og krækja honum í lykkju, sem höfð er í seglskautinu, og með því getur einn maður eins vel ráðið við klóna og þrír menn þeim útbúnaði, sem áð- ur var og víða er notaður enn þá. í vend- ingu ríður á að krækja króknum úr seglinu jafnframt og skipið hleypur upp f vindinn; þá þarf og að hagræða seglfestunni sem fyrst, og öllu sem kann að þurfa að athuga í skipinu. það er ekki víst, að hægt sje að segja um, hvað fyrst þarf að taka frá af seglun- um, því það fer eptir skipalaginu og fyrir- komulagi seglanna, svo öllum skipum hag- ar eigi hið sama; en flestum mun haga bezt að rifa apturseglið fyrst og minnka svo á- fram hin seglin eptir þörfum, en þríhyrna á framsiglu er hið minnsta, sem verið getur, og jeg álít, að hvaða ofviðri sem er, þá þurfi skipið að hafa hana til gangs. Mjer hefur komið til hugar, að finna út- búning til þess að stjórnarinn tylldi betur við stýrið. Að hanga á slíðrinu við stjórn er engan veginn gott; enda eru mörg dæmi þess, að mannskaði hefur orðið fyrir það, að formaðurinn hefur tapazt frá stjórninni, en til þess að girða fyrir það, virðist nægja að hafa band, sern á öðrum enda væri fast í slíðri, og mætti spenna það yfir um mann- inn, og festa hinn endann við hina hlið hans. Mjer hefur einnig komið til hugar, hvort ekki væri nauðsyn að gjöra öllum formönn- um að 3kyldu, að venja alla álitlega sjó- menn við formanns verk, og að enginn fengi skip og menn nema hann fengi vottorð frá reyndum formanni, sem hann hafi róið hjá, að hann hafi leitað sjer tilsagnar í sjó- mennsku. því á okkar opnu skipum mun það allt of mikið eiga sjer stað, að formenn kunna eigi að skipa og hásetar eigi að hlýða. Mun það stafa nokkuð af lagaleysi. það er lika auðvitað, að menn, sem taka skip og menn í ábyrgð, hljóta að vera lögum háðir, og hásetar þeirra líka. Kristján Jónsson (Hliðsnesi). Morðinginn norðlenzki, úr Bárðar- dalnum, Jón Sigurðsson, kom hingað í fyrra dag, fluttur af 3 mönnum, norðan af Akur- eyri, til geymslu í hegningarhúsinu hjer, eptir ráðstöfun landshöfðingja, með því að dýrt þótti mjög að halda hann á Akureyri: tveir menn látnir gæta hans þar i varð- haldi nótt og dag. Óbundinn var hann fluttur suður, en látinn draga á eptir sjer skíði, í langri kaðaltaug, er bundið var um hann miðjan, til þess að hægt væri að elta hann uppi, ef hann tæki á rás. Á gisting- ingarstöðum voru þeir með hann sjer í húsi, fylgdu honum allir úti og inni, og vöktu yfir honum á nóttum til skiptis. Var verið 15 daga tæpa með hann á leiðinni. Hann var stirður til göngu framan af, vegna langr- ar kyrrsetu, 47 daga í varðhaldi á Akureyri og 14 daga á Húsavík þar á undan, en liðkaðist brátt, og reyndist þægur í flutn- ingnum og viðfeldinn. Hann er mikill vexti og sagður karlmenni að burðum. í kaup höfðu þeir, sem fluttu hann hmgað, sett upp alls 90 kr. hver; ferð þeirra því kostað 270 kr. báðar leiðir. Enn skipskaði af Akranesi. þar er eigi ein báran stök. Týndist skip með 7 mönnum á leið þaðan 9. þ. m. til Beykja- víkur, en hinum 8. varð bjargað af kili. það var komið skammt á leið á, að gizka fjórðung viku frá landi, þar sem skemmst var undan (Hólmsbæjunum), í hægu leiði fremur og alveg hættulausu, að ætlun þeirra er á landi voru, en allmiklu frosti. Kom þá mjög snörp hviða, ofan af Akrafjalli eða fyrir fjallsöxlina, og slengdi skipinu, er var meðal-sexmannafar, þegar á hliðina. Segir sá, sem af komst, að formaður hafi skipað að taka saman seglin, og hafi það gjört verið, nema framseglið var enn uppi, er skipinu sló um. Komust 4 menuirnir á kjöl, en 3 hröktust þaðan eða ljetuat eptir litla stund. Hinn 4., er af komst, hafðist þar við nær 2£ stund á að gizka, og hefir það verið mikil þrekraun, en maðurinn hinn hraustasti, Jón Arnason frá Heimaskaga. Sást um síðir af landi í kíki, að eitthvað mundi hafa hlekkzt á, eigi þar sem næst var, heldur af Skaganum, þaðan sem skip- ið hafði lagt frá. Var þegar mannaður út 8-æringur með 9 á, fyrir forgöngu þeirra Finnboga Lárussonar í Kringlu og Einars Ingjaldssonar á Bakka. þeir fengu borgið manninum einum af kilinum. Hinir voru allir látnir þá fyrir fullum 2 stundum. f>eir sem drukknuðu voru: formaðurinn og skipseigandinn Sveinbjörn þorvarðarson, heit. hreppstjóra Ólafssonar frá Kalastöðum, og Margrjetar Sveinbjarnardóttur prests Sveinbjarnarsonar, maður hátt á fértugsaldri, kvæntur á Akranesi og átti eptir sig 5 börn í æsku; systir Sveinbjarnar, Rannveig, yng- ismær efnileg um tvítugt, til heimilis hjá móð- ur sinni í Beykjavík; Rristinn Finnsson frá Sýruparti, fyrirvinna hjá móður sinni; Jón í Presthúsum, kvæntur maður og lætur ept- ir sig 2 börn ung; Erlendur, frá Sjóbúð, roskinn maður ókvæntur; Hannes Ölafsson lausamaður, upprunninn úr Mosfellssveit, og Einar Halldórsson frá Bakka, nýfermdur unglingur. Tveim dögum síðar, 11. þ. m., tók að reka farvið af skipinu suður á Stóru-Vatns- leysu, og daginn eptir skipið sjálft og nokk- uð af flutningi, er á því var, svo sem smjör tólg, sæng, rjúpa í kössum og ýmislegt fleira. Brotnaði skipið til muna í landtök- unni, að Stefán bóndi skrifar á Vatnsleysu. Mannalát. Af Eyrarbakka skrifað 10. þ. m.: Sigurður Teitsson bóndi í Nausta- koti á Eyrarbakka varð bráðkvaddur í gær. Hann var að koma heim að bæ sínum og hneig niður við bæjardyrnar. Hjeraðslækn- ir var þegar sóttur, en gat ekkert við gert, þar hann áleit hann dáinn. Sigurður sál. var einn með betri bændum hjer, aðgætinn áreiðanlegur og dável efnaður. Hann var nál. sextugu og hafði búið hjer um þrjátíu ár.—Anuar bóndinn á Arnarbæli í Grfms- nesi, Ingimundur Sigurðsson, ungur maður, var á heimleið af Eyrarbakka í vikunni sem leið og hefir eigi komið fram; er ætlað að hann muni hafa drukknað ofan um ís á Hvítá, undan bænum. Regngjörð- Mörgum hefir án efa þótt það kýmilegt, er stjórn Bandaríkjanna tók að gjöra tilraunir til að búa til regn, til þess að frjóvga þær lendur, þar sem sífelld- ur þurrkur hamlar gróðrinum, með því að sprengja dýnamit og önnur sprengiefni hátt uppi 1 loptinu. Hinar fyrstu tilraunir í þá átt tókust og eigi alls kostar vel. En núna síðustu vikurnar bera blöðin fregnir af því, að Mr. Dyrenforth hafi hvað eptir annað framleitt regn á hinum þurrviðrasömu stöð- um í Vestur-Texas, með því að sprengja dýnamit 1—2000 fet uppi í loptinu. Begn- skúrirnar hafa komið frá fjórðungi stundar til fjögra stunda eptir sprengingarnar, og hafa að jafnaði vökvað landspildur, sem eru 10—12 mílur enskar að víðáttu.—jpetta er haft eptir norsku blaði frá í haust. Afnám reykháfa. J?á er koium er brennt, fer, svo sem kunnugt er, mikið hit- unarefni og mikill hiti forgörðum, þar sem hann fer upp í loptið með reyknum. Svo hefir til talizt, að hiti sá, er þannig glat- aðist í borginni Berlin einni saman, næmi meiru en 3 miljónum króna á ári. Eina ráðið til þess að koma í veg fyrir slíka hita- sóun er það, segir Schimming efnafræðing- ur, að færa öll kolin, er hafa skal til hit- unar, 1 eina aðalhitunar-stöð í bænum og greina þar í sundur frumefni þeirra, og brenna síðan ioAes-kolunum, er eptir verða, undir kötlum og í ofnum aðalhitunarstöðv- arinnar. Síðan má veita hinni heitu gufu, er þannig myndast, í þar til gjörvum vjel- um, þangað er hennar er þörf, og hita með henni vatn eða lopt eða breyta henni í rafmagn. Schimming er á þeirri skoðun, að Blík aðalhitunarstöð mundi meira

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.