Ísafold


Ísafold - 06.02.1892, Qupperneq 3

Ísafold - 06.02.1892, Qupperneq 3
48 eður óbeinlínis, og tek ekki við þeim, þótt i boði væri. Ef Jeg hefði gert brúna beint eptir uppdrættinurn og samningi mínum við 8tjórnarráðið, mundi skaðinn eigi hafa orðið tilfinnanlega stór. Jeg ætlaði mjer heldur aldrei að græða á brú þessari. En það sem a&uðsynlegt var að gjöra fram yfir samn- ÍDginn, til þess að brúin yrði lagleg og var- anleg, álít jeg ekki skaða, heldur fjárfram- iag til bráðabirgða, sem fjárveitingarvaldið getur endurgoldið síðar, ef því svo sýnist. Jeg sagði upphaflega, áður en lögin voru Staðfest eða mjer kom til hugar að taka að mjer brúna, að eigi mundi hægt að gjöra trú þessa fyrir minna en 66,000 krónur. Sjetu þá sýslubúar í nokkrum sýslum sunn- anlands, að leggja til frá sýslunum 6000 kr., heldur en svo færi, að ekkert yrði ur að bruin kæmÍ8t upp og staðfesting brúarlaganna. Jeg veit eigi annað en jeg gæti gengið eptir loforði þessu, ef jeg vildi; en í bráð þurfa sýslubúar ekki að óttast það. Jeg vona, að jeg hjer með hafi hughreyst vini mína, þó það ef til vill hryggi þá óvinina, sem jeg hefi frjett að sjeu að hælast um, að jeg hafi tapað stórfje á brúnni. Að jeg fái skaða mmn bættan með því, að taka að mjer að gjöra brú yfir þ>jórsá eða Blöndu, nær engri átt. f>ví rjettast er, að bjóða það verk erlendis, eins og Ölfusárbrúna, til þess að landið fái trygging fyrir því, að brýrnar sjeu svo ódýrar, og þó um leið svo traustar, sem kostur er á. Khöfn, í jan. 1892. Tr. G unnar $ son. •Sæbjörg" heitir nýbyrjað blað í Beykja- vík, mánaðarblað, er hinn nafnkunni bjarg- ráðafrömuður, sira Oddur V. Gíslason, gefur út á sinn kostnað. Mynd er í hverju blaði fremst, — í janúarblaðinu menn í skipreika á hafi iiti, í febrúarblaðinu maður í lífsháska framan í sjávarhömrum. Kvæði fylgir hverri mynd og ritningargreinir. Að öðru leyti er innihaldið um ýmis konar bjargráð, andleg og líkamleg: um lýsi og olíu, og kjalfestu- poka; formannareglur; um fisk.verkun; um ■veiðarfæri; skýrslur frá bjargráðanefndum o. fl- Hvert númer 16 dálkar, í allstóru 4 blaða broti, og kostar li kr. árgangurinn. Islenzkt skaðabótamál fyrir norsk- nm dómstólum. Eins og drepið hefir verið á áður í ísafold, hefir kaupm. Jón Jónsson fráBorgarnesi lögsóttfyrv.aðalskipta- sinn í Noregi, stórkaupmann Johan Eange f Bergen, út af einhverjum vanskil- um af hans hendi og í öðru lagi út af niðraudi brjefum til manna í Khöfn og Neweastle. Snemma í nóvbr. f. á. (10.) var dómur upp kveðinn í máli þ688U fyrir undirrjetti í Berg- en, svo látandi: •Stefnda Johan Lange ber að greiða stefn- andanum, Jóni Jónssyni 1649—-sextán hundr- uð fjörutíu og níu—krónur, og 57—fimmtíu og sjö—aura, og enn fremur skaðabætur ept- ir óvilhallra manna mati, er framfari á kostn- að stefnda, fyrir það atvinnutjón, er stefn- anda hefir verið bakað með brjefum þeim til Kaupmannahafnar og Newcastle, er sann- azt hefir um í málinu, — með 4 (fjórum) af hundraði í vexti frá 11. marz þ. á. þar til borgun er greidd, 0g málskostnað 60—sex- tíú—krónum*. Mákfærslumaður Jóns kaupmanns stefndi uiálinn fyrir yfirrjett til staðfestingar, til Þess, g.5 afstýra ónauðsynlegum drætti á íullnaðarúrslitum þess. Ný lög- Tólf lög frá síðasta alþingi hefur konungur staðfest frá því síðast, eða alls 26 (áður 14) af 31. jpessi tólf lög eru: 15. Um stækkun verzlunarlóðarinnar í Keflavík. 16. II m þóknun handa hreppsnefndar- mönnum. 17. Um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar þjóðjarðir. 18. Um breyt. á kgsúrsk. 25. ágúst 1853 viðvíkjandi Asmundarstaðakirkju. 19. Um brýrnar á Skjálfandafljóti. 20. Um samþykktir um kynbætur hesta. 21. Um aðfluttar ósútaðar húðir. 22. Um lán úr viðlagasjóði til handa amtsráðinu í Vesturamtinu til æðar- varpsræktar. 23. Um breyting á lögum 19. febr. 1886 um friðun hvala. 24. Um stækkun verzlunarlóðarinnar í Beykjavík. 25. Um löggilding verzlunarstaðar (við Ing- ólfshöfða). 26. Um löggilding verzlunarstaðar að Hauka- dal í Dýrafirði. Nr. 15.—21. hafa verið staðfest 11. desbr. f. á., en hin 15. jan. þ. á. Hin óstaðfestu 5 eru: breyting á alþing- iskosningarlögunum, um friðun á laxi, um jarðamat í V.-Skaptafellssýslu, um eyðing svartbakseggja og um breyting á 35. gr. aukatekjureglugj. , Frá Vestur-Islendingum (í Ameríku) stórtíðindalaust. Einum þeirra, Arna kaup- manni Friðrikssyni í Winnipeg, hefir hlotn- azt sá frami, að komast þar í bæjarstjórn. Hans G. Thorgrimsen, frá Eyrarbakka, er verið hefir mörg ár prestur norks safnaðar, (í Minnesota ?), hefir sagt af sjer prest- skap. Engir nafnkenndir dánir, nema Níels Lambertsen læknir. Dánargjöf handa Islandi- í »Dimma- læting« stendur, í brjefi frá nafngreindum, merkum manni í Khöfn, að ungur auðmaður í Khöfn, Lotz að nafni, er dó í vetur, hafi á- nafnað munaðarleysingjafjelagi á Færeyjum 20,000 kr. eptir sinn dag, og íslandi sömu- leiðis taLverða dánargjöf, en eigi nefnt, hvað mikla eða í hverju skyni sjerstaklega. Sunnanfari flytur nú (í febrúarnúmerinu) ágæta mynd af Tryggva kaupstjóra Gunnars- syni, ásamt mikið góðri æfisögu hans. Enn fremur eru í blöðum þeim, er komu með þess- ari ferð, myndir af yfirkennara H. Kr. Frið- rikssyni og fyrrumháyfirdómara Jóni Pjeturs- syni. Aður voru komnar myndir af þessum íslendingum: biskupunum P. Pjeturssyni og liallgr. Sveinssyni, Vilh. Finsen hæsoarjett- ardómara, og Gesti heitn. Pálssyni. Enn fremur af Islandsvinunum prófessor Konr. Maurer og próf. W. Fiske. Sunnanfari er mikið eigulegt blað. Sparisjóður á Rosmhvalanesi hefir með landshöfðingjabrjefi 22. f. mán. öðlazt venjuleg sparisjóðshlunnindi, til ársloka 1896. Heiðursmerki- Tryggvi kaupstjóri Gunnarssön, r. af dbr., var 11. des. f. á. sæmd- ur af konungiheiðurskro8SÍ dannebrogsmanna. Embættispróf í lögfræði við há- skólann tók 12. f. mán. Axel Tutinius, frá Eskifirði, með 2. eink. Mannalát- þessir íslendingar hafa lát- izt erlendis í vetur. í Winnipeg 30. okt. Níels M. Lambertsen, læknisfræðingur, sonur Guðra. heit. Lambertsens kaupm. í Eeykjavík, f. 1859, stúdent 1879. Andrjes Árnason, verzl- unarstjóri á Skagaströnd, ljetzt í Khöfn 22. desbr., úr brjóstveiki. Valdemar Arnold Jakob- sen, stúdent frá f. á., ættaður úr þingeyjar- sýslu (danskur í föðurætt), andaðist í K.höfn 23. des.; var brjóstveikur. Enn fremur 25. des. í K.höfn Jónína Ingibjörg Sezelja Gríms- dóttir amtmanns Jónssonar, og 5. janúar Villiam E. Velschou, fyrrum verzlunarsbjóri á Skagaströnd. Isafjarðarsýslu 3. janúar: oTíðiv hef- ur verið rosasöm einkum til sjávarins; nú ekki lengi komið hjer á sjó, og ekkert feng- izt þó róið hafi verið. Milli hátíðanna var stórkostlegasti hafnorðan-hríðarbylur, birti upp á gamlaársdag, 9 st. frost á C. hjer á sjávarbakka. Beitings-aýii var í ytri veiði- stöðunum fyrir hátíðirnar, og eins innan til í Mið-Djúpinu á kúfisk. Afli er hjer við Djúp mjög misjafn á þessari haustvertíð; sumir hafa náð talsverðum afla, sumir ná- lega engum, og hjá sumum er það lítið, sem þeir hafa aflað, horfið í fiskiglötunar- krána (búðina). Skepnuhöld eru það vjer vitum allgóð víðast hvar. Margir kvarta um ljett hey, og lítið gagn af kúm. Heilsu- far fólks mun með bezta móti hjer um pláss. Engir nafnkenndir dáið. Slys engin, sem betur fer. Mjög harðindalegt útlits er með bjargrœði hjá þurrabúðarfólki og fleirum, komi ekki því betri afli. Mjög margir alveg kornvörulausir, og hvað er þá, ef ekki aflast? Elestum rís hugnr við að kaupa kornvöru með þessu afarháa verði, já, og svo eru þeir skuldugir, og hvað er þá að kaupa fyrir þegar lítið er lánstraustið og ^lítill aflinn? Yitanlega kemst verzlun hjer á íslandi aldrei í rjett borf, fyr en þessar ófarsælu skuldir eru af numdar. A síðasta Kaupfjelagsfundi var ákveðið, að panta salt og matvöru, og reyna að fá það upp um vorvertíðarbyrjun. Enda mun þá margur verða orðinn þurfandi. En allt of lítill áhugi er fjelaginu sýndur. Enda lítur út fyrir, að það sje viðloðandi þjóðar mein hjer, að allur fjelagsskapur hrynji um koll. þ>ví eins í því sem öðru er reynslan ólygnust. Hjer hafa mörg fje- lög verið sett á laggirnar, en flest hrunið aptur, þegar átti að fara að girða. Hvað slíku veldur, er vandi að segja. þ>ó mun aðalrótin liggja í vorum gamla þjóðlesti, tortryggni og þar af sprottnum hleypidóm- um, sem má ske stundum hafi átt við rök að styðjast. En hvað þessa fjelagsstjóra snertir, sem þessu fjelagi stjórna, er alls óþarft að tortryggja þá. Mörgum sýnist nú allt miða til þess, að bátaveiðinni fari hnignandi, og erum vjer ekki neitt óánægðir yfir því. Ef þá þilskipum fjölgaði því að skapi. |>ví eðlilegast sýnist, að stunda sjóinn að sumrinu, en minna að minnsta kosti skamm- degistíma vetrarins, ef bátaveiðin hverfur algjörlega; því þó vetrarvertíðin allajafna sje tap, en ekki gróði, þá eru þó vinnumenn og lausamenn við róðrana bundnir. Menn eru líka almennt, einkum í sjóplássum, allt of hirðulitlir um að læra nokkra vinnu aðra en að róa út á sjóinn, svo þeir geta gripið til þess þegar ekkert er á sjóinn að gjöra. Eyjafirði 7. jan. Haustið í haust var eitthvert hið bezta, sem menn muna. Jörð var auð og þíð fram yfir veturnætur, svo talsvert varð unnið að jarðabótum. Lömb voru viða ekki tekin í hús fyr en um Allra- heilagramessu. I októbermánuði var áttin lengst við suðurátt og meðalhitinn um mán- uðinn var + 2,94 Célsius. Eyrstu viku nóvembermánaðar hjelzt sama góðviðrið og blíðan; þá fór að frysta og snjóa nokkuð og veður að gjörast óstöðugra. Síðari hluta mánaðarins voru frost nokkur, sem hjeldust út mánuðinn. Hagar voru allt af nógir. Meðalhiti mánaðarins var 2,29 C. Tvo þriðjunga mánaðarins átt við suðurs og nokkuð vindasamt. Frostin hjeldust fram yfir miðjan desembermánuð, og varð það mest A- 21,00 C.; snjókoma var og nokkur við og við. Hinn 17. gjörði hláku, sem hjelzt í viku og tók upp allan snjó. En þá fór að snjóa aptur og hjelzt það öðrú hvoru

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.