Ísafold - 23.12.1891, Síða 1

Ísafold - 23.12.1891, Síða 1
Kemui út á mtðvikudögnm og aucardögum. Verð árg. (um IOO arka) 4 kr.; erlendij 5 ki. borgist fyrir miðjan júliraánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af* greiðslust. I Austurstrœti 8. ^XVIII. 102 Reykjavík, miðvikadagina 23 desbr. 1881 Safamýrar-hneykslið. i. Safamýri er að líkindum hið langstærsta og grasgefnasta engi á öllu landinu. Hún liggur í tungunni milli Rangár ytri og jpjórsár neðan til, meðfram jpverá, og nær lengst upp eptir þeim megin, er að Rangá veit. Hún hefir alls einu sinni eða tvisvar verið slegin öll, 1881 (og 1877), og feDgust þá, 1 raesta grasleysisári, af henni 40,000 hestar af töðugæfu heyi hjer um bil. það eru 1000 kýrfóður, eða, sje heyið metið til peninga, 160,000 króna virði í minnsta lagi. Hún verður sem sje ekki slegin nema í mestu þurrkasumrum, fyrir vatni, nema rjett blettur og blettur innan um. »j?egar jeg fór um Safamýri í suman, segir kand. Sæmundur Eyjólfsson búfræðingur, í skýrslu til Búnaðarfjelagsins, prentaðri í »|>jóðólfi« fyrir skemmstu, »var það all-lengi um mið- bik hennar, að jeg sá engan blett sleginn, svo langt sem augað eygði, og grasið sura- staðar axlarhátt«. Og þessi frábæri frjóleikur er verk nátt- úrunnar einnar saman, án þess að manns höndin styrki hana eða styðji á nokkurn hátt. Náttúran hefir skapað þenna frjóleik upphaflega, og það nýlega til þess að gera, í þeirra manna minnum, er nú lifa, og hún heldur honum við ein saman eða hefir gjört hingað til. Mýrin var sem sje snemma á þessari öld fremur graslítil, vaxin mosa og lyngi sumstaðar, og meiri hluti hennar eigi annað en beitarland þá. En smám saman hækkaði farvegur Rangár, af sandi og leir, er hún bar undir sig, þar til er hann var orðinn svo hár, að vatnið fór að renna inn á mýrma hingað og þangað í vatnavöxtum; þá tók hún stakkaskiptum: mosinn og lyngið hvarf, en í þess stað kom þjett og smávaxin stör! það er með öðrum orðum, að það sem manns höndin verður að vinna annarsstað- ar, með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, það hefir náttúran sjálf gjört hjer, fyrir augum þeirra mauna, er nú lifa. |>að er eins og hún hafi verið að sýna mönnunum, hvernig þeir ættu að fara að til þess að breyta ó- ræktar-mosaflám og -móum í fagurt og frjó- samt engi, — eins og henni, dauðri náttúr- unni, hafi blöskrað rænuleysi þeirra og að- gjörðaleysi. Og það var þá heldur eigi neitt smásmíði, þetta fyrirmyndar-sýnishorn, sem hún bjó til! Pyrir nokkrum árum fóru menn að vakna til meðvitundar um, að það væri þó held- ur mikill sljóleiki, að geta eigi eiuu sinni haft tök á að hirða þenna mikla, þenna fásjena uppgripa-gróður. það var of mikið vatn um sláttinn, sem því hamlaði, og ráðið var, að hlaða flóðgarð meðfram Rangá. þetta var gert, á árunum 1883— 1885, sumpart á kostnað ábúenda og eig- enda jarða þeirra, er slægjur eiga í Safa- mýri, o. fl., og sumpart með styrk af al- mannafje. Hafði það góðan árangur. Eitt eða tvö surnur eptir að garðurinn var gjörður var mýrin miklu þurrari en hún hafði verið áður, svo að auðvelt mátti heita að stunda þar heyskap. En þá þurfti auðvitað ein alkunn mein- vætt að koma til sögunnar, þjóðleg og mik- ilvirk, — hirðuleysið, viðhalds-trassadómur- inn. Ain braut smáskörð i garðinn. þ>au voru látin eiga sig, svo þau gætu stækkað. þau gerðu það, og þeim fjölgaði. Nú. 6 árum eptir að lokið var við garðinn, er hann orðinn hjer um bil gagnslaus, og vatnið streymir alstaðar inn á mýrina. I vetrarflóðum falla stórar kvislar til og frá inn á hana, og er þá vitanlega skammt þess að bíða, að áin ryðji sjer reglulega farvegi um mýrina þvert og endilangt, svo að hún verði að smáhólmum eða gjöreyðist jafnvel, —verði svo sem eins og annar Rang- ársandur. það er með öðrum orðum, að fyrirhleðsl- an virðist með þessu lagi hafa orðið fremur til ills eu góðs. Aður var meinið það eitt, að mýrm var of vatnsmikil á sumrum til heyskapar. Nú liggur hún þar á ofan undir landspjöllum af ánni, sem verður miklu aflmeiri er hún ryðst inn um skörð en með- an hún fekk að flæða hius vegar. Hneykslið er nú tvöfalt. það fyrst, að hafa látið svo fara, sem farið er. það annað, og þó miklu verra, ab œtla að láta þetta afskiptalaust, láta stórkostlega land- eign og afar-arðsama, jafnvel svo mikils virði, að skiptir hundruðum þúsunda, ef rjett væri metið, — að ætla að láta hana gjör- eyðast og ónýtast fyrir augunum á sjer, fyr. ir tóma handvömm. En eigi er annað sýnna en að það sje eiudreginn ásetningur þeirra sem með eiga, að láta þennan ljómandi engjafláka verða að auðn, glata fyrir sjálfum sjer og þjóðinni 1000 kúa velli, sem sprettur ósáinn eða á- burðarlaus og er sjálfsagt auðunnari sláttu- mönnum en nokkurt tún, éf hemill er hafð- ur á vatninu. Orðin »þeir sem með eiga« þarfnast þó nánari skýringar. Meiri hluti þeirra vill sem sje meira en feginn gjöra hvað eina, er tiltækilegt þykir og í þeirra valdi stendur, til að firra þessa frábæru eign grandi og hlynna svo að henni, að hún geti notið sín og borið þeim hundraðfaldan arð að óhætt má segja. En einrænn og nærsýnn, ef eigi steinblindur minni hluti er því algjörlega andvígur, og er eigi annað sýnna en að menn standi ráðalausir uppi til að afstýra þeim hneykslanlega ófögnuði, er þessi minni hluti vill verða valdur að. Hann segir auðvitað sinn eignar- og afnotarjett jafnhelgan hinna, þótt fleiri sjeu miklu, og löggj&fatvaldið íslenzka hefir enn eigi kom- izt til(!) að lögleiða heimild til landbúnaðar- samþykkta, svo nauðsynlegar sem þær væru til að leysa slíka hnúta, sem þessi er, og miklu óviðsjálli heldur en fiskiveiðasam- þykktir. Hallærið á Rússlandi. Grein sú, er hjer fer á eptir, er mestöll frjettabrjef frá Pjetursborg, prentað í Lund- rmablaðinu Standard í haust. Svo sem við er að búast, er nú ekki um annað jafntíðrætt í rússneskum blöðum, sem hina hörmulegu hungursneyð, er geysar þar í landi. Svæði það, er þessi voðalegi skort* ur hinna nauðsynlegustu lífsskilyrða hefir breiðzt út yfir, nær yfir þrettán landshöfð- ingjaumdæmi, auk þess sem hann hefir víða hvar stungið sjer niður í öðrum umdæmurti ríkÍ8Íns. þessi nauðstöddu hjeruð eru ein- mitt þau, er áður hafa verið beztu kornlönd alls ríkisins. þau eru hjer um bil 23,000 ferhyrningsmílur (danskar) á stærð, — meira en helmingi stærri en allt Erakkland, og þar húa 26 miljónir maona, sem komnar eru alveg í dauðann af hor og hungri, og hrópa hástöfum um líkn og liðsinni landa sinna í öðrum hjeruðum ríkisins, er hafa í góðu árunum getað aflað meira korns en sjálfum þeim hefir nægzt. þessi hjeruð þoru kornforðabúr Norðurálfunnar og mi er vað gjörtæmt. Eigi er hugsandi, að slík ógnarneyð geti komið upp í nokkru landi hins menntaða heims nema í Rússlandi. það er ekkert tiltökumál, þótt þjóðunum í Vestur-Evrópu þyki það kynlegt, að uppskerubrestur í eitt einasta skipti skuli geta valdið slíkum stór- hörmungum meðal þjóðar, er allan sinn aldur hefir framfærzt af akuryrkju einni saman. Og því kynlegra er það, sem árið áður var einmitt kornár í betra lagi. þó er gátan eigi torráðin fyrir þann, sem kunn- ugur er kjörum Rússa fyrrum og nú, og veitt hefir því eptirtekt, hver breyting hefir gjörzt á hag þeirra. Rvíssland er bænda-ánauðar land. Menn hafa á síðari árum lögleitt þar margs kon- ar nýmæli, sniðin eptir framfaranýmælum Vestur-Evrópu, sem að vísu hafa átt að vera til endurbóta, en reynzt hafa gagn- stæðileg. f>au eru með öllu óviðeigandi, eptir því sem til hagar hjá Rússum, og eru að eins til kostnaðarauka og byrðar fyrir hinn margþjakaða rússneska bændalýð, er möglunarlaust gengst undir hvers konar ok. það er hjer um bil fjórðungur aldar, síðan er Alexander keisari veitti þjóð sinni sjálfstjórnarrjett í hjeraðamálum. Fylkjun- um eða umdæmunum var skipt í smærri hjeruð eða sýslur. í sýslu hverri var sett sýslunefnd, og yfirstjórn í fylki hverju skyldi fylkisráð hafa. f>etta var nú gott í sjálfu sjer, — skoðað frá sjónarmiði Vestur-Evrópu. En í framkvæmdinni varð það til ills eins,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.