Ísafold - 02.03.1892, Síða 1
ÍSAFOLD.
Reykjavík, miðvikudaginn 2. marz 1892-
Kemur út á miðvikudögum
og laugardögum. Verð irg
(um 100 arka) 4 kr., eriend-
is 5 kr.; borgist fyrir mið.jan
júlimánuð.
XIX. árg. i
Sjónleiki r.
þann 4., 5., og 6. þessa mán. verða að
öllu forfallalausu leiknir
Víkingarnir á Háiogalandi.
eptir Henrik Ibsen-
Rvik 1. marz 1892.
Forstöðunefndin
Gufubátaferðir
við Faxaflóa og víðar.
nAuminrjinn Faxu. Svo hljóðuðu textans
orð í 2. tölubl. ísafoldar þ. á. |>að var
reyndar vel maklegt, að gjöra dálitla lík-
ræðu eptir Faxa litla; hann var búinn að
vinna sitt ætlunarverk hjer og gjöra sínar
tilætluðu ferðir um Faxaflóa í sumar sem
leið, og hafði ekkett borið á rekann, er telj-
andi væri, nema hvað mönnum þótti bátur-
inn heldur lítill, og í annan stað hafði vjel-
arstjórinn verið í meira lagi aðgæzlu- og
skey tin garlítill.
|>rátt fyrir þetta mega menn vera Faxa
litla þakklátir fyrir komu sína. f>ví af
þessari litlu reynslu með hann í sumar má
glöggt sjá, hvort ekki er öll þörf á að halda
uppi gufubátsferðum hjer utn flóann. Bát-
urinn hafði optast hjer um bil nóg að flytja,
bæði fólk og varning, og hefði þó víst verið
talsvert meira, ef hann hefði verið betur
lagaður, einkum hvað farþegarúm snerti.
Nú vildi þó svo óheppilega til, að aflaleys-
isár var við Faxaflóa og þar af leiðandi
miklu minni flutningar. Má því óhætt full-
yrða, að þegar vel lætur í ári með afla og
fleira, mundi hentugur gufubátur á Faxaflóa
hafa ærið nóg að starfa.
f>að eru líka mörg ár síðan að menn sáu,
hve mikil þörf væri á gufubátsferðum til
flutninga hjer um flóann, ef samgöngunum
°g viðskiptaþörfinni ætti að geta greiðzt
nokkur vegur til verulegra umbóta og fram-
fara. J>að voru eigendur Faxa, sem fyrst
brutu ísinn með að koma hjer á gufuskips-
ferðum, og eiga þejr sannarlega þakklæti
skilið fyrir viðleitni sína, að vilja bæta úr
samgönguþörfinni og greiða mönnum veg
til hagkvæmari og sem kostnaðarminnstra
vöruflutninga. það eru þejr ejnjrj S0m
lögðu stórfje í þetta fyrirtaeki, og má öllum
þykja jafn-illt að því leyti, hvernig fór með
Faxa litla, sem nokkuð hugsa um þarfir
yfirstandandi tíma.
En mönnum má ekki falla allur ketill í
eld við afdrif Faxa; þörfin er hin sama og
áður, allt af jafn-knýjandi, ef ekki á allt að
ganga með sama gamla sleifaralaginu, allir
vöruflutningar um flóann að vera sömu
hættu og sama kostnaði undirorpnir, allir
mannflutningar hættulegir og hálf-tepptir,
þegar ekkert er hægt að komast nema á
opnum smábátum eða þá með ærnum kostn-
aði og tímamissi á landi.
það má nú búast við, að einstakir menn
verði tregir á að leggja aptur fje í jafn-
kostnaðarsamt fyrirtæki eins og að kaupa
heilan gufubát, sem væri hjer hentugur,
euda fáir svo efnum búnir, að þeir geti
slíkt, nema ef það væri kaupmenn vorir.
En það er nú ekki gott að spá í eyðurnar
með, hvers vænta má úr þeirri átt; því
hingað til hafa kaupmenn hjer ekki verið
miklir stuðningsmenn slíks fyrirtækis. Og
það má þó undarlegt virðast. Engir hafa
meiri vöruflutninga hjer um flóann en þeir
og þá opt all-kostnaðarsama, eins og nú til
hagar. Ætti þeim því að vera fullkomlega
innan handar, að styðja að gufubátsferðum
um flóann.
Ekki var hr. A. Asgeirsson á ísafirði
lengi að velta fyrir sjer að kaupa gufubát
til flutninga um Isafjarðardjúp, þegar hann
sá þörfina, og mun hann sem kaupmaður
engan skaða telja sjer að halda bátnum úti.
Sömuleiðis hefir nú Eyrarbakka-verzlan
fengið sjer gufubát til að halda flutnmgum
uppi fyrir suðurströnd landsins.
Ekki ætti það þá síður að svara kostnaði
um Faxaflóa. Nei! Faxaflóa-menn eru
fremur seintækir til stórræða. þaðerpapp-
írsgagn og augnablikshagur, sem þeir margir
hverjir líta stærstum augum á. Fjelags-
skapurinn og samheldnin er það, sem mest
vill vanta.
Og merkilegt má það heita, að árlega er
kastað mörgum þiisundum króna til vega-
bóta á landi, og það þykir sjálfsagt, en að-
al-flutningaleiðina, sem mest er notuð hjer,
sjóinn, og aldrei þarf neitt um að hugsa,
nema aö eiga heutuga og hraðskreiða fleytu
til að bera’sig um á.Jhana finnst mönnum eitt-
hvað svoísjárvert að notatil hlítar, að það þarf
ár eptir ár að velta því fyrir sjer, hvort
leggjandi muni út í það; og þó býður lands-
sjóður allt af nokkurn styrk fram. Aðal-
atriðið er, að eignast skipið.
Auðvitað er það, að eins og nú stendur,
þá dregur mikið úr öllum aflaleysið og bágt
árferði til sjávarins síðastliðið ár. En þetta
mætti yfirstíga, ef allir vildu leggjast á eitt.
Vildu allar þær þrjár sýslur, sem liggja að
Faxaflóa, sameina krapta sína, þá er þegar
fengið fje til að kaupa fullnægjandi gufubát
til flutninga um flóann.
Og það liggur ekkert beinna við en að þessi
þrjú sýslufjelög og Reykjavík legðust nú
sem fyrst öll á eitt til að hafa saman fje
til gufubátskaupa, hvort heldur menn vildu
með hlutabrjefum eða á einhvern annan
hátt; vildu sýslufjelögin taka fyrirtækið að
sjer, eru meiri líkur til að því þokaði bet-
ur áleiðis, en ef einstakir menn, einn eða
fleiri, vildu fara að reyna að reita fje sam-
an til gufubátskaupa.
Samgöngumál vor eru nú orðin svo marg-
rædd, að það eru víst allir, sem nokkuð
hugsa um samgöngur og vita hvað þær hafa
að þýða, á eitt sáttir um, að eini vegurinn
til að koma þeim og öðrum innnanlands-
viðskiptum í rjett horf, sje gufubátsflutn-
Uppsögn (gkrifleg) bundim
viú iramót, ógild nema kom-
in sje til útgefanda fyrir 1.
o .tóbermán. Afgreiðslustofa
í Austurstrœti 8.
18. blað.
ingar. Og það er líka víst, að meðan gufu-
bátsferðir komast ekki á um alla hina stærri
flóa eða firði við landið, er engra verulegra
umbóta auðið í samgöngum og innanlands-
viðskiptum. þá fyrst gætu menn haft full
not strandferðanna á hinum stærri gufu-
skipum, þó að strjálar væru, þegar smágufu-
bátar væri innfjarða á öllum hinum stærri
fjörðum og ferðir þeirra svo látnar standa í svo
nánu sambandi sem auðið væri við aðal-
strandferðirnar. það mun að líkindum mest
hafa fælt »hið sameinaða gufuskipafjelag«
frá að taka að sjer strandferðirnar næsta ár,
eptir áætlun þingsins, þessir mörgu við-
komustaðir, sem skipin áttu að hafa. Enda
sumar þær hafnir, sem tilteknar voru í á-
ætlun þingsins, rjett ótækar fyrir stórt
gufuskip að sigla inn á, nema þegar allra
bezt stendur á, bæði með sjó og vind.
Aptur á móti, væru smá-gufubátar, mætti
fækka viðkomustöðum aðal-strandferðaskips-
ins að mun, t. d. á Faxaflóa, Breiðafirði og
eins Austfjörðum, og yrðu þá strandferðirn-
ar miklu aðgengilegri. þ>að er á öllum þess-
um stöðurn jafn-ómissandi að hafa gufubáta,
enda á Eyjafirði líka, og eru þar þó lang-
þægilegastir flutningar af öllum þessum
fjörðum.
Að endingu vil jeg benda á, að þegar
menn næst hugsa til gufubátskaupa um
Faxatíóa, ættu menn að hafa það hugfast,
að báturinn sje ekki allt of lítill og eink-
um að hann sje vel lagaður til að afbera
sjó. þ>ví hjer er opt eins og allir vita sjó-
gangur og stormar, og er mjög hæpið að
kaupa gamla gufubáta á Englandi hingað,
því flestir af þeim eru meira lagaðir til að
ganga á lygnu vatni. Væri því máske fullt
eins hyggilegt, að leitast fyrir í Norvegi;
því gufubátar Norðmanna eru flestir betur
lagaðir sem sjóskip. Vitanlega væri bezt,'
að láta smíða slíkt skip, þótt það kostaði
nokkuð meira; þá geta menn verið öruggir
um, að kaupa ekki nköttinn í sekknum, og
gæti þá fengið bátinn með hentugu lagi og
eins fengið á honum fullkomna vátrygging.
Fer jeg þá ekki fleiri orðum um þetta mál
að þessu sinni, en vil óska, að einhverjir
vildu taka það til algjörðra framkvæmda.
Reykjavík, í janúar 1892.
Edilon Geímsson.
Móðurmálskennslan í barnaskólum
Jeg vakti máls á þessari kennslu á kenn-
arafjelagsfundi í vetur. Nú skal jeg með
færri orðum taka fram þau nýmæli, er jeg
hjelt fram þá, að því er hana snerti.
Jeg tók það fram þá, og jeg tek það
fram enn, að hin svonefnda »rjettritunar-
kennsla« í barnaskólum sje harla ófullkomin,
eins og hún er nú, og verkin sýna þar
merkin. Eptir allt, þreytuna, stritið og
baslið allt, í fjögur og sex ár, þá tekst eigi
að gjöra börnin sendibrjefsfær, hvorki að
orðfceri nje stafsetningu. J>au tala og skrifa
sömu mállýzkur og málleysur og þau annars