Ísafold - 13.01.1892, Síða 1

Ísafold - 13.01.1892, Síða 1
ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin yið áramót, ógild nema kom- in sie til útgefanda fyrir 1. októberroán. Afgreiðslustofa í Austurstrœti 8. Roykjav ík, miðvikudaginn 13. janúar 1892. 4. blað. Kemur út á raiðvikudögum •og laugardögum. Verð árg (um 100 arka) 4 kr., eriend- >« 5 kr.; borgist fyrir miðjan júlimánuð. XIX. árg. |l M ö p p u r, til að líma ÍSAFOLD inn í, heilan árgang, jafn-óðum og blaðið kemur út, fást á af- greiðslustofu ísafoldar (Austurscræti 8) fyr- ir 1 kr. 20 a. jpær eru ómissandi til þess að halda blöðunum sauian eða vísum, og þarf ekki annað band á árganginn, enda er prentaður titillinn á kjölinn á hverri möppu. Við áramótin. Vort þjóðlíf er fálm í allar áttir, / A það eru víst flestir sáttir. f>að er að svo mörgu marki stefnt, Miklu er lofað, en færra er efnt. Vor stefnumið eru sum einkar-lág, Sem oss væri sæmra að hverfa frá; En sum eru aptur allt of há, |>ví að enn er þjóðin svo kraptasmá. Á flestu er hálfgerður bernskubragur —. En bráðum rennur upp fegri dagur. J>á vöknum vjer til að vita það, Hverju vert sje og rjett að stefna að. ( þ>á sameinast kraptar, á sundrungu nú, |>á sameinar kraptana örugg trú, Sem fálmið, sem rejnslan innrætir oss —; Opt er sú trú liin mesta hnoss. Og reynslan mun sanna, að ísland er þ>ó einfært um það, að bjarga sjer, Ef laglega væri með lífið farið Og landsins auði með skynsemd varið. Og reynslan mun sanna, að þessi þjóð, þótt þreksmá virðist, ber enn þá móð í hjarta sjer; þegar harðast lætur Hún hefir enn þrek til að rísa á fætur. Enn á hún í vændum auðnu og hrós. Að aldar kveldi mun verða ljós. Bjaeni Jónsson. Una saltfisksverkun og lánsverzlun. Um saltfisksverkun hefur mikið verið tal- að í haust og talsvert ritað, sem von er, þar sem sunnlenzkur saltfiskur er búinn að fá á sig það óorð á Spáni, að hann tæplega er lengur álitinn verzlunarvara, sem kem- ur af slæmu útliti á honum þegar þangað kemur, svo sem: að hann sje óhreinu, soð- inn, illa saltaður, blautur, illa afhöfðaður og illa flattur. Maður hefur sjálfsagt, þvj miður, engar ástæður til að álíta, að þessar aðfinningar sjeu ekki sannar, þegar maður skoðar meðferðina á fiskinum frá því hann er dreg- inn úr sjónum, þar til hann er kominn út í skipið sem á að flytja hann til útlanda. Hann er illa blóðgaður; opt sparkað ofan á hann í skipunum; honum er kastað á grjót þegar á land kem.ur; hann er afhöfðaður, flattur og saltaður af þeim, sem ekki kunna það, sjerstaklega þegar aflanum er skipt í fjöru; hann er opt saltaður óhreinn, og svo, þegar fara á að þurka hann, er hann illa jþveginn og vanalega úr óhreinum sjó; illa pressaður; ekkert utan um stakkana til að verja þá vatni eða sólbruna; hann er þurk- aður dag eptir dag í stryklotu, ef þerrir leyfir, án þess hann fái að standa og press- ast, og svo lagður inn án þess hann sje nærri nógu þurr, sjálfsagt til að fá sem mesta vigtúr honum; og ef nú fundið er að þessari slæmu meðferð á fiskinum, þá er vana-svarið, að hann muni verða þeginn upp í skuldina og það sje ekki verra en hjá hinum. þegar svo til kaupmanna kem- ur, þá þurka þeir hann reyndar talsvert áður en honum er skipað út, en sýna þó ekki þá varkárni, sem skyldi, í meðferðinni, svo sem: láta stóra bunka detta ofan af hárri vigt, kasta honum upp á og ofan af háum stöflum og vanda ekki stundum veð- ur til útskipunarinnar. þetta á þó auðvit- að allt stórkostlegar undantekningar. Um ragara (vörumatsmenn) er ekkert að tala; þeir eru því nær sama sem ekki neitt. þeir skrifa reyndar undir, að fiskurinn sje þurr og góður fiskur, en hafa opt ekki skoð- að uema lítinn bluta af skipsfarminum, svo sem þegar mörg hundruð skippundum er skipað út sama daginn. það sýnist því vera samtaka skeytingar- leysi, sem kaupmenn og bændur sýna í þessu efni, þótt hvorirtveggju viti, að hægt er að fá fallegan fisk, ef menn vilja; því aðalskilyrðið fyrir, að fiskurinn verði falleg- ur, er, að hann sje vel blóðgaður þegar hann er innbyrður, fallega afhöfðaður og flattur, fari hreinn 1 saltið og sje þveginn úr alveg hreinum sjó úr saltinu; að stakkarnir sjeu þaktir, svo sól og vatn ekki hafi áhrif á þá, og fiskurinn allur vel pressaður, og þurrk- aður þangað til ekkert vatn er eptir í hon- um; einnig má því nær allt af komast hjá að hann soðni í þurkinum, eptir okkar vana- lega íslenzka hifca, með því, að sól skíni aldrei á roðið á honum, þegar heitt er, og að hann sje ekki tekinn saman heitur, með- an hann er blautur, og að liann sje þveg- inn úr alveg hreinum sjó úr saltinu, og sjerstaklega roðið vel þvegið. J>að er helzt að heyra nú, þegar verið er að tala um fiskverkunina, að bændur og kaupmenn viti vel, hvernig á að meðhöndla fiskinn, svo hann verði falleg vara, og að nú ætli hvorirtveggja málsaðilar að taka sinnaskipti og bæta ráð sitt. En stærsta agnúann í þessu máli hefir minnst verið talað um, og það eru kaup- staðarskuldirnar, og sá gamli vani, að kaup- menn borga íslenzka vöru með útlendri vöru, en ekki með peningum. það er alkunuugt, að þegar kaupmenn hafa lánað útlenda vöru í óvissan skuldar- stað, þá verða þeir opt fegnir að ná inn meiri hluta skuldarinnar, þótt þeir verði að gefa nokkuð af henni upp. þannig er það, þegar skuldugur maður, sem lítið á til, kem- ur með fisk eða ull eða aðra vöru, sem ekki er full-þurr, til kaupmanns, þáhefur kaupmaður- inn opt ástæðu til að hugsa sem svo: ann- aðhvort er mjer að taka þessa vöru upp í skuldina og það með fullu verði, eða jeg fæ máske ekkert; og þegar árar eins og nú, að fjöldi sjávarbænda ekki getur borgað upp skuldir sínar, og lánveitandinu ef til vill líka getur búizt við hrekkjum, þá er nátt- úrlegt, að kaupmaðuriun taki vöruna þó hún ekki sje góð. þegar svo þeir, sem vilja vanda vöru sína, sjá, að þeir hafa ekkert annað en fyrirhöfn og skaða á því, þ. e. fá hana ekkert betur borgaða en þeir, sem ekki vanda hana, þá er varla von að þeir gjöri það til lengdar, heldur verða flest- ir eins með hirðuleysið í að vanda vöru sína, svo að loks lendir í því, sem nvi er fram komið, að varan nær ekki sínum vænt- anlegu gæðum á útlendum mörkuðum. Væri þar á móti verzlunin alveg óbundin og hin íslenzka vara borguð með peningum eins og erlendis, þá mundi vöruvöndunin vera allt öðru vísi en hvvn er nú. þá væru sem sje kaupmenn aldrei neyddir til að taka hina slæmu vöru og keyptu heldur ekki með fullu verði aðra vöru heldur en þá, sem þeir sjá að svaraði til hinna væntanlegu gæða á útlendum markaði; en erlendis er mikið meiri munur gerður á góðri og slæmri vöru heldur en hjer. Enda sýnir sig sú íslenzka vara, sem bændur hafa sent til útlanda gegnum pöntunarfjelögin fyrir eiginn reikning, að það hefir verið hrein- asta úrval úr íslenzku vörunni. Bændur hafa sjeð, að ekki var hagur að senda slæma vöru til útlanda upp á sinn eiginn reikning. Kaupmenn vorir eru svo mjög farnir að sjá, að ekkert hnekkir meira þeirra atvmnu- grein en útlánín og það sem af þeirn leiðir, og er það víst hreinasti sannleikur; því fyrir kaupmann hjer að verzla með íslenzka vöru er því nær ómögulegt nema hann sje stór- ríkur eptir vorum mælikvarða. En þó er þetta þeirra eigin sök, og er undariegt, að þeir skuli ekki vera hættir því fyrir löngu, þar sem það er skaðlegt fyrir sjálfa þá, skaði fyrir þá sem lánin taka, og til spillis fyrir vöruvöndunma. Lánsverzlunin er sannarlega engin hags- bót fyrir lántakendur; því um leið og kaup- menn lána út vöru sína, á móti íslenzkri vöru, þá setja þeir á hana upp að 30—40/. hærra verð en ef hún er borguð með pening- um, svo að lántakendur sökkvadýpra og dýpra í skuldirnar og verða svo margir hverjir ó- sjálfstæðir aumingjar, og síðan öreigar, hve- nær sem kaupmaðurinn gengur að þeim. En þetta háa verð á útlendu vörunni er kaup- maðurinn að nokkru leyti neyddur til að að hafa, þegar hann verður að lána hana, vegna þess, að hann verður opt að bíða árum saman eptir borguninni og fær hana stundum aldrei. þeir einu, semgeta lofað þannig lagaða lánsverzlun, eru þeir, sem geta sloppið við að borga; eu það vinna kaupmenn aptur upp á þeim, sem allt af standa í skilum. Annað mál er þó kaupmenn láni út vörur sínar með peningaverði um stuttan tíma á mót víxli eða vanalegum vöxtum; það er hin eðlilega lánsverzlun, setn viðgengst er- lendis, og þau lán muna lántakendur betur eptir að borga en hin vanalegu kaupstað- arlán. J>að eru víst tnargir mjer samdóma um, að lánsverzlunin, eins og hún er nú, hefir skaðleg áhrif á vöruvöndumna — auk þess sem hún hefi ekki betrandi áhrif á siðferð- islega framkomu manna —; en vöruvöndunin er harla mikilsvert atriði hjá oss í efnalegu tilliti, og það svo mikilsvert, að sú vara, sem flutt er frá Islandi til útlanda árlega, gæti verið mörgum tugum og jafnvel hundruðum

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.