Ísafold - 23.01.1892, Blaðsíða 4
28
Leiðarvísir Isafoldar.
937. Ber ekki tafarlaust að skrifa í amtið
þegar áríðandi málefnum er ekki sinnt af sýslu-
•manni ?
Sv.: Heimilt er slíkt; en eigi skylt, ef um
einkamál er að ræða.
938. Geta ekki þeir menn sem útskrifaðir eru
af stýrimannaskólanum meðan hann var ólögilt-
ur, fengið að ganga próflaust undir siðari hlut-
ann í stýrimannafræðinni, hjer á landi?
Sv.: Eigi getur verið heimting á því, enkynni
eptir atvikum að geta orðið veitt.
939. Hvar á maður að fá stað á skipi hjer á
landi til þess að sigla á milli landi, svo maður
geti fullnægt skilyrðum þeim, sem ákveðin eru
til þess að geta gengið undir próf i síðari hluta
Stýrimannafræðinnar ?
Sv.: Hvar sem því verðúr við komið, sem
líklega er eigi mjög miklum erviðleikum bundið
að jafnaði.
340. Skyldi maður ekki geta fengið styrk af
■opinberu fje til þess, aö fara til útlanda og út-
vega sjer far milli landa, þar sem það er þó til-
tekið i lögunum viðvikjandi inntöku á seinni
hlutanum; og þegar lika er engin millaferðaskip
islenzk sem lögskrá til sín íslenzka menn?
Sv.: Engin von er til þess.
941. Ætli það hafi verið gjört af fákænsku
fyrir þinginu, eða af því, að það hefir vil;a koma
sem flestum íslenzkum stýrimannaefnum út úr
landinu, að hafa lögin til iuntöku á síðari hluta
skólans svona úr garði gjörð ?
Sv.: finginu hefir gengið til umhyggja fyrir
því, að hlutaðeigendur gæti haft fullt gagn af
náminu.
942. Ber eigi heimilisráðanda að tefja fram
alla hunda sem hans fólk að meðtöldum hús-
mönnum hans á eða hefir á heimil eða bæ hans,
og af þeim að borga 2 kr. skatt, ef heimilisráð-
andi býr á minna en einu hndr. úr jörðu ?
Sv.: Já; en getur fengið skattinn endurgold-
inn af þeim hundum, sem menn í sjálstæðri
stöðu eiga á heimili hans.
943. Ber húsmanni hjá slíkum heimilisráðanda
að gjalda 10 kr. skatt af huudi sem hann hefir
með húsbóndans leyfi á heimilinu og heimilis-
ráðandi segir hreppstjóra til, en lætur skrifa
húsmanninn fyrir eða tiltekur ekkert um það ?
Sv.: Já. Húsmanninum ber að borga skatt-
inn, en heimilisráðandi hefir ábyrgð á gjaldinu
944. Ber eigi hreppstjóra að telja hjá heim-
ilisráðanda alla þá hunda sem hreppstjóri veit
um á heimilinu, hvort sem heimilisráðandi á þá
sjálfur, húsmenn hans éða hjú, og hvort sem
heimilisráðandi telur þá sjálfur fram eða eigi
eða húsmenn hans með haus vitund og vilja
telja þá fram.
Sv.: Heimilisráðanda má skrifa fyrir öllum
hundum, en ekkert getur verið á móti, að hrepp-
stjóri skrifi sanna eigendur fyrir þeim.
945. Hvernig á sá, að ná rjetti stnum, sem
of hár skattur er heimtur af ?
8v.: Kæra til æðra yfirvalds eða leita rjettar
síns með málsókn, ef það hrifur eigi.
94K. Jeg er búinn að búa í 8 ár á jörð, og
þegar jeg fór að henni (og að þessum tíma)
fjekk jeg ekkert byggingarbrjef. Getur umboðs-
maöur eða eigandi jarðarittner skapað mjer
bygg'ngarbrjef og fært skuldirnar á jörðinni upp
um 18 krónur ? eða get jeg ekki neitað að skrifa
undir það ?
Sv,- í lögum nr. 1, 12. jan. 1884, 2. gr., er svo
ákveðið, að nema það sje tekið skýrt fram í
byggittgarbrjefi, hve langur ábúðartimi sje, skuli
svo álíta, sem jörðin sje byggð æfitangt, og verð-
ur þá jafnframt að álíta svo, að hún sje byggð
með óbreyttum leigumála alla stund. Eands-
drottinn hefir því eigi rjett til þess að hækka
leigumálann, og er leiguliði eigi skyldur að skrifa
undir byggingarbrjef, sem er í ósamhljóðun við
það, er hann hefir í fyrstu undirgengizt,
Aðalfundur verður haldinu í KAUP-
FJKLAGI REYKJAVÍKUB mánudags-
kveldið 25. janúar kl. 8£ á hótel Reykjavík.
Lagður fram ársreikningur, kosin ný stjórn,
rætt um vörukaup o. fl. Fjelagsmenn beðn-
ir að mæta.
Kaupfjelagsstjórnin.
Bptirfylgjandi jarðarpartar ffist keyptir:
J Kvíarholt í Holtamannahreppi.
\ Hólshús í Gaulverjabæjarhreppi.
T5g- Súlholts í Villingaholtshreppi.
Og Langholtskot í Hrunamaunahreppi.
Lysthafendur snúi sjer til
Guðm. Thorgrimsen,
Reykjavík.
J>eir, sem heldur kjósa óblandað rúgmjöl,
ættu að láta kornið í vindmylnuna til þess
að fá það rualað; það kostar ekki nema 1 kr.
35 a. á tunnuna, ef borgað er í peningum.
þeir, sem ætla að láta mala fyrir vertíðina,
ættu að gefa sig fram það allra fyrsta við
eiganda mylnunnar,
Jón pórðarson, kaupm.
JÖRÐIN MINNA-MOSFELL í Kjósarsýslu
fæst til ábúðar Irá næstkomandi fardögum; þeir
sem vilja taka nefnda jörð til ábúðar geta snúið
sjor til Guðrúnar Gísladóttir i Norðurkoti í Vog-
um.
Hvergi er eins ódýrt vefjargarn eins og í
verzlun Jóns póröarsonar.
Exportkaffið Hekla er nú álitið bezt.
Exportkaffið Hekla er hreint og ósvikið.
Exportkaffið Hekla er hið ódýrasta export-
kaffi.
Exportkaffið Hekla er nú nálega selt í öll-
um stærri sölubúðum á íslandi.
D. E. G. Brasch, Hamburg
Forngripasafnið opið hvern rnvd og ld. kl. 1—8
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 12- 8
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12_8
útlán md„ mvd. og lii. kr. 2 -3
Málþriðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvcrn
rúmhelgan dag kl. 3 —9, 10—i og 3—5
Söfnun.arsjóourinn opinn i. mánud. 1
hverjnm mánuði kl. 5—8
v eðuratliuganir í R.vík, eptir Dr. J. Jónassen
Hiti (á Oeiaius) -Loptþ.mæl. 1 (millimet.) 1 Vedurátt.
ja.n. | á nótt. um hd. fm. em. | fm. [ em.
Mvd. 20. -r V) ó 74fi.ö 7lfi.3 ISvhvd Svhvd
Fd 21. _r_ 2 ~ 1 710.3 723.9 |Svhvd Svhvd
Fsd. 22. Ld. 23. -r- 3 -r- 3 0 728.4 734.1 734.1 S h d Ahd Sv hd
Hinn 20. útsynningur, hvass í jeljunum; um
kveldið gekk hann allt i einu til austurs með
slyddubyl og gjörði ákaflegt öskurok, sem stóð
fram undir morgun, er hann gekk í útsuður með
jeljum; 22. hægur á útsuunan með ofanhríð. í
dag (23.) hægur á austan með snjókomu. Lopt-
þyngdarmælir fjell óvanalega lágt síðari part næt-
ur (aöfaranótt h. 21.) allt niður i 705 millimetra.
Ritstjóri Björn Jónsson eand. phil.
I'rentsmið.ja tsafoldar.
2fi
að voru geymdir, og allir voru eignaðir Kristi, og að hann
væri í rauninni eigi annað en allsendis ómerk flík, og helgi
hans væri eigi annað en fótlaus og sviksarnleg lygi. Prófess-
orarnir Gildemeister og von Sybel sýndu í ritum sínurn einna
röksamlegast fram á, að svo væri, og mjer sýnist ekki ómaks-
ins vert að fara frekari orðum um það.
|>að er öllum kunnugt, að páfarnir hafa klippt og rúið
sína kristna sauði; en sumum kann að vera það miður kunn-
ugt, að hinn helgi faðir í Róm leggur hreint og beinc — án
þess að í orðskviðum sje talað — stund á sauðfjárrœkt, og
fyrir ullina af fjenu sínu fær páfinn drjúgum rneira verð en
fæst á heimsmarkaðinum, enda fyrir hinar ágætustu ullarteg-
undir. — Svo er mál með vexti, að páfinn hefir á fóðrum fá-
einar kindur, er hann hefir vígt yfir leiðum postulanna, og
úr ullinni af þeim er unnin flík six, er pallium heitir.
Pallium er latneskt orð, er merkir skikkju eða möttul.
Sá siður komst á snemma á öldum, að keisarinn í Róm gaf
patríörkunum eða öðrum höfuðbiskupum slíkt fat, venjulega
gullofna guðvefjarskikkju, til merkis um velþóknan sína og
einkanlega hylli, — á sama hátt og stjórnirnar nú á dögum
krossa klerkvígða menn, sem þeim eru geðþekkir.
Gregor páfi hinn I. gerði það að keisaranum fornspurð-
um, að hann tók að senda biskupunum pallium, er ýmist
skyldi vera vottur sjerstakrar hylli hans, eða merki þess, að
hann samþykkti biskupsdóm þeirra og staðfesti hann. Páf-
arnir hafa alla stund verið frakkir á að sölsa undir sig rjett-
indi, og allt veldi þeirra grundvallast að rjettu lagi á því.
Eigi leið á löngu, áður en páfarnir höfðu sölsað undir sig
27
einkarjett til þess að láta í tje pallíum, og þar við bættisí,
að þeir gerðu erkibiskupum og ýrasurn öðrum biskupum hinna
auðugri biskupsdæma að skyldu að sækja pallíum til Róma-
borgar. Skikkjan sem upphaflega hafði verið veitt að gjöf,
var nú seld fyrir gjald, og verðið á henni var eigi minna en
30,000 gyllini. fessi tekjugrein þótti páfunum ofur-notaleg,
og Jóhannes páfi hinn VIII. kunni sjer eigi hóf betur en svo,
að hann lýsti því yfir, að hver erkibiskup skyldi vera settur
frá embœtti, ef hann eigi færi til Róms að sækja sjer pallium
innan þriggja mánaða frá kosningu sinni.
það var hvorttveggja, að páfarnir voru ágjarnir og van-
astir því, að komast að peningum fyrir alls ekkert, enda þótti
helzt til mikið í lagt, að láta úti dýrindisskikkju, þó að vel
væri fyrir gefið. þeir komu því innan skamms þeirri breyt-
ingu á, að í stað skikkjunnar ljetu þeir af hendi rakna ullar-
band með rauðum krossi, er enn var nefnt pallium, — nokk-
urs konar axlaband, fjögra þumlunga á breidd, er lá yfir öxl-
ina og náði ofan á bak og brjóst.
Bönd þessi eru unnin úr hinni helgu ull af helgum nunn-
um, og lætur nærri, að þau sjeu sex lóð á þyngd. Með þessu
móti fengu páfarnir upp úr ullinni sinni 350,000 kr. fyrir
hvert pund (eða raunar helmingi meira, ef miðað er við pen-
ingaverð fyrrum).
Fje það var feiknamikið, er páfunum áskotuaðist fyrir
pallíum. það komust sjaldan aðrir til erkibiskupstignar en
aldraðir menn, og fyrir því voru erkibiskupaskipti harla tíð
en sjerhver nýr erkibisk var skyldur til að kaupa nýtt pallíum,