Ísafold - 06.02.1892, Side 2
42
afli f>ýzkalands kunni nú að vera minni en
sumra annara ríkja, t. d. Frakklands, en
hann og þeir standa fast á, að í hermennsku
og kunnáttu þurfi engir að reyna sig við
þjóðverja. Svo kann rjett að vera, en allt um
það skal nú enu drjúgum auka hennn, og stór-
mikilla framlaga á ný krafizt til kostnaðar
á sjó og landi. Hjer er gamalli venju haldið,
og engum varð bilt á þinginu, þegar Bebel
spurði, hvernig menn ætluðu sjer á eudan-
anum að ná í peningana, eða hann sagði
hverjum heilvita manni einsætt, að í stríð-
inu næsta hlyti flest ríki að reka í gjald-
þrot.
þó sumum þýzkum þjóðvinum líki miður,
þá hefir stjórnin nú brugðið á tilhliðrunar-
veg og vægðar gagnvart pólsku þjóðerni og
tungu í ’ninum hálfpólsku löndum. Einn
vottur þar um var það fyrir skömmu, er
Posen fjekk pólskan erkibiskup, Stablewski
að nafni.
Frakkland- Ekki er það ofsagt, að
frönsku stjórnina hafi rekið heldur í vanda
á einum stað, og það við smælingja eins og
Bolgarar eru. I Sofía hefir gist lengi fransk-
ur frjettaritari, Chadourne að nafni, en hann
bar Bolgörum og stjórn þeirra allar sögur
illa, og var honum seinast vísað úr landi.
Frakkar urðu reiðir og Ribot utanríkisráð-
herrakveður sendiboðann burt frá Sofíu. Svo
snýr hann sjer til soldáns, lánardrottins
Bolgara, en stjórn hans er sein til svara, en
á öllu skilst, að henni þykir sem Stambuloff,
ráðherra Bolgarajarls, hafi ekkert óheimilt
gjört. Sumum þykir, að Frökkum hafi held-
ur orðið á, er þeir sneru sjer ekki þegar í
upphafi til Miklagarðs. Hjer verður eitthvað
fundið til málamiðlunar, án þess að komi
til kasta stórveldanna, en Frakkar eiga þar
meiri vanda að gegna, ef þeir við jarlaskipt-
in á Egiptalandi vilja sæta færi til að rjetta
þar hlut sinn gagnvart Englendingum, og
þarverða þeir að hafa fylgí af soldáns hálfu.
Ef það er sönn saga, að þeir búist til að
ná drjúgu petti undir sig af því landasvæði,
sem til þessa hefir lotið undir MarokkókeÍ3-
ara, þá má segja, að utanríkisstjórnin eigi
nú í mörg horn að líta.
Rjett í þessum svip er sú hraðfregn borin
frá Bölgaralandi, að Bolgarar hafi látið sol-
dán vita, að þeir muní lýsa sig honum óháða,
ef hann tekur málstað Frakka.
Sumir biskuparnir frönsku óþjálgast við
stjórnina, gjöra sjer erindi til Róms að henni
fornspurðri, vekja svo þref á þingi, en svo
lýkur, að þeir verða bótum að sæta.
Margt er rætt og ritað um endurnýjun
verzlunarsamninga, en á þinginu hafa þær
ályktanir orðið ofan á, sem banda móti
lækkun tolla og tollfrelsi, að minnsta kosti
fyrst um sinn. En stjórnin hefir lofað að
fara varlega í sakirnar, og má vera þeir
gjörist vel svæsnir, sem segja, eins og höf-
uudur í Revue des deux Mondes, að tollavin-
ir reki Frakkland í fullan einangur, já, búi
því ný »Sedansafdrif« í Evrópu eptir tíðindin
i J>ýzkalandi.
Hinn 6. des. varð sprengigos í kolanámu
74 mönnum að bana.
Meðal dáinna manna er Quatrefages de
Bréan, hinn stórfrægi náttúrufræðingur
Frakka; dó 13. þ. m., er fæddur 1810.
Belgía- í>aðan er að segja látinn Emile
de Laveleye, frægan vísindamann og pró-
fessor í landshagsfræði við háskólann í Liége.
Eptir hann eru mörg rit í velmegunarfræð-
um og mikils metin, en sum í sagnfræðum.
Hann hefir útlagt á frönsku Niflungaljóð og
Sæmundareddu.
Italía Snemmaí desember gáfu umræð-
ur á þinginu stjórninni tilefni til að lýsa yfir
því einarðlega, að um páfann og stöðu hans
gagnvart ríkinu hlyti allt við svo búið að
standa, en Italía stæði við öll sín heit (um
hirðgjald til páfans og fl.). þetta kallaði
páfirm nokkru síðar eitt af hinum mörgu
fjandskapar- og hatursmerkjum gegn páfa-
valdinu, sagðist enn halda uppi rjettarkvöð-
um Píusar IX., og væri ríkjunum það al-
vara, að svipta páfann veraldarvaldinu, þá
mundi þeim sjálfum í koll koma, því óskert
vald kirkjunnar gætu öllu öðru fremur styrkt
góða siði og allan góðan þrifnað.
Austurríki. Ung-Tjekar eru nú þeir,
sem harðast af öllu ganga í berhögg við
stjórnina, og fyrir nokkru líkti forvígismað-
ur þeirra á Vínarþinginu kostum Tjeka við
Babílonarfangelsi Gyðinga. Honum var
harðlega mótmælt af hálfu stjórnarinnar og
hinna flokkanna flestra.
Rússland- í>aðan eru daglega svo sög-
ur bornar, að bágt er á mörgu reiður að
henda. Sagt af hungurfelli fólksins í harð-
ærisfylkjunum, bjargabaráttu stjórnarinnar
og þar með óþreytandi elju og kappi ein-
stakra manna að líkna nauðstöddum, t. d.
Leós Tolstoys greifa, skáldsins fræga, og konu
hans og barna. En svo fylgja sögur af fjár-
drætti og svikum embættismanna og korn-
salanna, sem eiga á mörgum stöðum að hafa
blandað kornvörurnar sandi allt að sjöunda
parti. í annan stað eru svo dylgjusögurn-
ar gömlu um nýuppgötvuð morðræði við
keisarann, og nú tala blöðin um tvo níhí-
lista í höpt komna, sem höfðu búið undír til
vagnasprengingar í einum stað, þar sem um
skyldi ekið á heimleiðinni frá Krímey. Nú
er og upp komið kallað, að brautarslysið
við Borki fyrir þremur árum hafi komið af
sprengivjel inni í einum vagnanna, þó leynt
hafi verið.
Serbía- Mílan konungur hefir nú afsal-
að sjer öllum rjetti til afskipta af landsmál-
um, gegn þokkabót, er nemur 1,400 þús.
króna, og munu flestir þar því fullfegnir,
en tígulkóngur hefir þessi tignarlýja aldrei
verið, alræmdur fyrir spil og kvennafar.
Sem hraklegast er honum lýst í háðsögu
eptir konu hans, Natalíu drottningu, sem
heitir »Sagan af Stankó konungi«.
Tyrkjaveldi Helztu tíðindin hjeðan
eru lát Mehemeds Tewfiks, Egiptajarls, sem
inflúenzan varð að bana 7. þ. m. Abdul
Hamid Tyrkjasoldán hefir látið Abbas prinz
son hans (f. 1879) erfa jarlstignina. Tewfik
var góðlyndur, en lítill kjarkmaður. En
Englendingar vöktu vel yfir túni hans og
stýrðu öllu. f>að mun eins dæmi um M'ú-
hameðstniarhöfðingja, að hann átti að eins
eina konu og unni henni hugástum.
það er almælt um Abdul Hamid soldán,
að hann sje mikill ráðdeildarhöfðingi og
stýri þar öllu, er til utanríkismála kemur.
f>ví þykir nú mikið undir, hvað hann tek-
ur til ráða um Egiptaland, eða hvort hann
ítrekar það við Englendinga, að þeir kveðjí;
þaðan her sinn á burt. Menn vita, að Rúss-
ar og Frakkar ýta undir það, en hin stór-
veldin letja, og vilja tryggja sjer fylgi Eng-
lendinga, ef til stórtíðinda vill draga.
Frá Súdan- Við upphlaup í Khartum,
eða þar nærri komst munkur nokkur frá
Austurríki og með honum 2 nunnur á flótta
til Kairó, og segja, að ríki falsspámannsins
Abdullah fari heldur hnignandi; hann eigi
jafnan við uppreisnarhöfðingja að etja, og
beiti hvervetna mestu grimmd og harðræði.
I einni uppreisninni tóku þátt ekkjur fals-
spámannsins látna — 600 að tölu(!) —; því
þær þóttust eiga við óvilda kosti að búa.
Frá Kína Nú er uppreisninni lokið,
fyrir harða atgöngu keisaraliðsins, og með-
henni ofsókninni gegn kristnum mönnum.
I bætur til kristniboða, skóla og stofnana
þeirra, auk fl., hefir stjórnin goldið 1,800,000
króna.
Nýlega er sú frjett komin frá Honkong,.
að enskt strandferðaskip hafi farizt með allri
skipshöfninni, 414 manna.
Frá Bandaríkjunum í Norður-
Ameríku- Á þing er gengið og þegar til
nýmæla tekið á móti hinum stríðu tollvernd-
arlögum. Margt bendir til, að Cleveland
sigri við í hönd farandi forsetakosning.
Háskólinn í Columbia í Missouri brann
til kaldra kola fyrir skömmu, og með hon-
um bókasafnið (90,000 binda).
Frá Chili- Monnt heitir nú forseti
þessa þjóðveldis, sjóliðsforingi, og einn þeirra,
sem með snarræði sínu og hugrekki vann
mest á móti her ólagastjórnarinnar.
Frá Brasilíu- l>ar hafa og orðið for-
setaskipti og með ófriðlegu móti. Fonseca
forseti hleypti upp þinginu af ástæðum,sem
ólögmætar voru kallaðar. Órói reis þá í
borginni, en sum bandafylkin, þar á meðal
eitt hið fjölbyggðasta, Rio grande de Sul,
sögðu sig úr bandalögum. Atfaralið forset-
ans gafst illa, og allt fór í handaskolum,
einnig seinast í höfuðborginni. Við þetta
sagði Fonseca af sjer. Floriano Peixoto
heitir forsetinn nýi.
J>ess má hjer geta, að Dom Pedro, fyrr-
um Brasilíukeisari, dó 5. des. í París. Val-
menni var hann af öllum talinn, og hann,
bar forlög sín sem vitrum manni sæmdi.
Hann er nú kominn í legstað konu sinnar
og feðra í Lissabon.
Ölfusárbrúarkostnaðurinn.
í »Norðurlj.« 20. tbl. stendur, eptir brjefi?
úr Árnessýslu: »Menn eru glaðir yfir því,.
að hafa fengið brú á Ölvesá. En sorglegt
er, að víst er talið, að Tryggvi^hafi skaðazt
á henni, og það ekki lítið. En ef hann
tæki að sjer þjórsárbrúna á sínum tíma,
er vonandi, að þingið veitti honum þá kosti,
að hann gæti fengið sitt vel upp borið*.
Ýmsir vinir mínir og góðkunningjar^hafa
skrifað mjer líkt þessu, og vil jeg^því, jtil
þess að spara mjer ómak, svara þeim öllum
með eptirfylgjandi línum.
Fyrst þakka jeg þeim fyrir velvildarhug
til mín, og þar næst vil jeg segja^þeim, að
jeg ætlazt ekki til skaðabóta, hvorki beinlínia