Ísafold - 24.02.1892, Page 3
63
Isaíljarðarsýslu (Jökulfjörðum) 30.jan.:
»Tíðin fremur óatöðug frá nýjári. Hafís-
hrakningur sást nýlega fyrir Yestur-Strönd-
unutn, en þó hvergi neinn verulegur ís hjer
nálægt norð-vestur-kjálkanum eun sjáanleg-
ur. Afla má kalla í Aðalvík fremur góðan,
ef gæftir væri, en sjaldan verður á sjó farið
sökum umhleypinga.
Nýja sveitaverzlun er verið að undirbúa
i Vetur á Látrum í Aðalvík, líklega til hagn-
aðar fyrir hreppstjóra Sljettuhrepps, sem
býr á Látrum og hefir keypt borgarabrjef
í því augnamiði. Svo er og von á nýjum
gufubát á skrið hjer um sýsluna á næsta
vori, og hækkar þá líklega heldur brún á
okkur Strandamönnumn.
Húnavatnssýslu vestanv. 9. febr.:
•Tíðarfar hefir síðan á jólaföstu verið mjög
óstöðugt; sumstaðar hjer í sveit því nær
jarðlaust fyrir fannfergi og áfreða, og rosa-
bloti, sem kom í gær, hefir að líkindum
alstaðar farið með síðustu snöpin; en
vonandi er, að það gjöri mönnum nú
ekkert til, þótt jarðbannaskorpa haldist
fram yfir sumarmál. Hey voru bæði
mikil og góð undan blessuðu sumrinu, er
leið, beztu snmri, er nokkur man, og auk
þess hins lengsta, því sumarblíðan mátti
heita fram yfir miðjan nóvember; hálfan
mánuð af vetri fann jeg nýorðna biðukollu
í brekkunni fyrir austan bæinn, en þá var
um allt túnið mikill fjöldi af nýútsprungn-
um sóleyjum, og ekki var annað að sjá og
heyra á rjúpunum en að kominn væri reglu-
legur vorhugur í þær; á hverjum morgni
var krökt á hverjum húsmæni og garðspotta
af rjúpu og rjúpnakarrarnir ropandi að
státa sig engu miður en þegar þeir hafa
mest við á vorin«.
Skagafirði 3. febr.: »Síðan fyrir jól
hefir veðráttan verið óstillt mjög, opt snarp-
ar hríðir og byljir, og opt komið mikill snjór
sem við og við hefir lítið eitt minnkað. Nú
er mikill snjór og víða hagskarpt«.
Beitugjörð- 4/6. ílaley frá Bay City í
Massachusetts. skipstjóri á fiskiskonnortunni
»The Devils Wing«, hefir, að því er segir í
»Fiskeritidende« (og þau hafa tekið eptir
tímaritinu «Scientijic Neivs«) lengi fengizt
við það að finna upp beitu, er gerði sama
gagn og síld, skelfiskur, fjörumaðkur o. fl.,
sem fiskur hænist að, með því að þess kon-
ar beita er bæði afar-dýr og einatt torfeng-
in, svo að opt hafa menn orðið að hætta
veiðinni, þó að nógur fiskur væri fyrir, af
því að beitu hefir brostið. Hann hefir gert
margar tilraunir til þess og haft við ráð
efnafræðinga og verkfræðinga, og er svo að
sjá, sem honum hafi tekizt að finna upp
einhlítaj aðferð til þess, og er hann nú í
þann veginn að fá sjer einkaleyfi, til þess
að tryggja sjer arðinn af uppfundning þess-
arar allsherjar-beitu (mniversal baiU), og
gerir hann sjer góðar vonir um, að eigi
þurfi hann fratnar að sveitast við fiskiveið-
ar, en geti lifað sem auðmaður og verði
talinn með velgjörðamönnum maunkyusins.
Fyrst og frernst ljet Haley sjer annt um
að finna efnasamsetning, er væri sem mest
í líking við þá beitu, er hver fiskur helzt
tekur. jpví næst var að finna upp, hvernig
þeim lit og þeirri lögun yrði komið á beitu-
efnið, er væri sem mest tælandi fyrir hverja
fisktegund. Aðalefnin í þessari alheims-
beitu á að vera «kautschuk« og síldarlýsi,
og á hún að hafa reynzt vel, jafnt fyrir
þarsk, ýsu, heilagfiski, makríli, lax, ál o. s.
frv. |>á er efnasamsetningin var fundin,
varð það eigi miklum erviðleikum bundið
að lita og laga beituna, svo sem hagan-
legast þótti. það er gert á skipinu, jafn-
óðum og veitt er, og höfð til þess lítil vjel
s,em eigi er öllu stærri en vanaleg bjugna-
vjel. Fyrst er settur hinn rjetti litur á
beituefnið og síðan er það hnoðað, og er
þá auðgert að gefa því þá lögun, er haga
þykir, svo að það líti út sem smáfiskur eða
sem fiskbiti eða sem skelfiskur eða sem
ormur o. s. frv., eptir því hver fæða það
er, sem hver fiskitegund sækist mest eptir.
Nauðsynlegt er að lita og laga beituna á
skipinu, jafnóðum og hi'm er hagnýtt, því
að hún verður eigi eins góð og ginnandi
fyrir fiskinn og heldur eigi hæfilegri seigju
og mýkindum, ef hún geymist lengi. Meira
hluta beitunnar má nota aptur, með því
að lita hana og laga á nýjan leik.—það
hefir verið tekið fram, sem og satt er, að
skyldi þetta reynast áreiðanlegt, mundi að
því verða stórmikil framför í fiskiveiðum.
Uppboðsauglýsing
Samkvcernt tilmcelum sýslumannsins í Skaga-
fjarðarsýslu sem skiptaráðanda í dánarbúi
Guðmundar sál. Sigfússonar frá Beynistað,
auglýsist hjer með, að hálf jörðin Skottastað-
ir í Bólstaðarhlíðarhreppi hjer í sýslu, sem
er eign nefnds dánarbús, verður seld við 3
opinber uppboð, sem haldin verða um hádeg-
isbil, tvö hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar
að Kornsá í Vatnsdal, laugardagana 27. apríl
og 7. maí nœstkomandi, en hið þriðja á jörð-
inni sjálfri laugardaginn hinn 21. maí næst
eptir.
Kaupanda veitist 6 mánaða gjaldfrestur.
Söluskilmálar verða birtir á uppboðsþingunum.
Skritstolu Húnavatnssýslu 6. febr. 1892.
Lárus Blöndal.
SJÓNLEIKIR.
Föstudaginn þann 26. þessa mán. verða
að forfallalausu leiknir í fyrsta sinni
Víkingarnir á Hálogalandi,
eptir Benrik Ibsen.
Reykjavík 93. febrúar 1892.
Forstöðunefndin.
S K O !
Bækur, bókband, smíðar, viðgerðir o. fl.,
lána jeg hjer eptir ekki öðrum en þeim,
sem hafa fastan viðskiptreikning við mig, og
borga mjer skilvíslega, að minnsta kosti
einu 8Ínui á ári.
Sóleyjarbakka í febr. 1892.
Einar Brynjólfsson.
Verzlun Eyþórs Felixsonar selur:
saltfisk nr. 2 ágætlega góðan fyrir 10 kr. vætt-
ina — minna sje mikið keypt í einu gegn
peningum.
£W HÚS TIL SÖLU,
ágætt, með góðum og stóruin kálgarði og mikilli
lóð, á góðum stað í bænum. Sömuleiðis gott
túnstæði á 3. dagsláttu að stærð. Borgunarskil-
málar góðir. Runól/ur Runól/sson (bókbindari)
60
þangað, er hann hafði eytt æskudögum sínum, tóku að vakna
hjá honum endurminningar um hið fyrra líf hans. Opt var
hann stundum saman á gangi á þilfarinu, og fór þá svo sem
í draumleiðslu um æskustöðvar sínar. þær hafði hann orðið að
flýja fyrir víg hins sænska varðsveitarforiugja. f>að víg hafði
hatin vegið fyrir sakir unnustu sinnar, Grjetu vesalingsins, er
hann hafði untiað svo heitt og heitbundizt svo fast, en síðan
eigi sjeð nj0 ha.ft afspurn af. .
1’erðin til Amsterdamms gekk mjög vel. f>á er þangað
kom, blöktu fánar á hverju skipi til virðingar við hann, og
á öllum strætum borgarinrtar var krökkt af mönnum, er fýsti
að líta bitin ágæta kappa og orðlagða sjógarp. Bigi hafði
hann langa viðdvöl í Amsterdammi, heldur fór sem tíðast
norður í Haag, þar sem stjórnin hafði aðsetur. þar var hon-
um tekið með hátíðlegri viðhófn og margs konar virðingarhót-
um. Daglega sat hann á ráðstefnu með æðstu mönnum
stjórnarinnar og stjórnöndum hins volduga verzlunarfjelags, er
veitti honum að gjöf dýrmæta gullfesti til merkis um lotning-
arfyllst þakklæti sitt. Niss de Bombell var fengió stórhýsi
eitt til íbúðar. En þá er hann kom heim þangað á kvöldin
af ráðstefnum eða frá hátíðahöldum, þá þótti honum þar eitt-
bvað snautt og tómlegt. J>að skorti eitthvað á, að sæla hans
v®ri fullkomin.
Eigi hafði hann lengi dvalið í Haag, áður en hann hafði
fastráðið íneð sjer, hvað gera skyldi. Hann ritaði örstuttan
brjefmiða. Síðan sendi hann eptir einkanlegum vini sínum,
frísneskurn farmanni, er hann hafði fyrir nokkru skipað yfir-
stýrimann á aðmírálsskipi því, er hann var fyrir. þessutn vini
57
irnir í Ammsterdammi höfðu sett afarhátt verð á kryddvarn-
ing sinn og stefna þeirra var sú, að láta hann halda lagi um
aldur og æfi. þá er þeir höfðu ákaflega miklar birgðir af
pipari, kanelberki og kryddnegulnöglum í varnmgsbúrum sín-
um, svo að horfur voru á, að það mundi eigi haldast í verði,
þá Ijetu þeir eigi undan með það, að lækka verðið, svo að
meira seldist af vörunni, þó að það hefði getað orðið ábata-
vænlegra, heldur tóku þeir það þá einatt til bragðs að brenna
upp þessar kryddvörur, svo að hörgull yrði á þeim, og nam
það stundum miljónum gylina, er þeir ónýttu svo af þver-
höfðaskap og öfugum hagnaðarhugmyndum.
A fyrsta fjórðungi átjándu aldar hafði hið hollenzk-ind-
verska verzlunarfjelag einkum fyrir stafni að auka veldi sitt
á eynni Celebes. Gjörði það út þangað leiðangurslið og her-
skipaflota. Fioti þessi lá ferðbúinn að kalla við eyna Texel
og beið byrjar, þá er síldardugga sú, er Niss Ipsen var á,
kom til Amsterdamms.
|>á er Niss Jpsen hafði dvalið nokkrar vikur í Amster-
dammi og fátt haft að iðja, lenti hann í klóm á »sálnaveiður-
um«, en svo kallast þeir menn, er hafa þá atvinnu að hremma
menn og nauðga þeim til þess að gerast sjómenn, er eigi
fást svo margir á skip, 8em þurfa þykir, af frjálsum vilja,
sem opt vill verða. |>essir sálnaveiðarar seldu Niss Ipsen
til Indlands-flotans, er enn var manna vant.
Niss Ipsen var þegar tekinn í hásetatölu, því að hann
kunni nokkuð til sjómennsku, og ljet hann sjer það vel lynda.
Hann reyndist vikaliðugur og ósjerhlífinn, og hinn ötulasti í
hvívetna, og ávann haun sjer brátt hylli yfirmanna sinna.