Ísafold - 19.12.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.12.1891, Blaðsíða 2
401 til hugar að látast hafa vit á, er hann bar eigi skyn á, eða látast dást að þvi, er eigi hreif huga hans. Jeg hef, svo sem kunnugt er, verið í meira lagi bók- rýninn, og hefi opt átt bágt með að gera mjer grem fyrir, hvort sælla væri, að sitja 1 þaula innan um skruddurnar sínar eða að taka þátt í þjóðlífshreyfingunum. En að engu síður þótti mjer ávállt ákaf- lega mikið til Parnells koma, og hafði sann- arlegt yndi af því að vinna með honum. Hugsanir hans og dómar um hvað eina lýstu hvassri greind og sjálfstæðri skoðan. Hann gat tekið þátt 1 viðræðum um alls konar efni, er ekkert áttu skylt vi£ þjóð- mál. Og aldrei sagði hann neitt einungis í því skyni, að segja eitthvað heldur en ekkert. Meðan við fylltum sama flokk, var það eitt sinn, að við vorum á ferðalagi saman langt skeið, og það er eigi ofhermt, að jeg gat eigi kosið á viðfeldnari og skemmtilegri förunaut. Hann skipti aldrei skapi sínu ogvar aldrei afundinn nje önugur. Svo sem gerist.er að jafnaði ýmissa hæginda og þæginda vant á ferðalagi, en það var svo sem hann fyndi ekkert til þess. f>að má svo að orði kveða, að hann fyndi hvorki til himgurs nje þorsta nje þreytu. Hann tók flestum fram í því, hversu hann var kurteÍ3 og alííðlegur í hversdagslífinu. Bros hans var einkar- ljúfmannlegt; en í blöðunum segir, að hann hafi verið þurrlegur og óþýðlégur í bragði. Einatt var afarmikill skoðanamunur í ýmeum málum okkar í milli. En jeg finn mjer skylt að kannast við, að eptir á varð jafnaðarlega sú raun á, að skoðanir hans höfðu haft við betri rök að styðjast. A flokkssamkomum vorum atvikaðist einatt svo, að jeg varð í flokki andstæðínga hans, andmælti tillögum hans og greiddi atkvæði á móti þeim; en eigi haggaði slíkt vinfengi okkar, og aldrei bryddi á, að hann þykkt- ist við mig af því. f>að er sannmæli um hann, að hann tók einkar-vægt á þeim, er höfðu andstæðilegar skoðanir, og virti sann- færing þeirra. Jeg vissi til, að hann fjekk allopt brjef frá málsmetandi utanþingsmönn- um, er fylltu flokk vorn, —og lýstu þeir ó- ánægju yfir atferli eins eða annars á þingi, er þeim þótti koma of hranalega fram, og báðu Parnell að lægja í honum rostann. En hann svaraði jafnan, að svo yrði hver til dyra að koma, sem hann væri klæddur, og að reyna til þess að spekja þjóðlyndan mann, er væri ákafamaður í skapi, væri sama og að svipta þjóðina og málefni henn- ar nýtum liðsmanni. I leikriti því, er Schiller hefir ort um Vilhjálm Tell, frelsis- kappann svissneska, er hann látinn segja: •Væri jeg varkár, þá væri jeg eigi Vilhjálm- ur Telli. f>ó að Parnell hafi víst aldrei lesið rit þetta, þá hefir hann þó af sjálfs síns sannfæring komizt til sömu niðurstöðu. f>að er eigi svo til ætlazt, að þetta sje lofræða um Parnell. Alkunnugt er, hver skilnaður okkar varð: að jeg greiddi atkvæði á móti því, að hann 'hefði framar á hendi forustu flokks vors. En jeg hafði mikil kynni af honum í 16—17 ár, og það segi jeg satt, að allt er það rjett hermt, er hjer er af honum sagt. Barðastr.sýslu vestanv. ff: »Haust- veðrátta hefir verið ágæt á landi, og það, sem af er vetrinum, hefir einnig verið, að heita má, sumarveðrátta; að eins kom kulda- kafli vikutíma um daginn, þá er £ mánuð- ur var af vetri, og nú er þessa daga allt að 9° frost og alhvít jörð af snjó í dag, því að í nótt fennti dálítið. Annars hefir allt af verið auð jörð, allt að 7 — 8° hiti opt og tíðum fyrstu tvær vikur vetrarins, en ávallt mjög stormasamt. stundum ofsa-rok, svo ó- gæftir hinar mestu hafa verið við sjó; aptur mjög úrfellalítið, og opt hlýviðri, þótt norð- anátt hafi verið. Hjer í sveit er nýbúið að setja á hey í fyrsta sinn á vetrinum. Hey reyndust víð- ast í mesta lagi. Sökum ógæftanna hefir svo sem ekkert orðið reynt að leita fiskjar; og síðast, er menn fóru á sjó, varð eigi vart. Dálítill reytingur sagður í Dölum framan af haust- inu. Nær því matvörulaust mun nii vera í verzlunum á Patreksfirði, og munu menn þó eigi almennt vera vel byrgir af henni undir veturinn. Umferðarkennarar eru fyrir nokkru teknir til sinna starfa hjer um slóðir. Heilsufar gott. I minnsta lagi mann- dauði á þessu ári«. Barðastr.sýslu sunnanv. ff: »Hjeðan úr plássi er helzt að frjetta af veðuráttinni, að eptir því sem næstl. sumar var gæða- gott, opt með stillum og staðviðrum, var huustið umhleypinga- og vindasamt, og því óhagkvæmt til sjávarins, hvort heldur sjó- róðra eða sjóferðalaga. En á landi var veður ekki óhentugt til haustvinnu og húsa- bóta, enda jarðræktar, því frost komu scint, og voru væg fram yfir veturnætur, snjókoma því nær engin í byggð. Hinn 5. október kom hið mikla norðanveður, er sleit upp Elateýjarskip í Skarðstöð, svo varð að strandi. Eptir vet.urnætur var bærilegt veður og snjókomulítið, sem gjörði menn ugglausa að. eiga fje sitt sjálfala fram til dala og fjalla, þegar stórhretið brast á hinn 8. þ. m., og var það óvana-hart, svo snemma á vetri. |>að stóð í 5 daga, og var afleiðingin slæm, en þó minna fjártap en búast mátti við; þó varð fjdrskaði mjög almennur í þessu og nálægum plássum, nema hjá þeim fáu, sem farnir voru að hýsa fje; flest mun hafa tap- azt á bæjum frá 30—40, en mjög víða upp að 10 á bæ; í þessu hreti drápust og hestar í Strandasýslu, því veðurhæðin var ákafleg og óstætt á bersvæði, og fylgdi því mesta fannmok og 10 stiga frost á E. Síð- an hefir veðuráttin verið á norðan, köld og með kófköföldum. Frernur hefir verið rýr afli í innveiði- stöðvum Breiðafjarðar í haust, Bjarneyjum og Skeri, sökum ógæfta, en aptur góður afli vestanvert við Húnaflóa á Gjögri og inn með Bölum að Steingrímsfirði; og við yztu bæi hans, Drangsnes að norðan og hinu meginn á Smáhömrum, er sagt að orðin sje afli um 400 til hlutar. Ekki er betra útlit hjá almenningi með bjargræði til vetrarins en að undanförnu, þrátt fyrir það, þó nú sje og hafi undan- farin ár verið góðæri. Veldur þvf mikið hin mikla verðhækkun á kornvöra nú í haust, en sá vani orðinn almennur, að hyrgja sig upp að haustinu með kornvörur til vetrarins fyrir frálagskindur, eptir því sem hægt er, en nú ,dugði illa þetta lag, svo að mörg heimili eru nú því nær korn- vörulaus. Sumir kaupmenn gengu líka ríkt eptir skuldum, en lán.uðu ekki fyrir það, heldur fengu menn til að veðsetja fyrir þeim eptirstöðvum, þó smáar væri, sem ekki urðu kvittaðar. Svona varð haustverzlun óhagkvæm almenningi hjer í haust, enda þó verð á kjöti og ull væri ekki of hátt, nefnil. bezta kjöt á 18 aura, og haustull á 45 a. |>að er mjög skoðunarvert, að úr þessum sömu hreppum — sem ef til vill komast í bjargarþröng í vetur — voru í haust rekin mörg hundruð af því bezta frálagsfje, er til var, til pöntunarfjelags Dalamanna, fyrir utan allt það fje og slátur, sem fór til kaupmanna upp í skuldir. Svona er búskap vorum varið«. IsaQarðarsýslu 28. nóv.: »Tíðin hefur mátt heita góð í haust, þó fremur vinda- söm og óstillt til 8jávarins, optast við norð- anátt. Liðna viku hefur verið norðan hret með 5—11 st. frosti á C. Hagar eru- og hafa verið nægir enn; allur fjenaður er þó fyrir nokkru kominn á gjöf. Mjög reynd- ist fje ónýtt til frálags í haust, og muna. fæstir jafn auman skurð, einkum á mörinn. Sama er að segja um gagn aUám í sumar. Yfir höfuð að tala hefur verið fiskfátt í haust; þó var góðfiski nokkra daga, en hvarf von bráðara og nú má heita fisklaust út úr og inn úr á Djúpinu, 20—30 kindur á 20 lóðir. Sumir hafa þó fiskað allvel, salt- að úr undir 20 tunnum. En mjög er afl- inn misjafn. Margir kvarta um, að hey sjeu ljett og ónýt til mjólkur. Fremur eru bágar horfur með bjargræði; hjá almenningi. Kemur það til af hinu afar- háa matvöruverði hjá kaupmönnum sem mörgum þykir undarlegt. |>að er haft eptir einum Isafjarðarkaupm., að þó matvara lækki alstaðar, þá muni hún ekki lækka á Isafirði. Lánstraust almennings er nú mjög þrotið, svo allur fjöldinn verður að láta fiskinn blautan inn í verzlanirnar, sjer til óbætandi tjóns. Menn tala almeunt nm, hvaða heimska sje að láta fisk blautan, en þeir hinir sömu leggja fá ráð til að afstýra því, og því verður aldrei afstýrt, nema ann- aðhvort að efla fjelagsverzlunina svo dugi, eða að hsort sveitarfjelag sjái þeim í hreppn- um, sem neyddir eru til að láta inn blautt^ fyrir því sem þeir þurfa og taki til sín fisk- inn, og skili svo því sem afgangs kynni að verða. Með þessu móti færu menn smátt og smátt að geta byrgt sig upp að sumrinu, og betri regla kæmist á verzlunina; því þessi blautfiskssala er átumein. Síðasta kaupfar frá Isafirði var að leggja út í dag. Nú er barnaskóli Súðavíkurhrepps alkom-. inn upp og farið að kenna börnum í hon- um. Kennarinn er Friðrik Guðjónsson Möðru- vallaskólastúdent ættaður þar að norðan, vel að sjer, og ágætlega lipur kennari og góðmenni. Sextán börn njóta kennslu í skólauum. Bjarni hreppstjóri Jónsson á Tröð er að enda við snoturt íbúðarhús af timbri og færir sig víst í það nú fyrir hátíðarnar. |>að er talsverð framför hjer með bygging- ar, túna- og garðrækt. Tombóla var haldin fyrsta vetrardag til ágóða íyrir styrktarsjóð fátækra ungmenna í Súðuvíkurhrepp. Sjóð- urinn mun nú fyrir ötula tilstuðlun nokk- urra manna hjer vera orðinn um 2,000 kr^ Má þar til nefna sem öflugan hvatamann Hjalta Hjaltason í Súðavík, sem mun hafa unnið allt, sem hann hefur gjört í sjóðsins þarfir, fyrir alls ekkert. A aukasýslufundi var samþykkt með öll- um þorra atkvæða, að kaupa gufubdt fyrir sýsluna, sem korni upp í vor, og mundi ráð að fela Th. Amlie hvalamanni að útvega bátinu, ef hann vildi taka það að sjer. Mjög mikið síldarhlaup kom hjer í hausfc norðanfram við Djúpið. Hefði víst mátt fá þar mörg hundruð tunnur, ef tilfæringar hefðu verið nægar, og skip til að flytja síld- ina á markað, því úr fáeinum netum var hlaðið hvort 4-manna-farið af öðru. Öll var síldin mjög stór hafsíld. I öllumgsjóplássum hjer mun nú búið að^ setja gcezlunefnd, sem sjer um að allir fari á líkum tíma á sjó og hafi lýsi eða olíu á sjóinn. Sumir munu þó svo heimskir og tregir að trúa á nytsemi þess, að furðu gegnir.. Skagafirði 28. nóv.: »Góð veðrátta hjer frá því síðast, nema einstöku byljir, kaldir og snarpir, sem óvíða hafa þó valdið skaða. Satt mun þó, að bóndinn á B’elli, Sveinn, Arnason, hafi misst 20—30 kindur í einum slíkum byl, og stöku bóndi lítið annað. Nú,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.