Ísafold - 23.01.1892, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.01.1892, Blaðsíða 3
27 og Sigurbjörn í Jötu. Flaskan af meðalinu kostaði hjá Lárusi 5 kr. önnur tegundin og 5 kr. 50 aur. hin, er átti að duga handa 18 - 20 kindum. Hjá |>orsteini kostaði h\m 4 kr., en hjá Sigurbirni 5 kr. önnur, en hin 3 kr.; hún hefir að líkindum ekki verið eins »óyggjandi«(!) J>eir voru ekki svo fáir, er keyptu þessi meðul og reyndu þau; en eptir því sem bezt verður sjeð, hafa þau ekki komið að neinum notum. Meðal annara, er fengu þessi meðul í haust til reynslu, voru þeir Jón Oddsson í Háholti (hann missti 4 kind- ur af þeim, er hann gaf það inn); Guðmund- ur í Hróarsholti; Björn á f>úfu; Guðni á Kröggólfsstöðum, o. fl. Hafa þessir allir misst úr pestinni fleira og færra af þeim kindum, er þeir gáfu inn meðulin. Einnig hefir farizt úr pestinni í haust í Fjalli á Skeiðum, Vorsabæ í Elóa, Kiðjabergi og víðar; höfðu þó meðölin verið reynd á þess- um bæjum, og því fje gefin þau inn, er drapst. Meðölin hafa þannig reynzt hvarvetna á- rangurslaus; verður þvf naumast um þau sagt annað betra, en að þau hafi verið meinlans og gagnslaus gagnvart sjúkdómn- um. En að gefa út peninga fyrir slíkan hjegóma er allt annað en gaman, og er óskandi, að þeir gæti sín betur næst, ef slíkir og þvílíkir fara að bjóða meðul við pestinni, meðul, sem auðsjáanlega geta ekki gjört hið minnsta gagn. Jeg vil að endingu benda mönnum á rit- gjörð um bráðapestina í Bunaðarritinu, V. árgangi. Og þó ritgjörð þessi hafi fátt eða ekkert nýtt að bjóða, þá er þó ýmislegt í henni, er almenningur hefði gott af að kynna sjer, og er #góð vísa aldrei of opt kveðin«. SlGUEÐUE SlGUKÐSSON. / Næturróðrar. Á fundi, sem haldinn var í Njarðvíkum 3. jan. 1892 kl. 2 e. m. — er bjargráða- nefndin hafði gengizt fyrir — var meðal annars rætt um nceturróðra. Eptir alllangar umræður, er allar hnigu að því, að sýna hve næturróðrar eru skaðlegir og hættuleg- ir, var í einu hljóði samþykkt svohljóðandi tillaga: »Fundurinn felur bjargráðanefndinni að leita samkomulags við sjómenn og útvegs- bændur í öllum þeim veiðistöðum, er fiski- veiðar stunda í Garðsjó fyrri part vetrar, að bindast frjálsum samtökum um, að eug- inn leggi lóð í Garðsjó fyr en í dögun#. Flestir, senr árum saman hafa stundað fiskiveiðar á haustin hjer við flóann, og þó einkanlega í Garðsjónum, munu kannast við að næturróðrar eru mjög hættulegir fyrir líf og eignir sjómanna — að þeir eru árlega aðalorsökin til ómetanlegs tjóns á veiðarfær- um og afla —- (að vjer ekki nefnum hinn heiðinglega ræningjahátt, er á hverju hausti heyrist talað um, þótt ekkert verði uppvíst vegna myrkursins). |>ótt menn stöku sinnum kunni að fá góðan róður og enda mikinn afla um nætur- tíma, þegar bjart og gott veður er, þá telj- um vjer það hjegóma einn móti því tjóni, er þeir hins vegar valda, og sem áður er á minnzt. þetta vonum vjer að allir, sem skynsamlega athuga þetta mál, hljóti að viðurkenna. Vjer leyfum oss því að skora á alla sjó- menn og útvegsbændur, sem stunda og láta stunda fiskiveiðar í Garðsjónum á haustin, að taka þetta mál til nákvæmrar íhuguuar og bindast svo frjálsum samtökum um að aftaka næturróðra með öllu samkvæmt fram- anritaðri tillögu. Á. Pálsson. Ogm. Sigurðsson. Jóh. Kr. Jónsson. B. Jóhannsson. porst. porleifsson. Hitt og þetta. Notaleg dánargjöf. Kona ein gömul, er and- aðist í sumar í Lyon á Frakklatidi, ánafnaði í erfðaskrá sinni lækninum sínum fagurbúið skrín, góðan grip, „í þakklætisskyni fyrir nákvæma hjúkrun, er hann hefði veitt henni, og som það væri að þakka, að hún hefði komizt til hárrar elli“. Lækninum var heldur en eigi forvitni að sjá, hvað skrinið helði að geyma og var ekki seinn að ljúka þvi upp, er það var komið í hans hendur. það voru þá meðul þau, er hann hafði ráðlagt hinni dánu siðustutiu árin, alveg ósnert! Viðsjárverður gestur. í öndverðum maí síðastl. á sá atburður að halá gerzt, er hjer segir: Maður nokkur ókunnur kom inn á veiti- höll eina í Mier í Mexikó og fekk þar gisting. Hann nefndist Francisco Perez. J>4 er setzt var undir borð, tók frammistöðumaðurinn allar flösk- ur frá öðrum, er til borðs sátu, og setti þær fram fyrir Perez. Gestirnir báru sig upp und- an þessu við veitingamanninn. Frammistöðu- maður kvaðst hafa flutt til flöskurnar að boði Perezar, en Perez þrætti þess, og var svo frammi- stöðumaðurinn rekinn úr vistinni. Um kvöldið gaf einn gestanna Perez fallegt úr og annar gaf honum dýrindis skammbyssu. Daginn eptir fjekk hann fjölda af gjöfum f'rá ýmsum, körlum og konum. Menn tóku að grennslast eptir, hvað valda mundi þessari gjafmildi manna. G-ef- endurnir sögðu þá, aö Perez hefði krafið sig gjafa og þeir hefðu með engu móti getað varizt fyrir að gela þær. Mú áttu bæjarmenn fund með sjer til þess að ráðgast um, hvernig fara skyldi með þenna viðsjágrip, og varð það ofan á, að gera Perez tvo kosti, að hann skyldi þegar hafa sig á brott úr bænum, ella yrði hann skotinn. Perez kaus þann kostinn, sem líklegt var, að> verða á brott, en skýrði áður svo frá málavöxt- öm, að hann hefði orðið var við afarmikið og þó ósjálfrátt dáleiðingarmagn (hypnotisme) í sjer, og að sjer væri orðið svo tamt að láta vilja annara manna lúta sjer, að sjer væri það nú orðið alveg ósjálfrátt, enda tækist sjer það æ betur og betur. 28 og söm skylda hvíldi á erkibiskup hverjum, ef hann skipti um stól. Arnaldur erkibiskup í Trier komst í óþægilega klípu, þá er hann var kominn til stóls síns, því að þá voru uppi tveir Páfar í einu, er hvortveggja sendi honum pallíum og hvor- tveggja krafðist pallíumsgjaldsins. Mjer er eigi kunnugt um, hvað honum hefir orðið til úrræða í því efni, en vera má, að kyrtillinn helgi hafi þá orðið honum að liði. þ>að ekki líklegt, að Arnald biskup,j7eptirmann hans á stólnum, hefði munað stórutn um, þótt hann héfði þurft að snara út 60,000 gyllin- um, því að það var hann, sem árið 1844 hafði til sýnis hina fornu flík, sem átti að vera kyrtill Krists. Hafi hver og einn af fleiri þúsund þúsunda pílagríma, er þangað sótti, offrað fimm silberlingum, sem varja er of í lagt, hefir offrið numið 300,000 gyllinum. Með því að erkibiskuparnir voru svona stórkostlega rúnir og reittir af páfunum, þá var nd sjálfsagt, að þeir myndi aptur rýja og reita þegna sína og elskuleg umdæmisbörn. Alþýða manna er sauðskepnan með gullreifið, og hún er rúín og fláð, til þess að fylla fjárhít hinna háttsettu höfuðpaura, hvort sem þeir eru nefndir erkibiskupar eða þjóðhöfðingjar. það var í sannleika guUvœg hugmynd, er Bonifacius hinn VlII. fjekk, er hann fann upp fagnaðarárið. Kómverjar hjeldu hátíðlegt í fornöld upphafsár hverrar aldar, og var þá mikið um dýrðir, og í lögmáli Gyðinga var og boðið fagnað- arár eða friðpægingarár. þetta hefir að líkindum vakað fyrir Bonifacius, er honum hugkvæmdist að lögleiða fagnaðafár í kristninni. Sjerhver sá, er gengi til Kóms á fagnaðarárinu 25 laust hiu eina jartein, er nokkur helgur dómur hefir nokkurn tíma gjört í rauninni. Einhverjir hinir dýrustu dómar þeirrar tegundar eru geymdir í Aachen. Hið mesta þing, sem þar geymist, er kyrtill Maríu, ákaflega síður, reifar Jesú, af mógulum flðkadúk, og dúkur sá, er höfuð Jóhannesar skírara livíldi á, þá er búið var að höggva pað of bolnum. Árið 1496 streymdu 149,000 pílagrímar til Aachen, tii þess að fá að líta augum þessar helgu tuskur, og fje það var ákaflega mikið, er fjekkst í aðra hönd. Ár 1818 voru þessir helgu dómar aptur til sýnis í hálfan mánuð, eptir nokkurra ára hvíld, og þá sóttu þangað 40,000 pílagrímar. Siðabótiu, stjórnarbyltingin frakkneska og ekki hvað sízt bannsett — upplýsingin höfðu gjört fjarskamikla glufu á trú manna. |>að tókst nú raunar bæði fljótt og vel að gera við glufu þessa, svo að trúin varð aptur enda fullt eins sterk sem í hinu þykkvasta myrkri miðaldanna, og mátti þakka það ríkis- stjórnunum, er voru prestunum svo eptirlátar, að leggja skólana undir umsjón þeirra. það er ekki lengra síðan en árið 1844 að ein miljón pílagríma sótti til Trier til þess að kyssa forn- an slopp, sem sagt var, að væri kyrtill Jesú, er hermennirn- ir vörpuðu hlutkesti um undir krossinum. þessi kyrtilganga til Trier vakti þá hið mesta hneyksli hvervetna í hinum menntaða heimi. Nokkrir vitrir menn og vel lærðir gjörðu sjer þá allt far um að sanna það, er reynd- ar þurfti engrar sönnunar við, að kyrtillinn helgi í Trier hefði ekkert til síns ágætis fram yfir tuttugu kyrtla, er annarsstað-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.