Ísafold - 19.12.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.12.1891, Blaðsíða 3
40Í er kominn meati snjór í Fljótum og Sljettu- hlíð, en annars er Skagafjörðurinn mjög snjólaus nú, og jörð ágæt. Viðskiptalífið er erfitt, vegna peningaeklunnar, sem er óvana- lega mikil nú, en að öðru leyti líður fólki mikið vel. Kvef, sem gengið hefir, einkum á börnum, eflaust vegna hinnar byljóttu veðráttu, er nú að hverfa, og heilbrigði al- menn«. Fljótanda eldsneyti í eimskipa- katla. 1 blaðinu Tribune í New-York er allmerkileg grein um þetta efni, er kemst að þeirri niðurstöðu, að fljótanda eldsneyti sje kröptugra en jafnvægi þess^ af kolum. Samþjöppun þess er auðveldari og þar af leiðandi verður meira farmrúm í skipinu. Minna mannafla þarf við eimvjelina. Bng- inn úrgangur verður. jbá er stöðva skal vjelina og gufunnar þarf eigi Iengur við, er auðvelt að slökkva eldinn á augabragði eða minnka hann eptir vild. I sambandi við þessa yfirburði hins fljótandi eldsneytis fram yfir kolin er það, að framleiða má meiri gufuþrýsting og meira hraða. I þeirri úrgangs-steinolíu, er notuð hefir verið við tilraunir í þessa átt, hefir eigi kviknað við minna hita en 350 stig. Sam- þjöppunin skemmir hvorki olíuna nje olíu- ílátin, og útgufanin er ekki teljandi. Hljómriti í póstþarfir. Mexíkó hefir orðið fyrst allra ríkja til þess að nota hljóm- rita (phonograph) í póstþarfir. Stjórnin þar hefir nýlega gert samning við fulltrúa Edisons að koma upp hljómrita-afgreiðslu á pósthÚ8um. Eigi er enn hægt að segja, hvern árangur það muni hafa, en líkindi þykja til, að fyrirtækið muni vel heppnast. Almenningur á kost að nota hljómritann á pósthúsum, og kostar það 25—50 aura fyr- ir hver 1000 orð. Sá, er koma vill hljómrit- inni orðsending, greiðir orðsendingargjaldið og mælir svo inn í vjelina. Póstþjónniun slær síðan utan um og innsiglar hljóm- ritið og annast um utanáskriptina á sama hátt. Póststjórnin á þeim stað, sem orðsendingin á að fara til, stingur hljómrit- inu inn í hljómritann hjá sjer og lætur hann síðan mæla orðsendinguna fram fyrir þeim, er hún er ætluð. f>ar eð margir í Mexíkó eru ólæsir og óskrifandi, er talið víst, að fjöldi manna þar muni verða feginn að nota þessa samskiptaaðferð og trúa þessum al- menna brjefrita fyrir leyndarmálum sínum. Leiðarvísir ísafoldar. 892. Hefir hreppsnefnd heimild til að leggja aukaútsvar á nokkurn mann, eptir að búið er að halda niðurjöfnunarfundinn eða lækka á öðr- um, þegar ekki er kært? Sv.: Skilyrði fyrir því, að hreppsnefnd geti lagt á menn útsvör eptir uiðurjöfnunarfund eða hækkað útvar manna, er það, að eitihver beri sig skriflega upp undan því, að einhverjum hafi verið ólöglega sleppt við niðurjöfnunina, eða að útsvar einhvers sje svo og svo miklu of lágt, og fylgi krafa um álagning útsvais, er því hefir verið sleppt, eða annars kostar ákveðna hækk- un útsvars. 893. Bg fór að búa vorið 1891, með stúlku, svo fór jeg í kaupavinnu um sumarið. þá jeg fór bað jeg kaupmann, sem jeg var i reikningi hjá, að hjálpa henni sem hún þyrfti með til að lifa á, og hann gjörði það, og meira en hún syndist þutfa með, en svo fór hún að taka út hjá öðruni kaupmanni þvert á móti því, sem jeg bað hana fyrir og alveg að óþörfu; ber mjer að borga það eða henni? Sv.: Spyrjanda er óskylt að borga annað en það, er hann hefir gefið heimild til að taka i reikning sinn. 894. Jeg er tiO ára gamall, hefi búið 23 ár og goldið fullkomlega til allra stjetta. Er mjerekki leyfilegt að vera laus og leita mjer atvinnu þar sem ber.t gengui? Sv,: Nei, ekki nema fá þar til leyfi lögreglu- stjóra (sýslumanns eða bæjarfógeta), en án lausa- mennskugjalds,— að eins 2 kr. afgreiðsluþóknun í landssjóð (lög 23. maí 1863, 4. og 5. gr.). 895. Br það löglegt að taka lögtak hiá rnanni þeim, sem ekki hefir verið færður seðill fyrir hvað skuldin sje mikil, hvort heldur er sveitar- svar eður önnur opinber g.jöld ? Sv.: Lögtaksriettur sveitargjalda getur eigi verið bundir.n við, að hlutaðeigandi fái seðil upp á skuldina, því hvorki er lögboðið, að gefa út gjaldseðil, enda geta þeir misfarizt. Auk þess er gjaldendum gefinn kostur á að kynna sjer upphæð gjaldsins af framlagðri gjaldaskrá. 89S. í fyrra haust kom fyrir kind, sem jeg átti ekki, með mínu fjármarki; jeg lýsti henni strax í ísafold, en enginn hefir gefið sig fram; hvað á jeg að gjöra við nefnda kind ? 8v.: Andvirði óskilafjár rennur í sveitarsjóð. Spyrjandi hefði helzt átt fyr, áður en talsverður kostnaður fjell á, að afhenda kindina hrepps- stjóra (eða hreppsnefnd) til sölu, og er einsætt að gjöra það enn, þótt það hafi helzt til lengi dregizf, 897. Er það löglegt hjónaband, þegar prestur giptir persónur, án þess þær hafi svaramenn, og án þess að leita þeirra upplýsinga um hagi þeirra, sem kirkjurjetturinn heimtar? Sv : Já, löglegt, hvað hjónin snertir, þó að prestinum geti varðað það við lög. 898. Og cf ekki, getur þá ekki það hjónamia, sem finnur til þess, að hjer hafi verið rangt gjört, fengið skilnað án hins leyfis ? Sv.: Engan veginn. Með því viðskiptabœkur fyrir sparisjóðs- innlógum: nr. 1207, C. bls. 183 (porsteinn Stefánsson) og nr. 1690, H. bls. 179 (Bjarni FÁnarsson) hafa glatazt, stefnist hjer með samkvœmt 20. gr. laga um stofnun lands- banka 18. sept. 1885 handhöfum tjeðra við- skiptabóka með 6 mánaða fyrirvara tit þess að segja til sín. Landsbankinn, Reykjavik 15. desbr. 1891. L. E- Sveinbjörnsson- Proclama. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861, er hjermeð skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi trje- smiðs Arna sál. Hallgrímssonar, sem andað ist á BLönduósi hinn 13. október þ. á., að koma fram með kröfur sínar, og sanna þœr fyrir skiptaráðanda lijer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Húnavatnssýslu 5. desbr. 1891. Lárus Blöndal HENNTUG JÓLAOJÖF ER HANNYEÐA- BÓKIN, fæst f Skálholtsstræti nr. 5. 240 hana að gefa injer smjörkllpu í munninn eða tóbakslauf í nösina«. «Nei, hættuU segir hin. »|>að er ekki neitt á það að ætla, að jeg komi í himnaríki. Jeg kann að fara þar annaðhvort fyrir ofan garð eða neðan«. -- 3. Á Hrísum í Eyjafirði bjó bóndi, sá er Bjarni hjet. Hann var gamall orðinn, er saga þessi gerðist. Á bænum er hálent hólatún, er skrælnar mjög í sumarhitum. Einu sinni kom maður til Bjarna, og fann hann að máli. Var það á björtum og heitum sumardegi. |>eir töluðust við á hlaðinu á Hrísum, og varð Bjarna þá litið upp á túuhólana, og segir: •Fallega brennir hún hólana núna, bölvunin sú arna!« þetta heyrði kona hans, er kom út úr bænum, og segir: »Blótaðu ekki sólinni, Bjarni! Hún gerir þjer hvorki gott nje illt. Láttu hana vera«. 4. Kerling nokkur, er mest æfi sinnar hafði dvalizt í sveitum, fluttist út á Snæfellsnes. Hún undi þar illa hag sínum og saknaði margs úr sveitinni. Einhverju sinni um kvöldtíma kemur hún út og sjer tunglið. |>að var þá fárra nátta og var mánabert. Verður henni þá að orðum: »Allt er það eins hjerna undir Jökli, tunglið sem annað. |>að er þó munur á að sjá sveitatunglið, hvað það er feitt og bústið, eða aumingjann þann arna, sem er skinhoraður. J>að er líka náttúrlegt, því að það er munur á að lifa á mjólkinni og kjötinu í sveitinni eða á sjóslöpunum hjerna«. 2, >7 manna, er frjetzt hefði. Svarar hún þá: »Vertu nú ekki lengur að draga þetta, síra Sigfús! Eg veit þú ætlar að segja mjer látið hans síra Jóns míns«. Lagðist hún þá þegar, af sorg og trega að menn ætluðu fremur en líkamlegri veiki, lá fáa daga og andaðist rjettri viku eptir lát manns síns. Sigfús prestur fór þegar í Bauðuskriðu að vitja líks pró- fasts; hafði þá Jón sýslumaður búið það til moldar virðulega, því þeir voru vinir miklir; Ijet hann gjöra dragsleða og tjalda yfir, svo hvergi sá á kistuna, sem á hann var lögð. Var f toppi sleðans hengd bjalla, er allt af hringdi sjer, hvað lítið sem sleðinn hrærðist. Var hann svo dreginn með líkinu á fram Kinn og í gegn um Ljósavatnsskarð og allt að Laufási. Lá þá Sigríður ekkja hans hans þar fyrir andvana lík, og fóru þau bæði í eina gröf. Var Jón prófastur vetri betur en fertugur, er hann ljezt. Meðal barna þeirra Sigríðar var Geir biskup Vídalín. (Að mestu eptir hdr. Gísla Konráðssonar). 9. Jón Sigurðsson, Dalasýslumaður. Jón Sigurðsson, Gíslasonar Dalaskálds, sá er ort hefir Tímarímu o. fl. og settur var sýslumaður í Dalasýslu nokkur ár (1712—1717), var drykkjumaður mikil. Hann hafði beðið sjer til handa sýslumannsdóttur af göfugum ættum og skyldi brúðkaup þeirra standa á skömmum fresti. Var veizlukostur keyptur og heimfluttur og var þar á meðal tunna af brenni- víni, en henni hafði Jón lokið áður að brúðkaupsdegi kæmi. Fyrir það brá stúlkan heiti við hann. J>á bað hann sjer bóndadóttur, er Helga hjet Jónsdóttir á Jörva 1 Haukadal.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.