Ísafold - 23.12.1891, Page 2

Ísafold - 23.12.1891, Page 2
406 og hlaut svo að verða, er eigi var öðrum á að skipa til sýslústjórnar og hjeraðsstjórnar en þýbornum og menntunarlausum almága, sem er einkennilegur fyrir Rússland. Hinir nýkjörnu sveitarstjórnarvaldsmenn voru flest- ir bændur og búfræðingar, og þeim þótti það fríðast til frásagnar, að uppræta sem fyrst allar fornar venjnr og skoðanir, og meðal annars kom riðl og röskun á gamalt lag eða blutfallslegt gíldi landaura (o: framleiddrar kornvöru) og peninga. Aður var kornforðabúr í hverju þorpi, er aldrei var minna í geymt en ársuppskera. En slíkt þótti nú eigi framar hafandi, af því að það var fornt, og sýslunefndirnar þóttust vera búnar að öðlast æðri og betri hagfræð- islega þekkingu. Bændum var áður skylt, að greiða árlegt tillag til forðabúranna, og var korn að sjálfsögðu skileyririnn. En nú mátti eigi framar greiða tillagið í korni, heldur í peningum, og hinar gömlu rammbyggilegu kornhlöður í hverju þorpi voru flestallar rifnar, og viðurinn úr þeim seldur fyrir eitthvert Iítilræði, eða þá þær voru látnar eiga sig, og fúna og falla, er þær gátu eigi lengur uppi hangið. Nú hefði mátt búast við, að sýslunefndirnar hefði haft á reiðum höndum peningaforða í stað kornforða. En önnur varð raunin á. Peningaforðinn varð minni en til stóð, því að peningarnir höfðu fallið mjög í verði, bæði af áhrifum erlendra markaða og af heimskulegum og háskavæn- legum fyrirtækjum innanlands. þ>essar orsakir liggja til þess, að eigi er annað sýnna en að íbúar kornhjeraðanna á Rússlandi sunnanverðu og vestan, eigi færri talsins en allt landsfólkið á Englandi og í Wales, eigi fyrir hendi að búa við fullkom- inn viðurlífisskort í níu eða tíu rnánuði. Og ef svo fer nú, að frosthörkur komi þar á auða jörð, áður en hún nær að hjúpast fannskýlu, eru allar líkur til, að önnur eins vandræði muni stafa af uppskerubresti næsta ár. Horfurnar eru því framúrskarandi í- skyggilegar. Stjórnin er þó eigi voulaus um, að fá bætt nokkuð úr kjörum hinna nauðstöddu, með því að miðla meðal þeirra miklu hallæns-gjafa-fje. Hvervetna er reynt að efna til samskota handa þeim. Embætt- ismenn sveitanna og stjórnarinnar draga við sig nokkurn hluta af launurn sínum í því skyni. Kaupmannasamkundurnar hafa kosið nefndir, er senda samskota-áskoranir til auðugra kaupmanna og annara. Ýms einkafjelög, skólar og aðrar stofnanir safna og samskotum. Enn hafa hinar auðugu kirkjulegu stofnanir látið drjúgum af hendi rakna. jpannig hafa safnazt margar milj- ónir rúfla, er stjórnin hefir látið útbýta meðal hinna þurfandi. f>ar af hefir verið varið bvo sem þurfa hefir þótt til útsæð- iskaupa fyrir næsta ár. En hitt, sem af- hent hefir verið í peningum, hefir svo að segja allt lent í vösum brennivínsmangar- anna í þorpunum. f>að er mælt, að þeir hafi nú þrefaldan og fjórfaldan ágóða, á við það, sem verið hefir, af atvinnuvegi sínum, sem aldrei er nema andstyggilegur. |>að er enginn hægðarleikur, að varna því, að hinn fátæki bændalýður (moujiks) á Rússlandi verði hungurmorða, því að sje honum fengið fje í hendur, ver hann því eigi til að kaupa matvæli fyrir, heldur brennivín (vodka). Helzta ráðið til að varna því væri, að fá þeim enga peninga í hend- ur, en koma upp matreiðsluhúsum, þar sem þeir gæti fengið ókeypis soðning. þeir eru vanir við að svelta hálfu hungri á hverjum vetri, og það er eigi auðgjört — þrátt fyrir uppskerubrestinn — að opna augu þeirra fyrir því, að hættara sje við hungursdauða nú í vetur en endrarnær. »Veturinn er enn eigi genginn í garð«, var viðkvæðið í haust, »og blessaður keisarinn okkar er vís til að senda okkur nóga björg. Ekki er brestur ú brauði í dag, og enn er svolítið í budd- unni. Hví skyldi jeg þá ekki fá mjer neð- an í því upp á það, lagsmaður!* Hin mesta bölvun rússneska bóndans er forlagatrúin (o: 8Ú trú, að björgin berist ósjálfrátt og fyrirhyggjulaust upp í hendurnar), en einka- huggari hans er brenuivínsflaskan. jöað er orðtak hans (bæði í gamni og alvöru), að brennivínið sje búið til úr korni svo sem brauðið, og fyrir því hafi það í sjer geymd- an bæði mat og drykk og mannfagnað, og venjulega hagar hann sjer svo, sem þetta væri hjartans sannfæring hans. Kaupmaunastjettinni og okurkörlunum í þorpunum — þeir nefnast kúlakar — er borin illa sagan. »það er eigi unnt að gjöra sjer nokkra hugraynd um«, segir einn merkur blaðafregnriti, »hve djöfullega inn- rættir þeir eru, háir og lágir, jafnt stór- kaupmennirnir í Samara, er eigi vita aura sinna tal, og smáokrararnir í þorpunum«. I blaði uokkru, sem ketnur út í Samara, er kveðið svo að orði: »Allur sá urmull af Gyðingum, sem er í Póllandi, er sem ‘heilagur englaskari’ í sam- anburði við þessa kúlaka., enda eru ýms höpt lögð á þá, en engin á «kúlakana», svo að þeir geta fláð og fjeflett veslings bænd- urna uudir hlífiskildi laganna. Eyrst taka þeir fjenað bóndans, siðan áhöld hans, og loks verður hann þeim svo háður, að hann glatar með öllu frelsi sínu og verður svo sem eign þeirra. |>að hefir komizt upp um auðugan kaup- mann í Pjetursborg, að hann bjó til mjöl með því að blanda saman tveim tegundum úrhrats. Onnur tegundin var gjör af ó- þroskuðu korni, er var malað og fór allt í kekki. Hin tegundin var kölluð »lifanda mjöl«, en það er gamalt og marglegið mjöl, sem er morandi og kvikt af möl og maur. Báðar þessar tegundir ljet kaupmaðurinn hræra saman og mala upp, og seldi það síðan svo sem almennt mjöl. Eigi hefir hann farið í neiua launkofa með þessa at- vinnu sína, sem hanu rekur enn. En þar eð nú er orðið hljóðbært um hana, er eigi ólíklegt, að hann verði að leggja hana niður, en viðbúið er, að hann komist hjá allri refsingu«. Daglega berast frá Rússlandi hörmulegar neyðarsögur, sem eigi væri vinnandi vegur að tína allar upp, og verða að nægja ein eða tvær af ótal mörgum. — Ekkja nokkur fátæk átti heima í Ratchino í Orenborgar- umdæmi. Hún átti þrjú börn. f>á er öll lífsbjörg hennar var þrotin og ekkert var til handa börnunum, lagði hún af stað til næsta þorps að beiðast beininga. Henni varð vel til og var vikið dálitlu af brauði og káli. Plýtti hún sjer síðan heim, en þá sótti hún svo að, að öll börnin voru dáin. Lík barnanna voru krufin, og í innýflum þeirra var ekkert anoað að finna en fata- tæjur og mold. I Permsýslu eru flest þorp- in komin í eyði, með því að þorpsbúar hafa flúið þaðan, er öll björg var þrotin. Eigi urðu aðrir eptir en þeir, sem eigi gátu slitið sig frá aðframkomnum börnum sínum, og biðu eptir því, að öndin slitnaði upp af' þeirn. I Jekaterinborg sagði kona nokkur presti frá því í skriptastólnum, að sig lang- aði mikið til að fyrirfara börnum sínum, til þess að frelsa þau frá hinum langvinnu og ógurlegu hungurskvölum. Presturinn fór heim með henni með dálitla lífsbjörg, en. það var um seinan. Börnin gleyptu græðg- islega í sig brauðið, er presturinn færði þeim, en önduðust öll litlu síðar. Pfr Ríazan-sýslu eru hörmungar miklar að heyra. Helmingur sýsluhúa dáinn úr hungri, og hinir eru í þann veginn að taka sig upp af eignum sínum, til þess að leita sjer annarsstaðar lífsbjargar. Sýslunarmenn stjórnarinnar iithluta járnbrauta-farbrjefum, ókeypis til hvers, er hafa vill, og allt af ganga þaðan fjenaðarkerrur, fullar af körl- um og konum, sera er hrúgað þar saman, svo sem fjenaður væri. Kaupmenn frá Moskva hafa flykkzt þangað, til þess að kaupa af bændunum það sem þeir geta af þeim fengið. Fyrst kaupa þeir öll húsgögn og áhöld þeirra, og fala að síðustu ígangs- klæði þeirra; eu hinn forni þjóðbúningur Rússa er skrautlegur og gullborinn. Allt þetta kaupa þeir með nær engu verði. þ>á er og rekin andstyggileg verzlun með hár kvenna. Aldrei er henni hrósandi. En í Rússlandi hefir það annað verra í för með, sjer, því að þar eru stúlkur, sem sviptar hafa verið háriuu, lagðar til jafus við þær er hrasað hafa. Og eigi láta hárkaupmenn- irnir sjer lynda, að klippa af þeim hárið, heldur nauðraka þeir á þeim kollinn. Fyr- ir glóbjart ljómandi fallegt kvennmannshár gefa þeir ekki nema íáeinar rúflur. Hreppsnefndarlaunalögin. Isafold skrifað nýlega að norðan á þessa leið, af meiri háttar bónda þar: »Jeg minnist þess, að bæði Isafold og þjóðólfur hafa látið í ljósi, að lögin fra þinginu í sumar um þóknun handa hreppsnefndarmönnum væru meðal þeirra fáu laga, am þingið samdi, er almenningur ui;:„di láta aig nokkru varða og fagna þeim þið skoðið þau máske sem, góða rjettarbót. Jeg er á annari skoðun urn það, og margir fleiri, sem jeg hefi átt tal við. f>ó mjer hafi opt verið ílla við, lagasynjamr, skyldi mjer þykja vænt um, ef þeim yrði synjað staðfestingar. því verði þau að lögum, mun reynast torvelt að fá þeim breytt eða fá þau afnumin, og verða þannig í vegi fyrir, að ný og hentugri lög fáist sett um það efni. Kæmi mjer því eigi á óvart, þó að þau reyndust verri en ekki neitt. f>au munu hvorki greiða fyrir,. að góðir og hentugir oddvitar nje gjaldker- ar fáist; til þess er þóknunin of lftil, og ekki tekin á rjettum stað. |>að sætir furðu, að þingmenn skuli ímynda sjer, að nokkur gjaldkeri vilji hafa innheimtu sveitargjalda fyrir 4 af hundraði, þegar það fylgir, að hann á einn að hafa ábyrgð á fjenu (því sem fáanlegt er með lögtaki), ef hann tekur á móti þessari þóknun. Jeg skal hjer láta mjer nægja, að benda á þetta eitt. f>að er þýðingarlaust nú, að fara að sýna fram á gallana yfir höfuð og leiða rök að þeim. Verði lögin staðfest, sker reynslan úr; en verði þau það ekki, mætti athuga þau ræki- legar síðar. Jeg gæti trúað, að almennings- álitið skoðaði þessi lög sem einn af fleiri, sorglegum vottum um það, hvað þinginu misheppnast opt að smíða »praktisk« lög, rjett eins og það sje nauða-ókunnugt þörf- um og högum almennings«. í>ilskipaafli- í viðbót við aflaskýrslu þá, er ísaf. flutti 4. f. m., af útveg G. Zoéga & Co., skal hjer sett skýrsla um afla á öðr- um þilskipum hjer úr þessu plássi, Seltjarn-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.